Morgunblaðið - 14.09.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1954, Blaðsíða 1
16 sáður Miðaldakirkjan hefir verið 46 m löns, haft 8 öltnru og C-' - rúmað allt að manns ÞE G A R gestir koma í Skálholt og ganga í kirkjugarðinn, þar sem unnið er að fornleifarannsóknum, mætir auga þeirra í fyrstu heldur óhrjálegt samsafn af steinum og hell- um, á víð og dreif um kirkjugrunninn. Þetta virðist vera grjót á grjót ofan, svo erfitt er að henda nokkrar reiður á það. Samt liggja steinur þessir, þegar betur er að gáð, eftir vissum reglum og mynda grunn og vegghleðslur, sem gerðar hafa verið undir kirkjur Skálholts á umliðnum öldum. — Þegar -.úð, sem vinnum við útgröftinn, erum búnir að hafast við í Skálholti svo vikum skiptir, þá taka þessar grjóthleðslur á sig form og í hugum okkar rís þarna upp stór og voldug miðalda- kirkjan, 12 metra breið og 12 metra há og 46 metra löng. Eitthvað á þessa leið fórust dr. Birni Sigfússyni háskólabóka- verði, orð í fyrirlestri, er hann flutti á sunnudaginn fyrir Óháða f ríkirkj usöfnuðinn. MIKILVÆGUR FORNLEIFAFUNDUR Dr. Björn gat ‘þess í fyrir- lestrinum, að snémma í síðustu viku hefði verið gerður merki- legur fornleifafundur í Skál- holti, sem að mikilvægi kæmi næst fundinum á kistu Páls Jóns- sonar. Var þá grafin upp undir- staða undir háaltari miðalda- kirkjunnar. Var hún ramm- lega hlaðin, 2,80 m á lengd og 1 m á breidd. Og það sem er e. t. v. þýðingarmest, að þarna fundust brot úr altaris- steinum og bráðnaðjitað gler, sem mönnum þykir sennileg- ast að hafi bráðnað við eldinn mikla, þegar kirkja brann í Skálliolti 1527. Taldi dr. Björn Sigfússon að glerbrotin gætu, þegar þeim hefur verið safnað sam- an og rannsökuð ýtarlega, gefið nokkra hugmynd um litina í rúðum kirkjunnar og altari. Annars sagði dr. Björn að í rauninni væri rannsókn fyrst byrjuð, þegar þeir grafarar kæmu til Reykjavíkur. Þannig væri t. d. með mannfræðirannsókn- irnar, sem próf. Jón Steffensen stjórnar. Þær hæfust fyrst af krafti þegar beinin væru komin hingað suður. Sama væri með rannsóknir kirkjugripa er norski fornleifafræðingurinn Haakon Christie myndi fara út með til Noregs og gera samanburð á grunnteikningu Skálholtskirkju við samtíma kirkjur í Noregi. ENGAR LEIFAR FRA FYRSTU KIRKJUNNI Gissur hvíti byggði fyrstu kirkju í Skálholti árið fyrir kristnitökuna og þar mun m. a. Þangbrandur hafa messað. Er trúlegt að Njáll á Bergþórshvoli hafi komið þar í kirkju. Þessi fyrsta kirkja mun sennilega hafa staðið fram yfir daga ísleifs biskups. Framh. á bls. 2 Róffæki flokkurinn kom dönsku sfjórninni )i! hJáSpar Vantraushtillagan kom ekki til atkvæða. IUMRÆÐUM um gjaldeyrismálin í danska þinginu s. 1. laugar- dag báru Vinstrimenn og íhaldsmenn fram vantrauststillögu á dönsku stjórnina. Ef hún hefði verið samþykkt, mundi hafa orðið að leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga. Róttæki flokkurinn kom Jafnaðarmönnum til hjálpar. HEIMTA NÝJAR KOSNINGAR Erik Eriksen foringi vinstri flokksins, sagði að hann og flokk- ur hans neituðu að semja við Jafnaðarmenn um leiðir út úr ógöngunum. Þetta kvað hann ekki stafa af því að Vinstri menn vildu ekki leysa úr þeim vanda, sem að þjóðinni steðjar, heldur væri það eingöngu vegna þess að Jafnaðarmenn yrðu að standa þjóðinni reikningsskap gerða sinna. Þeir hefðu spilað gat á buxurnar og þeir yrðu að bera