Morgunblaðið - 19.08.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.08.1954, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. ágúst 1954 Umlangsmesta gimsteinasmygi veraldarsögunnar upplýst Kristján Þorvarðsson læknk flmmtifii* Frægasfi leynilðgreglumaður Breía slendur sízl að baki Sherlcck Kstees. FYRRVERANDI yfirmaður rannsóknarþjónustu brezka hersins eftir styrjöldina hefur leyst leynilögreglustarf af hendi, sem minnir einna helzt á sögurnar af Sherlock Hoimes. Mesta þjófnaðar-, blekkinga- og smyglaramál innan al- þjóða demantsverzlunarinnar eftir styrjöldina hefur nú verið leitt í ijós í öllum smáatriðum, og kemur bráðlega fyrir rétt bæði í Englandi og Suður-Afríku. Verðmæti dem- antanna, sem um er að ræða, skiptir milljónum sterlings- punda, og meðal þeirra, sem teknir hafa verið höndum, eru fjölmargir þekktir menn á sviði flugsamgangna og lista. Við þetta bætist, að uppljóstrun málsins sýnir leynilög- reglustarf, sem lengi verður minnzt í annálum þeirrar greinar, og á vafalaust eftir að mynda uppistöður í fjöl- margar leynilögreglusögur, sem standa jafnfætis hinum fræga Sherlock Holmes. Hinu volduga gimsteinafélagi „Diamond Trading Company", hafði lengi verið það ljóst, að úr námum, sem það starfrækir m. a. í Oubangui, Sierra Loni og á Tanganyika-strönd, voru framdir þjófnaðir, sem álíta mátti geysilega. Leynilögreglumenn félagsins sjálfs, ríkislögreglan í viðkom- andi héröðum og alþjóðlega leynilögregluþ j ónustan, „Inter- pol“, sem hefur aðaibækistöðvar sínar í París, reyndu með mik- illi fyrirhöfn að hafa hendur í hári hinna seku, en þeim var með öllu ómögulegt að komast á neina slóð, sem lægi til þess velskipulagða, alþjóðlega hrings, sem bersýnilega stóð að baki þjófnuðunum. Því var það, að „Diamond Trading Company" réði í sína þjónustu fyrir nokkrum mánuð- um mann, sem því var sagt, að myndi vera „snjallasti leynilög- reglumaður heimsins“ — og fékk hann það hlutverk að komast fyr- ir milljóna-þjófnaðina. LEYNILÖGREGLUMAÐURINN SÓTTUR f SÆLGÆTIS- VERZLUN Maður þessi, var enginn annar en fyrrverandi yfirmaður rarn- sóknarþjónustu brezka hersins eftir styrjöldina, Ml 5, Sir Percy Silliíoe. Hann hafði áður getið sér sérstakan orðstýr í tvö skipti, er hann kollvarpaði glæpamanna- plágu skozku hafnarborgarinnar Glasgow, og er hann ljóstraði upp um atómnjósnirnar í Bret- landi. Á síðastl. ári varð hann Þekkti belgísiki flugmaðnrinn, Albert Deppe, sem var sendill gimsteinahríngsins. að láta af störfum fyrir aldurs sakir, og til þess að bæta eér upp lág eftirlaun sín, hafði hann sett upp sælgætisverzlun í bað- staðnum Esstbourne. Sjálfur stóð hann bak við búðarborðið og af- greiddi sætindafíkin börn — sem verður að teljast feikilegt stökk úr fyrra starfi! Sir Percy Sillitoe — leynilög- reglumaðurinn úr sælgætis- búðinni. Og það var til sælgætisverzl unarinnar, sem „Diamond Trading Company" kom með tilboð sitt — og það er óhætt að fullyrða, að Sir Percy átti auðveldara með að yfirgefa sælgæti sitt en Sherlock Holmes býflugumar sínar, til þess að snúa sér að afar lík- um störfum. VERKAMENNIRNIR GLEYPTU GIMSTEINANA Síðan hefur