Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ n i Úskar Lárus Steinsson kennnri AÐ mun hafa verið fyrir tutt- ugu og sjö árum að fundum okkar Óskars Lárusar bar fyrst saman suður í Kennaraskóla. Og þessi ungi, íturvaxni maður vakti þá strax athygli mína. Allt fas hans og svipmót bar þess ljósan vott að hann hefði „mann- azt á heimsins hátt“ meira en þá var títt um flesta jafnaldra hans. En ekki varði mig þess þá, að ég ætti fyrir höndum að verða sam- verkamaður hans hartnær aldar- Ijórðung, njóta daglega ánægju af samvistum við þennan prúða og drengilega mann, en hljóta að lokum þá raun að sjá honum á bak á bezta aldri og eiga að færa honum hinstu kveðju og fátæk- legar þakkir mínar og starfsfé- laganna. Oskar Lárus var fæddur í Vest- mannaeyjum árið 1903, sonur Steins Sigurðssonar rithöfundar og konu hans, Agötu Þórðardótt- ur. Er hann hafði aldur til, fór hann til náms í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði, en hvarf þaðan áður en prófi væri lokið. Síðán fór hann i Verzlunarskóia Islands og iauk þar námi. Þá fór hann til Englands og stundaði þar verzl- unarnám í tvo vetur, og eitt sum- ar sótti hann sumarnámskeið við Lundúnaháskóla. En þótt hann hefði þannig afl- að sér óvenju góðrar undirstöðu- menntunar til kaupsýslustarfa, tók þó hugur hans að leita í aðra att. Og það varð úr, að í stað þess að taka nú til við verzlunarstörf, hóí hann nám í Kennaraskóla ís- iands. Lauk hann þar prófi 1928 með hárri I. einkunn. Samsumars fór hann til Dan- merkur og sótti þar Statens Slöjdlærerskole, og enn stundaði hann þar nám sumarið 1931. En um haustið 1928 réðst Óskar kenn ari við barnaskóla Hafnarfjarðar. Gegndi hann því starfi síðan alla stund meðan honum entist líf og heilsa. Hann var kvæntur Kristínu Kiistjánsdóttur, ágætri konu, og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn. Þetta er hin ytri umgerð um ævi Óskars í svo fáum dráttum sem verða má. En innan þessarar umgerðar lifir í minningum ást- íólginna vandamanna og vina nukil saga, sem hér verður lítt 1 akin. Oft hafa orðið að sannmæli hendingarnar: „Hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira en nóg.“ Og svo er enn. Mér er erfitt að átta mig á þvi, að ævi Óskars sé nú öll, því að allt til þess er hann kenndi sjúkleika þess, er leiddi hann til bana, virtist ævinlega geisla af honum þróttur og hreysti. En „hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda.“ Mein in geta látið lítt á sér bera fyrr en allt er um seinan og engum vörnum verður við komið. Þannig fór hér. En æðrulaust og karl- mannlega bar Óskar þjáningar sínar, enda var hvort tveggja, að skapfesta hans var feyrulaus og eins hitt, að ástúð og umönnun konu hans létu hann aldrei ein- an unz honum hvarf ijós þessa heims í örmum hennar. Það er gott að rif ja upp minn- ingar frá samstarfi við slika menn sem Óskar var. Honum var svo ovenjulega margt vel gefið. Hann var ágætlega að sér og ákveðinn í skoðunum, en svo hlédrægur að helzt var um of. Hann var ein- læglega trúhneigður maður, en frábitinn því að fjasa um þau efni. Honum voru fleiri störf lag- in en flestum öðrum. Hann var listfengur með ágætum og dverg- hagur á álla smíð. Honum hafði veitzt sú náðargáfa góðs kennara að geta stjórnað nemendum sín- um átakalaust og hávaðalaust. Persónuáhrif hans voru slík. Manna var hann skylduræknast- ur. Það brást aldrei, að hann rækti; það verk, sem honum var. falið eða hann hafði tekið að sér, Minningarorð svo að enginn þurfti um að bæta. Og kapp hans og vinnuþrek var slíkt, að fjölda ára