Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. febrúar 1954 MORGUJVBLAÐ1Ð 9 Bylíing í siglingnm hafin er kafbát knúnum atómorku var Weyptaf stokkum Hlenr&faskóiaieikurinn 1954 AURÁSALifel i ( FRÁSÖGNIN af Núma skip- stjóra á kafbátnum Nautilus í skáldsögu Jules Vernes hef- ur heillað marga lesendur. Enda er sú saga ðularfull og með skemmtilega aevintýra- legum blæ. ★ ★ En nú er þessi saga að verða að veruleika. — Kafbáturinn Nautilus mun sigla í kafi yfir heimshöfin. Hann getur siglt í djúpi hafsins þúsundir sjómílna, óendanlegan tíma og þarf ekki að koma upp til að taka inn loft. Hinn nýi Nautilus er e. t. v. enn dularfyllri og æviníýralegri en kafbátur skáldsögunnar, því að iiokkuð nýtt hefur bæzt við. Hinn nýi kafbátur veruleikans verður knúinn áfram með atómorku. SÓLIN BRAUZT FRAM SVO GLJÁÐI Á BLÁAN STÁL- SKRORK Allt helzta hefðarfólk Banda- ríkjanna kom fyrir nokkru sam- an í smábænum Groton skammt fyrir norðan New York. En þarna var að gerast sögulegur atburður. Forsetafrú Bandaríkjanna, frú Eisenhower, hleypti af stokkun- um fyrsta skipinu, sem knúið er atómorku. Það var suddi í veðr- inu og þokuslæðingur og himin- jnn dimmur og grár. En skömmu áður en athöfnin hófst brauzt sólin fram úr skýjarofi, svo að litskrúð í fánum og skreytingum í litlu skipasmíðastöðinni naut sín til fulls. í miðjum slippnnm stóð kaf- báturinn, risastór 3000 smá- lesta skip og gljáði á bláan stálskrokk hans. Þegar for- setafrúin braut kampavíns- flöskuna á stefni hans og skýrði hann Nauíiius, stóð Númi skipstjóri, sem í þessu tilfelli heitir réttu nafni Wilk- ínson skipherra, á stjórnpalli, þegar skipið rann til sjávar, og vatnsgusurnar stóðu frá því er það snerti hafflötinn. IÍEIÐIR ÞEIM SEM HEIÐUR BER í fremstu röð £ stúkunni, þar sem virðingarmönnum var skip- aður sess, sat sá maður, sem mestan heiðurinn á af því að fyrsta atómknúna skipið verður til, Rickover flotaforingi. Átaki þessa manns og baráttu við skammsýni valdhafa hefur verið líkt við baráttu ýmissa ann- arra brautryðjenda, svo sem þeg- Kostnaðiir nemur hundruðnm miíljóna, en mikllvæg reynsla fæst af þessari frumsmíð. eftir Moliére LeJksijori: Einar PáSsson Rickover flotaforingi, sem ber heiðurinn fyrir að fvrsta atóm- knúna skipið er orðið að veru- leika. ar Robert Fulton smíðaði fyrsta gufuskipið. AF FÁTÆKUM GYÐINGA- ÆTTUM Hyman Rickover er fæddur í Póllandi. Hann er sonur klæð- skera af pólskum Gyðingaætt- um, sem fluttist búferlum til Chicago 1904. Fjölskyldan var fátæk, svo að faðir hans gat ekki kostað son sinn á skóla, þótt hann væri mesti bókabéus. Rickover Valdi þvi þann kostinn að ganga á sjóliðsforingjaskóla flotans, en þar þurfti ekki að greiða skóla- gjjöld. Þar snerist áhugi hans fyrst og fremst að rafmagnsvél- fræði. En þörf fyrir sérfræðinga í þeirri grein hefur farið sívax- andi í flotanum með síauknum sjálfvirkum tækjum og radar. í síðustu styrjöld vann Rickover að mörgum uppfinningum og nýjungum í tækjum flotans. En að aflokinni styrjöld, þegar fregnir bárust af atómorkunni j fékk Rickover hugmyndina, sem i hann hefur nú borið fram tf sig- j urs. Að knýja skip með atóm- orku. Og nú hófst barátta hans. ERFITT AÐ VEKJA