Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 2
2 M O RGUN B LA91& Föstudagur 19. febrúar 1954 . Hafizt verði handa um að virkfi ByugundisÉ fyrir Vesifirði Vestfjarðabyggðir eiga lilveru sína undlr því, að raforkumál þeirra verði leysl. FJÓRIR af þingmönnum Vestfirðinga, þeir Hannibal Valdimars- son, Eiríkur Þorsteinsson, Kjartan J. Jóhannsson og Sigurður Bjarnason flytja á þingi frumvarp til laga um orkuver Vestfjarða. Samkvæmt því er ríkisstjórninni heimilt að fela rafmagnsveitum ríkisins að virkja Dynjandisá í Arnarfirði til raforkuvinnslu í allt að 7000 hestafla orkuveri og leggja þaðan aðalorkuveitu vestur á bóginn til Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar og norður é bóginn til Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolungarvíkur, Súðavíkur, Hnífsdals og ísafjarðar. Ef'M FRUMVAEPSINS Ríkisstjórninni heimilast, sam- ivæmt frumvarpinu, að taka lán íyrir hönd ríkissjóðs eða ábyrgj- ast lán, sem rafmagnsveitur rík- isins taka, allt að 60 millj. króna cða jafngildi þeirrar upphæðar í «rlendri mynt, til greiðslu stofn- lcostnaðar við byggingu mann- virkjanna. — Mælt er svo fyrir í frumvarpinu að framkvæmdir megi ekki hefjast nema fyrir liggi nákvæmar kostnaðaráætl- anir um virkjunarframkvæmdir samkv, raforkulögum, að ríkis- sjóður geri þegar ráðstafanir til að tryggja sér vatnsréttindi í Dynjandisá, ef það mál hefur enn «kki fengið fulla lausn, og að lokum kostnaður sá, sem sveitar- íélögin a Vestfjörðum hafa lagt íram til undirbúnings Vestfjarða virkjunar, verði þeim endur- greiddur og talinn með stofn- kostnaði, enda öðlist rafmagns- veitur ríkisins þá eignarétt á öll- nm uppdráttum og áætlunum um Dynjandisárvirkjun, sem Orku- ver Vestfjarða h.f. lét gera. JKANNSÓKNIR A VIRKJUN- ARMÖGULEIKUM í greinargerð frumvarpsins segir, að rúm 40 ár séu nú liðin síðan farið var að athuga og und- jí búa virkjun vatnsfallanna fyr- ir botni Arnarfjarðar, þó aldrei liafi orðið úr framkvæmdum. — "Voru það norrænir verkfræðing- ar sem rannsóknirnar gerðu og var áformið það, að Dynjandisá, Svíná, Mjólká og Hofsá skyldu leiddar saman uppi á hálendis- Jjrúninni. Orkuverið skyldi byggt við Mjólká, en þar átti að leiða hinar árnar þrjár í hana. Fall- liæðin, sem þarna fékkst, var 300 jtn og þéttivatnspípan ekki nema 900—1000 m. Úrkomusvæði ánna .allra er um 56 ferkm. Verkfræð- ingarnir töldu að hægt væri að lá þarna 30 þúsund hestöfl 5 mán. ársins, en rúml. 50 þús. hestöfl 7 jnánuði ársins. Var virkjun þessi miðuð við þarfir stóriðju (alu- miniumvinnslu) í Eyrarfjalli hjá ITateyri. — En af framkvæmdum vnrð ekki. ATHUGANIR RAFORKU- iMÁLASKRIFSTOFUNNAR Síðan hafa verið gerðar ýms- •ar athuganir og kostnaðaráætlan- ir um virkjun Dynjandisár einn- ar, því það afl, sem þar má fá, mun nægja fyrir Vestfirði næstu áratugina. Niðurstöður þeirra at- hugana voru þær, að heildar- virkjunarkostnaður 7000 hestafla orkuvers við Dynjandisá var (í ái'sbyrjun 1946) talinn verða 26,1 milljón kr. — Var það áiit sér- fræðínga að slá skyldi á frest framkvæmdum