Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. febrúar 1954 MORGVNDLABIÐ 5 PAIL Hinning B. JÓNSSON I DAG fylgja Reykvíkingar til grafar gömlum og góðum kunn- ingja sínum, Páli B. Jónssyni, en hann lézt hér í bænum fimmtud. 8. þ. m. af afleiðingum hjartasjúkdóms, sem hann hafði þjáðst af um alllangt skeið. Páll Bergur hét hann fullu nafni og var fæddur 5. janúar 1895. Foreldrar hans voru s'r. Jón Stefán, prestur að Tjörn á Vatns- nesi (f. 13. ágúst 1847, d. 7. febr. 1907), Þorláksson, prests að Und- irfelli í Vatnsdal, og síðari kona hans Ragnheiður (f. 10. febr. 1866, d. 4. maí 1930), Pálsdóttir, alþingism. í Dæli í Víðidal. Er hér um að ræða merkar og þjóð- kunnar gáfnaættir, kenndar við Víðidal og Bólstaðarhlíð. Páll tók gagnfræðapróf á Ak- ureyri vorið 1914, hugði um skeið á menntaskólanám, en hvarf frá því. Gaf hann sig þá fyrst að verzlunarstörfum en vann síðan um langt árabil á skrifstofu bæj- arfógetans í Reykjavík. Um nokkur ár fékkst hann einnig við fiskkaup og útgerð og var þá alllengi búsettur í Vestmanna- eyjum. Þaðan fluttist hann aftur til Reykjavíkur og dvaldi öll síð- ustu árin á heimili systur sinn- ar, ungfrú Sigurbjargar kennara í Þingholtsstræti 27. Þó að Páll Jónsson — eða Púlli eins og vinir hans og kunn- ingjar kölluðu hann jafnan — væri ekki fyrirferðarmikill á veraldarvísu, bar þó margt til þess, að hann varð almenningi kunnari og vinum sínum minnis- stæðari en margir þeir, sem telja heiminn síður geta án sín verið. Hann var prýðilegum gáfum gæddur, hafði yndi af góðri tón- list og gerðist með tímanum minnugur á margháttaðan fróð- leik. En einkum átti hann þó til að bera mjög ríka og persónu- lega kýmnigáfu, sagði flestum betur frá og hafði jafnan gnægð skemmtilegra sagna á hraðbergi. IVIörg hnittiyrði hans, setningar pgtilsvör, komust á hvers manns varir, og voru einatt með því persónulega marki brennd, að þau urðu ekki öðrum eignuð. En þó að hann hefði mjög næmt auga fyrir því, sem kátbroslegt yar í fari samferðamannanna, þá var hann jafnan frábitinn því að neyta slíks til græsku eða áreitni á hendur öðrum. Það var þvert á móti ein meginuppistaðan í skapgerð hans, hversu gersam- lega óáleitinn hann var og fá- skiftinn um einkamál annarra, enda sjálfur ákaflega dulur að eðlisfari. Hitt lét honum vel að beita sjálfan sig góðlátlegu háði og skirrðist ekki við að draga upp af sér þjóðsögulegar skop- myndir, sem einatt voru gerðar af svo sérstæðri list, að hann varð jafnvel kunnari af þeim en af sjálfum sér. Fyrir því mun þjóðsagan vart sleppa af honum hendinni þó að sjálfur sé hann allur, en í annálum hennar varð hann fulltrúi þeirra manna, sem fara sér að engu óðslega og bera mjög takmarkaða virðingu fyr- ir veraldarbjástrinu. Þó að slík þjóðsögumynd væri að sjálfsögðu ýkt og oft af litlu tilefni, hygg ég að Púlli hafi sætt sig vel við hana. Það ræður að líkindum að slíkum mönnum sem Páli Jóns- syni verði gott til vina. Hann var maður vammlaus og hjarta- hreinn, varðveitti góðvild sína og barnslund fram á banadægur og mátti af þeim sökum teljast ham- ingjumaður, þó að hann bæri engan stóran hlut frá borði í líf- inu. Hann lætur einungis góður minningar eftir í hugum vina sinna og kunningja, sem nú kveðja hann með söknuði og þakka honum