Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. febrúar 1954 MOROVNBtAB1B 7 Leifur Bjarnason — minnlngarorð FYRIR fáum dögum barst hing- að sú sorgarfregn, að Leifur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Sambands íslenzkra samvinnufé- laga í New York, hefði látizt af slysförum. Var hann að fara yfir götu, þegar taíll ók á hann, svo að hann féll við og fékk svo mik- ið höfuðhögg, að það dró hann til dauða á sjúkrahúsi þremur tímum síðar. Leifur Bjarnason var 41 árs, þegar hann lézt, fæddur 8. nóv. 1912. Hann var sonur Þorleifs H. Bjarnasonar, yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík, og frú Sigrúnar Bjarnason, dóttur , síra ísleifs Gíslasonar í Arnar- | bæli, Gíslasonar prests í Kálf- holti, ísleifssonar etaðsráðs, Ein- ! arssonar. Eru foreldrar Leifs þjóðkunnir menn. Leifur stundaði nám við Menntaskólann og tók stúdents- póf. Eftir það fór hann til Þýzka- lands og las hagfræði. Hann lauk prófi við háskólann í Frankfurt a/M 1934. Móðir Leifs, frú Sigrún, er tigu leg kona og hin mesta kvenhetja. Hún er tvígift. Með fyrri manni sínum, Birni Ólafssyni augn- lækni, eignaðist hún tvær dæt- Xir. Árið 1911 giftist hún seinni manni sínum. Þau eignuðust þrjá syni, Frú Sigrún hefur orð- ið að sjá á bak tveimur eigin- mönnum og þremur börnum sín- um, nú síðast þeim syninum, sem hún hefir ef til vill unnað mest. Hún ber sorgir sínar með höfð- ingsskap og stillingu. Minnir hún mjög á kvenhetjur fyrri alda, sem sagan hefur varpað á frægð- arljóma. Ég sá Leif í fyrsta sinn sumarið 1935. Við hjónin fórum um sum- arið austur í Fljótshlíð og gist- um í Múlakoti. Þar voru um nætursakir frú Sigrún og margt frændfólk hennar og annað venzlafólk. Ekki þekktum við þá neitt af þessu fólki. Ég tók eftir ungum manni í gestahópnum af því, hvað hann var fríður, glað- legur og bjartur yfirlitum. Síðan liðu nokkur ár. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga var í stöðugum vexti, og urðu forráða- menn þess að ráða marga unga menn til starfa. Óli Vilhjálmsson, framkvæmdarstjóri Sambands- skrifstofunnar í Hamborg og síð- ar í Kaupmannahöfn, hafði sagt mér frá ungum manni, sem þá hefði nýlokið hagfræðinámi í Þýzkalandi. Sér geðjaðist mjög vel að honum, og tryði hann ekki öðru en þar væri efni í góðan starfsmann, Þetta var Leifur Bjarnason. Hann vann þá í Út- vegsbankanum. Seint á árinu 1937 vantaði mig mann í útflutn- jngsdeild Sambandsins. Ég náði tali af Leifi. Það fór vel á með okkur. Leizt mér maðurinn vask- legur og liklegur til afreka. Réðst Leifur til Sambandsins og byrj- aði þar störf í ársbyrjun 1938. Það kom brátt í ljós, að Leif- Ur var hinn bezti starfsmaður. Hann var vinnuglaður og fjölhæf Ur og gæddur þeim kostum að geta leyst þau verkefni af hendi á eigin spýtur, sem honum voru fengin til úrlausnar. Þetta varð til þess, þegar meginhluti við- skipta landsins dróst til Banda- ríkjanna á styrjaidarárunum og Sambandið hafði þörf fyrir aukið starfslið í New York, að Leifur Var ráðinn aðstoðarmaður Helga Þorsteinssonar, sem þá var fram- kvæmdarstjóri Sambandsskrif- stofunnar þar í borg. Þetta var árið 1940. Þegar Helgi Þorsteins- son hvarf heim nokkrum árum seinna, tók Leifur við forstöðu skrifstofunnar og gegndi því starfi til ársins 1950, að hann réðst framkvæmdarstjóri véia- deildar Sambandsins í Reykja- vík. Því starfi gegndi hann þangað til seint á árinu 1952, að hann á ný réðst framkvæmdar- stjóri New York-skrifstofunnar, og gegndi hann því starfi þar til