vegna hins gif- urlega kostnaðar. Síðan er rakið í greinargerð- dnni, hvað gert hafi’ verið í raf- orkumálum Vestfjarða með bygg ingu dieselstöðva á ýmsum stöð- ■um. Er og rakinn að nokkru 3tesínaður við starfrækslu slíkra jitöðva. Síðan er sýnt fram á að um 7000 manns á Vestfjörðum (að Strandasýslu undanskilinni) muni njóta góðs af samvirkjun, en allir íbúar á þessu sama svæði eru 9375. — Þá er í greinargerð- inn rakið ali ítarlega athuganir raforkumálaskrifstofunnar á virkjunarmöguleikum á Vest- fjörðum, en niðurstöður þeirra hafi verið að til greina kæmi að leysa raforkumál Vestfjarða á einhvern eftirfarandi hátt 1. Samvirkjun fyrir Vestfirði, 2. Litlar sérvirkjanir á ýmsum stöð- um, 3. Dieselrafstöðvar. REYNSLA TÍMANS Dieselrafstöðvarnar hafa þegar verið reyndar, segir í greinar- gerðinni. Reynslan hefur kveðið upp dauðadóm yfir þeirri leið. Hún er úr sögunni. Eini kostur smávirkjana er sá, að þeim má, þar sem skilyrði eru fyrir hendi koma upp á lengri tíma, smám saman, og eru þær þannig fjárhagslega viðráðan- legri í bili, að því er stofnkostn- að snertir. Helztu rökin með samvirkjun eru aftur þau, eins og raforku- málastjóri hefur réttilega bent á: 1. Með samvirkjun fá allir staðirnir á Vestfjörðum vatns- orku, sérvirkanir virðast ekki koma til greina allsstaðar. 2. Auðveldara er að virkja til viðbótar, ef heildaraflþörfin vex. 3. Ef sérstök orkuþörf verður á einhverjum stað t. 'd. vegna iðjureksturs, er auðvelt að beina þangað orku frá sam- virkjuninni. Tenging við aðra landshluta gæti einnig komið til greina með tímanum. 4. Tæknileg þjónusta betri, völ á tæknifróðari mönnum til samvirkjunar en sérvirkjana. Vestfjarðabyggðir, segir loks í frumvarpinu, eiga bókstaf- lega tilveru sína undir því, að raforkumál þeirra verði nú leyst hið bráðasta á bann hátt, að atvinnullífið þar, ekki sízt fiskiðnaðurinn, sem hefur sívaxandi áhrif á rekstur þjóð arbúsins, eigi kost á nægilegri raforku við sama verði og hún er seld í öðrum landshlutum frá hinum stóru orkuverum. GUN1VIAR ÖLAFSSOIM Níræður í gær í GÆR átti hinn stórmerki, víð- kunni athafna- og framfaramað- ur í Vestmannaeyjum, Gunnar Ólafsson útvegsbóndi og ræðis- maður níræðisafmæli. Hann er við fulla andlega heilsu, sem ungur væri, en á erfitt með að hafa reglulega fótavist. En hug- ur hans er hinn sami til fram- kvæmda og framfara, sem á hans yngri dögum. Vegna óvenjulegra mistaka var þessa góðkunningja Morgun- blaðsins ekki minnst á afmælis- daginn. En bót er það í máli, að Gunnar hefur aldrei verið til- tektasamur, né sérlega fyrir það gefinn, að auglýsa verðleika sína, athafnir og forystu í framfara- málum samtíðarinnar. Allt fyrir það, er ekki ætlunin að bera í bætifláka fyrir þann skort á háttvísi frá hendi Morgunblaðs- ins, að minnast hans ekki á af- mælisdaginn. Starfsaga Gunnars geymist jafnvel fyrir það í hugum sam- ferðamannanna, sem orðnir eru ærið margir. En einkum munu verk hans í athafna- og útgerða- bænum Vetsmannaeyjum, verða i óbrotgjarn minnisvarði um verk hans og fyrirhyggju. Sjóréttur lauk í gær rann- sókn slyssins í Faxaflóa Mafsveinninn vísaði skýrslu skip- sfjórans á Rifsnesi á bug. ISJÓRÉTTI Reykjavikur var í gær sjóprófum haldið áfram vegna árekstrar Rifsness og Giss- urar hvíta í s.l. viku.