ábyrgð á því. Hann sagði að Vinstri menn heimtuðu nýjar kosningar. EKKI TREYST LENGUR Aksel Möller, foringi íhalds- manna, lýsti yfir vantrausti á stjórn Hans Hedtofts. Hann sagði að Jafnaðarmenn hefðu gert hverja skyssuna á fætur annarri. Þeir hefðu verið óvissir og fálm- andi í öllum stjórnarathöfnum sínum. Hér dugðu því ekki ein- göngu nýjar ráðstafanir eða nýj- ar aðgerðir. Þjóðin hefði misst traust á forustu Jafnaðarmanna. Hún treysti þei.m ekki fyrir fjár- munum sínum. Lagði hann síðan fram eftirfarandi vantraustsyfir- lýsingu fyrir hönd Vinstri flokks- ins og íhaldsflokksins: VANTRAUSTSTILLAGA * Þar sem þjóðþingið álítur að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt Framh. á bls. 12 Þingmenn og aðrir gestir Skógræktar ríkisins í Hallormsstaðaskógi siðastl. laugardag. — Einn iimmii hluti Alþingis heimsótti Hallormsstuðuskóg eg ferð í boði Skógræktar rl ríiasms SÍÐASTL. LAUGARDAG heimsótti einn fimmti hluti alþingis- manna og ýmsir forystumenn skógræktarmálanna hér á landi Hallormsstaðaskóg. Var það Skógrækt rikisins, er stóð fyrir ferðalagi þessu. Meðal þátttakenda í förinni var Bjarni Benediktsson dóms- má:laráðherra. Þótti hún takast afbragðs vel og höfðu gestir Skóg- ræktarinnar bæði gagn og gaman af því að kynnast hinu merkilega ræktunarstarfi, sem unnið er í Hallormsstaðaskógi og þeim árangri, sem orðið hefur af því á liðnum árum. YFIR FJÖLL OG JÖKLA Lagt var á stað héðan úr Reykjavík í Katalínaflugvélinni Skýfaxa kl. rúmlega 8 um morg- uninn. Var veður þá hið feg- ursta, heiðskírt og glaða sólskin. Útsýni var hið fegursta er flogið var austur yfir landið beinustu leið suður með Langjökli og i Hofsjökli, norður yfir Sprengi-| sand og hálendi Austurlandsins. Eftir því sem austar dró spilltist skyggni og þegar komið var aust- ur á Hérað var Komið dumbungs- veður með lítilsháttar rigningu. Lent var á flugvellinum á Eg- ilsstöðum eftir tæplega tveggja klst. flug. Þar tóku ýmis for- ystumenn skógræktarmálanna á Austurlandi á móti gestunum. Voru það þeir Þórarinn Þórarins- son skólastjóri á Eiðum, Benedikt Guttormsson bankastjóri á Eski- firði, Skúli Þorsteinsson skóla- stjóri á Eskifirði, Guttormur Pálsson skógarvörður á Hall- ormsstað Egilsstaðabændurnir Sveinn og Pétur Jónssynir og Gísli Helgason bóndi í Skógar- gerði. Frá Egilsstöðum var svo hald- ið til Hallormsstaðar í stórri langferðabifreið. Var komið í. skóginn um hádegið og snæddur hádegisverður í bústað starfs-_ fólks skógræktarinnar. > í HALLORMSSTAÐASKÓG Síðan var haldið fram í skóg- inn. Hafði nú létt í lofti og skipt- ust á sólskin og smáskúrir. Skoð- uðu gestir skóginn undir leiðsögn þeirra Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra, Guttorrr.s Pálssonar skógarvarðar og Sig- Eramh. á hls Togaradeilan hjá sáttasemjara SÁTTASEMJARI ríkisins í vinnu deilum, Torfi Hjartarson toll- stjóri, hefur eftir ósk togaraút- gerðarmanna og togarasjómanna, tekið að sér að annast milligöngu um samningaumleitanir deiluað- ila. f gærdag boðaði sáttasemjari samningancfndir deiluaðila á fund með sér, hinn fyrsta sem hann heldur með þeim. Hófst hann klukkan fimm í Alþingis- húsinu. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Gísli Helgason, bónd Skógargerði á hlaðinu á Egilsstöðum. Undirstaðn hánltnris Skálhoitskirkju fundin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.