Morgunblaðið - 14.09.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1954, Blaðsíða 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. sept. 1954”] Kona deyr af völdam slyss á Lækjatorgi Annað slys þar í gærdag AÐFARANÓTT sunnudagsins um kl. 2 lézt í Landsspítalan- um öldruð kona, sem á laugar- daginn varð fyrir strætisvagni á iLækjartorgi. VAGNSTJÓRÍNN VISSI EKKERT UM SLYSIÐ Slysið varð laust fyrir kl. 4. Ætlaði gamla konan, sem hét Oddný Oddsdóttir, Óðinsgötu 26, á vagn, sem ekur vestur á Sel- tjarnarnes. Var vagninn að xénna af stað er konan varð fyrir slysinu. Sáu menn, sem stóðu á Lækjartorgi hvar kona féll milli vagnsins og gangstéttar. Vagn- stjórinn vissi ekkert um slysið fyrr en hann var kominn út í Austurstræti, að einn farþeganna sagði honum um slysið. Fór vagn stjórinn þegar á slysstaðinn. VAGNHJÓLIÐ SNERTI KONUNA Líkur benda til, að afturhjól vagnsins hafi snert gömlu kon- una, því er sjúkraliðsmenn komu á slysstaðinn til að flytja hana í Landsspítalann, kvartaði hún um þrautir í handlegg og mjöðm. Þegar leið á lcvöldið tók mjög að draga úr lífsþrótti gömlu kon- unnar, Missti hún þá meðvitund- ina og var látin um kl. 2 aðfara- mótt sunnudagsins, sem fyrr segir. Rannsóknarlögreglan hafði síð- degis í gær ekki fengið skýrslu frá spítalanum um hvað orðið hefði henni að bana. Oddný Oddsdóttir var 74 ára að aldri. SLYS í GÆRDAG Annað slys, minniháttar, varð á Lækjartorgi í gærdag. Kona var að stíga út úr strætisvagni og festi skóinn. Féll hún út úr vagn- inum út á torgið. Konan var flutt á sjúkrahús. Kom í ljós að hásinin hafði slitnað er hún féll. í VIÐTALI við Jónas Rafnar aí- þingismann, er birtist í laugar- dagsblaðinu, var svo frá skýrt að ísland hefði ekki tekið þátt í al- þjóðlegum þingmannasambands- j þingum fyrr en 1951. Það er skakkt meðfarið, því árið 1950 var Jóhann Þ. Jósefsson alþingis maður fulltrúi íslands á þingi al- þjóðaþingmannasambandsins, sem þá var haldið í Dublin á ír- landi. Leiðréttist þetta hér með og hlutaðeigandi beðinn velvirð- ingar á mistökunum. S SSi II & H O L T Komlð með veika SEYÐISFIRÐI, 13. sept.: — Hing- að komu í gær og í nótt fjórir enskir togarar með hver sinn sjúklinginn, sem allir voru lagð- ii á sjúkrahús. Togararnir voru Vizalma frá Grimsby, Tervani, ICingston og Chrysolite báðir írá Hull. Enginn af mönnunum var lífshættulega veikur. Togarinn ísólfur leggur upp í Norðfirði í dag nálega 150 smá- lestir af karfa, sem fer í flökun. Mun hann síðan koma til Seyð- isfjarðar með um 20 smálestir af "upsa sem fer í salt. — Benedikt. FJöIsé!! IiéraSiinó! a n HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis- manna í Austur-Húnavatns- sýslu var lialdið að Blönduósi sunnud. 5. sept. s.l. Byrjaði það með almcnnri kaffidrykkju í íþróttasal barnaskólans. Ræður héldu: Bjarni Benediktsson, ráðherra, Jón Pálmason, alþm., Stein- grímur Daviðsson, skólastjóri, og Guðbrandur ísberg, sýslu- maður. Guðmundur Jónsson, óperu söngvari, söng með undirleik Fr. Weisaltappel. Brynjólfur Jóhannesson og Haraldur Á. Sigurðsson skemmtu með upp- lestri og gamanvísnasöng. Mótinu stjórnaði Jón ísberg fulltrúi, formaður Félags ungra Sjálfstæðismanna í hér- aðinu. Á mótinu mætti fjölmenni og fór þáð hið bezta fram. Um kvöldið var dansað í samkomuhúsunum innan Blöndu og var húsfyllir á báðum stöðum. Framh. af bls. 1 MARKAR FYRIR GRUNNI KLÆNGS KIRKJU En Gissur íslei'fsson lét byggja dómkirkju, sem var staðnum