— Kom nú fyrir réttinn matsveinninn á Gissuri hvíta, er var við stýrið, er áreksturinn varð. Matsveinninn heitir Eli Bær- ing Einarsson til heimilis hér í bæ, í Laugarnesbúðum 52 B. — Hann skýrði réttinum frá því að hann hefði verið sjómaður allt frá árinu 1946, og hafi hann lengzt af verið háseti, sem tekið hafi stýristarnir. Hafi naan verið í sigingum á Fossunum og norsk- um farmskipum, einnig fiskibát- um hér heirna, ýmist sem háseti eða matsveinn. Hann sagðist hafa farið upp í brú til að gá hvað klukkan væri, nokkru áður en slysið varð, er hann að stundu liðinni hafi verið að fara út aftur, hafi sá, sem var við stýrið, Guðmundur Falk Guð mundsson, beðið sig að halda í stýrið, meðan hann hlustaði eftir samtali bátanna í talstöð skips- ins, sem var í kortaklefanum. SA ALDREI RIFSNES FYRR EN Búið að ná báínum á flot aftur SANDGERÐI, 18. febr. — Á flóði í morgun tókst að ná vél- i bátnum Hafsteini frá Dalvík á flot aftur, en hann strandaði fyr- ir nokkru síðan, er hann sleit í ofviðri upp af legunni hér' og 1 rak á‘land; — Bátufinn verður ' dreginn til Keflavíkur til við- gerðar. Vélbáturinn Pétur Jóns- son sem dró hann á fiot, mun fara með hann þangað. Þegar Eli Bæring tók við stýr- inu, kvaðst hann ekki hafa séð neitt skip framundan, og Guð- mundur Falk hefði ekki sagt sér af ferðum annarra skipa, en beð- ið sig að sigla til SA eftir átta- vitanum. — Eli Bæring kvaðst hafa litið einu sinni til bakborða, á þeim 5—6 min., sem hann var við stýrið, og hafi hann þá séð, hvar Rifsnesið kom með fullri ferð í stefnu á skipið, en ekki gert tilraun til að forða árekstr- inum, enda með hugann við skipið sem stefndi á bátinn. — Sagðist EIi Bæring þá hafa sam- stundis kallað til Guðm. Falk sem óðara kom og spurði: Hvað er um að vera, en um leið greíp hann stýrið og beygði hart á stjórnborða, og jrvaðst Eli Bær- ing hafa aðstoðað hann. En allt kom fyrir ekki, skipin rákust saman fáeinum andartökum síð- ar. MOTMÆLIR SKYRSLU RIFSNESSKIPSTPÓRANS Forseti dómsins, Bjarni Bjarna- son fulltrúi, las nú fyrir Eli Bær- ing skýrslu skipstjórans á Rifs- nesinu, þar sem hann segir frá stefnubreytingum, sem Gissur hvíti hafi tekið og hann taldi vera orsök árekstrarins. — Þess- um atriðum mótmælti Elí Bæring og kvaðst aldrei hafa breytt stefnu skipsins og aldrei sleppt stýrinu fyrr en Guðm. Falk greip það. Dómendur spurði Eli Bæring, hvort hann gæti gert sér nokkra grein fyrir ástæðunni til þessa slyss, en Eli Bæring taldi sig ekki geta það og ekki skilja, hvernig á því stóð. — Geta má þess, að Guðmundur Falk bar það fyrir sjóréttinum, að hann hefði aldrei séð til ferða Rifsness og ekkert vitað fyrr en Eli Bærings mat- sveinn kallaði til hans. BEYGJA SKAL TIL STJÓRNBORÐA Dómendur spurðu EIi Bæring, hvort hann þekkti siglingaregl- urnar og svaraði hann því