Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ : Miðvikudagur 21. apríl 1954 7 Svo dvínar flest og daprast hér við dauðans leynivog; mér finnst sem út við eyiðsker mér ómi kuldasog. Matth. Joch. —o— SÍÐASTLIÐINN laugardag var til moldar borinn frá Lágafells- kirk.ju merkispresturinn síra Halfdán Helgason, sóknarprestur Mosfellsprestakalls og prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, er and- aðist að kveldi 8. þ. m. Var hinn látni prófastur á leið heim til sín frá Selfossi, og voru í för með honum, kona hans, frú Lára Skúladóttir, sonur þeirra Jón Helgi, ásamt unnustu sinni, og tvær systur prófasts. Hafði prófasturinn sál. ásamt J>essu fólki sínu, verið í heimsókn hjá tengdafólki sonar síns og ver- ið, að því er virtist, vel frískur og glaður, sem honum var eigin- legt. En síðla kvelds, er komið var upp á Hellisheiði í versta veðri og slæmri færð, varð sem þyrmdi yfir hann og var þegar látinn. Andlátsfregn prófastsins sál. fór með leifturhraða bæ frá bæ í sóknum Mosfellsprestakalls snemma að morgni hinn 9. þ. m. Þessi harmafregn kom sóknar- börnum hans og öllum, sem til heyrðu, mjög á óvart, og sló alla sem elding sorgar og hryggðar. Verk féll úr hendi. Menn setti hljóða. Spurt var: „Getur þetta verið rétt?“ Presturinn okkar látinn. Ástríkur eiginmaður og faðir, hugljúfur prestur frá miklu starfi. Kvíði og söknuður settist í huga fólksins. Það er lífsins saga að fæðast og deyja. Vér fögnum fæðingu nýs lífs í þennan heim. En öfugt er það venjulegast, þá andláts- fregn berst til eyrna fólksins. — Hún veldúr söknuði og trega, leggst með þúnga á aéttingja og breytir á svipstundu ástríku sam lífi í einstæðings næðingslíf. Glæstar vonir og fagrir fram- tíðardraumar bresta, og aðstaða öll hins daglega lífs og athafna breytist, og verður öll önnur en gert var ráð fyrir. En í þessu sambandi er þó ætíð ein raunabót fyrir sártsyrgj- andi ástvini, að síðasta æfikvöld- ið var fagurt og ástríkt, eins og önnur samlífskvöld höfðu verið. Þetta er lífsins saga. Þróunin heldur áfram, og sagt er, að mað- ur komi í manns stað. Mig brestur orð og hugnæmi til að skrifa sem skyldi um vin minn og sálusorgara, sém hefur starfað hér við Brautarholtssókn siðan 1. júní 1924 eðá nær því 30 ár og áunnið sér ástúð og vin- áttu í ríkum niæli. Síra Haifdán Helgason var fæddur 23. júní 1897 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þáu hjónin dr. Jón Helgason biskup og Marta María biskupsfrú. Student varð hann 27. júní 1917 og cand. theol. 14. febr. 1921. Vaf harin góðúr námsmað- ur. Framhaldsnám stundaði harin við Kaupmannahafnarháskóla og Mærburg háskóla 1921—1922. Þá kom hann héim, og hafði hann kennslu með höndúm við Menntaskólann og Verzlunar- skólann í Reykjavík. Settur sóknarprestur í Mosfells prestakalli 10. maí 1924 frá 1. júní sama ár og skipaður prestur þar 19. ágúst 1927. Prófastur i Kjalarnessprófastsdæmi varð hann 2. janúar 1941. Aukaþjón- usta í Þingvallasókn frá 1. júlí 1928. Starf sitt sem sóknarprestur leysi hann af hendi með ágætum Og var vinsæll, sem ég hefi áður lýst. Skyldurækni hans var við- brugðið. Aldrei vantaði hann til starfa, nema lasleika bæri að höndum, sérri sjaldan var. Ágaétur barna- og unglingaffæðári var síra Halfdán, og var mér per- sónulega kunnugt, að fermingar- | börn hans báru til hans órofa tryggð. | Hann taldi góða fræðslu í kristnum fræðum vera grundvöll fyrir góðu trúarlífi og friðsömu samlífi við menn. : Þegar maðurinn með sigðina I hafði verið stórtækur og höggvið, vægðarlaust og skilið eftir nær ólæknandi sár, þá var síra Half- | dán mestur, andríkur, huggandi