Morgunblaðið - 09.01.1954, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 9. janúar 1954
HAFNARFIRÐI — Síðastliðinn
þríðjudag hófst firmakeppni hjá
Bridgefélagi Hafnarfjarðar. 64
firmu taka þátt í keppninni. —
Eftir fyrstu umferð hefur Dröfn
(Hilmar Ágústsson) flest stig,
næst er Landleiðir (Hörður Guð-
mundsson), þá kemur Kaupfélag
Hafnarfjarðar (Reynir Eyjólfs-
son), fjórða í röðinni er Bæjar-
bíó (Jón Einarsson), og fimmta
firmað er Jón og Þorvaldur
(Sævar Magnússón).
- Tunglið
Framh. af bls. 9.
uðu hann sem miðunarpunkt.
Loks sýnir Schmidt, er var fræg-
asti tunglfræðingur sins tíma
þennan gig á 6 Uppdráttum á ár-
unum 1841—1843.
Svo er það 16. okt. 1866 að
Schmidt þessi er að athuga Mare
Serenitatis Og rekur augun allt
í einu í það, að Linné er horf-
inn. Þar sem áður var stór djúp-
ur gígur, var aðeins lítill ljós-
depill. Geta má nærri, að nú
varð uppi fótur og fit og stjörnu-
kíkar athugenda um víða veröld
beindust nú að Linné, og á næstu
árum voru gerðir fjöldi upp-
drátta af þessu fræga fjalli. Ár-
angurinn varð ekki nákvæmlega
sá sami hjá öllum, en eitt var
víst að Linné var horfinn. Það
voru allir sammála um. í stað
hans var kominn hvítur blettur,
misstór, og í honum var eitthvað
sem erfitt var að greina hvað var,
stundum lýst sem smágíg, stund-
um sem hæð. Athuganir með
öflugum stjörnukíki 1953 sýna að
þarna er nú hvelfing með smá-
gíg en djúpum.
En hvað var það sem skeð
hafði? Hvað varð þess valdandi
að 9,6 km gígur 330 m eða meir
á dýpt hverfur af yfirborgi tungls
ins á minna en 25 árum.
Ýmsar getgátur hafa verið
leiddar að ástæðum. Eins og áður
getur eru geysimiklar hitabreyt-
ingar á tunglinu, en þær valda
samdrætti og þenslu á víxl. Gera
má því ráð fyrir að grjótið þar
smáflísist eins og á jörðinni. Þó
dregur það mjög úr, að enginn
raki er þarna og ólíklegt að þessi
sé orsökin. Stungið hefur verið
upp á að loftsteinar hefðu getað
valdið. Ekki er það ómögulegt,
en þó mjög sérstæð tilviljun að
loftsteinn hitti svona í mark, eina
gíginn á stóru svæði. Hitt álíta
þó margir sennilegast að tungl-
skjálfti (sbr. jarðskjálfti) hafi
Orðið. Myndi hann þá eiga rót
sína að rekja til innri afla, Og
hafa verið nægilega öflugur til
að valda hruni gígsins. Hver svo
sem orsök þessa gíghvarfs er, þá
sannar hún að tunglið er ekki
alveg eins „dautt“ og haldið var
um árabil og að „hlutir“ gerast
uppi þar.
Ýmsar minni háttar breyting-
ar og fyrirbæri hafa menn séð
á tunglinu, sem erfitt er að skýra
og sennilegt að ekki fáist fullur
skilnmgur á þeim, fyrr en menn
geta farið til tunglsins og fram-
kvæmt rannsókn á staðnum, og
óvíst að það verði svo íkja langt
þangað til að það geti orðið.
— Þorskaflinn í vetur
Framh. af bls. 5.
liin árlega rýrnun hvorki meira
né minna en 59%. Má af því ráffa
að fullgildar ástæður voru fyrir
því aff reyna aff draga úr þeim
ágangi sem stofninn varff fyrir.
ÞORSKURINN Á NÆSTU
VERTÍÐ TILTÖLULEGA
UNGUR
En hvað getur þú sagt mér
nánar um spá þína fyrir vertíðina
í vetur?
Veiðin mun aðallega byggjast
á níu ára gömlum fiski. Af þeim
aldursflokki munu verða um 34%
af veiðinni þ.e.a.s. af þorski sem
runninn er frá klakinu 1945.
12% af veiðinni mun verða 7
ára þorskur, 10% 8 og 10 ára af
hvorum um sig. 67% af þorskin-
um verffur á aldrinum 7—10 ára.
En ekki nema rúmt 1% verffur
eldra en 12 ára. Meffalaldurinn
verður um 8XA ár effa rúmlega
hálfu öðru ári lægri aldur en
meðalaldur þorsks almennt, því
elztu aldursflokkarnir verffa aff
þessu sinni dottnir alveg úr sög-
unni.
Frá fiskifræffilegu sjónarmiði
er þaff mjög áberandi hve naikiö
er af „nýliffum“ þ.e.a.s. af þorski,
sem kemur til hrygninga í fyrsta
skipti í vetur. Verffa þaff um
64%. En aff meffaltali eru þeir,
eða hafa veriff á undanförnum
árum, 38% af stofninum.
