Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 19. febrúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f . JTX rvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFiNU m1 Stórmáiin, sem ú er unnið í MÁLEFNASAMNINGI núver- andi ríkisstjórnar voru gefin fyr- irheit um að vinna að fram- kvæmd ýmissa stórmála, sem mjög varða hagsmuni alls al- mennings í landinu. Áður en Alþingi var frestað fyrir jólin hafði ríkisstjórnin efnt það fyrirheit sitt, að af- nema fjárhagsráð og auka framkvæmdafrelsi í landinu. Var því spori mjög fagnað meðal alþjóðar. Þá hefur og verið ráð fyrir því gert, að lokið yrði endurskoðun skatta löggjafarinnar á þessu þingi. Hefur milliþinganefnd unnið að þessari endurskoðun um langt skeið. Verður að vænta þess að hún Ijúki störfum sín- um hið fyrsta, þannig að unnt verði að leysa þetta mál end- anlega áður en þingi verður slitið. Fyrir jól lýstu bæði forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra því yfir, að hvort sem neildarendur- skoðun skattalaganna yrði lokið eða ekki, þá myndi ríkisstjórnin beita sér fyrir að Alþingi, það sem nú stendur yfir, samþykkti 20% skattalækkun. Skyldi sú lækkun koma til framkvæmda við skattlagningu tekna ársins 1953. # Að ’sjálfsögðu væri það mikið vandaverk að framkvæma slíka skattalækkun þannig, að allir mættu sæmilega við una. Verður þess vegna í lengstu lög að vænta þess að heildarendurskoð- un verði Jokið á þessu þingi. Önnur stærstu málin, sem um var samið í stjórnarsamningnum voru framkvæmdir í raforku og húsnæðismálunum. Gert var ráð fyrir að varið yrði 250 millj. kr. á næstu 10 árum til raforkufram- kvæmda. Skyldi fjármagns til þeirra í senn aflað með lántök- um og hækkuðum framlögum á fjárlögum. Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum eru aðeins liðnir rúm ir 5 mánunðir. Er þess því varla að vænta að hún hafi aflað þess lánsfjár sem raforkuframkvæmd- irnar þarfnast. En hún hefur þeg- ar hækkað framlögin til raforku mála á fjárlögum um 7 millj. kr. Að sjálfsögðu kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að semja heildaráætlun um það, hvernig framkvæmdum í raf- orkumálunum skuli hagað. Væri æskilegast að hún lægi sem fyrst fyrir. Hins ber þó að gæta að hér er um svo víð- tækar framkvæmdir að ræða að þær hljóta að þarfnast mikils undirbúnings. Þriðja stórmálið sem ríkis- stjórnin vinnur nú að lausn á er undirbúningur tillagna um það hvernig hægt verði til frambúðar að halda uppi nauðsynlegri lána- starfsemi í þágu íbúðarhúsabygg inga í landinu. I ræðu sem Ólafur Thors forsætisráðherra flutti við eldhúsumræður á Alþingi í des- ember s.l. gerði hann þessi mál ýtarlega að umræðuefni. Hann kvað lán til húsabygginga þurfa að verða fastur þáttur í starfsemi bankanna. Þessi lán þyrftu að vera það há, að verulega munaði um þau og afborgunum þeirra hagað þannig, að sem mest líktist greiðslu á húsaleigu. Forsætis- rá,ðherra ræddi ýmsar leiðir til þess að afla lánsfjár til þessara lánastarfsemi. Er óhætt að full- yrða að einskis muni látið ó- freistað af hálfu ríkisstjórnarinn- ar til þess að leysa þessi miklu hagsmunamál almennings. Sjálfstæðismönnum er full ljóst að hér er um að ræða stórbrotið verkefni, sem vinna verður að af festu og ráðdeild. Fyrir þeirra forustu hefur lánadeild smáíbúða veitt fjölda einstaklinga um land allt nokkur lán til húsbygginga og umbóta í húsnæðismálum. En það er ekki nóg að halda starf- semi hennar