Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 11
r Föstudagur 19. febrúar 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11 1 Leikfélag Hafnarfjarðar: Hans, Gréta og nornin. Bamaleikrit eftir WiISy Kruger Leikstjóri: Jóhanna Hjaltalín Holmenkollenstökkbrautin Holmenkollenmófið hefst í dng f DAG flykkjast skíðamenn til Holmenkollen, því hið ár- lega skíðamót hefst þar í dag. Það er helzta skíðamót Norð- manna og hefur farið fram á hverju ári síðan 1892, að styrjaldarárunum 1941—45 undanskildum. Konur og karl- ar víðs vegar að úr heimin- um hafa tekið þátt í mótinu. Meðal þeirra eru 6 íslending- ar — ísfirðingarnir sem þátt taka í heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. HOLMENKALLEN- BRAUTIN Holmenkollenstökkbrautin er aðalvettvangur keppninnar. — Stokkbrautin er í 350 m hæð yfir sjávarmál í yndislegu umhverfi í nánd við lítið vatn. Þangað er greiður vegur með lest frá Osló og tekur ferðin um 20 mín. Áður fyrr var stökkbrautin lít- il og stökkin sem náðust þá í henni um 20 m lengst. Nú er brautarmetið 71 meter. Hafa miklar umbætur verið gerðar á brautinni síðan eftir stríð, sér- staklega fyrir vetrarolympíuleik- ana 1952 sem þar voru haldnir. Stökkpallurinn er enginn venju legur pallur. Hann er þriggja hæða hús. í því húsi er fyrsta skíðasafn í heimi, pósthús, síma- miðstöð minjagripasala og veit- ingahús. Turninn — þ. e. a. s. aðrennslisbrautin — er búin raf- magnslyftu, sem flytur stökk- mennina upp. — Á sumrin eru það ferðamenn, sem lyftuna fylla og njóta þeir dásamlegs útsýnis úr turninum. Fyrir neðan stökk- pallinn hafa verið byggðir tveir minni turnar — annar fyrir kon- ungsfjölskylduna, hinn fyrir blaðamenn og dómara. KEPNISGREINAR Keppnisgreinar Holmenkollen- mótsins eru 18 km og 50 km ganga, stökk, norræn tvíkeppni og Alpagreinarnar — svig, stór- svig og brun. Göngukeppnin hefst og lýkur við Holmenkoll- en. Áhorfendur að þeim greinum ! eru ekki margir, enda fara þær! greinar fram á virkum dögum. I Gömul venja er það þó, að gefa' skólabörnum í nágrenninu frí til j þess að þau geti séð göngukeppn- ina. í göngukeppninni eru hins vegar geysi margir keppendur. í 18 km göngunni geta þeir verið Meðal keppenda þar eru sex Islentdingar allt 'að 250 talsins en færri voga hins vegar í 50 km gönguna. 1 keppninni er gengið um hin fögru skógarsvæði, Nordmarka. A LPAGREINARNAR Alpagreinarnar fara fram á öðrum stöðum; svigið í Rödkeiva en þangað er 10 mín. lestarferð frá Holmenkollen. Svigbrautin er um 300 m að lengd og fall- hæðin um 200 metrar. Rafmagns- knúin dráttarbraut dregur kepp- endurna upp fjallshlíðina, sem þeir bruna niður litlu síðar. Svig- ið nýtur mikilla vinsælda. Oft eru 15000 áhorfendur að mótum í Rödkleiva. Beztu skíðabrekkur eru vel sóttar sem sjá má m. a. af því að í 10 þeirra hefur verið komið upp dráttarbrautum. Keppnin í bruni og stórsvigi ferf ram við Norefjell. Þangað ei 3 tíma bílferð frá Osló. Vegna þessara löngu ferðar eru áhorf- endur að mótum þar ekki marg- ir — þó stundum alls að 4000. Stórsvigsbrautin er um 2 km að lengd með 500 m fallhæð. Brun- brautin er um 2.5 km að lengd og fallhæðin um 700 metrar. Við báðar