Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 2
kó' . 50.0Í 16980 r. 10.0( 24254 r. 5.00 8136 r. 2.00 13514 lingar, 179 16S :r. 1.00 4859 12599 16605 24603 29197 Kr. 50 320 1108 2283 3171 3732 4739 5861 7160 8276 9413 9850 10839 11376 12341 12848 14426 15657 16757 17458 18780 19086 20348 21298 21731 22841 24233 25294 26921 27386 28131 29022 30533 31577 32865 33950 £r. 301 129 464 615 994 1496 1738 2368 2708 3095 3280 3489 4061 4387 4710 5212 5533 5942 6531 6849 7170 7393 7695 7895 8385 8930 9176 9530 9911 10331 10560 10920 11249 11851 12214 12844 12997 13405 13781 14076 14390 14522 14945 15987 16346 16803 17488 MORGZJNBLAÐIÐ Miðvikuaagur 21. apríl 1954 Gafekkiaðvitjaneiaitvær vikur samfta Stokkseyri, 20. apríl. UNDANFARNAR tvær vikur hafa verið miklar ógæftir hér á Stokkseyri. í gær fóru bátarnir til þess að draga net sín, sem j hafa legið í sjó frá því 5. þ. m., en síðan hefur ekki gefið á sjó einn einasta dag. MIKLAR SKEMMDIR Á NETUNUM Þegar bátarnir komu í gær þar að, sem þejr höfðu skilið við net sín, voru þau flest dregin saman og flækt. Fór mikill tími í að draga þau, og mörgum bátanna vannst ekki tími til þess að draga þau öll. Fiskurinn sem í þeim var, var svo að segja eintómar beinagrindur og slor. — Miklar GeysHjölmenn útför sr, HáHdáns Helga- sonar ÚTFÖR Hálfdáns Helgasonar, prófasts að Mosfelli, fór fram frá Lágafellskirkju s.l. laugardag að viðstöddu geysilegu fjölmenni. Rúmaði kirkjan ekki nema lítinn hluta þess fjölda. Hátalara var komið fyrir í „gamla húsinu“ og var þar eins margt manna og verða mátti, en samt var fjöidi utan dyra. Sr. Garðar Þorsteinsson í Hafn arfirði, elzti prestur í prófasts- dæminu, jarðsöng, en biskupinr., hr. Ásmundur Guðmundsson og sr. Sigurður Pálsson í Hrauri- gerði fluttu kveðjuorð. Fimmtán hempuklæddir prest- ar voru við útförina, sem var mjög virðuleg. Bærinn að Flesju- slöðum brann til kaidra kola SÍÐASTLIÐINN miðvikudag urp kl. 5.30 kom upp eldur í bænum Flesjustöðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Var þetta timburhús með áföstum geymsluskúr og brar.n hvorttveggja til kaldra kola. Húsfreyjan, Gíslína Haralds- dóttir, var ein heima ásamt fjór- um börnum, en bóndinn, Árni Þórðarson, var staddur í Borgar- nesi. Komst konan í síma og gat gert aðvart á næsta bæ. Margt manna var fljótlega komið að Flesjustöðum, en fékk ekkert að gert og brann allt innbú me3 bænum. Vátrygging á húsum og innar.- stokksmunum var mjög lág og tjónið því tilfinnanlegt. Ókunn- ugt er um eldsupptök,__ Snjór ruddur SIGLUFIRÐI, 20. apríl — í dag var byrjað að ryðja snjó á Siglu- fjarðarskarði með jarðýtu og er þar óvenju snjólétt. Olli það nokk urri gremju hér í bæ að skarðs- vegurinn skyldi ekki ruddur fyr- ir landsmót skíðamanna, sem háð var hér um páskana. —Stefán. skemmdir urðu einnig á netun- um, einkum hampnetum, en þau grotna niður ef þau liggja lengi í sjó. Þeir bátar sem höfðu nylonnet, urðu fyrir minni skemmdum, en þó nokkrum. Fór mikill tími í að ná netunum úr sjó, og korau bátarnir með þau að landi, til þess að hreinsa þau og dytta að þeim. SAUÐBURÐUR BYRJAÐUR Sauðburður hér á Stokkseyri er