samboðin, þar sem biskupsstóll skyldi æ verða á íslandi og munu næstu biskupar smásaman hafa látio stækka hana, þar til á dögum Klængs biskups, sem uppi er á miðri 12. öld, að Skál- holtskirkja nær fullri stærð, sem helzt fram yfir siðaskipti og er það einkum fyrir grunni þess- arar kirkju, sem markar með grjóthleðslunum í kirkjugarðin- EIN MINNSTA SÓKNARKIRKJA LANDSINS Núverandi sóknarkirkja í Skál- holti er 102 ára gömul, byggð 1852. Hún er meðal smæstu og vesælustu sóknarkirkna á land- inu í þó ekki minni sókn en Skálholtssókn er. Þetta er á þeim stað þar sem liá#org íslenzkrar kristni stóð j ígbte aldir. Ef .gousl^. inn í núver- andi Ijjgjfíðu, er mjög lágt undir Iwfí henni. Rekur mað- ur augun fyrst í mikla kopar- ljósakrónu, sem hengd «r efst í rjáfrið. en er svo stór að menn reka sig upp í hana. Þarna er prédikunarstóll, sem er fremur lágur en ef betur er aðgætt, sést að það hefur ver- ið sagan neðan af honum. Þrátt fyrir það nær prestur með höfuðið upp á móts við bitay-er hann stígur í stólinn, svo að andlit hans sést ekki framan úr kirkjunni. FARA ILLA í SVO SMÁRRI KIRKJU Þessir tveir gripir, ljósakrón- an og prédikunarstóllinn, hæfa ekki í svo litla kirkju, enda voru þeir áður til annars ætlaðir. Þetta eru gripir úr dómkirkju Brynjólfs biskups Sveinssonar, er reist var 1650. IÍIRKJA BRYNJÓLFS RÚMAÐI 400 MANNS Við vitum talsvert mikið um dómkirkju Brynjólfs. Varðveizt hefur teikning, sem gerð var í leiðangri Englendsins Sir Joseph Banks hingað til lands og sýnir hún glöggt útlit kirkjunnar. Við útgröftinn kemur það í Ijós, að kirkjan *hefur verið 26 metra löng, framkirkjan 10 metra breið og kórinn litlu mjórri. Hliðar- stúkur tvær hafa verið í henni á norður og suðurhlið, hvor þeirra 3—4 m á kant. Kirkjan hefur verið álíka há og hún var breið. Þetta virðist hafa verið; hið myndarlegasta guðshús og áætlar dr. Björn Sigfússon að í henni hafi getað rúmazt 400; manns. Er það víst að kirkjan. hefur stundum verið fullskipuð, t. d. við útför Brynjólfs biskups. MIÐALDAKIRKJURNAR VORU VEGLEGAR Miðaldakirkjurnar, reistar í kaþólskum sið virðast allar frá Klængs kirkju, hafa verið byggð- ar á sama grunni. Ein kirkjan brann 1309 og byggði Árni Helga- son þá nýja 1311. Hún fauk skömmu síðar og lét Árni biséup þá smíða enn nýja kirkju. — Sú kirkja brann 1527 og reisti Ögmundur Pálsson nýja kirkju 1530, sem mun hafa staðið fram yfir siðaskipti og var hún orðin mjög hrörleg, er Brynjólfur biskup lét rífa hana og reisa sína dómkirkju. Rannsóknirnar hafa leitt það í ljós í stuttu máli, að mið-' aldakirkjurnar hafa verið ( miklu stærri og veglegri hús | en menn höfðu ætlað, miklu ■ stærri en Brynjólfskirkja. Þær virðast hafa verið 46 • metra langar og 12 metrar á breidd. Þær hafa verið kross- kirkjur og þverskipið hefur verið jafnhátt aðalskipinu. Rannsóknirnar hafa og leitt í ljós, að þverskipið hefur verið hvorki meira né minna en 11—12 m breitt og það hefur verið 21 meter á lengd þvert yfir kirkjuna. RÚMAÐI 900 MANNS Til þess að gefa nokkra hugmynd um stórhýsi þetta, má benda á það að lengdin jafnast á við annan arm og miðbyggingu Háskólans. Aðal- kirkjan hefur verið í þremur skipum. Aðalskipið hefur ver- ið 7 metra breitt og hliðar- skipin 3 metra breið. Sam- kvæmt þessu virðist það ljóst að minnsta kosti, að 8—900 manns hafi getað staðið í hinni miklu dómkirkju í Skálholti. MEÐ ÁTTA ÖLTURUM í henni munu hafa verið 8 ölturu, sem hafa verið bæði