hafði hann að ígripavinnu bókfærslu og gjald- kerastörf fyrir h.f. Dvergur, án þess að það sæist bitna á nokkr- urn hátt á aðalstarfi hans og hugðarefni, kennslunni. Auða skarðið eftir slíka menn er torfyllt. Kveðjustundir eru jafnan sár- ar og huggunarorð léttvæg harma bót. En margir vinahugir munu leita i dag til fjölskyldu Óskars með þökkum og blessunarbæn- um. Það er hin eina stoð, sem unnt er að veita ástvinunum í harmi þeirra, og hin eina fylgd, sem hinum horfna vini verður látin í té á þeirri miklubraut alls mannkyns, sem hann hefur nú lagt á. Guðjón Guðjónsson. FUNDUM okkar Óskars Lárusar Steinssonar bar saman í skamm- deginu í vetur á Landsspítalan- um. Hann var þá eins og vant var glaður í taii og bragði, var á fótum, en samt var hann veikur. Við ræddumst við og vonuðum báðir hið bezta um heilsu hans. „Þú þarft ekkert að óttast, þetta lagast allt“. Þessi orð heyrði ég hann segja við konu sina í sím- ann. Vikur liðu, við sáumst ekki, en samt kom mér andlátsfregnin á óvart. Ungur, lífsglaður, sístarf andi féll hann fyrir geigvænleg- um sjúkdómi. Óskar L. Steinsson var einn af mínum skólasveinum í Hafnar- firði, en faðir hans Steinn Sig- urðs’son, rithöfundur, var kenn- ari minn þegar ég var drengur. Hinn látni vinur varð mér mjög handgenginn sem barn að aldri. Þetta mikla fjör, hinn mikli þrótt ur bæði til andlegra og verklegra átaka var mér og er enn einkar hugljúfur éiginleiki, ekki sízt hjá drengjum. Óskar fór ætið mjög að mínum vilja og ráðum fyrr á árum. Eig- inlega skildum við aldrei að skipt um frá fyrstu kynningu og til síðustu stundar. Beint og óbeint hugsuðum við þannig báðir þeg- ar hann var drengur, að ef ég mætti mín nokkurs þegar hann hefði lokið kennaraprófi, þá skyldum við reyna að verða sam- verkamenn við barnaskólann í Hafnarfirði. Þetta varð að veru- leika. Ég vildi fá hann að skóla mínum og skólayfirvöldin sam- þykktu umsókn hans um kenn- arastarf í Hafnarfirði. — Óskar hlaut þegar í byrjun erfitt hlut- verk sem kennari. Það var ekki öðrum hent en dugmiklum kenn- ara og drengjavini að halda góðri reglu í smíðasal, þar sem saman voru komnir 20—30 bæjardreng- ir, en þrátt fyrir þó að Óskar væri ungur og þá að hefja lífs- starf sitt, fór smiðakennslan fram með mikilli prýði og rögg- semi svo sem honum var lagið. Reglan, sem ríkti í smíðasalnum og hirðusemi öll, hjá ungum kennara, var til mikillar fyrir- myndar. Drengirnir virtu hinn einarða, vasklega, þróttmikla, unga kennara sinn. Auk þeirrar miklu skyldurækni, sem Óskar var í blóð borinn, var hann gædd ur ágætum hæfileikum og starfs- þrá. Hann vildi eiga sinn sterka skerf í því hlutverki samverka- manna sinna að gera skólann sinn að ágætri uppeldis- og fræðastofnun. Persónulega hefi ég látnum samstarfsmanni mikið að þakka. Hann var sívakandi yfir því að létta mér margbrotið og vanda- samt starf, aukavinna alls konar var ekki talin eftir og sízt þegar hann gat létt mér störfin. Starfs- leið okkar skiptist, en það breytti engu, til siðustu stundar var hann mér sami tryggi og góði vinurinn, eins og hann var lítill drengur í skóla. Óskar mun hafa reynzt samferðamönnum sínum ekki einungis hressandi félagi heldur einnig árvakur, skyldu- rækinn og átakagóður starfsmað- ur að hverju sem hann gekk, enda var hann gæddur fjölhæfni, viljafestu og félagslund. Sá, sem þessi fátæklegu minningarorð rit ar, á að baki að sjá einum af sínum trygglyndustu og beztu vinum, sýndi hann það á margan hátt hversu vinfastur hann var. Kona hans, Kristín Kristjáns- dóttir, sem harmar látinn