hann lézt. Eftir að Leifur réðst til Sam- bandsins, tókst brátt með okkur hin bezta vinátta, sem haldizt ’nefur síðan, og það engu síður þó samvinna okkai hætti, þegar ég fór úr þjónustu Sambandsins í árslok 1945. Ég hafði náin kynni af störfum hans um 8 ára skeið. Og það voru ánægjuleg kynni, því að maðurinn var afburða duglegur og skemmtilegur starfs- maður. Þetta hefur komið skýrar í !jós með árunum, því að forráðamenn Sambandsins hafa sýnt honum því meiri trúnað sem hann hefur unnið lengur í þjónustu þess. Leifur Bjarnason giftist Helgu Claessen 1940. Hún er dóttir hinna merku hjóna Helgu og Arent Claessen stórkaupmanns. Þau Leifur og Helga eiga tvær dætur, 6 og 5 ára. Ég og kona mín áttum því láni að fagna að hafa náin k^mni af þeim Ilelgu og Leifi. Þetta voru glæsileg hjón, sem vöktu athygli, hvar sem þau fóru. Eigum við hjónin margar ógleymanlegar ánægjustundir frá samveru við þau, bæði á heimili þeirra og við aðra samfundi í New York. Þegar ég ferðast til útlanda, læt ég vini mína sjaldan vita um komu mína fyrir fram, til þess að þeir séu ekki að ómaka sig við að taka á móti méi’. En þeg- ar Leifur var búsettur í New York og við hjónin komum þang- að, brást það ekki, að hann væri staddur á flugvellinum, þegar við lentum þar. Hafði jafnan haft fréttir af ferðum okkar. Og þó við séum nokkuð ferðavöh og þurfum því ekki nauðsynlega á aðstoð að halda, þá var eins og birti yfir allri tilverunni, þegar við sáum Leif, hið síkáta, að- sópsmikla glæsimenni, sem hvar vetna vakti óskipta athygli og gat leyst fljótt og vel úr hverj- um vanda, án áberandi fyrir- hafnar eða erfiðismuna. Ég held ekki, að neinum hafi getað leiðst í návist Leifs, og er : það ómetanlegur mannkostur að koma þannig fram við samferða- menn sína á lífsleiðinni. Og auk þess að vera skemmtilegur var Leifur einnig umhyggjusamur heimilisfaðir. Blíðlyndið virtist ekki sterkasta einkennið í skap- ferli Leifs, en þar sem kona hans og dætur áttu hlut að máli skorti ekkert á þann eiginleika. Og það var eítirtektarvert, hve Leifur lét sér annt um móður sína. — Eins og áður er sagt, vorum við hjónin oft með þeim Leifi og Helgu á ferðum okkar í Ameríku. Það brást varla, þegar við vor- um að skemmta okkur, að Leifur segði: „Ja, nú ætti mamma að vera komin“ eða „Hvað ætli mamma segði um þetta?“ Var auðfundið, að honum var tið- hugsað til móður sinnar, enda hefi ég sjaldan eða aldrei kynnzt jafn mikiili gagnkvæmri vináttu milli mægðina. Móðir Leifs, kona hans og dætur og aðrir nákomnir ætt- ingjar og vinir eiga um sárt að binda við hið sviplega og sorg- lega fráfall hans. En það eru ekki aðeins nákomnustu ættingj- ar og vinir, sem hér eiga um sárt að binda. Það er óbætanlegt tjón fyrir alla þjóðina, þegar menn eins og Leifur falla frá á bezta aldri. Jón Árnason. fjámgn bænda í Suður-Dölum svipuð og fyrir niðurskurð SÍÐASTLIÐIÐ sumar var óvenju gott, grasspretta í betra lagi, og i nýting heyja góð, enda munu hey hafa verið með mesta móti að ] vöxtum á síðasta hausti. Mikill hluti heyskaparins fer nú fram á ræktuðu landi, og vélavinna við heyskap fer vaxandi. BYGGINGAR Byggingar voru fremur litlar, eitthvað af fénaðarhúsum og hey geymslum var þó reist, svo og haldið áfram að fullgjöra þær byggingar, er voru i smíðum frá fyrra ári. RÆKTUNARFRAMKVÆMDIR Ræktun var nokkur en þó hvergi nærri nóg; gerir þar mest um, að vélar ræktunarsambands- ins eru úr sér gengnar, og léleg- ar, og þar af leiðandi dýrar í rekstri. Skurðgrafa var hér í