Nú er það staðreynd, segir Jón,
að „nýliðarnir" koma seinna á
hrygningarstöðvarnar en eldri
aldursflokkarnir. Venjulega gera
þeir ekki vart við sig að neinu
verulegu leyti fyrr en komið er
fram í marz. Gæti þetta bent til
þess, að seinni hluti vertíðarinn-
ar yrði mun betri eða aflasælli
en byrjunin. Þetta er þó annars
lausleg tilgáta mín. En eldri fisk-
urinn er venjulega miklu meira
áberandi í byrjun vertíðar, en af
honum er nú mjög lítils að vænta.
Árgangurinn frá 1942, sem bar
uppi veiðina 1950—52, er nú úr
sögunni að heita má. En af hon-
um er aðeins að vænta 6% af
aflanum. Árgangurinn frá 1945
er veiðin mun aðallega byggjast
á, er ekki mjög sterkur. Hann er
hér aðeins áberandi vegna þess,
hve stofninn sem heild er rýr.
Viff getum því búist viff að afl-
inn í róðri verði mun meiri en í
fyrra, ef gæftaleysi hindrar ekki
veiðina á þeim tíma, þegar mest-
ur þorskur er í sjónum.
Venjulega er gott samræmi
milli þess afla sem á land berst
og þess fiskimagns sem er í sjón-
um, en þó getur þjóðfélagsieg og
veðurfarsleg vandamál stundum
gert strik í reikninginn, en að
sjálfsögðu getum við fiskifræð-
ingarnir ekkert sagt um þá hluti.
V. St.
- Æskulýðssíða
Framh. af bls. 7.
S.I. haust var uppskera
þeirra bræffra tæpar 100 þús.
tunnur, — effa um helmingur
allrar kartöfluuppskeru hér á
landi á árinu sem leiff.
Allt er gert til þess að kartöfl-
urnar líti sem bezt út — verði
góð söluvara — og í því skyni
eru þær m.a. vaxbornar. Þá eru
vélar mjög notaðar við uppsker-
una, kartöflurnar eru fluttar á
færiböndum upp á bílana og síð-
an eru þær settar í rennur, sem
bæði þvo þær og flokka. Ekki
þarf að þurrka þær sérstaklega,
því að loft er látið leika um þær,
á meðan þær eru á færiböndun-
um. —
Á vorin eru kartöflurnar
skornar í sundur og á útsæðis-
kartöflunum eru aldrei fleiri
en tvö augu. Með því móti er
unnt aff koma í veg fyrir of
mikiff af smælki.
m
ÞAR ER GOTT AÐ VERA
I Islendingabyggðunum vestan
hafs er gott að vera. Hvergi höf-
um við orðið varir við meiri
hlýju og gestrisni, enda hafa ís-
lendingarnir fýrir vestan mikinn
áhuga á „gamla landinu" og öllu
sem íslenzkt er. Og ótrúlegt er,
hvað íslenzkan helzt enn í fs-
lendingabyggðum N.-Dakota.
X— □— X
Að lokum langar okkur til að
segja þetta: — Við erum þakk-
látir fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að komast út fyrir land-
steinana og kynnast landbúnaði
í Bandaríkjunum. Slíkar kynnis-
ferðir eru til mikils gagns, því að
vitaskuld getum við íslendingar
mikið lært af öðrum þjóðum í
landbúnaðarmálum. — Nánari
kynni af landbúnaði annarra
þjóða eru ekki hvað sízt nauð-
synleg vegna þess að þau sýna
okkur, að hér er enn margt ó-
gert á sviði landbúnaðar, — mikil
verkefni biða þeirra æskumanna,
sem brjóta vilja íslenzkt land til
aukinnar ræktunar þjóðinni til
blessunar og heilla um alla fram-
tíð. M®
MRflllM
í kvöld klukkan 9.
DANSLEIKUB
Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar.
Aðgöngumiðasala frá kl. 7. — Ekki tekið frá í síma.
Gömlu
dansarnir
í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9.
Sigurður Ólafsson syngur.
Hljómsveit Carls Billich leikur.
Sigurður Eyþórsson stjórnar dansinum.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. Sími 3355.
í Almennur dansleikur
■ ■
■ í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. ■
■ ■
; Hljómsveit Aage Lorange.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—6.
Sjálfstæðishúsið. }
■’
................*..............■■■■■■■■■■■■■■■■■■*
Gömlu dusnrair
að Þórscafé í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Jónatans Ólafssonar.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
TJARNARCAFE
2) unó íeih
u r
í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Joseps Felzmanns.
Söngvari: Ragnar Bjarnason.
Aðgöngumiðar seldir kl. 5—7.
■J
■4]
-'D MARKtJS Eftir Ed Dodd ---
Fallegar hendur
geo illir haft. þón unnin séu
daglcg hússtörl og þvottat
Haidið höndunum bvtt- /
1) Ég veit það Gyða mín, að
það verður ekkert skemmtilegt
fyrir þig að hafa svona sveita-
strák alltaf í kringum. þig.
2) — En pabbi þinn er forseti
í klúbbnum, sem stendur fyrir
samkomunni ....
3) .... svo að við verðum að
taka á móti honum.
4) — En mamma, þetta er alveg
hræðilegt. Að verða að sitja heila
viku þolinmóð og hlusta á ein-
hvern vitleysing rausa um fugla
og fiðrildi. — Ég get aldrei hald-
ið það út. ...