Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLA&IÐ Föstudagur 19. febrúar 1954 Gömlu cfenisarnir í kvöld klukkan 9. Dansstjórar Sigurður Jörgensson og Árni Norðfjörð AÐGANGUR 15 KR. - Hlufavelta Framh. af bls. 5. staklingar hafa gefið. Verður þar meðal annars handmálað postu- lín, fatnaður allskonar, silfur- munir, rafmagnsáhöld, leikföng, bækur og fleira. Meðal vinning- anna er einnig ávísun á gerfi- tennur. ÁGÓÐINN TIL BARNASPÍTALANS Fé það sem inn kemur fyrir hlutaveltuna ætla félagskonur að láta renna til innbús barnaspít- alans eða sjúkraáhalda og hjúkr- unargagna. Á kosningadáginn hafði Hringurinn merkjasölu, sem kunnugt er,ogkomu inn fyrir hana 50 þús. kr., sem einnig runnu til spítalans. En alls hefir félagið afhent til spítalans 2 milljónir og 600 þús. kr. MINNINGARSPJÖLD Auk þeirra fjársafnana, sem félagið hefur á hendi fyrir barna- spítalann, mun það einnig ann- ast sölu á minningarspjöldum og mun sölu þeirra verða haldið á- fram, meðan á byggingu spítal- ans stendur. - Sjóréttur Framh. af bis. 2. við fyrri framburð sinn og skýrslu um slysið. Háseti sem var í brúnni ásamt skipstjóranum staðfesti framburð skipstjórans og gat þess að eins og ástatt hafi verið, hafi eina leiðin til þess að forða árekstri verið sú sem gripið var til, að taka afturábak. — Hásetinn sagði varðandi stefnubreytinguna til bakborða, sem Rifsnes-menn halda fast við, hafi fjarlægðin milli skipanna verið milli 20—30 faðmar. í gær var rannsókn máls þessa lokið. — Úr dagiega líflnu Framh. af bls. 8. 12.000 hús hrundu, en búfénaður féll tugþúsundum saman. Tæp- lega þrem árum siðar urðu jarð- skjálftar á eyjum við vestur- strönd Grikklands. Þar fórust um 600 manns, en rúmlega 120 þús. urðu heimilislausir. Fjall, sem er um 1500 metra hátt klofn- aði, sjór gekk á land á eyjunni íþöku. Á þessari sögufrægu ey hrundu öll nema 50 af 2000 hús- um höfuðstaðarins. Hér er að lokum listi yfir nokkra af verstu jarðskjálftum mannkjmssögunnar: 1556: 830.000 manns fórust í jarðskjálftum í Shensi í Kína; 11(37: Kalkútta á Indlandi, 300. 000 fórust; Lissabon, Portúgal, í Kalabríu og á Sikiley fórust um 80.000 manns í jarðskjálftum 1908; 77.000 létu lífið í Shansi- jarðskjálftunum 1921; í jarð- skálftunum í Japan 1923 fórust 180.000 manns. Geir Hallgrín.sson héraðsdómslögmaður H&fnarhvoli — Reykjavík, Símar 1228 og 1164. GÆFA FVLGIR trúlof una rhr ing- unum frá Sigurþóri, Hafnarstræti 4. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. --- MARKtB 1) Andi fer yfir fen og foræði. I þeirri von að komast til Markús- Hann heldur stöðugt áfram í I ar. Fftir K4 D*dd 2) Allt í einu bregður við ein- I 3) Skammt frá er grimmur kennilegum þef. [hreysiköttur. ____j 'innuifyar&pfol Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1875. Atómskip Framh. af bls. 9. skeyttur, hefur hann pískað sam- starfsmenn sina áfram. Eru menn sammála um að hefði ekki ýtni hans notið við, þá væri fyrstij atóm-kafbáturinn enn aðeins á' teikniborðinu. FYRSTU IIREYFLAR EN EKKI ÞEIR SÍÐUSTU Nautilus er fyrsta atómknúna skipið, sem siglir um bláar bylgjur hafsins. í skýrslum bandariska flotans, er hann þó merktur númerinu 2, vegna þess að fyrsti atómorkuhreyfillinn til reynsiu var settur upp á landi, uppi í Klettafjöllum í auðnum Idaho-ríkis. Og nú þegar er haf- in smíði þriðja hreyfilsins, sem verður enn fullkomnari, því að menn læra af reynslunni. MJÖG EINFALDUR HREYFILL Atómhreyfillinn í Nautilus er mjög einfaldur. Satt að segja er hann miklu einfald- ari en venjulegir dísel-hreyfl-j ar. Hann samanstendur af, atómkljúfnum. í honum eru úraníumstangir og þungt vatn,1 sem framkalla smáatómspreng ingar sjálfkrafa. Við það myndast mikill hiti, sem not- aður er til að knýja gufu- túrbínu. Stærsta vandamálið er að einangTa atómkljúfinn og forðast þar með geislaverk- anir. Til vonar og vara er kafbát- urinn einnig”* búinn díselhreyfli, því að meðan atómhreyfillinn er enn á tilraunastigi, er ekki hægt að segja nema að tæknilegir gallar kunni að valda stöðvun Og þá getur