í kór og í þverskipi. Undirstaða undir háaltari er nú fundin. Frá því hafa verið rúmlega 3 metrar að kórgafli og er sennilegt að þar hafi Þorláksskrín staðið og svo hátt að það hafi borið yfir háaltari. Dr. Björn varpaði fram þeirri spurningu, hvort nokkur þörf hafi verið fyrir svo stóra kirkju í Skálholti. Og hann svaraði því játandi. Þarna voru miklar i kirkjuhátíðir vor og haust og á , Þorláksmessu á sumri. Og þá j mun það hafa verið siður að menn sóttu messu í Skálholti að minnsta kosti einu sinni á ári. STERKASTA VARNARVIRKI LANDSINS í fyrirlestrinum rakti dr. Björn ekki nánar, hvaða forngirpir hefðu komið í Ijós í uppgreftrin- um, en hann minntist á ýmis ör- nefni og fornminjar, sem nokkuð eru kunn áður. T. d. rakti hann það, að biskuparnir í Skálholti hefðu drottnað yfir miklum hluta landsins með friðarvaldi. En ýmsar minjar sýna, að þeir voru við öllu búnir. Benti dr. Björn á þá athyglisverðu staðreynd, að kringum kirkju- garðinn í Skálholti hefði ver- ið hlaðinn ramger grjótvegg- ur. Telur hann að þetta sé ramgerasta virki, sem til er hér á landi þegar Borgarvirki í Víðidal eitt er fráskilið, enda fór svo í eitt af þeim fáu skipt- um, sem herflokkar úr öðrum landshlutum komu á Suður- landsundirlendi á Sturlunga- öld, Órækja Snorrason gerði atlögu að Skálholti, þá varð hann frá að hverfa, því að varnir voru svo styrkar. Taldi Björn Sigfússon jafnvel að það myndi hafa ráðið nokkru um staðar val Skálholts, sem biskupsseturs, hve gott var til varnar þar, sundvötn á tvær hliðar. GUÐMUNDUR J, Sigurðsson, verksmiðjustjóri, á Þingeyri, varð sjötugur í gær, 13. sept. Hann er fæddur á Hólum í Þingeyrarhreppi 13. sept.: 1884. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður Amelin Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir, Halldórsson- ar frá Meðaldal, Jónssonar s. st., Halldórssonar frá Ingjaldssandi, Brandssonar. Járnsmíði lærði hann á Þing- eyri, en vélsmíði í Danmörku og Noregi 1906 og 1907. Hann stofnaði fyrirtækið „Guðm. J. Sigurðsson & Co.“ 1913, varð þá forstjóri þess og meðeigandi, en 1927 varð hann einn eigandi þess og hefir svo verið síðan. Guðmúndur kvæntist 15. ágúst 1908 Estivu Sigurlaugu Björn- dóttur sjómanns frá Litlavelli í Reykjavík, Björnssonar. Estiva lézf 31. ágúst 1943. Börn þeirrá eru: Rannveig, gift Kristjáni Rögn- valdssyni, járnsmið í Stykkis- hólmi. Matthías Guðmundsson, vélaverkfræðingur á Þingeyri og Sigurbjörg Jóhanna frú í Kanada. Auk þess ólu þau hjónin upp tvö fósturbörn: Björn Björnsson, vél- stjóra í Reykjavík og Jónu Ingi- björgu Magnúsdóttur, frú á Þing- eyri. Guðmundur Sigurðsson hefir átt sæti í sveitarstjórn, var um. mörg ár skólanefndarformaður og skipaði sóknarnefnd um ára- tugi. í byggingarnefnd mörg ár. Guðmundur Jón Sigurðsson er sérstæður persónuleiki. Hann er sannur Islendingur í raun, í hugsun og að lunderni. Hann hef- ir alla æfi gætt vel neistans „sem liggur innst“, — hjartað, er und- ir slær. Hann er sálrænn inn- sæismaður, sem aldrei ,4efir lát- ið véltækni binda sig á bás efnis- hyggju. Oll sín verk vinnur hann meir af viti en striti; fyrir því getur hann verið sívinnandi og oft lagt nótt með degi. Járnsmíðin leggur til sköpun- argleðina og smíðisgripurinn mótast af hugkvæmni hugar og handar. Framleiðsla Guðmundar hefir aldrei vérið búin til í aug- lýsingaskyni eða til skrums, heldur er hún nauðsynja- og nyt- semdarverk. Tildurmennskan hefir því alla tíð verið