að leiðarlokum skemmtilega og minnisstæða samfylgd. T. G. Barði Barðason skip- stjéri fimmtugur E I N N af aflakóngum vélbáta- flotans, Barði Barðason skipstjóri á v/s. Ingvari Guðjónssyni er fimmtugur í dag. Barði er fæddur í Siglufirði. Foreldrar hans eru Barði Barða- son skipstjóri og Ingibjörg Þor- leifsdóttir frá Siglunesi af Siglu- nesætt og eru þau nú bæði látin. Á Barði því ekki langt að sækja dugnað og dáð til sjómennsku. Sjóinn hefur hann stundað frá barnæsku. Á fermingaraldri var hann yngsti þátttakandi í nafn- togaðri ferð til Jan Mayen, er v/b. Snorri eign Snorraverzlunar á Akureyri fór þangað að sækja rekavið á stríðsárunum fyrri undir stjórn Rafns Sigurðssonar. Ferðin tókst giftusamlega. Síðar bar fundum þeirra Barða aftur saman og var Barði bátsmaður og stýrimaður hjá Rafni um tíma á e/s. Nonna, eign Ásgeirs Pét- urssonar. Barði varð ungur skipstjóri á fiskiskipum og snemma nafn- élag ísL myndSisfarranna skipar byggingarnefnd fyrir frambúðarsýningarskála VIII komasl hjá því að Ásmundur Sveinsson eyði fleiri árum við byggingarstörf. Kvennadeild SVFÍ í Rvík vinnur mikið starf af áhuga og dugnaði KVENNADEILD Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík hélt að- alfund sinn 16. íebrúar. í fjarveru fórmanns deildar- Snnar, frú Guðrúnar Jónasson, stjórnaði Gróa Pétursdóttir fund- inum. Á fundinum fóru fram hin yenjulegu aðalfundarstörf Stjórnin var endurkosin. Hana gkipa þessar konur: Guðrún Jón- asson form., Guðrún Magnúsdótt- ír gjaldkeri, Eygló Gísladóttir ritari, Gróa Pétursdóttir varafor- maður, Ástríður Einarsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigríður Pétursdól tir, Guðrún Ólafsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Endurskoðendur voru kosnir: Ólafía Árnadóttir, Elín Guðna- dóttir. Fnn fremur voru kosnir 10 fulltrúar á Landsþing Slysa- varnafélagsins. Þá voru nefndir þær, sem sjá um fjáröflun til starfseminnar kosnar. Sumar þeirra eru afar fjölmennar,- því það þarf mikið átak til að safna íé til slysavarna og allar nefnd- arkonurnar sýna áhuga og dugn- að við fjársöfnunina. Þegar aðalfundarstörfunum lauk, las frú Þorbjörg Sigmunds- dóttir upp 2 kvæði, Jakobína Ax- elsdóttir og Selma Gunnarsdóttir spiluðu fjórhent á píanó. Maríajum staðfestingu á Evrópuhern- Maack sagði brot úr ferðasögu. um hefjist 2. marz n.k. Osval Knudsen sýndi kvikmynd frá Soginu. Deildin hefir s.l. ár lagt til slysavarnadeildarinnar 75 þúsund krónur, og þar af 40 þúsund krónur til sjúkraflugvéla kaupa Slysavarnafélagsins, og nú fyrir skemmstu lagt kr. 500.00 — til útbúnaðar fyrir leitar- sveitir. Eins og sjá má af þessum töl- um, er áhugi og dugnaður mikill og bjart framundan og vill deild- in leggja mikið á sig til að árið 1954 verði glæsilegt ár til fram- Vignir Ándrésson fimmfugur FIMMTUGUR er í dag hinn kunni leikfimikennari, Vignir Andrésson, Egilsgötu 22. Við samstarfsmenn hans og vinir árnum honum heilla. B. Kosniitpr í aðsigi í Belgíu BRÚSSEL 18. febr. — Þinglausn ir verða í Belgíu 12. marz n.k. Mánuði síðar verða haldnar nýj ar þingkosningar í landinu. Ákveðið hefur verið að umræður kunnur aflamaður. Skipstjóri var hann á mörgum skipum fyrir aðra, þar á meðal 1/v. Alden, Stykkishólmi í nokkur ár. Þátt- takandi í útgerð mun