Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 14
14 MORGU 1S B LA&bÐ Föstudagur 19. febrúar 1954 SÆ€Æ F&RSYTÆNNR - RÍKI MAÐURINN - i Eftir Jolrn Galsworthy — Magnús Magnusson Islenzkaöi 3IC Framhaldssagan 57 heimsku, barnið mitt. Ég fer rak- leitt til City og get ekki haft þig í eftirdragi“. „Ég verð að líta til gömlu frú Smeech“. „Hvaða vitleysa er þetta“, urr- hði Jolyuiv gamli. Hann trúði ekki afsökun hennár, en lét þó kyrrt liggja. Um annað var ekki að ræða, þráinn í henni var svo inikill. Hjá Victoria-stöðinni lét hann hana setjast í vagnirjn, sem hann hafði pantað handa sér. Þetta sýndi vel, hvernig Jolyon gamli var. Hann var ekki smámuna- samur síngirningur. „Ofþreyttu þig nú ekki, elskan mín“, sagði hann og fékk sér svo léttivagn til City. June hélt fyrst inn í hliðar- götu í Paddington, þar sem „skjól stæðingur“ hennar, frú Smeech, bjó, öldruð kona, sem gaf sig aðallega að líknarstörfum. En eftir að hún hafði hlustað á hin- Jtr venjulegu harmatölur hennar í hálfa klukkustund, lagði hún jieið sína til Stanhope Gate. Hið „slóra hús var lokað og glugga- •'tjöldin dregin fyrir. [ En hún hafði afráðið að verða cinhvers vísari, hvað sem það kynni að kosta. Beizkur sann- ieikurinn var betri en óvissan. Áform hennar var, að fara'fyrst ’til frænku Bosinneys, frú Bay- uies, en ef hún fengi ekkert að vita þar, þá að fara til Irenu isjálfrar. Hún hafði þó ekki gert sér glögga grein fyrir því, hvað hún ætlaði sér að hafa upp úr pessum heimsóknum. ■. Kiukkan þrjú var hún komin ítil Lowndes Square. Með þeirri æðlisávísun konunnar að klæðast 'hezt, þegar á móti blés, hafði hún farið í beztu kápuna sína, og pú gekk hún til orustunnar ein- heitt og upplitsdjörf, engu síður :pn Jolyon gamli sjálfur. Hinn inagnaði ótti hennar hafði hreytzt í ákafa. Frú Baynes, frænka Bosinn- eys, var að gefa einhverjar fyrir- skipanir í eldhúsinu, þegar henni var sagt frá komu June. Frúin var fyrirmyndar húsmóð- ir, og Baynes var vanur að segja: „Góður miðdegisverður er gulls ígildi“. Hann afkastaði allt- af mestu eftir miðdegisverðinn. Það var Baynes, sem hafði byggt háu húsaraðirnar í Kensington, sem kepptu við svo mörg önnur iim heiðurstitilinn: „Ljótustu , húsin í London“. | Er hún vissi, hver komin var, ‘flýtti hún sér inn í svefnher- jibergið og tók tvö stór armbönd í upp úr rauðu litskinnveski, sem hún geymdi í læstri skúffu. Hún / lét þau á hvíta úlnliðina, því að hún bar mikla virðingu fyrir l'auðkennum velsældarinnar, sem, eins og rér vitum, er höfuðein- kenni Forsytanna og undirstaða alls siðgæðis. Hún gekk fram fyrir snyrti- ; skápsspegilinn. Hún var í meðal- lagi há, þrekvaxin og nokkuð farin að fitna. Hún var í kjól, sem var á litinn einna likastur límbornum veggjum. Hún fór höndum um hárið, sem var greitt á Princesse de Galles vísu, slétt- aði það og strauk unz það fór cins og vera átti. Á meðan hún fór þessu fram varð hún kaldr- analeg og íhugul á svipinn, eins og hún stæði andspænis einhverj- um hryggilegum staðreyndum l>essa lífs og væri að reyna að finna beztu úrlausnina. I æsku •höfðu kinnar hennar verið rauð- ar og hvítar, eins og rósir og) rjómi, en nú hafði aldurinn sett • merki sitt á þær. Og aftur brá þessari kaldranalegu íhyggli fyr- ir í augum hennar, þegar hún strauk púðurvængnum yfir enn- ið. Þegar hún hafði lagt hann á ! sinn stað, stóð hún um stund kyrr fyrir framan spegilinn og bros færðist yfir hátt mikilfeng- legt nefið, hökuna (sem aldrei hafði verið stór, en fór nú minnk andi eftir því sem hálsinn gildn- I aði) og munninn með þunnu var- irnar. Og örskjótt, til þess að á- hrifin héldust, greip hún fast báðum höndum um kjólpilsið — og stikaði niður stigann. Hún hafði lengi vonast eftir þessari heimsókn. Því hafði verið hvíslað að henni, að ekki mundi allt vera með feldu milli bróður- sonar hennar og festarmeyjar hans. Hvorugt þeirra hafði sést þar í margar vikur. Hún hafði boðið Phil að snæða miðdegis- verð hjá sér, en hann hafði ávallt afsakað sig og borið við önnum. Hana var farið að gruna margt, og í þessum efnum var eðlis- ávísun þessarar svínakonu ó- brigðul. Hún hefði átt að vera Forsyte. Og ef skilningur Joly- ons unga var lagður í þetta orð, þá átti hún fullan rétt á að vera það, og því á hún það skilið, að gert sé glögg grein fyrir henni. Hún hafði gift þrjár dætur sín- ar betur heldur en efni stóðu til, að því er sagt var, því að engin þeirra var nein fegurðardís. Hún var í óteljandi líknar- og góð- gerðarfélögum, en hún gekk aldrei í neitt félag fyrr en hún hafði gengið úr skugga um, að allt væri vel skipulagt. Hún trúði, eins og hún komst svo oft að orði, á, að skynsam- legast