sálusorgari. „Og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilifa trú“. Þannig var það, að sóknarprest- inum heppnaðist venjulegast að sefa sorgirnar og gera lífið bjart- ara en jafnvel vonir gátu staðið til fyrir harmþrungna ættingja. Mörgum opinberum störfum gegndi síra Hálfdan fyrir sveit sína og hérað einkum þeim, er fjölluðu um sjúkra- og fræðslu- mál. Endurskoðandi Mjólkurfélags Reykjavíkur var hann frá 1932 og til dauðadags. Auk þess gegndi hann fjölmörgum störf- um fyrir kirkju ög kristni í land- inu. Að öllum þessum störfum vann hann með samvizkusemi og dugnaði. Síra Halfdán Helgason var giftur Láru Skúladóttur Nor- dahls, bónda á Úlfarsfelli í Mos- fellssveit, Guðmundssonar, ágætri konu, sem var manni sín- um hinn bezti lífsförunautur. Börn þeirra prestshjóna voru: Jón Helgi, f. 21. des. ’33, Marta María, f. 3 apríl ’35, og kjörsonur, Árni Reynir, f. 11. nóv. ’31. Öll eru börnin myndarleg og vel gefin. Hugljúfar minningar eigum við hjónin og börn okkar með sókn- arprestinum okkar sál. hér á heimili ókkar, og eru þær allar góðar og ánægjulegar. Við sökn- um því nú góðs vinar, sem var einlægur, góðhjartaður, andlegur vinur um nær 30 ár. Oft var hér á heimilinu annríki og nokkur umsvif, eins og gengur og gerist í sveitum þessa lands, og einkum nú, þegar hraði tímans seiðir merin til sín. En glaður er ég þó yfir þvi, að venjulegast fengu kirkjumálin sinn tíma lítið sketran, sem ég þakka, hve prest- urinn var sanngjarn og eftirlátur. Ein af kærustu stundum við Brautarholtskirkju var síðasta messugjörðin, sunnudaginn 4. þ. m., þar sem rætt var um viðgerð á kirkjunni, og þá skýrt frá fullum stuðningi biskupsins við það mál. Var ákveðið að kveðja saman safnaðarfund að vori komandi. Nú ér einum forustumanninum færra við það starf. Þá er okkur hér minnisstæð visitasía biskupsjns sál. hr. Sig- urgeirs Sigurðssonar 14. sept. s.l. í Brautarholtskirkju, þegar bisk- upinn sál. og sóknarpresturinn okkar síra Haldán stóðu hlið við hlið eftir prédikun í fullum messuskrúða fyrir altari og bless- uðu yfir söfnuðinn í fámennri lítilli kirkju með hljómfögrum röddum. Var sú athöfn áhrifamikil, gleði rík og mikill styrkur allri and- legri starfsemi. Nú eru báðir þessir vinir vorir burtkvaddir héðan með stuttu millibili til æðri starfa. Ég vil að lokum kveðja minn góða vin og sóknarprest og þakka fyrir farinn veg um 30 ár. Þakka hjálpfýsi hans, kærléiksríkt starf innan kirkjunnar, og einnig hugg unarstarf’ð, sem hann vann á heimilunum. Bið ég góðan guð að hléssa og styrkja alla ættingja hins fram- liðna, sóknarbörn hans og vini. Blessuð sé minning hans. Ólafur Bjarnason. Hann var hinn góði hirðir MENNIRNIR áforma, guð ræður. — Töldum við ekki, sóknarbörn- in þín, að um ókomin ár ættum við eftir ag njóta starfsorku þinn ar og handleiðslu, í jafn ríkum og öruggum mæli og við hingað til höfum notið. En hversu skjótt og óvænt skipast ekki málin á aðrar brautir, við það að þú ert frá okkur kvaddur, af guði al- föður, til hans himnesku heima, til þeirra starfa er hann þar af sinni vizku og náð hefir fyrir hugað þér. Inn í þá huliðsheima er okkur ekki fært að skyggnast, en það hvarflar í huga mér, að þér verði þar falið að vinria akurinn fyrir okkur sóknarbörnin þín, hérna megin, og við komuna þangað að leiða okkur með þínum dygga föðurarmi, inn í þann blessaða aldingarð. Það mun ekki ofmælt, er fregn- in um hig sviplega fráfall Hálf- dáns Helgasonar prófasts, barst hér um sóknina, að hún hafi komið okkur öllum jafnt á óvart. Öll höfum við síðast séð hann hressan og glaðan, eins og við- mót hans ávallt var. Þó var það nú samt svo, að