Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Snmorliði Guðmundsson póstur Bré Þess eins bið ég Guð, ef ég á nokkra sál og ef hann ætlar að typta hana í reiði. að senda hana í ís, eða bik eða bál en bara ekki á Þingmannaheiði. ÞANNIG kvað skáldið góða Þor- steinn Erlingsson um fjallveg þann, er Sumarliði póstur átti fleiri spor á en nokkur annar Islendingur. Og þó vax Þorsteinn þar á ferð á góðum fáki að sum- arlagi, er hann lýsti Þingmanna- heiði svo sem að framan greinir. Hvernig 'myndi lýsing hans hafa orðið, ef hann svo sem Sumarliði póstur, hefði orðið að þreyta þar fungbrögð við hríð og hörkur, fárviðri, myrkur og umbrotafærð á lengstu nóttum ársins, tafinn af beljandi straumiðu, hafandi enga slóð að halda sér að, en aðeins vörðubrot að vísa veginn, ef þau voru þá ekki á kafi undir fönn, eða hríðin svo dimm, að einnig þau voru auganu hulin. En þannig glímdi Sumarliði póst- ur við Þingmannaheiði í tugi ára, einn með hund og hest og þunga yerðmæta byrði á baki, sem ekki mátti glata. Og auk þess var þetta aðeins einn af átta fjailvegum er lá á leið hans frá Króksfirði til Bíldudals og sumir þeirra engu blíðari við að eiga en Þing- mannaheiði. I þann tíma voru öll yötn og allar ár óbrúað, svo að oft varð að glíma við beljandi fossa- föll, samfara þungum jakaburði,1 þegar ekki hittist svo á, að frost- hörkurnar höfðu byggt traustar brýr yfir allar elfur. Þeim einum var unnt að bjóða slíkum erfiðleikum birginn og sigra, sem gæddir voru miklu þreki og miklum hyggindum, þrautseigju, frábærri athyglis- gáfu og óbilandi kjarki og trú á seðri aðstoð, en allt þetta átti Sumarliði póstur í ríkum mæli, enda fór janfan svo, að honum hlekktist aldrei á, gekk ávallt heill frá hverjum leik, hversu miklir erfiðleikar sem urðu á veginum. Hér gat að lita sterkan kvist á stofni kynslóðar, sem enn tók í arf alla kosti víkinganna frá gullöld Islendinga Sumarliði póstur var fæddur á Skáldsstöðum í Reykhólasveit þann 22. desember 1867, sonur Guðmundar Þorlákssonar pósts og konu hans Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Hafði faðir Sumar- liða póstferðir á þessari sömu leið. Þegar Sumarliði var 5 ára að aldri missti hann föður sinn af slysi, en móðirin sat eftir með fjögur börn öll í ómegð, og alla þá erfiðleika, sem samfara eru fátæktinni þegar fyrirvinnan er fallin frá. Sumarliði var því al- inn upp við kröpp kjör, mikla vinnu og alvöruþunga. Þegar hann var aðeins 12 ára. varð hann að yfirgefa æskuheimili og móð- urkné, til þess sjálfur að sjá fyr- ir sér, með ekkert annað ferða- nesti en góðar bænir ástríkrar móður, um að duga vel og treysta Guði og gæfunni og vera jafnan góður og nýtur drengur, foreldr- um sínum og frændum til sóma. Og þessar fyrirbænir rættust á honum í ríkum mæli. Hann var svo lánsamur, að komast á hið góða heimili Bjarna bónda á Reykhólum, en þar dvaldi hann síðan öll sin uppvaxtarár. Naut hann þar hinnar ágætustu upp- eldisáhrifa sem komu honum að, góðu haldi í erfiðu lífsstarfi síð-; ari ára. Við hirðingu búfjárs á; hinu stóra búi lærðist honum í daglegri umgengni við dýrin, að tileinka sér kosti þeirra, svo sem j ratvísi og tryggð, er hann sá fljótt að þau voru gædd, oft í miklu ríkari mæli en mennirnir og taldi hann að þetta hefði margoft biargað sér yfir erfið- ustu hjallana á ferðum sínum, enda var hann frábær dýravinur. Hversu mikils t. d. hann mat hund sinn, má marka af eftir- farandi atviki: Kvöld nokkurt kom hann af fjalli í versta veðri, svangur, kaldur og illa hrakinn. Var sort- inn og óveðrið slíkt, að hann vissi ekki hvert halda skyldi, og hafði nærri gefist upp, til þess að búa sér ból í fönn, er þá að öll- um líkindum hefði orðið síðasta hvílurúmið, er hundurinn neyddi hann til að halda áfram, gaf hon- um engan frið fyrir flaðri, unz hann tók forystu beint í veðrið. Eftir langa mæðu komu þeir að fyrsta bænum í byggð. Fylgdust báðir í baðstofu þar sem Sumar- liða var tekið með virktum og boðinn góður beini og gisting um nóttina, en sparkað til hundsins og hann hrakinn út. Stóð þá Sumarlði upp, tók farangur sinn og hélt áfram út í hríðina til næsta bæjar án þess að þyggja vott eða þurrt. Kvaðst hann ekki vilja njóta neins þar sem lífgjafa sínum væri úthýst, og skyldi jafnt yfir báða ganga. Ormagna af þreytu og vosbúð knúði hann á dyr á næsta bæ um nóttina, þar sem vinirnir báðir mættu samúð og skilningi og fengu góða gist- ingu. Arið 1894 reisti Sumarliði bú að Barmi í Gufudalssveit, en bjó þar aðeins í tvö ár. Leitaði hug- urinn aftur heim í Reykhólasveit- ina, en hún