Morgunblaðið - 19.08.1954, Side 9
Fimmtudagur 19. ágúst 1954
MORGUN3LABIÐ
9
1
Kl!
m wliáili inilll lofiirlmðii o§ ÞýzkoEands
★ Þar var íslenzk bóka-
sýning fyrir skömmu
Frá fréttaritara Mbl. í Kiel.
í BORGINNI Kiel, höfuðstað
sambandslandsins Slésvík-
f Holstein í Norður-Þýzkalaiuli,
er árlega haldin hátið mikil í
lok júnímánaðar. Stendur hún
yíir í eina viku og nefnist
Kielar-vika. Hátíð þessi er
| þekkt um heim allan og sækja
xnargir útlendingar borgina
Kiel heim til að taka þátt í
hátíðinni. Fyrir seinni heims-
styrjöldina var Kielar-vikan
merkur viðburður og varpaði
ljóma þýzkrar menningar um
gjörvalla Evrópu.
GAMALT MENNTASETUR
Fræknir íþróttamenn kepptu
í siglingum, róðri, kappakstri og
öðrum íþróttagreinum og sýndu
hæfni sína og getu. Þeir voru
hylltir fyj'ir drengilegan og
fagran leik og sneru aftur heim
til átthaga sinna með fagra verð-
launagripi og það sem meira er
um vert, minningu um merka og
duglega þjóð, þýzku þjóðina. —
Þjóðhöfðingjar ýmissa landa
skiptust á vináttukveðjum og
allir sátu við sama borð í vináttu
og friði. Merkir vísindamenn
fluttu erindi og fyrirlestra við
hinn þekkta háskóla Kielar, sem.
kenndur er við stofnanda hans,
Christian Albrecht hertoga (1641
-—1694). Háskólinn var stofnaður
árið 1685 og er hann því gamalt
og gróið menntasetur. — Allt
stefndi að því á þessari hátíð að
auka og efla viðkynningu þýzku
þjóðarinnar við aðrar þjóðir á
grundvelli þekkingar og vináttu,
mannúðar og bróðurþels. —
Skömmu eftir árið 1930 dregur
ský fyrir sólu. Hin einlæga við-
kynning og allur hinn fyrri
menningarblær fellur í skugga
yfirborðsmennsku nokkurra
valdasjúkra manna, sem hagnýta
sér menn og málefni til fram-
dráttar óheillavænlegri stefnu,
sem steypti hinni miklu menn-
sngarþjóð út í gjöreyðingu og tor
tímingu seinni heimsstyrjaldar-
innar.
í maímánuði árið 1945, er
styrjöldinni í Evrópu lauk, var
allt Þýzkaland rjúkandi rúst.
Ekki var til sú fjölskylda, sem
hafði ekki á liðnum fimm árum
verið snert af hinni köldu hendi
dauðans, sem hafði hrifsað í burt
blóma þýzku þjóðarinnar, millj-
ónir ungra manna og kvenna.
Eftir voru hinir gömlu, ekkjur
og ungbörn, særðir og limlestir
menn á bezta aldri. Heilir ár-
gangar manna og kvenna höfðu
gjörsamlega horfið í hildarleikn-
um mikla, sem endaði með því,
að Þýzkalandi var skipt á milli
sigurvegaranna og er Þýzkaland
jþví nú tvær andstæðar heildir,
Evrópu til mikils tjóns. f austur-
hluta landsins ræður kommúnism
ínn ríkjum með sínu alþekkta ó-
frelsi og kúgun, en í vesturhluta
landsins er lýðræðið á hávegum
haft og fylgir því frelsi og fram-
farir.
NÝ VINÁTTUTENGSL
BUNDIN
Borgin Kiel, sem tilheyrir V.-
Þýzkalandi, fékk sinn skerf af
tortímingunni og er áætlað, að
um 80—90% borgarinnar hafi
verið lagður í eyði.
