Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 14
'*nr« 14 MORGVISBLAÐIB Miðvikudagur 21. apríl 1954 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOM Framhaldssagan 18 , 'byggja sér skip sjálfur. Þegar því , var lokið sigldi hann því upp að j skipi vonda skipstjórans og þeir • ióru í kapp. Ungi maðurinn * vann kappsiglinguna, en þá varð hinn svo reiður að hann ætlaði ' að sigla skipi hans í kaf. Endir- iH^n var þá sá, að hans eigin skipi j 'rar sökkt og hann var tekinn um I Tiorð í skip unga mannsins og : gerður þar að óbreyttum háseta. Auðsjáanlega hugsaði John sér j ívjálfan sig í hlutverki unga '• mannsins og ekki var ósennilegt , að gamli skipstjórinn væri í- í mynd föður hans. Með því að láta unga skipstjórann hýða þann . j gamla og gera hann að undir- manni sínum, hafði John unnið 1 sigur á föður sínum. — Douglas ‘ hafði lengi grunað John um að honum væri fremur kalt til föður ; síns vegna þess hve lítig honum , var um það gefið að tala um 5 hann. Nú taldi hann það alveg ! víst. Sögur barnanna gátu oft ; gefið honum ýmsar upplýsingar 3 um hugarfar þeirra og heimilis- ástæður, ýmislegt, sem ómögu- f legt mundi vera að fá þau til að 4 segja berum orðum. i Brátt urðu allir leiðir á skip- inu og Douglas tók upp bók til að lesa fyrir þau síðustu tíu mín- úturnar, sem eftir voru af kennslustundinni. En þá kom þar að þjónustustúlka Pavvleys og af- henti honum bréfmiða. Á honum stóð: Herra Lockwood, viljið þér gera svo vel að koma og tala við mig við fyrsta tækifæri. Leonard Pawley. Hann sagði stúlkunni að hann j mundi koma strax og kennslu- i stundinni væri lokið og hélt 4 áfram að lesa fyrir börnin. Fimm mínútum síðar kom Pawley : sjálfur. Hann tvísté skammt frá, i l>angað til hann hafði vakið at- \ hygli Dougias á sér. Hann var J vanur því að gera sér far um að láta börnin sjá að hann væri ekki yfir þau hafin og því síður kenn- arana, þó að svo ætti að heita að hann væri skólastjóri. ! „Eg vona að ég ónáði ekki?“ sagði hann og brosti til barn- anna. „Ykkur er vonandi sama ; þó að ég taki herra Lockwood frá » ykkur augnablik? Eitthvert ykk- | ar gæti tekið að sér lesturinn á i meðan“ Douglas fékk einum ? drengjanna bókina. Þeir gengu upp brekkuna. . Pawley hélt á bréfi í hendinnL ' | Þegar þeir voru komnir úr aug- ■ 3 sýn við börnin sagði hann: i „Við skulum sjá, Lockwood, ■ 1 hvað hafið þér verið lengi hérna ' 1 á Jamaica?" ] „Tvo mánuði“. „Já, einmitt. Tvo mánuði". Hann kinkaði kolli. „Auðvitað getið þér ekki vitað mikið um staðhætti hér á eynni á svo skömmum tíma. Það er undarlegt hve langan tima það tekur að kynnast svona lítilli eyju eins og Jamaica er. Ég hef verið hér meira en tvö ár sjálfur og mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Konan mín segir að þó hún hafi fæðst hér og sé hér uppalin að nokkru leyti þá sé ennþá margt, sem komi sér spánskt fyrir sjónir“. Nú var engu líkara en Pawley væri að undirbúa ásakanir á Douglas fyrir ósæmilega hegðun að næturlagi. Hann leit á bréfið aftur. Hann sá að á því var frí- merki frá Jamaica og stimpillinn var frá Kingston. „Ef menn vildu gera sainan- burð, þá væri hægt að líkja Jamaica við lítið enskt sveita- þorp þar sem allir vita allt um alla“, hélt Pawley áfram. „Og stéttarmismunurinn á Englandi er eins og mismunurinn á litar- hættinum hér. Það er ekki hægt að neita því að hér fara stöður og tekjur manna eftir því hvaða hörundslit þeir bera. En þetta kemur nú ekki beinlínis málinu við. Ég er aðeins að undirstrika það að hér á Jamaica er mikil gróðarstía fyrir allskonar kjafta- sögur. Fjárkúgun er algengur og um leið einn svartasti bletturinn á þjóðinni“. Þar átti hann sennilega við hóruhúsið. Hann óskaði þess bara að Pawley færi að komast að efninu. „Það atriði er verra en nokkur sjúkdómur", sagði Pawley. „Og