Morgunblaðið - 23.11.1954, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. nóv. 1954
-100 ára minning
Framh. af bls. 7
árið að hann seldi Halldóri Jóns-
syni tóvinnuvélarnar og gaf sig
eingöngu að búskapnum. Hann
átti þó eftir að koma við sögu
ullariðnaðarins meira en þetta,
því að hann var fenginn til þess
að setja niður tóvinnuvélarnar á
íteykjafossi í Ölfusi og síðar til
þess að aðstoða þýzkan vélfræð-
íng við að setja upp tóvinnuvél-
^rnar í Klæðaverksmiðjunni
Iðunn í Reykjavík. En veturinn
éftir (1904) andaðist hann hér í
Ííeykjavík aðeins fimmtugur að
aldri.
- Vyshinsky
Frh. af bls. 1.
Sameinuðu þjóðanna sem aðal-
fulltrúi Rússa varð hann kunnur,
sem maðurinn með neitunarvald-
ið. Hann mun hafa beitt neitunar-
valdi Öryggisráðsins oftast allra,
og í hvert skipti sem hann beitti
því var eins og virðing þessara !
alþjóðasamtaka færi heldur lækk 1
andi, því að það kom æ betur í |
Ijós að vegna „Njet“ eða nei- j
hrópa Vyshinskys varð þessi
stofnun, sem menn bundu svo
miklar vonir við óstarfhæf.
★
Andrei Vyshinsky hefur verið :
kunnastur á Vesturlöndum fyrir j
Starf sitt í rússneskri utanríkis- I
þjónustu frá stríðslókum. En þó
þafði hann þá þegar reist sér j
annan minnisvarða, sem var mjög
blóði drifinn.
Því að hann byggðí upp hið
sérkennilega kerfi laga og dóms-
valds sem nú er einkenni sovét-
skipulagsins, hvar sem kommún-
istar hafa tekið völdin, í þessu
undarlega dómkerfi skulu dóm-
arar líta á sig sem algera þjón-
ustumenn valdhafanna. Með eft-
irlitsmönnum og afskiptum
kommúnistaflokksins er sjálf-
stæði dómstólanna svipt á brott.
★
Þannig skapaði Andrei Vys-
hinsky grundvöllinn undir hinar
hræðilegu réttarofsóknir, sem
viðgengizt hafa í löndum komm-
únismans. Á árunum 1936—1938
var hann æðsti opinberi sak-
sóknari ríkisins. Þá gaf Vyshin-
sky fordæmi þess hvernig réttar-
höld yfir sakamönnum skyldu
haldin í löndum kommúnismans.
Hinir ákærðu fengu hvergi að
bera hönd fyrir höfuð sér, meðan
Vyshinsky hellti yfir þá ókvæðis-
orðum. Hann kallaði afbrota-
mennina svín og hýenur og sví-
virti þá í löngum ræðum. Eftir
það stóðu ákærðu upp og játuðu
sakir sínar. Og dauðadómarnir
fylgdu eftir. Þannig er talið að
Vyshinsky hafi sjálfur persónu- j
lega látið dæma 6000 manns til j
dauða og lærisveinar hans fleiri, '
því að þarna var fyrirmynd
hinna svonefndu alþýðuréttar-
halda.
★
Vyshinsky varð 70 ára s.l.
sumar. Hann hefur verið talinn í
þeim armi rússnesku utanríkis-
þjónustunnar, sem vill enga lin-
kind né tilslökun í viðskiptum við
aðrar þjóðir. Árið 1949 var hann
skipaður utanríkisráðherra Rússa
og fylgdi þar á eftir eitt mesta
ógnarstefnu-tímabil í viðskiptum
Rússa við aðrar þjóðir. Við lát
Stalíns var hann skyndilega
sviptur utanríkisráðherraembætti
og virðist sem Rússar hafi síðan
verið nokkru samkomulagsþýð-
ari.
HAFNARFIRÐI, 22. nóv. Haust-
mót Taflfélags Hafnarfjarðar
hófst s.l. sunnudag. Eru 6 þátt-
takendur í meistaraflokki og er
teflt á sunnud., mánud. og fimmtu
dögum. — Eftir tvær fyrstu um-
ferðirnar er Árni Finnsson með
IV2 vinning, Þórir Sæmundsson
IV2, Sigurður T. Sigurðsson V2,
Sigurgeir Gíslason Vz. og biðskák,
;Magnús Vilhjálmsson Vz, Jón
Kristjánsson með biðskák.