eigin- mann, er gædd hinum beztu mannkostum. Var auðsætt á heimili þeirra, að þar rikti sam- hugur, reglusemi og sá sanni, holli andi, sem þau voru bæði þekkt að utan síns heimilis. Við vjnir Óskars L. Steinssonar, vandalausir, höfum misst mikið, en hvað er það hjá missi eigin- konu og barna þegar slíkur heim ilisfaðir fellur í valinn. Þessum orðum mínum fylgir innileg samúð og kær kveðja til fjöl- skyldu hins látna vinar. Þegar minningarnar eru flekklausar er auðveldara að bera söknuðinn unz endurfundir verða. Skólinn hans, kennarastéttin og þjóðin öll hefir misst ötulan starfsmann og góðan dreng. Bjarni Bjarnason. íbúd til leigu Stór 3ja herbergja íbúð í nýju húsi í Kópavogi til leigu, sennilega tilbúin um 14. maí. — Fyrirframgreiðsla nauð- synleg. — Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt: 435“. Ung hjón óska eftir í B 1J Ð Fyrirframgreiðsla. Há mánaðarleiga. Mikil reglusemi og erum langdvölum utan bæjar. Uppl. í síma 1799. - Séra Hálfdsn Helg nsosi Framh. af blg. 7 Og nú, þegar hann er dáinn og frá okkur kallaður, þá minnumst við allra þeirra góðu gjafa er hann miðlaði af hinum góða sjóði hjarta síns. Það er minnst fræðarans frá bernskuárunum, félagans, sem æskufólkið ætíð gat leitað til um aðstoð til hvers sem var í góðu félagsstarfi, hvort sem var að halda guðsþjónustu, flytja erindi, leiðbeina við leikstarfsemi, eða jafnvel þýða leikrit ef á þurfti að halda. í glöðum hópi og á hátíða- stundum var hann hrókur alls fagnaðar enda viðbrugðið hinni léttu og græskulausu fyndni hans. Og þar sem sorg eða veikindi börðu að dyrum, þar miðlaði hann af hinum sama hjartasjóði, með heimsóknum, vináttu og huggun. Preststarfið er háleit köllun, og því fylgir bæði mikil gleði og mikil alvara. Á hvítasunnudag í vor hefði sr. Hálfdán verið búinn að starfa 30 ár fyrir söfnuðinn í Mosfells- prestakalli, og hann var búinn að hnýta marga trausta strengi minninga og þakklætis, sem ná út yfir gröf og dauða, í hjörtum sókn arbarna sinna. Við kveðjum hann þvi nú með söknuði og þakklæti fyrir allt er hann hefir fyrir okkur gert, og vottum ástvinum hans okkar inni legustu samúð í sorg þeirra. Ólafur Þórðarson. Slörf í jiágu æskunnar „Hart er að falla frá hálf- loknum iðjum, hart er að falla í sigrinum miðjum“. ÞEGAR ég heyrði andlátsfregn sira Hálfdanar Helgasonar, voru þessi ofanskráðu orð hið fyrsta, ssm mér kom í hug. Hann skrif- aði fyrir mörgum árum siðan minningargrein um ungan og ötulan mann hér í sveitinni og hafði þessi orð að texta. Og mér finnst þau eiga vel við nú, þegar síra Hálfdan er fallinn svo snögglega og óvæn+. Að vísu var hann ekki lengur ungur maður að árum, en hann var síungur í störfum, svo að við, sem með honum unnum, gát- um í raun og veru ekki áttað okkur á því, að starfsæfi hans væri „að helmingi gengin" og því síður að henni lyki svo fljótt. Síra Hálfdan Helgason kom ungur og óreyndur í prests- embætti í Mosfellsprestakalli. Þar varð hann fyrir því sama og ýmsir aðrir, sem meiri eru en meðalmenn að fyrst var frekar skyggnst eftir göllum hans en kostum. Fljótlega kom þó í ljós að menn lærðu að meta starfs- krafta hans. Sést það bezt á þvi, hve mörgum störfum var hlaðið á hann, bæði innan héraðs og utan. Ég ætla ekki að fara með neina upptalningu hér á þeim störfum, sem síra Hálfdáni voru falin — það veit ég að aðrir gera. — En það vil ég segja, sem ég veit að er satt og rétt, að öll vann hann þau, hið mesta sem hið minnsta, eins vel og hann mátti og öll á réttum tíma. Eins vil ég þó geta af þeim, og það eru störf hans í