til, að sér væru þær kunnar: Að skip, sem mætast, sl:ulu beygja til stjórnborða. Eii Bæring gat þess og, að Gissur hvíti hefði ekki lát- ið vel að stjórn eins og sjólagi og vindi var háttað, en ekki borið af leið nema 9 gráður í hvort borð. Einn hásetanna á Gissuri hvíta kom upp í brúna skömmu áður en áreksturinn varð, en hann hafði verið frammi á skipinu bakborðs megin. — A leið sinn upp í brúna, kvaðst hann ekki hafa orðið var við Rifsnesið. HÉLT FAST VID FYRRI FRAMBURÐ Einnig kom fyrir réttinn skip- stjórinn á Rifsnesi, sem hélt fast Framh. á bls. 12 Churehill var brotJnn í mél yj LONDON, 18. febrúar. —. Prúðmannlega klæddur mað- ur olli í morgun miklumt spjöllum í Tussaud-vext myndasafninu í Lundúnum, Fór hann einn inn í stofnun, þar sem þjóðstjórn Breta úfl siðustu styrjöld situr enn á| ráðuneytisfundi. Réðist hann fyrst mea hamrinum á vaxstyttuna aí Churchill og gereyðilagðS hana. Hann mölbraut tvfl( aðra ráðherra áður en varð« maður kom til skjalanna og hindraði frekari eyðilegg-* ingu. — Reuter. ASaífundur Félags kaupmanna AÐALFUNDUR Félags vefnaðar vörukaupmanna var haldinn 16. febrúar. Stjórn félagsins skipa nú: Árni Árnason íormaður, Björn Ófeigs- son, Gunnar Hall, Halldór R, Gunr.arsson og Hjörtur Jónsson, meðstjórnendur. í varastjórn eru: Helga Thorberg og Sveinbjörn Árnason. Jón Helgason, sem verið hefur í stjórn félagsins frá árinu 1937 og formaður síðustu árin, baðst eindregið undan endurkjöri. Fulltrúi í stjórn Sambands smá söluverzlana næsta starfsár er Árni Árnason og Gunnar Hall til vara. Um 90 verzlanir eru í félaginu, (Frétt frá F. V.) Bandaríska hljóm- sveitin fér í morgun SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT banda- ríska flughersins hélt hina fjórðu og síðustu hljómleika sína í Þjóð- leikhúsinu kl. 4 í gærdag við húsfylli og mikla hrifningu áheyr enda. Hljómsveitarstjórinn, George S. Howard, var innilega hylltur að leikslokum og færður fagur blómvöndur. Að hljómleikunum loknum flutti Þórður Benedikts- son, fyrir hönd SÍBS nokkur þakkarorð til hinna bandarísku tónlistarmanna og þakkaði vin- semd þeirra og örlæti, en þeir hafa, sem kunnugt er gefið allam ágóða af hljómleikunum til starf- semi SÍBS. Bað Þórður áheyrend ur að lokum að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir lista- mönnunum. Hljómsveitin hvarf héðan brott til Bandaríkjanna snemma í morgun. FYRSTA sýning töframannsins Frisenette var í Austurbæjarbíói s.l. miðvikudagskvöld kl. 11.15. Húsig var þéttskipað áhorfend- um, sem höfðu gaman af töfra- brögðum og dáleiðsluhæfileikum mannsins. Var honum óspart klappað lof í lófa. Næst síðasta sýning Frisenette er í kvöld í Austurbæjarbíói. Tito boðið til Grikklands BELGRAD 18. febr. — í dag af- henti gríski sendiherrann í Bel- grad Titó marskálki formlegt heimbo'ð 1 frá Pá'lí’ Grikkjakoh- ungi. Verður þfettá1 þriðja heim- sókn Titös'dil' annarra lahda. í fyrra heimsótti hann Bretland og í vor fer iiann i heimsókn til Tyrklands. — Reuter. W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.