brautirnar eru rafmagns- dráttarbrautir. STÖKKKEPPNIN Svo er það síðasti dagur „Holm enkollenvikunnar" — Holmen- kollendagurinn. Þessi dagur ér almennt kallaður „annar þjóð- hátíðardagur Norðmanna". Þá fer fram stökkkeppnin. Árla þessa dags taka Oslóbúar að streyma til Holmenkollen. Oslóbúinn getur ekki reiknað með því sem vísu að fá sæti í lestinni þennan dag. Aliir klæðast sínum beztu skíðafötum. * Fánar blakta á hverri stöng, bæði norsk ir og fánar þátttökuþjóðanna. Verzlanir með sælgæti og pyls- ur eru alls staðar. Áhorfenda- fjöldinn hefur komizt upp í 150 þúsund manns við stökkkeppn- ina. Stökkkeppnin hefst þegar er Hákon Noregskonungur hefur komið sér fyrir í konungsstúk- unni. Keppendurnir í stökkinu eru oft um 250 talsins. Þeir sem þátt taka í tvíkeppninni fá þrjú stökk og svö þau beztu þeirra koms til stigaútreiknings. Stökkkeppn in stendur yfir í 2—3 tíma. Síðar þennan sama dag fei verðlaunaafhending mótsins fram , í Borggárden að baki Ráðhússins. Oll rafmagnsljós eru slökkt er þeirra í stað kveikt á ótal blys- um. í miðjum garðinum hefur verið komið fyrir stórum palli — á honum fer verðlaunaafhend- ingin fram. Að baki pallsins myndar ungt fólk fánaborg með fánum þátttökuþjóðanna. Þetta er hátíðleg stund bæði fyrir kepp endur og áhorfendur. ____Mats Wibe Lund jr. Tvísýn keppni á hand knatileiksmótinu ÍSLANDSMÓTIÐ hófst s.l. þriðju dagskvöld með því, að forseti ÍSÍ Ben. G. Waage, setti mótið, með stuttri ræðu. Keppnin hófst með leik milli Fram og Víkings. Leikurinn var jafn og spennandi og lyktaði með 23:20 Fram í vil. Bæði liðin léku vel og sýndu oft skemmtileg til- ' þrif. f fyrri hálfleik skiptust liðin j á um forustuna og lauk honum I með jafntefli 10:10. í seinm hálf- leik hafði Fram frumkvæðið. — Beztu menn Fram: Karl, Hilmar l og Orri, en honum hættir til að ■ skjóta of mikið. Hjá Víking var I Ásgeir skæðastur. Dómari var Frí mann Gunnlaugsson og slapp hann vel frá því starfi. | Síðari leikurinn var milli Ár- manns og Vals og lauk með ó- I væntum sigri þess fyrrnefnda 23: 20. í fyrn hálfleik hafði Valur i yfirburði og stóð 13:8 þeim í vil, 1 eftir fyrri hálfleik. Línuspilarar Vals, Árni og Hreinn, sluppu oft fríir og skoruðu flest mörk Vals. í seinni hálfleik snerist leikurinn, og hafði Ármann engu mipni yfirburði en Valur í þeim fyrri, og lyktaði þeim hálfíéik ÆVINTÝRIÐ um Hans og Grétu er fyrir löngu orðið sígilt verk. í flestum löndum heims mun það eiga sína aðdá- endur meðal yngstu kynslóðar- innar og einnig hér á norðurhjara veraldar hefur það yljað börn- unum um hjartarætur, vakið meðaumkun þeirra og jafnframt fögnuð yfir sigri kærleikans og mannúðarinnar yfir hinum illu öflum tilverunnar. — Það var því vissulega þarft verk og vel þegið að snúa þessu ævintýri í leikrit og verður ekki annað sagt en að höfur.dinum hafi tekizt það með ágætum og ævir.týrið njóti sín vel á leiksviði. Leikfél. Ilafnarfjarðar sýnir nú þennan skemmtilega leik við góða aðsókn. Allur umbúnaður leiksins, tjöldin, sem Lothar Grund hefur gert og ljósbrigðin, sem Róbert Bjarnason hefur heiðurinn af, skapa leiknum hinn ósvikna æv- intýrablæ. Og hin fagra músik, sem Carl