hann fyrst hafa verið með Bjarna Gísla- syni í Hafnarfirði. Síðar stofnaði hann til útgerð- ar með Ingvari Guðjónssyni árið 1937 og hélzt félagsskapur þeirra allt til dauðadags Ingvars hinn 8. des. 1943. Hervör, útgerðarfé- lag þeirra hefur haldið áfram útgerð. Gerir félagið nú út v/s. Ingvar Guðjónsson og er Barði skipstjóri á honum og stjórnar- formaður félagsins, en það á hann að hálfu á móti börnum Ingvars heitins og er Gunnlaugur Guð- jónsson framkvæmdastjóri þess. Svo merkilega vildi til, að Barði sigldi hinu glæsilega skipi, Ingvari Guðjónssyni, í höfn hér á landi í Siglufirði í fyrsta sinn á sextugsafmæli Ingvars heitins hinn 17. júlí 1948. Barði hefur allt frá því að hann tók fyrst við skipstjórn verið meðal beztu aflamanna vélbátaflotans. Á síldveiðum hef ur hann verið aflakóngur oftar en einu sinni og jafnan meðal hinna aflahæstu. Barði er traustur á velli og traustur í lund og er auðséð að þar fer enginn flysjungur þar sem hann fer. Eru það menn af hans tagi sem fyrr og síðar hafa fært björg í bú með norrænum þjóðum og stýrt dýrum knerri sér og öðrum til heilta. Hjá Barða hefur fylgzt að gifta og gjörfuleiki og óskum vér vin- ir hans og kunningjar, að svo verði allt til leiðarloka. Sveinn Benediktsson. AÐALFUNDUR Félags ísl. myndiistarmanna var haldinn í baðstofu Iðnaðarmanna, mið- vikudaginn 10. febrúar 1954. Frá- farandi formaður, Þorvaldur Skúlason, gaf skýrslu um starf- semina á liðnu ári. Hann taldi merkasta atburð ársins vera þann að ísienzkir myndlistarmenn hefðu sýnt myndir sínar í Bergen og Osló á vegum norræna List- bandalagsins vorið 1953. Tveir féiagsmenn, formaður þess og gjaldkeri fóru utan meg mynd- ! unum og sáu um röðun íslenzku sýningardeildarinnar. Kváðu þeir sýninguna hafa tekizt vel á báð- um stöðum, en rúm Islendinga heldur af skornum skammti. í ráði var, að þessi sama sýning yrði send til Þýzkalands að lok- inni Oslóarsýningunni. En úr því varð ekki, þar eða meirihluti þátttökuríkjanna var því mót- fallinn. Gjaldkeri, Valtýr Pétursson, las upp og skýrði reikninga síð asta starfsárs. Sagði hann fjár- hagsafkomuna heldur erfiða, þar sem félagið hefði þurft að kosta tvær íslenzkar sýningar á erlend- um vettvangi. Aðaltekjulindin væri hins vegar leiga á Lista- mannaskálanum við Kirkjustræti en nú ætti að rífa hann innan skamms. Þá var gengið til stjórnarkosn- inga Formaðurinn, Þorvaldur Skúlason, og ritarinn, Kjartan Guðjónsson, báðust undan endur- kosningu, en aðrir voru kosnir í þeirra stað. í hinni nýju stjórn sitja eftirtaldir listamenn: Formaður: Svavar Guðnason. Ritari: Hjörleifur Sigurðsson, Gjaldkeri: Valtýr Pétursson. — Varamenn: Ásmundur Sveinsson og Sigurður Sigurðsson. f dómnefnd sýninga á vegum félagsins voru þessir kosnir: Svavar Guðnason, Snorri Ar- inbjarnar, Sigurður Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Kristján Davíðsson (fyrir málara). — Ás- mundur Sveinsson, Magnús Á. Árnason, Gestur Þorgrímsson (fyrir myndhöggvara). Þessir voru kosnir fulltrúar á aðalfund Bandalags íslenzkra lis+amanna: Ásmundur Sveins- son, Svavar Guðnason, Kjartan Guðjónsson, Karl Kvaran, Jó- hannes Jóhannesson. Þé voru samþykktar nokkrar smávægilegar lagabreytingar. Ail miklar umræður urðu um bygg- ingarmál félagsins og voru menn. á