þegar hafinn. Munu um 20 ær vera bornar og hefur sauðburð- urinn gengið mjög vel, svo að segja hvert einasta lamb lifaö, en þær ær sem bornar eru, eru flestar tvílembdar. Fyrsta ærin bar 3. apríl, og er hún eign Jóns Jónssonar í Söndum. Allar ærn- ar hafa borið í húsum, og er mik- il vinna að sinna þeim, þar sem þarf að stía þsim hverri út af fyrir sig og hafa þær á gjöf. Sauðburðurinn mun standa yfir þar til í júni-byrjun, en i Stokkseyrarhreppi eru miili 7—800 fjár. -— Magnús. Höríter Bjamason búsamelstari ríkisiiis UM miðjan aprílmánuð var út- runninn frestur til að sækja um embætti húsameistara ríkisins. I gær var Herði Bjarnasyni skipu- lagsstjóra ríkisins, er var meðal umsækjenda, veitt embættið frá og með 1. júní næstkomandi að telja. Hörður Bjarnason er sérfræð- ingur í skipulagsmáium bæja og sveita, en hann lauk kandidats- prófi í byggingafræði frá tækni- háskólanum í Dresden 1936, — Stúdent varð hann 1931 frá Ak- ureyri. Hinir umsækjendurnir tveir voru arkitektarnir Skarphéðinn Jóhannsson og Sigvaldi Thordar- ison. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin Jónína Jónsdóttir og Steindór Jónsson, nú til heimjlis að Nýbýlavegi 48 í Kópavogi. Þorsteinn Þorsíeinsson ] i skipstjóri í Þórshamri ÞRIÐJUDAGINN 13. apríl s. 1. andaðist Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri í Þórshamri að heimili sínu hér í Reykjavík. Var hann borinn til moldar í gær. Með Þorsteini í Þórshamri er horfinn einn af öndvegismönnurn íslenzks sjávarútvegs, traustur og mikilhæfur sjómaður, sem átti ríkan þátt í að ryðja nýjar braut- ir í atvinnulífi þjóðarinnar á þeim tímum, er efnahagsleg við- reisn hennar var að hefjast. Þorsteinn Þorsteinnsson var fæddur 4. okt. 1869 á Mel í Hraun hreppi í Mýrasýslu. Var hann því nær 84 ára er hann lézt. Hann hóf kornungur sjósókn og þótti þegar harðfengur og dug- andi sjómaður. Lauk hann skip- stjóraprófi frá Stýrimannaskól- anum veturinn 1893 og var það fyrsta prófið, sem tekið var við löggiltan stýrimannaskóla hér á landi. Þegar að loknu prófi gerð- ist hann sjómaður á seglskipum og var nokkur ár skipstjóri á slíkum skipum. Reyndist hann þegar mikill aflamaður og sótíi sjóinn af frábæru kappi og dugn- aði. En hugur hans stóð til frekari stórræða. Hann lét smíða fyrsta mótorbátinn, sem smíðaður var við Faxaflóa. Þegar togaraút- gerðin svo hófst var hann meðal hinna fyrstu, sem hafði foryslu um kaup slíkra skipa hingað tii lands og stundaði skipstjórn á togurum í fjölda ára. Einnig á þeim skipum farnaðist honum v.el og giftusamlega. Var jafnan viðbrugðið þarutseigju hans og kappi við sjósókn á togurum. Það hafa sagt mér gamlir sjómenn, að oft hafi það hent, að Þor- steinn í Þórshamri hefði áldrei farið í koju meðan á heilli veiði- ferð stóð. Reyndist hann og með- al aflasælustu skipstjóra. Auk forystu sinnar um nýjung- ar á sviði sjávarútvegsins haföi Þorsteinn forgöngu um ýmsar framkvæmdir í landi. Fyrir hans frumkvæði var t. d. fyrsta haf- skipabryggjan í Reykjavík gero. Hann tók einnig mikinn þátt í opinberum málum og félagslegu samstarfi, t. d. var hann bæjar- fulltrúi í Reykjavík og í niður- jöfnunarnefnd