Hin gamla og fagra Kiel,
sem margir eldri íslendingar
þekktu frá námsárum sínum við
háskólann, var horfin. í stað
hennar voru komnar grjóthrúg-
ur hrundra húsa og gapandi tóft-
ir hruninna bygginga. Um götur
Og rústir reikaði sveltandi fólk,
sem átti sér ekkert húsaskjól. —
Þannig var Kiel fyrir aðeins níu
árum. Hver, sem kemur til Kiel-
ar í dag, mun varla geta trúað
því, að svo hafi verið, því upp er
risin nýtízku borg, sem iðar af
starfandi og lífsglöðu fólki. Fólki,
sem hefur byggt upp borgina
sína á ný. Hið gamla ráðhús hef-
ur verið að mestu leyti endur-
bj'ggt, upp er risið nýtízku leik-
hús mjög glæsí.legt, nýjar og
fagrar verzlanir, breið stræti
með fagrar og glæsilegar bygg-
ingar á báðar hliðar. Háskólinn,
sem var gjöreyðilagður, hefur
fengið aðsetur í nýrri og vel
skipulagðri byggingu í útjaðri
borgarinnar og er nú á meðal
beztu háskóla Vestur-Þýzkalands
bæði hvað snertir kennsiu sem og
allan aðbúnað. Hin þekkta hag-
fræðideild háskólans „Institut
fúr Weltwirtschaft der Uni-
versitat" starfar áfram í sinni
gömlu og góðu byggingu við
Kielarfjörð, en hún slapp lítið
sködduð út úr. styrjöldinni. Kiel
er aftur komin í sinn fyrra sess,
sem ein af aðalborgum Norður-
Þýzkalands og sem menningar-
setur og miðstöð norrænnar
menningar í Þýzkalandi er hún
að rísa upp á ný. Fyrir tilstuðlan
iðnaðar, verzlunar, menntunar
og þeirrar gagnkvæmu viðkynn-
ingar, sem Kielar-vikan skapar á
milli Vestur-Þjóðverja og þeirra
erlendu gesta, sem heimsækja og
njóta gestrisni borgarbúa, þessa
einu en mjög svo merkilegu
viku, færist þýzka þjóðin hægt
og þétt upp í sitt fyrra menning-
arsæti og hnýtir á ný þau vin-
áttutengsli við aðrar þjóðir, sem
slitin voru í heimsstyrjöldinni
síðari.
HÁTÍÐIN sjálf
Á þessu sumri fór Kielar-
vikan fram að venju í lok
júnímánaðar og var veður
gott allan tímann. Mikið var
um gesti og útlendinga í borg-
inni, sem tóku þátt í hátíðar-
höldunum. Á meðal þeirra var
forseti Vestur-þýzka sam-
Eitt af hinum nýju og mjög glæsilegu verzlunarhúsum Kielar-
borgar, sem byggt var eftir styrjöldina. 80—90% borgarinnar var
gjöreyðilagt í styrjöldinni.
bandslýðveldisins, dr. Theodor
Heuss.
í upphafi hátíðarinnar flutti
hann ræðu í hverri hann bauð
hina erlendu gesti velkomna. —
Jafnframt óskaði hann Kielar-
búum til hamingju með hina
miklu og hröðu uppbyggingu
borgarinnar og árnaði þeim allra
heilla. Meðal hinna erlendu gesta
voru tuttugu og fjórir stúdentar
frá öllum Norðurlöndum. Þeirra
á meðal voru tveir guðfræðinem-
ar frá Islandi. Létu þeir vel yfir
dvöl sinni og þátttöku í Kielar-
vikunni og rómuðu þá gestrisni,
sem þeir nutu. Dag hvern var
farið með þá víðsvegar um borg-
ina og þeim sýndir merkir staðir
og stofnanir, auk þess sem þeir
tóku þátt í sjálfum hátíðahöldun-
um. Borgarstjórinn, dr. Fuchs,
hafði boð inni fyrir stúdentana
og ræddi við þá um lönd þeirra
og þjóðir og leysti þá síðan út
með smekklegri gjöf; fagurri
myndabók af Kiel og skyldi hún
vera til minningar um dvöl
þeirra þar.
Aðalíþróttakeppni vikunnar
var kappsigling og tóku margra
þjóða menn þátt í henni. Komu
sumir janfvel frá Suður-Amer-
íku með stóra og fagra kapp-
siglara. Siðasta daginn fór fram
keppni í kappróðri milli Noregs,
Svíþjóðar, Finnlands, Danmerk-
ur og Kielarborgar og bar lið
Norðmanna sigur úr býtum.
A vegum háskólans voru flutt-
ir fyrirlestrar um merkileg við-
fangsefni dag hvern. A meðal
þeirra erlendu prófessora, sem
fluttu þar fyrirlestra, var dr. Jón
Helgason frá Kaupmannahöfn og
nefndi hann erindi sitt: „Das
geschriebene Buch in Island“.
I lok vikunnar tilkynnti rektor
háskólans, dr. Hoffmann, að
ákveðið hefði verið að veita nýja
styrki á komandi vetri fyrir einn
stúdent frá hverju Norðurland-
anna, og er það Kielar-borg, sem
veitir styrkina. Eru nú árlega
veittir þrír styrkir til íslenzkra
námsmanna á vegum skólans og
má telja það rausn mikla.