einu máli um það, að féiagiíf yrði að ráðast í byggingu nú sýn- ingarhúss í náinni framtíð Tvær tillögur um þetta komu fram 4. fundinum. Eftirfarandi tillaga« frá Magnúsi Á. Árnasyni var samþykkt einróma: „Fundurinn ályktar að kjósa 4t menn, sem myndi byggingar- nefnd ásamt stjórn félagsins- Hlutverk hennar er það, að undt- irbúa og koma upp frambúðar- sýningarskála í Reykjavík. Hún. hefur með samþykkt þessarar tiX- lögu umboð félagsins til að semja við bæjaryfirvöldin um lóð und- ir væntanlegan skála. Að öðru. leyti hagar hún störfum sínuro. eins og bezt þykir, t. d. með sam- starfi við önnur listamannafélög í bænum eða með samstarfi við» utanfélagsmenn. Nefndin skoðast sem fastanefnd, en reynist naucT- synlegt að gera breytingar á skip— an hennar, er æskilegt að húiv fari fram á aðalfundi“. I byggingarnefndina voru kosiv ir: Ásmundur Sveinsson, Þorvald ur Skúlason, Magnús Á. Árnason^ Sigurður Sigurðsson. Frá Herði Ágústssyni barst sv» hljóðandi tillaga: „Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna 1954, skorar* eindregið á útvarpsstjóra og út— varpsráð að endurvekja sérstak— an myndlistarþátt í dagskránni'A Tillagan var samþykkt sam- hljóða. I lok fundar las Magnús Árna— son upp eftirfarandi erindi, sem. fundurinn samþykkti að styðja: „Eins og alþjóð er kunnugt, eyddi Ásmundur myndhöggvarL Sveinsson mörgum árum í a?k koma sér upp húsi yfir starf sitfc. og heimili, árum, sem fóru í mik— ið erfiði og eyddu kröftum han*. frá skapandi starfi. En nú er svo komið, að vinnustofur hans ervL orðnar of litlar, verkin hlaðasfc. upp og þrengja svo að honum, atf hann hefur lítið svigrúm tiL starfa. Honum er því nauðugur- einn kostur að auka við húsa- kynni sín. Aðalfundur félags is- lenzkra myndlistarmanna beinúr þeirri eindregnu áskorun til rikia. og bæjar og annarra velunnara. listamannsins, að þeir hlaupi und. ir bagga með honum, svo að hann. þurfi ekki enn að eyða nokkrum. árum í jafn óskyld og erfið störf og húsbyggingar". Hlufavelfa Hrisigsins Brezkur sendiherra í Teherau TEHERAN, 18. febr. — Hinn nýi sendiherra Breta í Persíu, Sir Roger Stevens, kom í dag til Teheran. Er hann fyrsti brezki sendiherrann í Persíu síðan stjórnmálasambandið milli land- anna vár rofið í olíudeilunni miklu. — Reuter. í Lisfamannaskálanum VENFÉLAGIÐ Hringurinn mun næsta sunnudag kl. 2 epna hlutaveltu í Listamannaskálanum til ágóða fyrir hinn væntan- lega barnaspítala, en hann er eins og kunnugt er vel á veg komin. K Félagskonur Hringsins eru nú í óða önn að undirbúa hluta- veltuna, sem verður hin vand- aðasta. Félagið hefur ekki haft hlutaveltu nú um 20 ára skeið, en er vel þekkt landsmönnum fyrir dugnað sinn og atorku í þeim efnum, sem varða sjúlcra- mál og líknarstr r: r,’nl LÁGT VERÐ Aðgangur að hlutaveltunni á að kosta aðeins 1 krónu, en síðan verða vinningsmiðar seldir á 2 krónur. Verður það að kallasfc lágt verð, þar sem vinningsmið- ar eru um 10 þúsund og 20 dýrir munir í happdrætti, svo sem ferð með Gullfossi til Kaupmanna- hafnar á 1. farrými, olíutunna og fleira. KENNIR ÝMSRA GRASA Hlutaveltunni hafa borizt kynstrin öll af ýmis konar varn- ingi og eru það alt ágætis mun- ir, sem bæði verzlanir og ein- Framh. á bls. 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.