hann ferðazt um þrjár heimsálfur og lagt rúm- lega 30.000 kílómetra að baki sér til þess að fina lausn gátunnar. Sir Percy lætur ekki mikið uppi um aðferðir sínar, en samt hefur fengizt nokkurnveginn skýring á íyrirbærinu. I leit sinni að „svörtum dem- öntum“ (en svo eru stolnir dem- antar venjulega nefndir) hóf hann starf sitt í einni demanta- námunni í Suður-Afríku — og það tók hann ekki langan tíma að komast að því, að um var að ræða sígilda, margnotaða aðferð. Verkamennirnir (flestir blökku- menn), sem forstöðumönnum hringsins heppnaðist að ná á sitt band, gleyptu nokkra óunna demanta, sem þeir höfðu losað. Seinna hjálpuðu meðlimir hrings ins verkamönnunum til þess að losna við demantana. Verka- mennirnir fengu að sjálfsögðu sama og ekkert, fyrir sína fyrir höfn, þannig að gróði fagmann- anna hlaut að vera gífurlegur. DEMANTARNIR GEYMDIE f SKÓ- OG STÍGVÉLAIIÆLUM Meðal verkamannanna lét Sir Percy ekki framkvæma nema sárafáar handtökur. Hinsvegar lét hann menn sína fylgjast með þsim, sem lágu undir grun, til þess að komast eftir því, hverja þeir hefðu sambönd við — og með því móti var haft upp á Frakka nokkrum, Jam Cresbon að nafni. Hafðar voru nákvæm- ar gætur á ferðum hans, og er hann pantaði flugfar til Evrópu, var tollvörðunum í Cape gert aðvart. Þegar hann kom til flug- vallarins, var hann handtek- inn og ýtarleg leit fram- kvæmd á honum — og í sér- staklega útbúnum hæl á öðr- um skónum hans fundust 433 karöt af óunnum demöntum Við enn ýtarlegri rannsókn fundust í vörzlu hans lyklar að hólfi í banka í París. Þessir lykl- ar voru sendir til „Interpol“, sem tekk heimild til rannsóknar fvr- ir milligöngu M. Fougére, rann- sóknardómara. Þegar hólfið var opnað, fundust þar auk 700 karata demanta, skj.öl, sem vísuðu á fleiri meðlimi flokksins. ÞEKKTUR ATLANTSHAFS- FLUGMABUR HANDTEKINN Það varð ljóst af þessum skjöl- um, að endástöð óunnu' demant- anna var í Bandaríkjuhufn, þáh sem þeir voru slípaðir í laumi >g Ssttir síðan í umferð. Það vakti sérstaka eftirtekt Sir Percy, að á skjölunum, sem vísuðu á Bandaríkin hafði Framh. á bls. 12 ÞAÐ STENDUR í Læknatali, að hann sé fæddur 19. ágúst 1904, svo að þetta er ekki að tvíla. En þeim, sem þetta ritar, finnst þó miklu skemmra síðan við lékum okkur austur á Hvammstúni en svo megi vera. En þannig líður þó tíminn. Kristján fór þegar á æskualdri að hugsa um lækn- ingar, og stúdentsprófi hefur frá- leitt verið lokið, þegar hann hafði afráðið, hvaða nám hann ætlaði að stunda, og síðan t.ók læknisfræðin allan hug hans. Því sagði séra Þorvarður, faðir hans, einu sinni í gamni: „Hann er orð- inn svo leiðinlegur strákurinn, hann talar ekki um neitt annað en læknisfræði.