ÁHUGA RÁÐAMANNA Erfiðast var að vekja áhuga þeirra, sem valdið og fjármagn- ið höfðu. Þegar hann undirbjó tillögur sínar til flotans, voru gildar ástæður til þess að hann valdi kafbát, sem fyrsta verk- efni. Fyrirkoimilag kafbáta hef- ur verið þannig, að þeir eru yfirleitt knúðir áfram með (Fselvél. En til þess að hún geíi gengið, þarf hún nægi- legt ioft og súrefni. Til þess a® kafbáturinn geti gengið í kafi t. d. þegar hann þarf að fiýja skip óvinanna, er hann húrnn rafgeymum. En á þeirri raforku sem þeir gefa, getur hann ekki gengið nema um það bil klukkustund. Eftir það er kafbáturinn bjargarlaus í djúpinu og verður að leita upp. KAFBÁTUR VALINN SEM VEEKEFNI En Rickover benti yfirmönn um flotans á það, að lcafbát- arnir yrðu stórum öflugri tæki, ef þeir væru knúnir atómorku. Því að atómkljúfur eyðir engu lofti. Væri hægt að koma atómkliúf fvrir í kafbát, gæti hann kafað og siglt meS fullum hraða niður um djúp haisins Þetta virtist álitleg hugmynd, en það dugði ekki til. Hinir j æðstu flotaforingjar höfðu eng- j an áhuga fyrir hugmyndinni. j Rickover talaði við ým.sa máls-; metandi menn, en fæstir þeirra sinntu honum, þar til loks hinn ! aldni kafbátamaður Nimitz flota- foringi, sem kunnur er úr síð- ustu heimsstyrjöld, léði honum lið og skrifaði bréf um þetta til flotamálaráðuneytisins. Og enn tók mörg ár að fá stuðning atómorkustofnunarinnar. En loks ins seint á árinu 1949 ákvað hún að taka málið til athugunar og var Rickover skipaður yfirmað- ur stofnunar til að rannsaka hvernig nýta mætti atómorku til að knýja skip. HARÐFYLGINN STJÓRNANDI í þessari stofnun má segja að Rockover hafi tekizt að fram- kvæma það á þremur árum, sem talið var óframkvæmanlegt. Hann hefur verið mjög harð- Framh. á bls. 12 ENNTASKÓLALEIKIRNIR eru orðnir fastur þáttur í skemmtanalífi Reykjavíkur. Ber að þakka hinum ungu nemendum ósérplægni þeirra og áhuga á að halda við með þessum leiksýn- ingum gamalli og góðri erfða- venju, sem haldizt hefur í hinni virðulegu menntastofnun frá því hún fyrst tók til starfa og gefið henni sinn sérstæða svip. Bæjar- búar hafa og kunnað að meta þetta framtak Menntaskólanem- enda, því að jafnan eru leikir þeirra fjölsóttir og þeim tekið með miklum fögnuði af áhorf- endum. Að þessu sinni hafa nemend- urnir tekið til sýninga eitt af ágætustu verkum leikbókmennt- anna ,,Aurasálina“ eftir meistar- ann Moliére. Er því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægst- Valur Gústafsson í hlutverki sínu. ur. — Frumsýning á leiknum fór fram í Iðnó s.l. mánudagskvöld fyrir fullu húsi. Einar Pálsson hefur sett leik- inn á svið og hefur leikstjórn hans tekizt einkarvel. Auðvitað hlýtur svo að fara þegar um við- vaninga er að ræða á leiksviði, að heildarsvip sýningarinnar verði eitthvað ábótavant, og að ekki geri allir hlutverkum sínum jafn góð skil. Þó voru misfellurnar í því efni ekki meiri en svo, að ástæðulaust er að fjölyrða um þær. Um hitt var miklu meira vert, að veigamestu hlutverkin voru öll vel af hendi leyst og sum ágætlega. Einkum kom Val- ur Gustafsson leikhúsgestum á óvart með frábærum leik í aðal- hlutverkinu, nirflinum Harpagoh, Hélst þar allt í hendur, prýðilegfe