■ Skákstjóri er Ólafur Sigurðs-
son. —G.E.
ndarískur píanó
w
I
Shura Cherkassky leikur fyrir íónlisfafél. og með
ilífiómsvei! Ríkisúfvarpsins
'YRIR SKÖMMU kom hingað til landsins bandarískur píanó-
snillingur, Shura Cherkassky að nafni. Er hann einn af beztu
píanósnillingum Bandaríkjanna, og þekktur víða um álfur. Hann
mun aðeins dveljast hér þessa viku, en halda síðan til Þýzka-
lands og halda hljómleika í Berlín og Hamborg og víðar í næstu
viku, en hingað kom hann frá Þýzkalandi.
LEIKUR FYRIR TÓNLISTAR-
FÉLAGIÐ OG RÍKISÚTVARPIÐ
Fréttamenn áttu tal við
Cherkassky í gær, ásamt Birni
Jónssyni og dr. Páli ísólfssyni.
Skýrðu þeir svo frá, að Cheraks-
sky mundi halda hljómleika í
kvöld og á morgun í Austurbæj-
arbíói fyrir styrktarmeðlimi Tón-
listarfélagsins sem eru þeir 9 í röð
inni og næst síðustu á þessu ári.
Þá mun hann einnig leika á næstu
sinfóníuhljómleikum Ríkisút-
varpsins, sem eru á föstudag-
inn, og verður stjórnað af Róbert
Abraham. Mun Cherkassky þar
meðal annars leika píanókonsert
í b-moll eftir Tjaikovskij. Kvað
Páll Isólfsson Ríkisútvarpið telja
sér mikinn heiður að fá þennan
listamann til þess að leika með
sinfóníuhljómsveitinni.
FÆDDUR í RÍISSLANDI
Shura Cherkassky er fæddur í
Odessa í Rússlandi, en fluttist
þaðan 11 ára að aldri til New
York með foreldrum sínum, og
hefur hann búið þar síðan. Hann
er 43 ára að aldri. Hann er eins
og áður segir mjög þekktur píanó
snillingur og hefur ferðast víða
og haldið hljómleika, bæði í
Evrópu, Suður-Afríku.
VERIÐ Á NORÐURLÖNDIJM
Þá hefur hann ferðast um Norð
urlönd, og er hann nú búinn að
- Kommsíryifjð
Framh. af bls. 2 .
FUNDURINN í GÆR
í gmr hófst svo fundur á ný,
með því að lesin var upp fundar-
gerð síðustu funda. Síðan var tek
ið fyrir álit nefnda og skiluðu
þessar nefndir áliti: Atvinnu-
málanefnd, fræðslunefnd, við-
skiptanefnd og trygginga- og ör-
vggismálanefnd og voru tillögur
þeirra nefnda samþykktar sam-
hljóða. Einnig var samþykkt til-
laga frá Garðari Jónssyni og fl.
í sambandi við Grænlandsmálin.
Þess skal getið að kór verka-
lýðssamtakanna kom í fyrradag
í heimsókn á þingið og söng
nokkur lög við góðar móttökur
fulltrúanna.
EGGERT CL.4ESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn,
Þórshamrl við Templarasund.
Sími 1171.
heimsækja þau öll, að meðtaldri
för hans hingað til íslands. í
haust hélt hann hljómleika í
Belgíu, Luxemburg, Sviss og
Englandi, og lék meðal annars inn
á hljómplötur í London allmörg
verk eftir Chopin. Þykir hljóm-
listarunnendum hér—í Reykjavík,
að hingað sé kominn góður gest-
ur, þar sem Cherkassky er.
Þriðjudagur
F. I. H.
Þriðjudagur. . !j
DANSLEIKUR
í Þórscafé 1 kvöld klukkan 9.
★ Hljómsveit Sverris Garðarssonar
★ Hljómsveit Aage Lorange
★ Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar
'V
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7 og eftir kl. 8.
Þriðjudagur
F. I. H.
Þriðjudagur.
MMIIIIillllllHIIHIIIIIIIIIIIIIIlilllllnnillllliilinilniiinmiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiimiiiinnm—
- Úr dagiega lífinu |
Frh. af bls. 8
skáldaþingi þjóðarinnaar, sem
honum bæri, og kennir þar nokk-
urrar afbrýði í garð þeirra Stein-
gríms Thorsteinssonar og Matt-
híasar Joohumssonar, enda þótt
hann kynni vel að meta þá báða.