“ Að loknu embættisprófi stundaði hann framhaldsnám erlendis til að fullnema sig í fræðunum. Og það eru engar ýkjur, að hann hafi orðið læknir af lífi og sál. Skáldið ræðir um, hvernig stúdentarnir dragist, er tímar líða, í dilka sérfræðanna: Einn boðar sálum syndagjald, einn setur bót á þeirra rifna tjald. Kristján reynir af öllum mætti að bæta þetta rifna tjald, en hann lætur þar ekki staðar numið. Hann fer að vísu ekki inn á það svið að boða neitt syndagjald, en hann leggur þó allt kapp á að láta ekki sálarhró vor verða út- undan.Honum hefur verið alhug- að að reyna eftir því sem í hans valdi stóð að bæta mein manna líkamleg og andleg, og munu margir hugsa til hans með þakk- læti á þessu merkisafmæli hans. Kristján er nú stokkin úr landi í fri, og næ ég ekki til að taka í hönd honum og veit ekki, hvert ég ætti að senda honum skeyti. Ég telc því fyrir að senda honum þetta opna bréf með árnaðarósk- um um heill, langa lífdaga og farsæld í lækningum. Einar Ól. Sveinsson. Akureyringur vi söngnám vestra AÐ hefur aldrei verið um það efast að íslendingar væru sérlega söngelsk þjóð. Fleiri og fleiri ungir menn og konur, sem hafa góða hæfileika til söngnáms j leggja inn á þá braut. Ný nöfn eru nefnd og meðal þeirra er nú ung kona frá Akureyri, frú Hanna Bjarnadóttir. Hún leggur nú stund á söngnám vestur í Bandaríkjunum (Hollywood) og er komin hingað heim til skammr ar dvalar og hyggst halda áfram söngnámi. Ætlar hún að halda söngskemmtun hér í Reykjavík bráðlega. Hanna Bjarnadóttir hefur stundað nám í Tónlistarskólan- um hér í píanóleik, en á söng- sviðinu hefur hún verið í Kant- ötukór Akureyrar, notið leið- beiningar þar nyrðra hjá Guð- rúnu Þorsteinsdóttur og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur árið 1946, var hún við söngnám hjá Sigurði Birkis. Foreldrar hennar eru Bjarni M. Jónsson og Sigríður Óslánd. Þegar Hanna Bjarnadóttir var staðráðin í því að leggja stund á söngnám, en vinir henn- ar höfðu eindregið hvatt hana til þess, ætlaði hún fyrst suður á ítaliu, en þá k’om til skjalanna frændi hennar, Jóhann Ólafur Normann, sem er V.-íslendingur, maður Ástu máiara. Hann greiddi götu Hönnu til þess að komast til Bandaríkjanna, en þegar þangað kom fór hún suður til Los Ange- les, en þar hafði Gunnar Matthíasson Jochumssonar út- vegað’ henni söngkennslu hiá kunnum söngkennara, frú Florence Lee Holtzman. Segir Hanna að frú Holtzman njóti vestra mikillar virðingar sem söngkennari. Hefur frúin reynzt iHþnníj sérlega vel á allan hátt, m.a. tgkið hana í einkatíma end- urgjaldslaust. Hjá frú Holtzman nam einnig frú Þóra Matthíasson, sem hér hélt söngskemmtun í júnímán- uði við góðar undirtektir. Hanna Ejarnadóttir. Geta má þess að í bænum Malone, sem er slcammt frá landa mærum Kanada, en þar á frú Holtzman sumarbústað, var- Hanna þar hjá henni í nokkra mánuði og söng hún í borginni Chataengay og Malone. Helzta blaðið í Malone sagði frá söng hennar og fór mjög vinsamleg- um orðum um söng Hönnu þar í kirkjunni. Þar söng hún lög eftir Schuman og segir blaðið að henni hafi tekizt einkanlega vel, svo og er hún söng eftir Puccini og úr óperunni Rigoletto. Segir blaðið að lokum að þessi skemmt un Hönnu hafi verið með ánægju legustu söngskemmtunum, sem þar hafi lengi heyrzt. Hanna Bjarnadóttir hefur lyr- íska sópran rödd. — Hún er gift Þórarini Jónssyni, múrara frá ísafirði. — ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ezt að auglýsa í ★ MORGUNBLAÐINU ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★ »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.