væri að leggja viðskifta- legan mælikvarða á allt. Hið rétta hlutverk kirkjunnar og allrar góðgerðar- og líknarstarf- semi væri að styrkja hið þjóðfé- lagslega samlíf. Allt einstaklings- framtak taldi hún því ósiðlegt. Skipulagningin var það eina sem dugði. Aðeins þegar allt var vel skipulagt, var hægt að treysta því að fullt verðmæti fengist fyr- ir peningana. Skipulag — skipu- lag, það var lausnin. En það var enginn vafi á því að hún var það, sem Jolyon gamli kallaði hana stundum: glæfrakvendi. Þau fyrirtæki, sem hún var ráðin við, voru svo vel skipulögð, að þegar kom til úthlutunar á arðinum og tekjunum, var und- anrennan ein eftir, en allur rjómi mannkærleikans var fleytt ur af. En eins og hún tók svo oft réttilega fram, þá átti aldrei að gefa tilfinningunum lausan taum inn. Hún var, í reyndinni, dálít- ill háskólaborgari. Þessi mikla og góða kona, sem naut svo mikils álits kirkjunn- armanna, var hofgyðjan í must- eri Forsytismans, og hélt dag og nótt á brennandi blysi fyrir gæði auðsins, en á altari hans eru þessi orð greypt: „Ekkert fyrir ekkert, og eins lítið sem hægt er fyrir fimmtíu aura“. Þegar hún gekk inn í stofu, þá urðu allir þess varir, að eitthvað traust og sterkt var í návist þeirra. Og sennilega var þetta ástæðan til þess, hversu hún naut mikils álits sem félagskona. Þeir, sem lögðu fram féð, vildu hafa eitthvað traust að styðjast við. Og þeir litu á hana með lotningu eins og á herforingja, þegar hún stóð umkringd af her- foringjaráði sínu á danssölum líknarstofnananna, með arnar- nef, holdug og breið í einkennis- búningi með glitrandi glys.... A uglýsingar sem birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borist fyrir I klukkan 6 í kvöld. KotgtttBHkfttft' Henni hafði samið mjög illa við föður Bosinneys, sem oft hafði gert gys að henni, og það gat hún aldrei fyrirgefið honum. Nú, þegar hann var látinn lét hún alltaf þessi orð falla um hann: „Vesalings, kséri, ræktar- lausi bróðir". Hún fagnaði June með þeirri hæversku alúð, sem hún var svo leikin í. Hún hafði dálítinn beyg Hildur álfadrottning 5 einleikið með Hildi, og að hún muni hafa fleiri brögð undir stakki en á var að sjá í mannheimum eða ofan jarðar. Það þykist hann og vita, að hún muni þegar sjá sig, ef hann gangi niður á vellina eftir henni. Tekur hann þá hulin- hjálmstein, er hann bar á sér, og heldur honum í vinstri lófa. Síðan tekur hann á rás á eftir henni, og fór sem hann má hraðast. Þegar hann sækir lengra fram á völluna, sér hann höll mikla og skrautlega, og heldur Hildur þangað, sem leið liggur. Þá sér hann og, að múgur manns kemur frá höllinni og fer út í móti henni. Á meðal þeirra er einn maður, er fremst- ur fer. Hann var langtígulegast búinn, og þykir sauðamanni, sem hann heilsi konu sinni, er Hildur kemur og bjóði hana velkomna. — En hinir, sem með hinum tigna manni voru, fögnuðu henni sem drottningu sinni. Með tignarmanninum voru og tvö börn stálpuð, er fóru með hotium í móti Hildi, og fögnuðu þau þar móður sinni feginshugar. Þegar lýður þessi hafði heilsað drottningu fylgdu allir henni og konungi til hallarinnar, og eru henni þar veittar hinar virðulegustu viðtökur, þar með er hún færð í konung- legan skrúða. og dregið gull á hönd henni. Sauðamaður fylgdi múganum til hallarinnar, en var þó ætíð þar, er hann var minnst fyrir umgangi, er> gat þó séð allt, sem gerðist í höllinni. í höllinni sá hann svo mikinn og dýrðlegan umbúnað, að aldrei hafði hann slíkan fyrr augum litið. Var þar sett borð og matur á borinn. Undrar hann mjög öll sú viðhöfn. 50% aísláttur Enskt silfur (sterling) kaffiskeiðar, Moccaskeiðar og barnasett. Selt næstu daga fyrir hálfvirði. Notið þetta einstaka tækifæri. AUSTURSTRÆTI 14. IJtsalan er ennþá Nýkomið fram: Kvenskór frá kr. 45 00. Karlmannaskór seldir með miklum afslætti meðan birgðir endast. Nú er hver síðastur að gera góð kaup. Skó verzlunin Framnesvegi 2. Afgreiðslumann vantar okkur nú þegar. — Aðeins reglusamur og ábyggi- legur maður kemur til greina. Enskukunnátta nauðsyn- leg. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma Bifreiðavöruverzlun Friðribs Berlelsen Hafnarhvoli i.M Húseigis til sölu á Sauðárkróki Húseignin Þórshamar á Sauðárkróki er til sölu. Húsið er kjallari og tvær hæðir. Grunnflötur hússins er ca. 112 m2. I húsinu er hitaveita. Framangreindri eign getur fylgt 100 hesta tún. Peningshús úr steinsteypu og heyhlaða fyrir 100 hesta. Nánari upplýsingar gefa: eigandinn Lárus BlÖndal, Sauðárkróki og Fasteigna & verðbréfasalan. (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Sími 4314 og 3294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.