hans nánustu kunningjar vissu að heilsa hans var ekki orðin svo sterk, sem ytra útlit virtist bera með sér. Þegar ég fyrir átján árum flutt- ist hingað í Lágafellssókn, var séra Hálfdán þegar búinn að vera hér þjónandi prestur í ellefu ár. Það leið ekki á löngu að hann gæfi sig að mér, og það á þann veg að líkara var að, að baki væru gömul kynni, en að hann væri að mæta ókunnum innflytj- anda, slík var framkoma hans og viðmót. Eftir því sem tíminn leið, urðu þó kynni okkar nánari og vináttan traustari, og svo mun það hafa verið gagnvart fleirum. Nokkuð þessu líkt virtist mér það vera í starfi hans hér í sókn- inni, hann var alltaf að vinna á, mér virtist hann með hverju ári sem leið, vinna sér meiri hylli og vinsældir. Við komu sína hingað var hann góður, en við brottförina var hann betri, og þetta kom af því, að hann var hinn góði hirðir, seðn rækti starf sitt með trú og dyggð. Hann vildi okkur ávallt vel, og umbar tómlæti og skilningsleysi, er við svo alltof oft sýndum á starfi hans. Þrátt fyrir það lét hann ekki bugafet, heldur áminnti okkur og hvatti, og það með þeim árangri, sem fyrr gréinir, að hann ávallt vann hylli okkar meir, og við lærðum betur og bétur að meta hann. Ræðumaður þótti séra Hálfdán góður, og þó sérstaklega tæki- færisræðúr hans með ágætum. Að eðlisfari var hann mikill kenn ari, þessvegna var honum rrijög hugstsétt að uppfræða unglinga í kristinfræði og búa þá undir ferm inguna, er mér nær að halda að hann hafi talið þáð einn ljúfasta þáttinn í preststarfinu, og að vera við fermingu hjá séra Hálfdáni var mér ávallt ununn. Innan stéttar sinnar var séra Hálfdán mikils metinn, það sanna hin mörgu trúnaðarstörf er hon- um voru þar falin. — Mennirnir áforma, guð ræður. — Nú eru ieiðir skildar, kæri vin- ur. Við söknum þin sóknarbörn- in, sem mikið höfum misst, en kona þin, börn og aðrir ástvinir, hafa þó misst mest. Alfaðir veri þeim styrkur og stoð. Sigsteinn Pálsson. C——^J> Mosfellsheimillð var veilvaRgur allra sóknarbama hans LAUGARDAGINN fyrir páska komum við saman, sóknarbörnin að Lágafelli, til þess að færa prest inum okkar síra Háifdáni Helga- syni, prófasti að Mosfelli okkar hinztu kveðju. Andlát hans kom öllum mjög skyndilega og óvænt; það kom eins og reiðarslag, alla setti hljóða. Við vitum að dauðinn gerir ekki boð á undan sér, og oftast er hann óvelkominn, en sjaldan eða aldrei höfum við fundið það betur en einmitt nú, með frá- falli okkar kæra vinar og sóknar- prests. Okkur eldra fólkinu í sóknum síra Hálfdánar fannst það eðli- legra og sjálfsagt, að hann ætti eftir að kveðja okkur í kirkjunni. Fáir vissu að síra Hálfdan var ekki heill heilsu. Það var ekki hægt að finna það á störfum hans og áhugamálum. Með dugnaði og áhuga vann hann öll sín skyldu- störf, embættisverkin sjálf og önnur margvísleg og vandasöm trúnaðarstörf, sem tóku mikinn tíma og ferðalög. Hann var ætíð síglaður og starfsfús hvenær sem 'til hans var leitað. Allt þetta villti mönnum sýn. Við sem höfum verið samtíða sira Hálfdani öll þau ár, er hann hefur starfað hér, og þau eru næstum orðin þrjátíu, höfum margs að minnast þegar litið er til baka, og einnig margt fyrir að pakka. Ég vil fyrst og fremst minnast á það, sem ég tel mest virði í fari hvers manns, hvað hann var mikill ágætis drengur. Hann var einlægur vinur allra sinha sóknarbárna jafnt í gleði og sorg, jafnt í veraldlegum sem andlegum efnum. Hann vann líka hjarta fóiksins, og það fór með vandamál sín til hans og átti hann fyrir trúnaðarvin á örlaga- ríkum stUndum lífs síns. Það er vandi að vera prestur á þessari öld, síra Hálfdan fór ekki varhluta af þeim