Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. apríl 1954 Enn um brunafryggingarnar VEGNA umræðná og skrifa um brunatryggingarnar á húsum í Reykjavík, langar mig að leggja fáein orð í belg. Ég vil fyrst leiðrétta missögn, sem kemur fram í niðurlagi greinar Ásgeirs Þorsteinssonar, er nefnist „Bruna tryggingarmálin" og birtist í Morgunblaðinu hinn 9. apríl, en þar segir, að ég hafi á fundi í Fasteignaeigendafélaginu, 7. þ. m. gert þá játningu, að másko væri ekki mikil hagnaðarvon fyrir Samvinnutryggingar í til- boði þeirra um brunatrygging- arnar, „en þeim væri mjög kær- komið að fá iðgjaldaféð til ráð- stöfunar í rekstri þeirra vegna ýmiss konar lánastarfsemi, sem þeir þurfi að reka.“ (Það sem ér innan tilvitnunarmerkja er orð- rétt úr nefndri grein). Allir þeú', sem hlýddu á mál mitt á nefnd- um fundi, munu geta staðfest, að hér er ekki rétt með málin farið. Það, sem ég sagði m. a. á nefndum fundi, var það, að ef bæjarfélag tæki að sér bruna- tryggingar húsa, væri komið í veg fyrir, að Pétur og Páll gætu samið um tryggingar sínar hjá hinum ýmsu tryggingarfélögum á þann hátt, að lán fengist út a þær. Taldi ég ekki líklegt, að bæjarfélagið, með sinn um- fangsmikla rekstur, hefði fé af- lögu til lána út á tryggingar, cn hins vegar væri mikil lánakreppá í landinu og þörf lána út á hús nú geysimikil. • Ásgeir Þorsteinsson virðist telja heppilegast að leysa bruna- tryggingarmálin á þann hátt, að húseigendur stofni með sér gagn- , kvaéman félagsskap um trygging- arnar. Ég er honum alveg sam mála um það, að gagnkvæmar tryggingar séu mjög heppilegar. Reynslan í öðrum löndum hefur sýnt það. Stærstu tryggingarfé- lög heimsins eru gagnkvæm. En ég get ekki séð, að það fari sam- an að bæjarnýta tryggingarnar og stofna til gagnkvæmra trygg- inga meðal húseigenda. í öðnt lagi má minna á, að til er gagn- kvæmt tryggingarfélag , félag sem hefur öfluga sjóði til trygg- ingar skuldbindingum sínum, fé- lag, sem reynzt hefur mikilvæg hagsmunasamtök þúsunda lands- manna í tryggingarmálum og hefur sýnt það áþreifanlega, með því m. a. að endurgreiða stórar upphæðir til baka til þeirra, sem tryggja hjá því. Á ég hér við Samvinnutryggingar, en í stjórn þeirra eru menn úr öllum póli- tsíkum flokkum, að Þjóðvarnar- flokknum undanskildum. — Þeg- ar Samvinnutryggingar buðu í thúsatryggingarnar í Reykjavik, tóku þær sérstaklega fram í til- boðinu, að auk þess, sem þær byðu allt upp í 47% lækkun á iðgjöldum, þá myndi tekjuafgang ur greiddur af húsatryggingun- um, ef það sýndi sig, að félagið -myndi hagnast á þeim. • í umræðum um brunatrygg- ingarmálin hefur hjá mörgum komið fram sú skoðun, að verði 'tryggingarnar gefnar frjálsar, þó þannig, að allir verði skyldaðir til þess að tryggja hús sín, yrði hætta á því, að iðgjaldataxtar timburhúsa yrðu óhæfilega háir, þar sem tryggingarfélögin myndti ekki kæra sig um þess konar tryggingra. Hér tel ég að gæti þröngsýni. Iðgjöld af frjálsum brunatryggingum á lausafé í timburhúsum, munu e'kki vera tiltölulega hærri en í steinhús- um, og ekki virðist bera á því, að erfiðlega gangi fyrir fólkið að fá tryggða lausafjármuni í timb- urhúsum. Annars er mjög einfait ráð til þess að vernda hag hús- eiganda í sambandi við frjálsar tryggingar, ráð sem notað er í öðrum löndum, t. d. Bandaríkj- unum. Þetta ráð er það, að settar eru reglur um hámarksiðgjöld. Tel ég mjög eðlilegt, að bæjar- stjórn Reykjavíkur ákveði há- marksiðgjöld, ef fryggingarnar yrðu gefnar frjálsr . til þess að tryggja hag húseigenda og koma í veg fyrir of háar .