árin 1902—1908. í vitamálanefnd var hann skip- aður árið 1930. Eftirlitsmaður skipa og báta var hann um skeið og skipaður fulltrúi ríkisins í al- þjóðafélagsskap um slysavarnir. Hann átti ríkan þátt í stofnun Slysavarnafélags íslands og var forseti þess í mörg ár. Vann hann því félagi ómetanlegt gagn og gaf ásamt konu sinni fyrsta björgunarbátinn, sem starfrækt- ur var hér á' landi. Þorsteini voru slysavarnirnar hjartfólgið áhugamál, sem hann fórnaði bæði miklum tíma, fé og fyrir- höfn. Mun það trauðla ofmælt að fáir íslendingar hafi gengið að eflingu slysavarnanna með jafn einlægum áhuga og Þor- steinn í Þórshamri. Þorsteinn átti þátt í stofnun margra fyrirtækja og félaga. Má þar nefna skipstjórafélagið „Aldan“, Þilskipaábyrgðarfélag við Faxaflóa, Slippfélagið, Rek- netafélag við Faxaflóa, Rauða krossinn, Eimskipafélag íslands, Fiskifélag íslands og ýmsum líknarfélögum. Hann vildi efla hvers konar félagslega viðleitni, sem til heilla horfði fyrir þjóð hans og bæjarfélag. En mestan áhuga hafði hann á öllu, sem laut að sjósókn og fiskveiðum. Við Þau störf eyddi hann sjálfur blómatíma ævi sinnar og vann Minningarorð þar merkilegt brautryðjenda- starf. Þorsteinn kvæntist árið 1901, Guðrúnu Brynjólfsdóttir frá Engey, Bjarnasonar dannebrogs- manns Brynjólfssonar. Áttu þau saman 3 börn, Gunnar hæstarétt- arlögmann, Brynjólf skipstjóra og Þórunni, sem gift er Gunnari Benjamínssyni lækni. Heimili þeirra, frú Guðrúnar og Þor- steins í Bakkabúð og síðar í Þórs hamri mótaðist í senn af miklum myndarbrag og hlýju og gest- risni. Kom það að sjálfsögðu mjög í hlut húsfreyjunnar að byggja það upp meðan eigin- maður hennar var langdvölum á sjónum. En frú Guðrún, sem nú lifir mann sinn, er listfeng kona og ber heimili hennar þess greinilegan vott. Þeir semi þekkja það vita að þar er gott að koma. Rausn og höfðingskap- ur mætti þar jafnan góðum vin- um og frændum. Á heimili sínu var hinn trausti og dugmikli sjómaður jafnara hægur og ljúfur í fasi. En öll framkoma hans mótaðist af þeirri festu, sem var megin ein- kenni skapgerðar hans. Nú þegar hann er horfinn hef- ur Reykjavík misst einn þeirra borgara sinna, sem ríkastan þátt átti í því, að leggja grundvöllimi að vexti hennar og viðgangi. Með Þorsteini í Þórshamri er til moldar genginn einn af þrótt- mestu fulltrúum þeirrar kynslóð- ar, sem reisti merki efnahagslegr ar viðreisnar í þessu landi. Hanrs afkastaði miklu dagsverki, vanra þjóð sinni vel og lifði sjálfur hamingjusömu lífi. Hinir mörgu vinir hans votta ástvinum hans einlæga samúð við lát hans, um leið og þeir þakka honum sam- fylgdina, tryggð og vináttu. S. Bj. Tveir sækja um Melsfað TVEIR hafa sótt um prestembætt ið að Melstað í Miðfirði, þar sem sennilega verður gengið til prest- kosninga um miðjan maímánuð næstkomandi. — Umsækjendurn- ir eru séra Gísli H. Kolbeins i Sauðlauksdal og cand. theol. Sigurður H. Guðjónsson. ■■••■•■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^ 5 Iðntaðarpláss Okkur vantar 40—60 ferm. pláss fyrir léttan iðnað. — Uppl. í síma 82599 frá kl. 8 f. h. til 6 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.