þá erum við komnir að því að tala um þetta bréf, sem ég fékk áðan“. Hann tók bréfið úr um- slaginu, en braut það ekki sund- ur. „Mér þykir leitt að þurfa að sýna yður þetta, en ég er þó bú- inn að undirbúa yður nokkurn veginn. Ég held að bezt sé að þér lesið það sjálfur". Douglas tók við bréfinu. Hann sá strax að það var ekkert í sam- bandi við næturferðalag hans í Kingston. Þetta var nafnlaust bréf, skrifað á lélegan umbúða- pappír með óæfðri hönd. Hann las það vandlega: „Mér finnst það skyldi mín að segja yður það, að John Cooper, I sem er í skólanum hjá yður, á ekki með réttu að vera innan um hin börnin. Afi hans dí í spönsku holdsveikisnýlendunni. Líka frænkur hans. Það getið þér komizt að raun um sjálfur með fyrirspurnum. Það er alkunna að holdsveiki er ættgeng og þess vegna verðið þér að reka John Cooper úr skólanum, annars verðið þér að eiga það á hættu að hin börnin verði látin hætta, þegar þessí vitneskja verður kunn. — Þetta bréf er skrifað yður aðeins af góðvild og til þess að þér verðið ekki valdur að því að önnur börn fái holdsveiki og til þess að þér missið ekki alla nemendurna úr skólanum yðar“. Douglas rétti honum aftur bréfið með viðbjóði. „Nú sjáið þér hverju við er að búast af náunganum í þessu landi, Lockwood“, sagði Pawley. , Já“, sagði Douglas. „Að sumu leyti þykir mér ekki leiðinlegt að hafa fengið þetta bréf“. Hann leit á Douglas eins og til.að athuga, hvort hann yrði ekki undrandi, en Douglas var svo fullur vandlætingar, að hann gætti þess ekki að setja upp GÓLFTEPPI Nýkomin §óiíieppí og motlur, fallegt úrval HflHIID BflLSflm Frá Breiðfirðingaféfaginu ■ ; Sumarfagnaður í Breiðfirðingabúð síðasta vetrardag. I Leikþáttur, kvikmynd, gamanvísur og dans. Hefst klukkan 20,30. { Breiðfirðingafélagið. I : . : ■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■s |Tln[nVlBVVaMaaaMMaaMMiiMiiMMaii*MMMMMaMMaMaai*aiati*i««« i - ! STULKA : { ; óskast í vefnaðarvöruverzlun, allan daginn. — Tilboð ■ ” : er greinir aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins ; J ■ ; fyrir föstudagskvöld merkt: 427. : Ef hendurnar eru þurrar og hrjúÞ ar ættuð þér að reyna Breining Hánd Balsam.og þér munuð undr- ast hve þær verða mjúkar og fagrar. Breining Hánd Balsam er fljólandi krem, sem húðin drekk» ur í sig án þess að þér hafið á tilfinningunni að hendurnar séu fitugar. Nýnng: Breining Hánd Balsam fæst nú einnig í hentugri túbu» stærð, sem auðvelt er að hafa með sér í handtösku. Iwwwwwvwwwwí Skariistofuslúlka óskast nú þegar eða frá 1. maí. Vélritunar- og reikn- ingskunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir n. k. laugardag merkt: S. G. —431. Eniska — Bókfærzla Skrifstofumaður með gott verzlunarpróf óskar eftir vinnu hálfan eða allan daginn. Tilboð sendist afgr. blaðs- ins fyrir föstudagskvöld merkt: Enska-Bókfærsla —429. Vandað einbýlishús í Hafnarfirði, er til sölu. — Húsið er steinhús, 6 herbergi og eldhús, ásamt geymslu og bílskúr, olíukynding. — Ræktuð lóð. — Nánari upplýsingar gefur Árni Gunnlaugsson, lögfr. Austurgötu 28. Sími 9730. Hafnarfirði og 9270, heima. Orðsending írá sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði Allsherjaratkvæðagreiðsla um uppsögn togarasamn- inganna fer fram í skrifstofum sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði á þeim tímum sem skrifstof- urnar eru opnar. Atkvæðagreiðslan í landi verður frá 21.—27. þ. m. (að báðum dögum meðtöldum) og verður þá leitað at- kvæða með skeytum frá þeim skipum er ekki hafa komið í höfn á tímabilinu. Stjórn sjómanniaféktganna RAFALL 1 Til sölu 10 kva. rafall 220 Volt 3ja fasa 50 rið 1500 sn/mín., ásamt mælatöflu og sjálfvirkum spennustilli. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Joharfi Rönning h.f. Sími 4320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.