áfram enda þótt hún sé mjög gagnleg. Það þarf að finna einhverja frambúðarlausn á lánsfjárvandamálinu. Öll þau þrjú mál, sem hér hafa verið rædd og gefin voru fyrirheit um í málefnasamn- ingi núverandi ríkisstjórnar, snerta hagsmuni alls almenn- ings í landinu, bæði til sjáv- ar og sveita. Það er því mjög áríðandi að þeir flokkar, sem að ríkisstjórninni standi vinni saman að framkvæmd þeirra af áhuga og fullum heilindum. Það er einnig áreiðanlega von yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar, sem sett hefur mikið traust á hina frjálslyndu fram kvæmdastefnu stjórnarinnar. Nóg á sá, sér nægja fætur. FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur nú mikið kapp á að sanna, að hann hafi í raun og veru unn- ið sigur í bæjarstjórnarkosning- unum hér í Reykjavík. Þó fékk þessi nær 40 ára gamli flokkur aðeins rúmlega 2300 atkvæði hér á sama tíma sem „Þjóðvarnar- flokkurinn“, nýstofnaður og stefnulaus gorkúluflokkur, fékk um það bil 900 atkvæðum meira!! Nóg á sá sér nægja lætur, seg- ir gamalt máltæki. Gildir það sannarlega um Framsóknarflokk- inn hér í Reykjavík. En auðvitað er öllum almenningi ljóst, að hann beið stórfelldan ósigur, anda þótt honum tækist að halda einum bæjarfulltrúa. En einu sinni fékk Framsókn tvo fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur. Og einu sinni átti hún meira að segja eitt þingsæti í höfuðborg- inni. En annar bæjarfulltrúinn týndist og þingsætið Hka. Annars er það furðulegt, að Tíminn skuli telja sér heppilegt að vera ciag ettir dag að rifja upp olíuhneyksli sín frá s.l. sumri. Öll þjóðin veit að upp úr skrif- um Mbl. skilaði SÍS 700 þús. kr. gróða, sem það hafði ranglega haft af útvegsmönnum. Af þess- um umræðum leiddi það enn- fremur að sama fyrirtæki skilaði öðrum og meiri gróða af olíu- braski sínu. Það er vonlaust fyrir Tím- ann, að ætla sér að telja þjóð- inni trú um, að Mbl. hafi með ádeilum sínum á þessa ráða- breytni verið að fjandskapast við innflutning og kaup á olíu skipum. Mbl. varð þvert á móti fyrst til þess að birta sam tal við þann útgerðarmann, sem fyrstur hóf undirbúning að kaupum slíks skips. Hefur blaðið frá upphafi talið það hið mesta nytjamál, að Islend- ingar eignuðust sjálfir skip til olíuflutninga. ★★ ÞAÐ hefir löngum verið skoðun manna, að ekkert væri við jarðskjálftum að gera. Hjá flestum frumstæðum þjóðum hef ir sú skoðun ríkt, að heimurinn hvíldi á herðum einhverra risa- dýra — í Japan var það risa- könguló, í Mongólíu göltur, hval- ur hjá Indverjum, en Indjánar í Norður-Ameríku trúðu, að jörð- in hvíldi á skjaldböku baki. Það fylgdi auðvitað þessari trú, að jarðskjálftar yrðu þegar dýrin hreyfðu sig! Samkvæmt gamallri kínverskri þjóðsögu verða jarð- hræringar í hvert sinn, er „jarð- uxinn“ flytur byrði sína af ann- ari öxl á hina. J}ar&ól?jálfh ar ★★ NÚTÍMAMAÐURINN tek- ur málið vísindalegum tökum. Þrátt fyrir það hefir vísindamönn um ekki tekist að afhjúpa þá leynd, sem enn hvílir yfir þessu náttúrufyrirbrigði. Öldum sam- an hefir það verið lífsspursmál íbúum Grikklands, Nýja-Sjá- lands, Pakistans, ísraels og Jap- ans, að læra þá leyndu list að segja fyrir um jarðskjálfta eða jarðhræringar, líkt og menn hafa spáð fyrir með nokkurri vissu um válynd veður. Ef slík spá hefði Velvah andi óhrifar: Óheppilegur leikhústími. YMSIR hafa vakið máls á því við mig, að heppilegra væri að leikhúsin hér í bænum hæfu ekki sýningar sínar fyrr en kl. 