Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 2. tbl. — Miðvikudagur 5. janúar 1955 Hætt við að járnbrautir stöðvist í Bretlandi Vantiræði á skurðasvæðunum FBI- lögreglan aðstoðar í Panama PANAMA, þriðjudagkvöld. — Hin heimskunna FBI leynilög- regla í Bandaríkjunum hefir nú verið kvödd til þess að aðstoða við leitina að morðingjum for- setans í Panama. Til þess að auð- velda leitina hafa flugferðir úr landi verið síöðvaðar og flug- ferðir innanlands mjög takmark- aðar. Hinn nýi forseti nýtur stuðn- ings hinnar öflugu lögreglu í Panama, en það er í raun og veru lögreglan, sem fer þar með æðstu völd nú. En eins og kunn- ugt er hefir Panama engan her, þar sem Bandaríkin eiga að gæta þar landvarna, samkvæmt samn- ingi. Pólitísk morð eru ekki fátíð í Mið-Ameríku, en þeim fylgir venjulega stjórnarbylting. En engin merki um byltingu sjást í Panama ennþá. Það er því eðlilegt að getum sé að því leitt, hver hafi verið ástæðan til þessa morðs, ef þá ekki er um að ræða hreinar per- sónulegar ástæður. í því sambandi er bent á þýð- ingu Panamaskurðarins fyrir siglingar yfirleitt og þó ekki sízt fyrir ameríska flotann. 300 skip stöðvuðust við :-skurð PORT SAIÐ þriðjudagskvöld: — Sjötíu skip lögðu af stað í hala- rófu suður á bóginn um Suez- skurðinn til Rauða hafsins í dag. Þegar skip þessi eru komin leiðar sinnar leggja 80 skip af stað norður á bóginn til Mið- jarðarhagsins. Fréttaritarar sem voru á Port Said svæðinu í nótt, lýsa þeirri furðusýn að sjá á annað hundrað skip stöðvuð í skurðinum, öll upplýst svo að ljóshafið náði langt inn í eyðimörkina. Skipa- félögin gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að gera farþeg- um vistina um borð sem þægi- legasta. Frá því að tíu þús. smálesta skipið „World Peace“ rakst á brúna yfir skurðinn á nýársdag, hafa ferðir um 300 skipa tafizt. Sýnir þetta mikilvægi þessa skurðar fyrir siglingar. Brúin yfir skurðinn var gerð á stríðsárunum og gerði hana brezki herinn. Eftir stríð'ð vildi herinn rífa hana aftur, en egypska stjórnin óskaði þess að það yrði ekki gert og ber hún því ábyrgð á því tjóni, sem oi’ðið hefir nú. vsinga Konmmnisk „uppl jbiómista411 frá Nore .i! <j t Útvarpsleikrit, sem á ab sýna norskt stjórnmálaástand RÚSSNESKA útvarpið hefur tekið sér fyrir hendur að kynna rússnesku þjóðinni hvernig umhorfs sé í stjórnmál- um Noregs. í því tilefni hefur útvarpið flutt leikrit, eftir rúss- neskan rithöfund, Alexander Sjirkov að nafni. En svo mikið hafa stjórnarvöldin þar í landi haft við þetta útvarpsleikrit, að texti þess hefur verið birtur í bókmenntariti, en brezka útvarp- inu hefur borizt rit þetta, eftir því sem danskt blað hermir. En innihald hins rússneska leikrits er lýst á þessa leið: Kosningar áttu að fara fram í Langafirði í Noregi, en leikritið var kallað „Stormur yfir fjörðunum“. Alræmdur fantur að nafni Heðtoft amt- maður og sósíalfasisti í þokka bót, og Erik Lunde fremja nú það ódæði að hafa skipti á kosningakössum flokkanna, en í Noregi eru aðeins tveir flokkar, „sósíalfasistarnir“ og kommúnistar. En með því að skipta um atkvæðakassa urðu Framh. á bls. 7 Misjafn! veður á meginlandi LONDON, þriðjudagskvöld. — Mikil snjókoma hefir verið um allt England í dag og valdið um- ferðatruflunum. En búist er við, að bregði ti) þíðviðris á morgun. í PARÍS var krapi á gótum í dag, en þar snjóaði allmikið í gær. í RÓMABORG var í dag 19 stiga liiti á Celsius. Á ÞÝZKALANDI og á Norður- löndum bárust hinsvegar fregnir um frost og snjókomu. 400 þúsund starfsmenn hóta verkfalli á sunnudag LONDON, þriðjudagskvöld. f TORFIJR eru á því að á miðnætti næstkomandi sunnuda? hefji 400 þús. járnbrautarstarfsmenn verkfall í Bret- landi og stöðvast þá öll umferð þar með járnbrautum. — Einnig er talin hætta á að starfsmenn neðanjarðarbrautanna í London leggi niður vinnu. Sir Walther Monckton, verkamálaráðherra Breta, mun á morgun gera úrslitatilraun til þess að koma í veg fyrir þetta verkfall. Sérstök nefnd var skipuð fyrir áramótin til þess að safna gögri- um um deilu stjórnar járnbrautarverkamanna-sambandsins og flutninganefndarinnar, sem stjórnar brezku járnbrautunum. Nefnd- in hefir nú skilað skýrslu sinni. Monckton mun á morgun leggja þessa skýrslu fyrir deiluaðila. Er talið nokkuð velta á því um það hvort takast muni að afstýra verkfalli, hvort nefndin geri tillögu af sinni hálfu um lausn deil- Stjórn járnbrautarstarfsmanna gerði samkomulag við stjórn járn brautanna um launahækkun í okt. s.l. En stjórninni tókst ekki að