suð- urhluta sýslunnar, síðari hluta sumars og fram á haust. Væntan- legá grefur hún meira hér, á komandi vori. FÉNADARHÖLD GÓÐ Fénaðarhöld voru yfirleitt góð. Ásetningur lamba er töluverður, — og nálgast fjáreign bænda nú óðum þá tölu, er var áður en f jár- pestir herjuðu féð. Eru miklar vonir bundnar við þá búgrein. VEGAGERÐ Nokkuð var unnið að vegabót- um í héraðinu, ag mestu þó við viðgerðir og endurbætur. — Er knýjandi nauðsyn að þeim um- bótum verði hraðað sem mest. Sími er nú kominn á flest heimili í suður hluta sýslunnar. YNGRA FÓLKIÐ FJARVERANDI Skemmtanalif er fremur dauft sem eðlilegt er, þar sem margt yngra fólkið er fjarverandi í at- vinnu yfir vetrarmánuðina Það er alltaf áhyggjuefni eldra fólks- ins, hvort alit heimtist aftur heim í sveitina að vori. Margir líta þannig á, að takast mætti að stöðva flóttann frá sveitinni, ef rafmagnið yrði tek- ið í þjónustu héraðins. ÞORRABLÓT Kvenfélagið Fjóla í Miðdölum gekkst fyrir þorrablóti 5. þ. m. Var samkvæmið að Kvenna- bi ekku. Mættu þar um 90 manns. Séra Eggert Ólafsson setti mótið og bauð gesti velkomna. Að gömlum og góðum sið var setzt að borðhaldi við hangikjöt og aðra þjóðlega rétti. Skemmtu menn sér við söng og dans, spil og rímnakveðskap fram til morg- uns. Kaffi og kökur voru á borð- um og veitt af rausn og myndar- skap. Þetta mun vera fyrsta þorrablótið i Suður-Dölum. — G. B. 4 BF.ZT AÐ AVGLfSA £ ▼ i MORGIINBLAÐIISU T Sr. Péfur í Yallsnesi fær tildæmdar 30 þús kr bæfur NÝLEGA kvað Hæstiréttur upp dóm í skaðabótamáli, sem sr_ Pétur Magnússon, prestur að Vallanesi, höfðaði gegn fjár- málaráðherra vegna ýmiskonar miska, sem hann hefði orðið fyrir við ólöglega handtöku aðfaranótt 16. janúar 1950. VAKTI MIKLA ATHYGLI Mál þetta er almenningi vel kunnugt, enda vakti það mikla athygli á sinum tíma. Er því óþarfi að rekja málsatvik öll. En þess má geta að í refsimáli gegn rannsóknarlögreglumanni þeim er hina ólöglegu handtöku fram- kvæmdi var lögreglumaðurinn dæmdur fyrir brot gegn 131. gr. hegningarlaga og refsing hans ákveðin 20 daga varðhald. Skömmu eftir að dómur hafði fallið í refsimálinu höfðaði sr. Pétur skaðabótamál gegn fjár- málaráðherra. Krafðist hann skaðabóta að upphæð 150 þúsund krónur, eða eftir mati dómsins. Benti hann á það að handtaka hans hafi verið alger lögleysa og eigi hann því bætur úr hendi ríkissjóðs, sem borið hafi ábyrgð á starfi rannsóknarlögreglu- mannsins í umrætt skipti. BÆTUR FYRIR ÓLÖGLEGA „HANDTÖKU* Tilgreindi hann sérstaklega 1. gr. laganna frá 1893 um skaða- bætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju, 'em hljóðar á þessa leið: „Þegar sakborinn maður hefur verið í gæzluvarðhaldi, og er því næst látinn laus, án þess að mál sé höfðað, eða hann er sýknaður, þá á hann rétt á að fá bætur, fyrir þá þjáningu, smán og fjártjón, er hann hefur beðið af því að hann var sviptur frelsi sínu, ef álíta má eftir málavöxtum, að hann sé saklaus af glæp þeim, er tilefni gaf til þess að hann var sviptur frelsi“. í þessari grein var sem sagt eingöngu tekið fram um bætur fyrir „gæzluvarðhald“ að ósekju. Taldi sr. Pétur að lögjafna mætti frá þessu ákvæði. En fjármála- ráðherra taldi að lögjöfnun kæmi ekki til greina, þar sem í ákvæð- inu væru talin upp tæmandi þau atvik, sem bótaskyld séu og taki greinin ekki til handtöku. Þá benti sr. Pétur á það að í nýrri lögum, um meðferð opin- berra mála frá 5. marz 1951 væri kveðið svo á í 151. gr. að dæma megi bætur fyrir „hanð- töku“ og aðrar aðgerðir, sem hafa