Morgunblaðið - 19.08.1954, Blaðsíða 12
I
MORGUNBI'ABIB
Fimmtudagur 19. ágúst 1954
12
Rúmlega 6590 börn
í barnaskólmiiim
FRÆÐSLUFULLTRÚI hefur á
fundi fræðsluráðs Reykjavíkur
lagt fram skýrslu um nemenda-
fjölda í barnaskólum bæjarins,
er skólaárið hefst í haust. Er gert
ráð fyrir að í skólum bæjarins
verði í haust alls 6550 börn.
Með tilliti til þessa, taldi
fræðslufulltrúi að ráða þyrfti 12
—14 kennara að barnaskólunum,
Og hefur það nú verið gert. Alls
bárust 60 umsóknir um kennara-
Btöður þessar.
- Islandssýning
Framh. af bls 11
frammi ýmsir bæklingar, sem
gestir geta tekið með sér.
WHITTAKER ÁTTI
HUGMYNDINA
Hugmyndina að þessari sýn-
ingu, sem nú stendur yfir í
London, á hinn kunni íslandsvin-
ur, James Whittaker, en Jóhann
Sigurðsson, forstjóri íslenzku
ferðaskrifstofunnar í London á
mestan þátt í því að hafa komið
henni upp. Jóhann er jafnframt
framkvæmdastjóri sýningarinn-
ar. Ungfrú Kristín Björnsdóttir
hefur aðstoðað við sýninguna, og
veitir hún sýningargestum ýmis-
ar upplýsingar varðandi land og
þjóð.
Þessi fyrsta almenna íslands-
sýning í London virðist hafa far-
ið mjög vel af stað, og hafa sýn-
ingargestir látið í Ijós ánægju
sína yfir hinum mörgu íslenzku
hlutum, sem þar ber að líta. Er
enginn vafi á því, að sýning þessi
mun verða hin bezta landkynn-
ing fyrir fsland í Bretlandi.
- Krislján hersh.
F/’amh. af bls. 1
Frakkar þó mikinn viðbúnað
til þess að taka á móti föng-
unum og flytja sjúka og særða
hið snarasta á sjúkrahús.
'0
E K KI hefur neitt heyrzt
frá Christian de Castries all-
an þann tíma, sem hann hefur
verið fangi kommúnista og
veit kona hans ekki hvernig
honum líður. Munu mikil
hátíðahöld fara fram er „hetj-
an frá Dien Rien Phu“ kemur
til Frakklands og öðlast frelsi
á ný.
Aliur heimurinn fylgdist á
sínum tíma með hinni hug-
djörfu vörn hinnar litlu borg-
ar, er de Castries stjórnaði
svo ágætlega, þótt ekki mætti
hann við margmennið etja og
yrði að gefast upp að lokum.
' M Á L F L U T N I N G S -
SKRIFSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Austurstræti 7.
SSímar 3202, 2002.
Skrifstofutími:
kl. 10—12 og 1—5.
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
byrgjumst
gæði.
assTSTSTSTS^raaæm
Biðjið um LIIXU-KRYDD
MÓT alþjóðaskáksambandsins
eru haldin annað hvert ár að
jafnaði. Það mót er nú stendur
fyrir dyrum er hið þriðja í röð-
inni frá styrjaldarlokum. Hin
fóru fram í Júgóslavíu og Finn-
landi.
Gimsteinasmygl
Framh. af bls. 6
verið skrifað með blýanti
nafnið DEPPE. Eftir fjölmarg
ar athuganir, sem eru of langt
mál til þess að hægt sé að
geta ýtarlegar hér, komust
menn að raun um, að með
„Deppa“ gæti ekki verið um
annan mann að ræða en
þekktasta og reyndasta At-
lantshafsflugmann Belgíu,
ALBERT DEPPE, höfuðs-
mann. Það var heldur ekki
einkennilegt, að Belgíumaður
skyldi vera flæktur inn í mál-
ið, þar sem Antwerpen er ein
aðal-miðstöð demantaverzlun-
arinnar.
★ ★
Argentínumótið 1939 er einna
æfintýralegast þeirra skákmóta
er alþjóðaskáksambandið hefir
gengizt fyrir. Með ferðum og öllu
tók það þátttakendur á fjórða
mánuð. Argentínska skáksam-
bandið greiddi fararkostnað kepp
enda frá Antwerpen og dvalar-
kostnað. Meðan á mótinu stóð
hófst heimsstyrjöldin og lá þá við
sjálft að keppnin leystist upp.
Sumir keppenda þorðu ekki ann-
að en flýta sér heim og ýmsir
þeirra sem eftir urðu voru alls
ófúsir að tefla við þjóðir er þeir
áttu í styrjöld við. Með ýmis kon-
ar málamiðlunum tókst þó að
halda keppninni áfram, og með-
an innrás Þjóðverja í Pólland var
í fulium gangi og barizt var se*n
heiftarlegast á vígvöllunum stóð
baráttan milli þessara tveggja
þjóða sem hæst á skákborðinu.
Henni lyktaði svo, að Þjóðverjar
unnu fyrstu verðlaun í keppninni
um Hamilton-Russell-bikarinn,
en Pólverjar hlutu önnur verð-
laun.