Billieh hefur útsett og leikur ásamt þeim Þorvaldi Stein grímssyni og Jan Morávek, svo og dans skógardísanna, er leik- stjórinn hefur samið, en Carl Billich gert tónlistina við auka á ánægjuna og fegurðina. Leikstjórinn, frú Jóhanna Hjaltalín, hefur innt hér af hendi vandasamt verk með fullum sóma. Sýnir hún hér nýja og at- hyglisverða hlið á hæfileikum sínum, því að þetta mun í fyrsta sinn er hún setur leikrit á svið. Er það mikilsvert fyrir Hafnfirð- inga að eiga svo áhugasama og dugandi listakonu, sem hún er. Leikur barnanna, Guðjóns Inga Sigurðssonar og Bjarkar Guðjónsdóttur, er eðlilega nokk- uð hikandi, en þau eru bæði hug- þekk og vekja yl í brjósti áhorf- endanna. Sópasmiðinn, föður Hans og Grétu og stjúpmóður þeirra leika þau Friðleifur E. Guðmundsson og Sólveig Jóhannsdóttir. Fara þau bæði laglega með hlutverk sín. Gefur Friðleifur góða mynd af hinum bjartsýna og góðlátlega manni, er tekur öllu, er að hönd- 15:7 Ármanni í hag. Dómari var Gunnar Bjarnason og hafði hann ekki full tök á leiknum, er leið á seinni hólfleik, og varð hann því fullharður. Mótið heldur ófram n.k. föstu- dag og leika þá í B-deild: Þróttur :ÍBH og A-deild ÍR: KR. Guðm. Georgsson. um ber með jafnaðargeði, og Sólveig leikur oft af góðum til- þrifum. Þó er hún varla nógu kaldriíjuð þegar hún er að telja bónda sinn á að senda börnin frá sér út í skóginn. Helgi Skúlason leikur h;nn skringilega karl Tobias klæð- skera. Leikur Helga er fjörlegur og gerfið hið skemmtilegasta, enda átti hann mikil ítök i hin- um Ungu áhorfendum, sera' reyndu eftir megni að hjálpa honum og leiðbeina eftir að hann var orðinn heyrnarlaus. Skemmtilegur var einnig skóg* arbjörninn, sem Guðvarður Esn‘ arsson leikur. Hann er líka sér- staklega góðhjartaður og vel gef- inn, því hann getur talað cg. dansar prýðilega. Og þá er komið að höfuðpaurn-,, um, sjálfri Sætabrauðsnorninni. Hún er víst eins og allir krakkar hafa hugsað sér hana, — ferleg ásýndum og röddin eftir því. Hulda Runólfsdóttir leikur hana; af miklum þrótti og tilþrifum og dregur ekki úr fordæðuskap hennar og mannvonsku. Vilhelm Jensen leikur Skógar- andann og blómálfana er stíga dans hjá sofandi börnunum f skóginum leika þær ValgerSur Óladóttir og Svanhvít Magnús-^ dóttir, en hina glæsilegu skógar- dís leikur Guðrún Reynisdóttir. Halldór G. Ólafsson hefur þýttjí leikritið. Sigurður Grímsson. : Aðalfundur Fósí- ■ bræSrafélags Frí- ’ kirfcjusafnaðarlns AÐALFUNDUR Fóstbræðrafé- • lags Frikirkjusafnaðarins í Rvík , var haldinn 15. febr. s.l. í Odd- fellowhúsinu uppi. Fundurinn' var fjölmennur og hinn ár.ægju- legasti. Hnigu ræður manna á fundinum allar í þá átt að vinna.: bæri ötullega og af eindrægni að malefnum félagsins, til heilla kirkju og söfnuði. Fráfarandi stjórn, sem var öll endurkosin, var þakkað gott starf á liðnu ári og boðin velkomin til starfa á því nsæta. Stjórnina sk,ipa: Kjartan Ólafs- son formaður, Óskar Erlendsson- varaformaður, Jón Halliðason.y ritari, Stefánt.Thorarensen fjár- málaritari, Þórður Jónsson gjald- keri, Njáil Þórarinsson, Gúnn- laugur Bárðarson. ! Pans og Gréta « * % <4 %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.