frelsisskerðingu í för með sér, ef lögmælt skilyrði hefur brostið til slíkra aðgerða. Þessi nýju lög voru því að því leyti víðtækari, að þau nefndu sérstokiega handtöku. En fjár- málaráðherra taldi að þau lög gætu ekki komið til greina, þar sem bau hefðu ekki tekið gildi fyrr en eftir að atburðir þeir sem gerðust, sem mál þetta rís af. Um betta segir í dómi Haesta- réttar: — Handtaka sr. Péturs, var saknæmt misferli af hendi ríkislöggæzlumanns, án þess að sr. Pétur hefði gefið til- efni til þeirra aðgerða með ólögmætu framferði. Þegar handtaka fór fram voru enn i gildi lög um skaða- bætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju. Þau lög höfðu ekki að geyma ákvæði um bætur fyrir handtöku, og á þeim tíma, er þau voru sett, var ekki talið, að ríkið bæri fébótaábyrgð á tjóni af aðgerðum opinberra starfsmanna. Nú hefur réttarþróunin hins I vegar orðið sú, að á þessu sviði hefur verið lögð á ríkið viðtækari ábyrgð en áður var- Þykir sr. Pétur hví safnkvæmfc meginreglu nefndra laga hafí* öðlazt rétt til bóta úr henrlft ríkissjóðs, vegna hinnar ólög- mætu handtöku. FJÁRHAGSLEGT TJÓN OG MISKI Og hvaða tjón hafði þá sr. Péffc- ur beðið. Hann taldi að handtaka han» hefði bakað honum beint fjár- tjón, þar sem hann hafi Orðið, vegna rannsóknar málsins af> dvelja langdvölum í Reykjavílr. Þá taldi hann að handtakan hefði bakað honum sérstök óþægindi, álitsspjöll og miska. Mál þetta hefði orðið blaðamál, það hafi komizt í hámæli, nafn hans hafi orðið á hvers manns vörum 1 sambandi við áburðinn og hafi þetta orðið sér sérlega tilfinn- anlegt, sem presti þjóðkirkjunn- ar. Lagði hann ríka áherzlu á það til stuðnings skaðabótakröfn sinni, að eitthvað kunni að loða við af áburðinum, en slikt verði aldrei að fullu bætt með fé. MÁLSVÖRN FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA Fjármálaráðherra svaraði þvi til, að sr. Pétur hefði ekki beðiff neitt fjártjón, eða álitsspjöll, nema þá þau, sem til aðgerða hans verða rakin. í þessu sambandi taldi fjár- málaráðherra að sr. Pétur hafi að iafnaði dvalið langdvölum hér í bænum að vetrarlagi og hafi rannsókn málsins því ekki bak- að honum nein aukaútgjöld. í öðru lagi taldi fjármálaráð- herra að færsla sr. Péturs til yfirheyrslu umrædda nótt hafi ekki bakað honum nein óþæg- indi. Hann taldi og að sr. Pétur hafi sjálfur staðið fyrir blaða- skrifum um málið. Hann hafi átt upptökin að fyrstu grein, sem. birtist í dagblaði um málið, önn- ur blaðaskrif um það hafi túlk- að hans sjónarmið og hann hafi gefið út bækling um málið. Þetta verður að teljast mjög hörð andstaða frá hendi fjármála ráðherra. Málsvörn leiddi út i yztu æsar. Um þetta segir Hæstiréttur: — Þegar litið er til þess meff hverjum hætti handtakan var framkvæmd, til afleiðinga hennar og annar.la atvika, þykja bætur aðaláfrýjanda tli handa hæfilega metnar á kr. 30 þúsund. Tveir líkamar á einu barni Á FÆÐINGARDEILD í Wurz- burg, dó fyrir nokkru barn sem hafði fæðzt þar og var mjög ein- kennilega vanskapað. Neðri hlut- inn af líkama barnsins var al- gjörlega heilbrigður, en efri hlut inn var tvöfaldur. Þannig að barnið hafði tvö höíuð, fjóra handleggi, og tvo líkama fyrir ofan mitti. Barnið lifði í fjóra mánuði. Dánarorsökin var talin sú, að líkamar barnsins gátu ekki starfað saman. Vinstri lík- aminn hafði mjög veikt hjarta og svaf næstum því stöðugt. Hægri líkaminn var aftur á móti alltaf vakandi, mjög órólegur og sífellt grátandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.