8,30 eða jafnvel kl. 9 á kvöldin. Sérstaklega eru húsmæður þess eindregið æskjandi, að tekin verði upp þessi nýbreytni, þar eð núverandi fyrirkomulag komi mjög svo óþægilega við, ekki sizt þar sem börn eru á heimil- inu. „Leikhúsferð setur heimilið bókstaflega á annan endann" — sagði ung kona, sem ég átti tal við á dögunum. — „Þag þarf að drífa kvöldmatinn í fólk- ið miklu fyrr en venjulega, koma krökkunum í ró, og svo eru venjulega eftir fáeinar mín- útur aflögu til að búa sig og koma sér af stað — í einum logandi spretti, þangað til maður loksins lætur fallast niður í leikhússætið á síðustu sekúndu steinuppgef- inn og af sér genginn, svo að leikhússkemmtunin sjálf kemur oft á tíðum ekki að hálfum not- um af þeim sökum“. Almennt álit. EG ÁLÍT, að þetta sé alveg rétt atbugað. Það virðist í rauninni engin ástæða til þess að leikhússýningar byrji fyrr en sýningar kvikmyndahúsanna. — Kvöldið er hvort sem er helgað leikhúsferðinni, svo að ekkert er athugavert við þó að komið sé heim í seinna lagi, eða á eitt- hvað svipuðum tíma og þegar um venjulegar bíóferðir er að ræða. Það þarf ekki húsmæður til, að 8-sýningar leikhúsanna komi ó- þægilega við, mér virðast alltaf allir vera of seinir þegar þeir eru á leið í 'eikhúsið. Leikhús bæjarins ættu að taka þetta til athugunar. Ef til vill hafa þau sínar sérstöku skýring- ar og ástæður fram að færa. Athugasemd frá Flug- félagi Islands, I' SAMBANDI við bréf frá „Sjálf stæðum manni úr Eyjum“, sem birtist í dálkum Velvakanda 12. febrúar, óskar Flugfélag ís- lands að taka fram eftirfarandi: Flugsamgöngur milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur vilja þvi miður oft verða stopular yfir vetrarmánuðina sökum óhag- stæðrar veðráttu, enda er það ekki ósjaldgæft, að ferðir falli niður dögum saman af þeSsum orsökum. í s.l. mánuði var t. d. ekki mögulegt að fljúga til Vest- mannaeyja nema 10 daga, eða sem svarar þriðja hvern dag, vegna þess að lendingarskilyrði voru ekki fyrir hendi í Eyjum. Þegar allar aðstæður eru at- hugaðar, er ekki nema eðlilegt, að farþegum gremjist á stund- um, ef þeir þurfa að bíða lengi eftir flugveðri. Hins vegar verða menn að hafa það í huga, að eigi dugir að sakast við Flugfélag ís- lands eða starfsfólk þess, þótt veðurguðirnir geri mönnum gramt í geði. Sumum ágætis- mönnum hættir þó til að gleyma þessu og gera því stundum fíl úr mýflugu, þegar þeim rennur í skap. Sagan ekki öll. BRÉRITARI heldur því fram, að farþegar, sem pantað hafa far, séu ekki látnir vita, „þegar loksins er flogið", og fái þá svarið: „Við héldum, að þér hefðuð farið með Esju í fyrra- dag“, Nú kemur það stundum fyrir, að farþegar, sem keypt hafa farseðla með flugvél, fá þá endurgreidda sé þess óskað, þeg- ar flugferð fellur niður og vitað er um skipsferð samdægurs. Þess- ir farþegar eru þá strikaðir út af farþegaskrá Flugfélagsins, eins og gefur að skilja, og þar af leiðir, að ekki er hringt til þeirra, þegar flogið er næst. Farþegar láta ekkert frá sér heyra. ANNARS eru talsverð brögð að því, að farþegar, sem pantað hafa far með flugvélum innan- lands, láti ekkert frá sér heyra, þótt þeir hafi hætt við að fara. Þetta getur verið mjög bagalegt, sérstaklega þegar flugferðir eru fullskipaðar og orðið hefur að vísa frá þeim af þeim sökum. Eins og sjá má af framan- greindu, þá hefur bréfritari ekki sagt söguna alla, en slíkt hlýtur alltaf að orsaka misskilning, sem komast má hjá, ef heilbrigð