gerfi, og rödd í samræmi við það, skýr og örugg framsögn_ jafnvel þegar ákafinn var sem mestur og: svipbrigði og látbragð hnitmiðað' og í svo góðu samræmi við þessa óhrjálegu manngerð að á betra varð ekki kosið. Að vísu er VaJur ekki alger nýliði á leiksviði. en engu að síður verður leikur hans: í þessu vandasama hlutverki að teljast verulegt afrek. s Son Harpagons, Cléante hima ástfangna unga mann, leikur Bernharður Guðmundsson. Einn- ig hann gerir hlutverki sínu hirt ágætustu skil. Innlifun hans er sterk og innileg og framsögn hans svo góð að furðu gegnir. Auk þess kemur hann vel fyrir á sviði. og framkoma hans er örugg og- yfirveguð. Elise dóttur Harpagons leikur Steinunn Marteinsdóttir, af mikl- um þokka, en hún er áberandi smámælt og er það verulegur ijóður á framsögn hennar. —• Unnusta hennar, Valére leikur Gísli Alfreðsson. Var hann nokk- uð hikandi framan af en sótti sig allvel er á leikinn leið. Mariane unnustu Cleante’9' leikur Guðrún Erlendsdóttir. Hefur Harpagon hug á að kvæn- ast henni og út af henni rísa átök- in milli feðganna. Ekki er leikur hennar tilþrifamikill, en hún hefur ágæta reisn og er glæsileg á sviðinu. — Guðrún Helgadóttir fer með hlutverk Frosine, sem er nokkurskonar hjúskaparmiðl- ari Harpagons. Leikur hennar er iéttur og gáskafullur, en hún er ekki sá refur sem Frosine á að vera. — Jón Ragnarsson leikur La Fléche, þjón Cléante’s, og ger- ir hann því hlutverki sæmileg skil. Onnur hlutverk eru minni og misjafnlega með þau farið Ánægjulegt var að sjá unga fólkið dansa menúettinn, sem Guðrún Erlendsdóttir hefur æft. — Undirleik á píanó annaðist F.dda S. Björnsdóttir. Leiknum var tekið með mikl- um fögnuði og voru.leikstjóri og leikendur ákaft hylltir að leiks- lokum með blómum og lófataki. Sigurður Grímsson. Frakkar fúsir að íhuga vopnahlé í Indó-iíína SAIGON, 18. febrúar. — Frá Reuter-NTB IANDSTJÓRI Frakka í Indó-Kína, Maurice de Jean, sagði 1 J dag, að Frakkar og sambandsmenn þeirra í Indó-Kína myndu ekki vísa vopnahlésboði uppreisnarmanna á bug. En þeir munu rannsaka vandlega vopnahlésskilmála upreisnarmanna og ekki ganga að þeim fyrr en að vel yfirveguðu ráði. Syngmans Rhees um sendingu kóreanskra herflokka tafar- laust hafnað. De Jean neitaði því að fulltrúar frá kínversku kommúnistastjórninni væru komnir til Ilanoi til að leita fyrir sér um vopnahlé í Indó- Kina. FRAKKAR TAKA BORG í dag var tiltölulega kyrrt á vígstöðvunum í Laos. Það var þó tilkynnt að Frakkar héldu áfram för sinni upp með Mekong-fljóti í Suður Laos og hefðu þeir nú, tekið bæinn Nhommarath um 59 km norðvestur af Thakek. BIÐJA UM FORMLEGT TILBOÐ De Jean sagði að uppreisnar- menn yrðu fyrst að leggja vopna- hlésskilmála formlega fram. Gætu þeir auðveldlega látið sendimenn fara á fund frönsku herstjórnarinnar. Síðan myndu Frakkar ráðgast við stjórnir Viet-nam og Laos um skilmálana. Hinn sögulegi atburður, þegar fyrsta skipið knúð atómorku rennur af stokkunum í skipasmíða- stöðinni í Groton, kafbáturinn Nautilus. HINDRA ÚTBREIÐSLU STYRJALDAR , Hann tók það fram að Frakkar óskuðu ekki eftir því að styrjöldin í Indó-Kína breiddist út. Yrði tillögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.