útilokuð. Þrátt fyrir það hefir verksmiðjan getið sér þann orðstír bæði er- lendis og innanlands, fyrir vöru- gæði og vöruvöndun, er seint mun fyrnast. Margir eru þeir orðnir á 40 ára starfsferli, sem numið hafa járn- smíðaiðn hjá fyrirtækinu Guðm. J. Sigurðsson & Co. Verða þeir ekki taldir hér. En hitt vita kunn- ugir, að stofnunin hefir haft víð- tæk og varanleg áhrif til góðs á iðnnemendur sína, fram yfir það, sem námsgreinin sjálf krefst; eru það menningaráhrifin, er þeir verða fyrir frá forstjóranum og samlífi sjálfra þeirra. Eftir að þeir hafa þaðan farið, hafa marg- ir þeirra getið sér gott orð fyrir reglusemi, kunnáttu og mann- dóm í starfi. en aðrir hafa ílenzt hér og orðið máttarstoðir að af- köstum stofnunarinnar. Mun fá- gætur, ef ekki einstæður, sá sam- hugur og sú trúmennska, er þar ríkir innan veggja. Öllti er stjórnað af mannúð, ýtni og festu, eins og á góðu heimili, en ekki valdboði eða stórmennskubrag, þar sem forstjórarnir eru utan og ofan við starfsmennina, eða þar sem flas og fum er til fagnaðar talið. í því sambandi hefir mér oft dottið í hug sannindi enska málsháttarins: „The mills of God grind slowly, but surely“, — kvarnir guðs mala seint, en ör- ugglega. — Fastheldinn er Guðmunöur á fornar dyggðir: dre.v-shap, prúðmennsku, fastlyndi, t vggð og trúmennsku. Sjálfu: hefur hann lagað líferni sitt eftir ;þeim. Skaphöfn hans til orðs og æðis einkennist af varfærni o;; 'gcVfug- lyndi í annarra garð. Bc; i út af því, eins og hent getur viðkvæina og örgeðja menn, kann har.n að skynja þær kenndir, er Iigíjn til grundvallar mannlegum breysk- leika, og er íyrstur mar.na til að bæta úr, ef um er sótt. Nægir sú skilgreining ein til cð skilja, hvernig hann hefir kemizt hjá því, á sinni sjötugu æfi. a'S eign- ast óvildarmenn. GuBmundur hefir verið gæfumaður: ijaft góða afkomu, eignast manndámsrrúkla niðja, fágætan lífsför 'naut og notið hylli guðs og góð’-a tnanna. Mesta áfallið var frátall konu hans. En hann var líka sá maður, að kunna að lúta lögir álum lífs- ins. Lífsreynslan skýrir einatí hinn soralausa málm og skilar honum hreinum úr deiglunni. Trúræknin á þar og sinn þátt. „Guð í alheims geirni, gug j sjálfum þér.“ Þau einföldu sann- indi munu bergttála í sálu Guð- mundar Sigurðssonar hér eftir sem hingað til, jafnt við steðjan sem í kirkju Krists. Smiðsaugað sér sköpunarrnáttinn 1 dulmáli alheimsins. Með góðar minningar og hlýj- ar óskir samferðamannanna, leggur sannur heiðursmaður og góður drengur út á áttunda tug æfiáranna. Vinir, niðjai', venzla- menn og hinir mörgu nemendur hans nær og fjær, munu í dag hylla mætan borgara, þakka hon- um velvilja og dugmikið dags- verk og minnast liðinra stunda með virðingu og vináttu, um leið og þeir óska af alúð allra heilla á ókomnum æfidögum. Ólafur Ólafsson, Mikið {jölmemii á héráðsmóti ÍSAFIRÐI, 13. sept.: — Hér á ísafirði var halfiið héraísmót Sjálfstæðismanna á laugar- dags- og sunnudagskvöld. — Var f jölmenni á samkomunum svo sem húsrúm frekast leyfði og var mót þetta mjög vel heppnað og ánægjulegt í alla staði. Matthías Bjarnason settl mótið en ræðumenn voru þeir Kjartan Jóhannesson þingmað ur ísfirðinga og Jóhar.n Þ. Jósefsson þingmaður Vest- mannaeyinga. Var gerður góð- ur rómur að ræðum þeirra, —> Þá skemmtu við hrifningu og góðar undirtektir Guðmundur Jónsson óperusöngvari, Har- aldur Á. Sigurðsson og Fritz Weisshappel. — J. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.