skólamál- um Mosfellshrepps. Hann var formaður skólanefndar hrepps- ins mestalla sína prestskepartíð, og leysti það verk af höndum með sama áhuga og dugnaði ng öll önnur, enda voru fræðslumál- in honum hugfólgnust, næst kirkjumálunum. Ég, sem var samverkamaður hans allan tímann, veit vel hve mikið hann lagði oft á sig til þess að koma í framkvæmd því, sém ákveðið hafði verið, eða honuru sýndist horfa til menningarauka. Þá var ekkert erfiði sparað. starfsviljann vantaði aldrei. Sem lítið dæmi vil ég geta þess, að um nokkra vetur — áð- ur en unglingaskóli var stofnaður hér í sveit — var haldið uppi nokkurri unglingafræðslu í Brú- arlandi, og þá kenndi síra Hálí- dan þar, án annars endurgjalds en þess, sem felst í vel unn’Ji verki. Og eftir stofnun unglinga- skólans, bætti síra Hálfdaoi kennslu í honum við öll önnur. störf sín og hélt því áfram öll árin, sem skólinn hefur starfað, og þar var hann að verki ^íðasta daginn, sem hann lifði. Ég veit, að ég má flytja sira Hálfdani hjartans þakkir nem- enda hans, bæði þeirra, er har.u hafði undir höndum sem kenn- ari og sem prestur, og bæði þeirra elstu og yngstu. Vissulega mun þeim oft hafa,. fundizt hann gera miklar kröf- ur, vera vinnuharður, og stund- ’ um hafa þeir ef til vill kvartað. En sira Hálfdan kunni ekki að hlífa sjálfum sér, þegar verk átti að vinna og sömu kröfur gerði hann til annarra. En nú er starfsári síra Hálí- danar Helgasonar lokið. Mörg störf, sem hann hafði með hönd- um bíða nú manns — eða manna — og það verður víða örðugt að fylla þar í skörðin. En áreiðan- lega þurfa þeir, sem við taka. ekki að kvíða því, að nokkru a£ störfum hans sé ólokið, sem unn- in áttu að vera fyrir hans dánar- dægur, þótt fljótt og óvænt kæmi. Og þó er ég viss um, eð honum hefði fundizt hann „faila frá hálfloknum iðjum“, ef hann hefði grunað æfislitin svo fljótt.- Við, sem til þekktum, vissum að heilt dagsverk var þegar unnið, vitum að hann féll „í sigrinum miðjum." En það er annars og meira að sakna en starfsmannsins, við frá- fall síra Hálfdanar Helgasonar. Vinur er horfinn, og við, sem vorum svo lángefin að eigá hann. að vini, fáum það skarðið aldrci fyllt. Og hann var margra vinur helzt hefði hann kosið að vera allra vinur. Ég held, að ég hafi engan mann þekkt, sem jaín erfitt varð um, ef einhver snuðra hljóp á þráðinn í samskiftum hans við vini sína, og sem var jafn reiðubúinn til að gera allt sitt til að laga misfellurnar, jafn- vel þótt hans væri ekki sökin. Þess vegna var síra Hálfdan svo vinmargur og hefði vel getað tekið sér í munn orð ritningar- innar: „Engum glataði ég af þeim, sem þú gafst mér.“ Ég veit, að ég mæli fyrir margra munn þegar ég nú, mcð- ■ þessum fátæklegu orðum mín- um, þakka síra Hálfdani Helga- syni komuna, dvölina og störfin í Mosfellsprestakalli. Vissulega. duga orðin skammt. En það er þá bót í máli, að hann hafði þeg- ar hlotið nokkuð af þeirri þökk, sem honum bar. Hinn sístarfandi, vinnuglaði maður hafði fyrir löngu sigrað örðugleikana, sem ungi presturinn átti við að stríða, og þroskaði, áhugasami prestur- inn hafði fyrir löngu eignast þær vinsældir og virðingu, sem menn; spöruðu við unga biskupssoninn. En síðast og fyrst vildi ég þakka þér, síra Hálfdan, störfiu þín í þágu æskunnar, og þá alveg;. sérstaklega, störfin innan veggja Brúarlandsskólans. Og ég veit, að þakkarhugur annarra kennara skólans og allra nemenda hans gefur þessum orðum mínum margfalt gildi. Lárus Halldórsson. STULKA óskast' strax. — Uppl. í síma 9941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.