ÍSLENZK BÓKASÝNING
j í sambandi við Kielar-vikuna
var opnuð íslenzk bókasýning
hinn 17. júní í bókasafni borgar-
innar. Sýningu þessari var kom-
ið upp fyrir tilstuðlan prófessors
Kuhn, sem er mörgum Islending-
um vel kunnur sem og hin ís-
lenzka kona hans. Við opnun
sýningarinnar flutti prófessor
Kuhn mjög merkilegt erindi og
gaf í því greinargott yfirlit yfir
þróun íslenzkra bókmennta frá
_ I því í fornöld til vorra daga. -
.. .... , , , Einnig flutti prófessor Hoffmann
Howaldt skipasmiðastoðvarinnar i Kiel eru emhverjar beztu og! stutta ræðu og þakkaði þeim
þekktustu skipasmíðastöðvar í Evrópu. I sumar gerði hinn þekkti j ísiendingum, sem hefðu unn-
gríski olíuskipakóngur, Onassis, samning við stöðina um að byggja j ig ag því ag endurnýja Js-
10 20 þús. lesta olíuflutningaskip. 1 lenzku-deild bókasafns háskól-
Eftir - J
Guðmund Garðarsson ;
ans. Fyrir síðari heimsstyrjöld-
ina var dágott safn íslenzkra
bóka í Kiel, en í heimsstyrjöld-
inni glataðist og eyðilagðist
mikill hluti þessa safns. — Frá
styrjaldarlokum hefur stöðugt
verið unnið að því að koma safni
þessu aftur upp og hefur Bitgir
Kjaran, hagfræðingur^ átt drjúg-
an þátt í því, auk annarra ís-
lendinga.
Á fyrrnefndri bókasýningu
voru margar og merkilegar ís-
lenzkar bækur. Sumar voru á
frummáli og margar þýddar. —
Meðal hinna þýddu var Snorra-
Edda og hafði fyrsta býðing
hennar yfir á þýzku verið gerS
snemma á nítjándu öld, einnig
voru bækur eftir Gunnar Gunn-
arsson, Kiljan og fleiri. Af ó-
þýddum bókum mátti sjá kvæða-
bækur flestra stórskálda íslend-
inga fyrr og síðar: Einar Bene-
diktsson, Hannes Hafstein, Davíð
Stefánsson, Bólu-Hjálmar o. IL
Einnig voru margar ferðabækur
um ísland eftir þýzka höfunda.
— Veggir sýningarsalarins voru
skrýddir með stækkuðum ljós-
myndum frá íslandi og voru
margar þeirra mjög fagrar og
vöktu óskipta athygli sýningar-
gesta. Hafði prófessor Kuhn tek-
ið flestar þeirra, þá er hann hef-
ur dvalizt á íslandi.
ÓPERUR
Sendiherra íslands í Vestur-
Þýzkalandi, Vilhjálmur Finsen,
var viðstaddur við opnun sýn-
ingarinnar og flutti þakkarorð til
háskólans fyrir að hafa komið
henni upp.
Auk þeirra atriða Kielar-vik-
unnar, sem talin eru hér að fram-
an voru leiksýningar, óperur og
óperettur á hverju kvöldi í leik-
húsum borgarinnar, sem eru tvö.
Af óperum, sem voru fluttar, má
nefna: Töfraflautuna eftir Moz-
art, Æfintýri Hoffmanns eftir
Offenbach og Aida eftir Verdi.
Var mjög vandað til þessara
verka og sungu afbragðs söngv-
arar af list og smekkvísi.
Síðasta kvöld hátíðarinnar fór
fram mikil og stórfengleg flug-
eldasýning. Þátttakendur hátíð-
arinnar og þó sérstaklega Norð-
urlandabúarnir rómuðu allan viff
búnað og gestrisni Kielar-búa og
kváðust þeir allir hafa skemmt
sér konunglega og ef pyngjan og
tíminn leyfðu voru þeir allir á
einu máli um það, hvert halda
skyldi næsta sumar: Aftur til
Kielar. Til hinnar nýju borgar
friðar og vináttu, brúarinnar
milli Norðurlandanna og Þýzka-
lands.
„H!íf" méfmælir
nýja kafflverðinu
Á FUNDI í trúnaðarráði Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnar-
firði s. 1. þriðjudag var hinni nýju
hækkun kaffiverðsins harðlega
mótmælt. Telur félagið að meö
hækkuninni sé svikið samkomu-
lag það, sem gert var við ríkis-
stjórnina í sambandi við vinnu-
deiluna í desember 1952. Þá
krefst félagið þess að nýbirt kaup
gjaldsvísitala, sem kemur til
framkvæmda 1. sept. n. k. verði
endurskoðuð og inn í hana tekin
kaffihækkun þessi. Skorar trún-
aðarmannaráðið á A. S. í. að
fylgja þessari kröfu eftir.
Á sama trúnaðarráðsfundi Hlíf-
ar var samþykkt að skora á eig-
endur hraðfrystihúsanna í bæn-
um að taka karfa til vinnslu nú
þegar og starfrækja frystihúsin
með fullum afköstum, þannig að
sem mest atvinna skapist.
Þá skorar Hlíf á forráðamenn
bæjarfélagsins að láta togara
bæjarins leggja afla sinn á land
í Hafnarfirði, ,