Er athyglisverður sá bréfkafli
Gröndals, er hann ber saman
málsmekk og málsnilli þeirra
Steingríms og Matthíasar og virð
ist mér hann fara þar nokkuð
nærri hinu rétta. Sannleikurinn
er sá að þýðing Steingríms á
„Lear konungi", er ein allrabezta
og vandaðasta Shakespeare-þýð-
ing, sem við eigum.
Fræðsluþættirnir þetta sama
kvöld er þeir fluttu, Gylfi Þ.
Gíslason prófessor, Helgi Tómas-
son yfirlæknir og Theodór B.
Lindal prófessor, voru hinir fróð-
legustu. Einkum var athyglisvert
það, sem Helgi læknir sagði um
mataræði okkar íslendinga. Kvað
þar mjög við annan tón en hjá
forkólfum Náttúrulækningafé-
lagsins hér á landi.
„ÚR GÖMLUM BLÖÐUM"
ÞÁTTUR þessi, sem fluttur var
s.l. laugardagskvöld, og Hildur
Kalman hafði búið til flutnings,
var með afbrigðum skemmtilegur
og vel með efnið farið. Vildi ég
mælast til þess að við fengjum
meira af svo góðu, enda þori ég
að fullyrða að allur þorri hlust-
enda hefur haft mikla ánægju af
því, sem þarna var flutt.
ÖNNUR
DAGSKRÁRATRIÐI
AF öðrum athyglisverðum dag-
skráratriðum má nefna hugvekju
frú Gerðar Magnúsdóttur (Um
daginn og veginn) um ýmislegt
er lýtur að uppeldi barna. Voru
það orð í tíma töluð, — og ágætt
erindi Arnórs Sigurjónssonar:
Að liðnu sumri.
Því miður gat ég ekki vegna
annarra starfa, hlustað á dagskrá
þriðjudagsins 16. þ. m. Vildi ég
þó sízt missa af tónlistarfræðslu
dr Páls ísólfssonar og þáttum
Björns Th. Björnssonar: Úr heimi
myndlistarinnar.
FELAGSVIST
í kvöld kl. 8,30
GÓÐ VERÐLAUN
Göinlu dansarnir kl 10,30
Aðgöngumiðar frá kl, 8.
iiiumiuutmiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiuiiu
SKEMMTUN
Kynningar og spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Kópa-
vogi mánaðarlega í vetur. Verðlaun verða veitt í hvert
sinn og glæsileg heildarverðlaun fyrir hæstu stigatölu
eftir veturinn.
Fyrsta spilakvöldið verður að Aðalstræti 12, 23. nóv.
kl. 8,30 e. h. stundvíslega. — Dans á eftir.
Strætisvagn flytur fólkið heim að skemtmun lokinni.
Skemmtinefndirnar,
»
>nn>
ISLENZK-AMERISKA FELAGIÐ
SkemmtikvöM
Fyrsti kvöldfundur ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGS-
INS á þessum vetri, verður haldinn að Hótel Borg n. k.
fimmtudag 25. nóvember, og hefst hann kl. 9 síðd.
(Húsið opnað kl. 8,30).
Til skemmtunar verður:
Ávarp: Mr. John Muccio, sendiherra Bandaríkjanna.
Einsöngur: Kristinn Hallsson.
? ? ?
Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og við innganginn.
STJÓRNIN
Konur í Berklavöm
Munið BAZAR Hlífarsjóðs sem verður 6. des.
Munum veitt móttaka í skrifstofu S.I.B.S., hjá Fríðu
Helgadóttúr, Ásvallagötu 63, Laufeyju Þórðardóttur,
Mímisvegi 2, kjallara. — Því fleiri munir því fleiri er
hægt að styrkja.
Stjórn Hlífarsjáðs.
1m PREPARATION FOR
HIS MARRIAGE TO FRAN
MARSHALL, AKTOk COMMANDS
, THE STARVING ESK.'MOS
|to BUILD A MASSIVE IGLOO
1) — Eskimóarnir hefja undir-
búning undir hjáskap þeirra
Aktoks og Freydísar. Þeir hefja
smíði mikils snjóhúss.
2) — Hvað á ég nú að gera?
3) — Þú getur ekkert gert, | — Sannarlega tókst þér vel
hvíta kona, annað en að hlýða að leika á mig. Ég hélt að þú
Aktok og giftast honum. j værir alveg búinn að missa móð-
4) Á meðan: |inn. . ______i