Keppnina um Argentínubikar-
inn unnu íslendingar eftir afar
spennandi baráttu. Þeir voru efst
ir fram eftir mótinu, en slökuðu
svo dálítið á, svo að þeir voru
komnir niður í þriðja sæti er
tvær umferðir voru eftir, Urugu-
ey og Kanada fyrir ofan. En ekki
var öll von úti, því að íslending-
ar áttu einmitt eftir að tefla við
þessar tvær þjóðir. í næstsíðustu
umferð unnu íslendingar Urugu-
ay og í þeirri síðustu Kanada og
unnu þar með keppnina. Kanada
var í öðru sæti, en Noregur komst
upp fyrir Uruguay og varð
fjórða.
SKÁKUNNENDUR, nú er tím-
inn naumur, því um næstu mán-
aðamót fara skákmennirnir til
Hollands og þá þarf fjárhagur-
inn að vera öruggur. Nú er hver
síðastur að leggja hönd á plóg-
inn.
SENDUM SKÁKSVEITINA
TIL HOLLANDS!
★ ★
Gjafir, sem borizt hafa til Skák
sambandsins vegna utanfarar ís-
lenzkra skákmanna:
Guðm. Sigurðsson kr. 100, Þor-
steinn Jósep 200, Ó.H.S.V. 200,
Jón Þ. Árnason 100, N.N. 100,
Sjúklingar á Kristneshæli 275,
Væri Deppe höfuðsmaður sek-
ur, varð að standa hann að verki,
og var hann því látinn fljúga
flugvél sinni óhindrað til New
York, þar sem rannsóknarlög-
reglan tók á móti honum, og
komst fljótlega að raun um, að
í sérstaklega útbúnum flug-
mannastígvélum, sem hann var
í, hafði verið komið fyrir 1.000
karötum af gimsteinum.
ÞEKKTUR LISTAMAÐUR í
HÓPI SMYGLARANNA
Gegnum höfuðsmanninn hefur
tekizt að hafa upp á fleiri for-
sprökkum fyrirtækisins í Banda-
ríkjunum — auk eins í Evrópu.
Fyrir nokkrum dögum steig
þekktur franskur listamaður,
JEAN-LOUIS-MARIE ANG-
OT, sem gert hefur íbúð sína
og vinnustofur í París að mið-
stöð listamanna, út úr flug-
vél á Croydon-flugvellinum.
Á móti honum tóku leynilög-
rétrlumenn frá Scotland Yard.
Það kom í ljós, að listamaður-
inn hafði meðferðis ótrúlegt
magn af gimsteinum, án þess
upplýst hafi verið hvaða ráð-
um hann beitti við smyglið.
Ennfremur hefur samkvæmt
beiðni lögreglunnar í Dakar ver-
ið handtekinn Yves nokkur
Sauvaget í París, og stöðu hans
innan smyglaraflokksins má ef
til vill bezt marka af því, að í
ákærunum gegn honum segir, að
hann hafi stolið úr demantanám-
unum við Oubangui verðmæti,
sem samsvarar hátt á aðra millj.
ísl. króna.
KVENFÓLK FLÆKT
í MÁLIÐ
Smyglaraflokkurinn virðist
einnig hafa tekið kvenfólk í
þjónustu sína, þar sem kona
nokkur frá ísrael, frá Esther
Katz, hefur verið handtekin í
sambandi við málið. Við kom-
una til New York frá ísrael
reyndist hún hafa í fórum sín-
um demanta, sem metnir eru
á ca. 1.700.000 ísl. krónur.
Það verður eftirtektarvert
að fylgjast með því, hvernig
smám saman verður fyllt upp
í þær eyður, sem enn eru í
málið, við réttarhöldin, sem
hefjast innan skamms.
En nokkuð er víst — Sir
Percy Sillitoe kemur ekki til
með að afgreiða sælgæti úr
búð sinni í Eastbourne fyrst
um sinn!
Nokkrir skákunnendur á Akur-
Húnvetningafélagið
■
m
í Reykjavík efnir til skemmtiferðar austur undir Eyja- Z
fjöll næskomandi sunnudag. *
Nánari upplýsingar gefnar í símum 5501 og 4005. ;
■
STJÓRNIN 7
m
-m
Hafnarfjörhur
1^—2 herbergi og eldhús óskast. —- Mikil fyrirfram-
greiðsla. Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla—469“. send-
ist afgreiðslu Morgbl. fyrir laugardagskvöld.
SjáSfsfæðiskvennafélagið
Y99Edda66 Síópavogi
og Sjálfsfæóisfélag
Kópavogs
fara í berjaferð laugardaginn 21. ágúst klukkan 1
e. h. — Allt Sjálfstæðisfólk fjölmennið.
Upplýsingar í símum 82689 og 7679.
Útsalss — Útsala
A MORGUN
IJtsala á pilsum
og peysum, alull
Verð frá 9@ kr.
Kápur frá 495 kr.
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI
eyri 300, Starfsmenn Atvinnu-
deildar háskólans (safnað af
Guðjóni Sigurðssyni) 450, L. B.
200, Frá Flateyri (safnað af Jóni
F. Hjartar íþróttakennara) kr.
1000. — Jón Hjartar skrifar með
gjöfinni, og óskar hann fyrir
hönd gefenda skákmönnum vor-
um allra heilla í nútíð og fram-
tíð — góðrar farar og stórra sigra.
HELSINGFORS, 18. ágúst: —
Norræna sumarháskólanum var
slitið í dag og gerði það rektor
hans. Mörg vandamál hafa verið
rædd þann tíma, sem háskólinn
hefur staðið að þessu sinni, sér-
staklega um stúdentaskipti milli
Norðurlandanna.
Þá hefur og verið rætt um að
koma á því skipulagi, að próf frá
háskólum í einu landinu hafi fullt
gildi í öllum hinum.
— Reuter-NTB