ðgjaldaskrár hjá tryggingarfélögunum. Þess má geta, að í Bandaríkjunum hafa flest, ef ekki öll, ríkin sínar hámarksiðgjaldaskrár. Trygging- arfélögin mega ekki taka hærii iðgjöld en þessar hámarksið- gjaldaskrár mæla fyrir um, en mega aftur á móti taka lægri ið- gjöld, enda mun það algengt. • Á fundinum í Fasteignaeig- endafélaginu vakti ég athygli á því, hve gagnkvæmar endur- tryggingar eru nú orðinn þýð- ingarmikill þáttur í starfsemi is- lenzkra tryggingarfélaga. Með gagnkvæmum endurtryggingum er átt við það, að útlendar trygg- ingar fáist inn í landið í staðinn fyrir íslenzkar, sem fara út úr landinu. Slík endurtryggingaf- starfsemi er mjög æskileg, ekki aðeins frá sjónarmiði tryggingar- félaganna, heldur einnig frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Hagnaðin- um af erlendu tryggingunum má verja til lækkunar á iðgjöldum innanlands, um leið og erlendur gjaldeyrir flyzt inn í landið. Verði brunatryggingarnar bæj- arnýttar, fer forgörðum þýðing- armikill þáttur í tryggingunum, þáttur sem stuðlar að lækkun iðgjalda, því að gera verður ráð fyrir, að bæjarfélagið telji það ekki vera í sínum verkahring að hefja alþjóðlega tryggingarstarf- semi. • Meðal hinna frelsisunnandi þjóða, er viðskiptafrelsið talið vera einn af hinum þýðingar- miklu þáttum í frelsi einstakling- anna. Um þetta hafa verið gerðar margar ályktanir á þingum bæði sameinaðra og einstakra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar hafa m. a. fjallað um þjóðnýtingu á trygg- ingum í Suður-Ameríku, en með því rekstrarfyrirkomulagi voru iðgjöld óhæfilega há vegna ein- okunarinnar. • Tryggingar eru aðeins ein grein viðskiptalífsins. Frelsi í þeim lýtur sömu lögmálum og frelsi í öðrum viðskiptagreinum og er ekki siður mikilvægt. Ef tryggingar eiga að veita þá þjón- ustu, sem nútíma þjóðfélag þarfnast, verða þær að vera frjálsar. Með því verður ekki að- eins iðgjöldunum stillt í hóf, heldur verður einnig tjónaupp- gjör og önnur þjónusta að mikl- um mun liprari og betri. 10. apríl 1954. Erlendur Einarsson. IKGE3F Hafið þér reynt Sápuhuldaru, Sápuspara? INGÖI.FS APÓTEK Tek að sníða kjóla, blússur og pils, þræði saman og máta, ef óskað er. Sníð einnig kápur og dragt- ir. Viðtalstími frá 4—G dag- lega. Sigrún Á. Sigurðardóttir. Grettisgötu 6, 3. hæð. Leigið yður bíi og akið sjálfir. Höfum til leigu: Station-l>íla 6 manna fólksbíla 4 manna fólksbíla Jeppa. BÍLALEIGAN, Brautarholti 20. Sími 6460. S.K.T. INiýju og gömlu dansarnir í G. T.-húsinu í kvöld klukkan 9. Asadans, verðlaun verða veitt. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. — Sími 3355 Þórscafé DANSLEIKUR að Þórscafé í kvöld klukkan 9. HLJÓMSVEIT Björns R. Einarssonar. Aðgöngumiðar seldir frá kl í—7. Vetrargarðurinn. Vetrargarðurinn. DANSLEIKUR í kvöld síðasta vetrardag kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Aðgöngumiðar eftir kl. 8. Nýkomið frá Ameríku Morgunkjólar Einnig stórar stærðir — og Telpukjólar úr Everglaze. oieu laiuafwmiiuiw 1 Beint á móti Austurbæjarbíói. Karlakórinn Fóstbræður Mosfellssveit og nógrenni KVÖLDVMKH að Hlégarði í kvöld kl. 9. Fjölbreytt skemmtiskrá — Hljómsveit leikur til kl. 1. Aðgöngumiða má panta simstöðinni Brúarlandi og í síma 81567. — Ferðir frá ferðaskrifstofunni kl. 8,30. « ARirh" cftfr tí ttos* JaniE’S CTTES!. blink, HAS SETRIEVFD TMÉ SMALL CAW SH£ THPE'.V IvnD THE POOLj 1) Blikki, annar otur Hönna hefur sótt járnhylkið, sem hún kastaði í tjörnina. 2) — En nú ætla ég að plata þá. — Já, í staðinn fyrir hylkið ætlarðu að kasta stein út í vatn- ið. 3) Hanna heldur á hylkinu í I 4) Otrarnir kafa og koma brátt lófanum og svo lítið bar á smá- auga á linsuna, sem liggur djúpt völu, sem hún lætur falla í vatn- (í vatninu. ið. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.