vanda. Honum var stundum sýnt tóm- læti við messur og kirkjusókn af okkur mörgum, sóknarbörnum hans, og honum tók það sárt, því hann rækti störf sín með kost- gæfni svo af bar. Ég efast um að þar jafnist margir á við hann. En starf prestsins er bundið við meir en messur og kirkjuþjón- ustu og það skildi síra Hálfdan vel. Kynni hans utan þessa gerðu hann umburðarlyndan og vin fólksins. Ég hygg, að óhætt sé að segja, að hann átti fólkið, og fólkið átti hann. Heima á Mosfelli vann síra Hálfdan einnig sitt prestsstarf. Heimili hans var tæplega sér- eign þeirra hjóna. Það var vett- vangur allra sÓKnarbarna hans. Þar var skírt, hjón gefin saman, þangað komu einstaklingar í margs konar erindum, en um fram allt var þar oft komið erind- islaust, aðeins til að koma og njóta gleði og gæða tíúsbænd- anna, gestgleðin var eðlileg og þeim svo eiginleg, að stundum kom það fyrir, þegar síra Hálf- dani fartnst það dragast of lengi, að kunningjar hans kæmu, a<f hann símaði til þeirra og spurðk hvernig á því stæði, að svo langt: væri síðan að hann hefði séð þáL heima hjá sér. Slík var gestrisnk allrar fjölskyldunnar á Mosfelli. Ég vil svo fylgja þessum fá- tæklegu orðum minum úr hlaðk með hjartanlegu þakklæti til mins látna vinar, fyrir hans ein- lægu og sönnu vináttu fyrr og’ síðar, við mig og mitt heimili. Jónas Magnússon. Kveðja frá Reyljtilundi ÓVÆNT fráfall mætra manna vekur að vonum söknuð og trega með þeim, er starfa þeirra og mannkosta hafa notið. Slíkur söknuður og harmur setti svip sinn á ibúa Reykja- lundar er hið sviplega fráfall prófastsins okkar spurðist. Allt frá því er séra Hálfdán Helgason vígði þennan stað fyrir nærri 10 árum, gaf honum þaíte nafn, er hann hafði sjálfur valiíte og bað staðnum þeirrar blessun- ar, er hann hefir síðan notið, hefir hann verið sannur vinUr og leiðtogi okkar hér að Reykja- lundi. Hin óbrigðula árvekni hans i starfi, sérstæð skyldurækni og stundvísi þár þarft leiðarljós. nútímamannsins. Hanri var ó- þreytandi í þvi starfi að kynna sér hagi sóknarbarnanna og leita eftir leiðum til úrbóta þar sena þörf var. Hann var óvenjulegur elgu- maður sem lifði eftir þeirri gullnu reelu að geyma aldrei tii morguns það sem hann gat gerte í dag. Nú er hann er horfinn sjónum,. þá söknum við prestsins okkar úr ræðustólnum, við söknum kenn- arans frá púltinu og hin^-góða og glaða félaga af samkomum okk- ar. Við söknum ekki sízt þeirrar rósemi hugans er sífelt fylgdi ná- vist hans, en okkur þykir ljúft,. að mega geyma í hugum okkar svo bjarta og hlýja minningu ura okkar fyrsta sóknarprest. Oddur Ólafsson. Við kveðjum hann með söknuði og þakklæti Góður maður ber gott fram af góðum sjóði hjarta sins. ÞESSI orð, er ég heyrði sr. Hálf- dan Helgason eitt sinn nota sem téxta, hafa oft komið í hug mér síðustu daga, er rifjast hafa upp- endurminningar frá 30 ára dvöl hans og starfi hér í Lágafellssókn. Ungur að árum hóf hann lífs- starf sitt sem sóknarprestur * Mosíallsprestakalli, og fljótlega ávann hinn ungi prestur sér vin- áttu allra, er honum kynnstust, og sú vinátta varð æ traustari eftir því sem samveruárunum fjölgaði. ! Þó að æskustöðvar hans og for- eldrahús hefði verið í Reykjavík, þá’festi hann fljótt þær rætur hér meðal sóknarbarna sinna, sem aft hann fann að aldrei myndu slitna. Heim i dalinn minn var löngu orðið hans hugtak, jafnvel þó að hann væri á leið heim frá sín- um kæru æskustöðvum. Já heim var alltaf gott að koma, úr mörg- um erfiðum ferðalögum, til ást- vinanna sinna, sem dauðinn hef- ir hefir nú svo skyndilega skilið hann frá um stund. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.