fá járnbrautarstarfsmenn al- mennt til þess að sætta sig við þessa hækkun. Nú hefur stjórnin gert kröfu um „verulega launa- hækkun“ án þess þó að vilja gera frekari grein fyrir þessari kröfu. Af hálfu stjórnar járnbraut- anna er bent á að tapið á rekstri járnbrautanna hafi á s.l. ári numið um 20 millj. sterlings- pundum. Það þykir benda til þess, að brezka stjórnin búist við að verkfallið skelli á, að ráðherr- ar birgðamála, eldsneytis og flutningamála voru allir boð- aðir á ráðuneytisfund, sem Churchill boðaði til í morgun. Ráðherrar þessir eiga ekki sæti í hinu eiginlega ráðuneyti, en hinsvegar fjalla stjórnardeild- ir þeirra um þau mál, sem mestu varða í þessu verkfalli. Er þar fyrst og fremst um að ræða dreif- ingu matvæla og eldsneytis. Hafa undanfarið staðið yfir samtöl við félög, sem eiga yfir 100 þúsund flutningavagna um það, að þau annist nauðsynlegustu flutninga á meðan á verkfallinu stendur. Dómsmálaráðherrann var einn- ig sérstaklega boðaður á ráðu- neytisfundinn í morgun, en nokk- uð hefur verið um það rætt, að samkomulagið frá því í október væri bindandi. Churchill hefur boðað til ann- ars ráðuneytisfundar á íimmtu- daginn. Sir Walter Monckton Réðrar hefjast ckki slrai í Eyíum VESTMANNAEYJUM, 4. jan. _— A fundi, sem haldmn var í Út- vegsbændafélagi Vestmannaeyja í gærkveldi, var samþykkt tillaga þess efnis, að þar sem ekki hefði náðst samkomulag við ríkisstjórn íslands um bátagjaldeyrinn myndu róðrar ekki hefjast að svo komnu. Þá heíir ekki heldur náðst samkomulag við sjómanna- félagið Jötunn um kaup og kjör, en félagið sagði þeim samningi upp frá áramótum. — Bj. Guðm. Margrét prinsessa NEW YORK í jan.: — 1500 tízku- teiknarar, tízkuritstjórar, blaða- menn og hefðardömur hafa fellt þann úrskurð að hertogafrúin af Windsor hafi verið næst bezt klædda konan í heiminum árið 1954. Bezt klædda konan er amerísk, heitir frú William Paley og er kona forstjóra CBS útvarps og sjónvarpsstöðvanna. Sú fjórða í röðinni var Margrét Bretaprinsessa. Tilnefndar eru alls 10 konur og meðal þeirra eru Friðrikka Grikklandsdrottning, Grace Kelly, kvikmyndadís og Clare Boothe Luce, sendiherra Bandaríkjanna í Ítalíu. Dominici PARÍS, þriðjudag: — Dómsmála- ráðune.vtið í París hefir haft til athugunar skýrslu tveggja hátt- settra leynilögreglumanna um mál Gastons Dominici, franska bóndans, sem nýlega var dæmdur til lífláts fyrir að hafa myrt fjölskyldu Sir Jacks Drummonds í Suður Frakklandi árið 1952. Er talið að þessi skýrsla og nýjar upplýsingar, sem Dominici hefir komið með, muni vekja upp allt málið að nýju. Prentsmiðja Morgunblaðsins Þau hafa tekið saman aftur ZÚRICH í jan.: — Pétur, fyrrv. konungur Júgóslafa og Alex- andra drottning hans hafa tekið saman aftur. Fyrir ári, er það varð kunnugt, að Pétur myndi ekki falla frá skilnaði við Alexöndru var komið að henni með skorna púlsæð. í sumar er skilnaðarmálið kom fyrir dóm- stól í París, reyndi Alexandra að fá málinu vísað frá á þeim for- sendum að dómstóllinn hefði ekki rétt til þess að fjalla um málið. En nú var það Pétur sem átti frumkvæðið að sáttunum á vetr- argistihúsi í Gstaad í Sviss nú um jólahátíðina. Hann var „einmana og þráði að sjá barnið sitt“. Alexandra og Pétur eiga 9 ára gamlan son. Nú eru þessi fyrrverandi kon- ungshjón sögð hamingjusöm aft- ur, „að öðru leyti en því að þau eru auralaus". Njósnarinn Cicero gerir ANKARA, Tyrklandi. — Cicero, hinn alræmdi njósnari úr síðari heimsstyrjöldinni, er staddur hér og hefur nú höfðað mál gegn Bonnstjórninni og krafist þóknl unar fyrir unnin störf a liðnum tímum. Cicero varð alræmdur fyrir að hafa dulbúið sig sem þjón hjá brezka sendih. Knatshbull Hug- essen í Ankara í síðasta stríði og komist á þann hátt yfir mik- ilvæg leyndarskjöl, sem hann seldi síðan þýzka sendiherranum í Tyrklandi Franz von Papen. En nazistar borguðu Cicero með fölskum neningum og létu síðan taka hann fastan fyrir að dreifa þessari fölsku mynt. Ævisaga Ciceros hefir verið skráð og einnig gerð um hann kvikmynd, þar sem raunar er farið frjálslega með staðreyndir. Gimsleánar LONDON þriðjudag: — Gim- steinar að verðmæti rúmlega 40 millj. (ísl.) króna voru í statos- flugvélinni, sem hrapaði við Prestwick í Skotlandi á jóladag. 300 gimsteinar hafa fundizt en verðmæti þeirra er aðeins brot af heildarverðmætinu. Steinarnir hafa skemmst við hinn mikla hita er flugvélin brann. Búist er við að leitin að gim- steinunum haldi áfram í nokkrar vikur enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.