dóm- greind og sanngirni er látin ráða. Aftur léttast allra spor eftir sólarhvörfin. Bjart í fjarska vermir vor vonir manns og störfin. (Jón Magnússon) I munni af- glapans er vöndur á hroka hans. reynst möguleg hefði oft mátt bjarga þúsundum mannslífa og forða milljónatjóni á veraldleg- . um verðmætum og mannvirkj- um. A meðan að jarðskjálftaspár eru svo óábyggilegar og þær eru í dag hafa vísindamenn snúið sér að hinu, en það er að segja fyrir hvernig öryggi í jarðskjálftum verður bezt tryggt, hvernig bezt er að byggja mannvirki og að- stoða fólk, ef til alvarlegra jarð- skjálfta kemur. Vísinda- og menntamálastofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNES- CO) hefir gengizt fyrir því, að sendir verða jarðskjálftafræðing- ar til Pakistans, ísraels og Tyrk- lands til að rannsaka jarðskjálfta, eðli þeirra og uppruna. í þessum þremur löndum eru jarðskjálftar tíðir og hafa mikil efnahagsleg áhrif á íbúana. o----□-----o ★★ í ISTANBUL hefir ríkis- stjórn Tyrklands og UNESCO í sameiningu komið á stofn jarð- skjólfta-stofnun. Þörfin fyrir þessa stofnún kom fljótt í ljós er jarðskjálftarnir urðu í Yenice í Vestur-Tyrklandi í fyrra. — í þessum jarðskjálftum fórust 268 manns og um 5000 hús hrundu til grunna. Tyrkneskir vísindamenn og japanskur jarðskjálítafræðingur, Takahiso Hagiwara að nafni, eru um þesar mundir að gera tilraun- ir tii að mæla jarðskjálfta sem næst upptökum þeirra. Létu þeir gera sérstaka mæla, þar sem venjulegir jarðskjálftamælar eru of viðkvæmir. Takist þeim að ná takmarki sínu telja þeir líkur til að hægt verði að auka öryggi húsa á jarðskjálftasvæðum með nýjum og bættum byggingaað- ferðum. o----□-----o ★★ SEM dæmi um hve vísinda- menn telja sig vera skammt á veg komna í að segja fyrir um jarðskjálfta er þessi saga sögð: Jarðskjálftafræðingur nokkur í 1 Kaliforníu spáði, að bráðlega I yrði jarðskjálfti á tilteknu svæði. 1 Þremur klukkustundum síðar 1 varð jarðskjálfti á þessu svæði. | Þetta þótti merkilegt og vísinda- maðurinn undarlega sannspár. En hann vildi ekki láta eigna sér heiðurinn af að hafa sagt fyrir um jarðskjálftann. „Eftir mín- um útreikningum“, sagði sér- fræðingurinn, „hefði jarðskjálfti þessi eins getað orðið eftir þrjá mánuði, eða þrjú ár, eins og þrjár klukkustundir“. Eina þýðingarmikla staðreynd hafa jarðskjálftafræðingar orðið sammála um, en hún er, að það verði að jafnaði jarðskjálfti ein- hvers staðar í heiminum á hálf- tímafresti. Jarðskjálftafræðingar eru líka sammála um, að tvö aðal-jarðskjálftasvæði séu á jörð- inni. Nær annað frá Pinalyafjöll- um, um Litlu-Asíu, Spán og Portúgal. Hitt beltið nær yfir Vesturströnd Norður-Ameríku, Japan og Philippseyjar. Meðal ráðstafana, sem gerðar eru nú orðið, segir í greinargerð frá UNESCO, er að byggja hús, sem þola jarðhræringar. — Við byggingu húsa á jarðskjálfta- svæði kemur margt annað til greina, en það eitt að byggja svo að veggir standi uppi, þótt jörðin gangi í bylgjum. Eldvarnir eru t.d. mikilvægt öryggisatriði. Einfaldasta leiðin væri vafa- laust að flytja fólk burt af svæð- um, þar sem jarðskjálfta er von. En því miður er málið ekki svo auðveldlega leyst. Víða er jörð frjósöm á jarðskjálftasvæðum og það svo, að fólk vill hætta á tjón af jarðhræringum heldur en að flytja burt. o-----□----o ★ ★ í APRÍLMÁNUÐI 1950 varð mikill jarðskjálfti í Assam í Indlahdi. Þar fórust 575 manns, Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.