díselhreyfillinn komið til bjargar. Það er athyglisvert að atómkljúfurinn vinnur næst- um hljóðlaust. Er það mikil fram- för frá því sem áður var, þegar strokkhljóðin úr díselhreyflinum glumdu um allt. GEYSILEGUR KOSTNAÐUR Smíði þessa fyrsta atómknúna kafbáts hefur kostað geysilegt fé. Rannsóknirnar með hreyfil- inn einan hafa kostað nálega 500 milljón ísl. króna. En þetta fé er ekki lagt í einn kafbát. Fyr- ir það fæst geysileg reynsla, sem verður að hyggindum, er í hag koma. BYLTING í SIGLINGUM Hér hefur stórkostlegt spor verið stigið áfram. Fyrsti atóm- knúni kafbáturinn markar tíma- mót ekki aðeins á sviði sjóhern- aðar, heldur almennt fyrir sigl- ingar í veröldinni. Því að sú reynsla sem þarna hefur fengizt kemur að gagni, þegar smíðuð eru farm og farþegaskip fram- tíðarinnar. Og nú er mönnum að verða það ljóst að atómorkan er að hefja innreið sína í daglegt líf manna á friðartímum. Því að ekki mun líða á löngu þar til hætt verður að brenna olíu og kolum í aflvélum skipa. Atóm- hreyfillinn verður orðinn algeng- ur eftir nokkur ár. Þ. Th. Bjarn! Forberg, bsj- arsímsljóri 50 ára Þdrscafi DAMSLEIKUR að Þórscafé í kvöld kl. 9. Björn R. Einarsson og hljómsveit. AOgöngumiSar sejdir frá kl 5—7. ■■■■■■■•■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■o«fl«*«i»»< HJÖRTUR PJETURSSON cand. oecon, löggiltur endurskoðandi. HAFNARVOLI — SÍMI 3028. BJARNI FORBERG, bæjarsíma- stjóri á fimmtugsafmæli í dag. Bjarni er sem kunnugt er, sonur O. Forbergs fyrsta landssíma- stjórans, er flutti hingað til lands fyrir áeggjan Hannesar. Hafstein til að stjórna hinni fyrstu síma- lagningu hér innanlands. Hafði farið mikið orð af honum í heima landi hans fyrir atorku og stjórn- semi, enda reyndist hann hafa þá hæfileika í ríkum mæli, er hingað kom. Bjarni Forberg, sem nú er fimm tugur tók snemma til starfa í þjónustu landssimans og má segja, að hann hafi að nokkru alizt upp í stofnuninni, undir handleiðslu föður síns. Sem bæjarsímstjóri hefur hann hlotið miklar vinsældir og það enda þótt oft reyndist erfitt Og vandasamt að gera viðskipta- mönnunum til hæfis sakir mik- illar eftirspurnar frá símanot- enda hálfu. | Bjarni er ágætur starfsmaður, hefur góða tæknimenntun, stefnuj fastur maður og fylginn sér, erf leitast við eftir fremsta megni aða fullnægt verði sem bezt óskum ■ almennings og hag þeirrar stofn- unar, sem hann starfar við. i Gömlu dansarnir BREIÐFIRfllNGA^M SÍMÍ í kvöld kl. 9. Stjórnandi: Baldur Gunnarsson. HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS Söngvari: Sigurður Ólafsson. K.Cg5ngumiðasala frá klukkan7. Leiðrétting á fréll í MORGUNBLAÐINU í dag birt- ist grein með fyrirsögninni: „Verða stofnendur hlutafélags að vera 7 í stað 5? Ef svo yrði ákveð ið, myndu rúml. 500 hlutafélög ekki fá skráningu samkv. hinum nýju lögum“. Fyrirsögn þessa og ummæli síð ar í greininni má skilja á þann veg, að hlutafélög, sem nú eru til og stofnuð hafa verið löglega með 5 hluthöfum, þurfi að auka hluthafatölu sína upp í 7, ef frum varp það til hlutafélagalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, verður að lögum. Þetta er fullkominn misskilningur. f 153. gr. frum- varpsins er þeint tekið fram, að ákvæði 26. gr. um tölu hluthafa gildi ekki um eldri félög. Ákvæð- ið um 7 hluthafa hið fæsta tekur aðeins til nýrra hlutafélaga, sem stofnuð verða eftir gildistöku nýju laganna, ef til kemur. Reykjavík, 18. febrúar 1954. Árni Tryggvason. Þórður Eyjólfsson. Árshátið Félag íslenzkra rafvirkja heldur árshátíð sína föstu- daginn 26. febrúar kl. 21 að Hótel Borg, Afhent verða sveinsbref . Ýms skernmtiatriði. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins föstu- daginn 19, kl. 17—19. Laugardaginn 20, kl. 14—17 og þriðjudaginn 23, kl. 17—19. Skemmtinefndin. Bátaféfagið Björg heldur fund í fundarsal Slysavarnafélagsins, Grófin 1, sunnudag 21. febr. kl. 5 e. h. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. STJÓRNIN i uiiím ■ ■■ r>■■■■■■ ■■■■■■■ ii ■■■ ■■■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.