átti hug hans allan, enda er hún með fegurstu sveit- um þessa lands. Að Borg flutti hann árið 1904 og bjó þar yfir 40 ár. Hafði kona hans alist þar upp og tóku bæði miklu ástfóstri við jörðina, bættu hana og prýddu og undu glöð við sitt á pví fagra býli. Hinn 20. nóv. 1892 kvæntist Sumarliði heitmey sinni Jóhönnu Loftsdóttur hinn ágætustu konu. Voru þau systkinabörn. Eignuð- ust þau 3 börn en tóku auk þess tvö fósturbörn, sem þau ólu upp eins og sín eigin. Bar heimili þeirra hjóna jafnan mót af sam- heldni, ástríki og höfðingsskap og þótti öllum þar gott að dvelja, jafnt skyldum sem vandalausum. Póstferðir hóf Sumarliði um haustið 1894 og hélt þeim þar til í árslok 1940, að heilsa hans leyfði ekki lengur, eða nærri í hálfa öld. Leysti hann af hendi þessa löngu og erfiðu þjónustu, af frá- bærri skyldurækni, þótt launin væru jafnan í öfugum hlutföllum við erfiðið. enda græddist honum ekki fé, komst þó vel af, m. a. vegna frábærrar bústjórnar konu sinnar, sem gæta varð bús og barna í hinum löngu og mörgu ferðum hans fjarri heimilinu. Var hún honum alla tið h;nn kærleiksríkasti förunautur, sem vakti yfir velferð hans í meira en sex tugi ára og létti honum hverja þraut, enda var heimilið honum sú uppsprettulind, sem hann jafnan drakk úr nýjan þrótt til að yfirvinna nýja eríiðleika í hverri nýrri ferð sem hafin var. Sumarliði póstur var skarp- greindur maður, orðheppinn og hnyttinn í svörum, en þó ávallt hinn prúðasti. Hann var mjög bókhneygður, einkum sótti hann mikinn fróðleik í fornsögurnar, enda átti hann margt sameigin- legt með fcrnum víkingum, bæði í sjón og raun. Hann var mjög ákveðinn í landsmálum og fór ekkert dult með, að frelsi lands og þjóðar færi eftir því, hvort fólkið sjálft vildi fórna lífi sínu og starfi fyrir landið, og krefjast jafnan meira af sjálfum sér en öðrum og þeim mönnum er hann trúði bezt til að halda þeirri stefnu á lofti og vinna henni sig- ur, léði hann allt sitt fylgi og dró ekkert undan. Hann var þar sem annars staðar allur og heill.' Síðustu ár ævi sinnar dvaldi j Sumarliði ásamt konu sinni, sem enn lifir, hjá dóttur sinni, Ingi-1 björgu á Valshamri í Geiradal, og ^ manni hennar Karli Guðmunds- syni. Atti hann þar mikilli nær- gætni að mæta, er elli og sjúk- ! dómar lömuðu lífsþróttinn, svo að hann var ekki lengur sjálfum sér nógur. Þar lauk hann langri og heillaríkri ævi í september 1953, nærri 86 ára að aldri, 1 þeirri bjargföstu trú, að heiðarn- ar, sem hann þá væri að leggja á, væru bæði bjartari og fegurri en þær, sem spor hans lágu um á! langri ævi, jafnvel þegar júnísól-j in breiddi gullna slæðu yfir balaj og laut, og bros var á hverjum hjalla. Með Sumarliða pósti er geng- inn góður og traustur sonur landsins, sannur fulltrúi mann- dóms, drengskapar og allra þeirra kosta sem beztir finnast með þjóð vorri. Megi hún jafnan syrgja : marga slíka menn, og blessa ' minningu hans. Gísli Jónsson. Mæðiveikin í Ds - Úr daglega lífinu Framh. af bls. 8 hann í stuttu máli sögu þjóðarinn- ar, lýsti þeim miklu hörmungum, sem að henni hefur steðjað á fyrri tímum, og hversu hún hefur staðið af sér með manndómi og þreki, í skjóli fornrar menningar, allar I þrautir og erfiðleika. Hann minnt- j ist hins mikla framtaks í landi 1 hér á síðustu áratugum og þeirra . mörgu og miklu verkefna, er biðu úrlausnar. Var ræða forsætisráð- herrans þung og alvarleg varnað- arorð hins raunsæa og reynda stjórnmálamanns. j Að lokum flutti Vilhjálmur Þ. G’íslason að vanda snjalla ára- mótahugleiðingu þar sem hann leit yfir farinn veg og árnaði Iþjóðinni heilla og blessunar á komandi ári. — Á NÝÁRSDAG flutti forseti vor, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávárp til þjóðarinnar. Þakkaði hann þann hlýhug og þær góðu móttökur er þau hjónin hefðu hvarvetna mætt á ferðum sínum um byggðir landsins. Minntist fegurðar og tignar landsins og ræddi hinar miklu framfarir er orðið hefðu hér á landi á öllum sviðum og þá miklu möguleika til frekari framfara er hér væru fyrir hendi. ! Að lokum óskaði hann allri þjóðinni árs og friðar. j Ræða forsetans var snjöll og ; virðuleg, sem vænta mátti. GÆFA FYLGIR trúlofunarbriguinim frS Si*» í orþór, Hafnarstræti 4. — Sendir gegn pógtkröfu. — Sendið nákvæmt mál ÞAU tíðindi hafa spurst, að mæði ] veiki er talin hafa komið upp í vestur hluta Dalasýslu og álitið að upptök veikinnar séu í fé, sem selt var frá Valþúfu hér í hreppi haustið 1952. Það eru margar getsakir um það hvernig veikin hafi borizt í þennan fjárstofn. Meðal annars hefir kviknað sú saga, að lömbunum, sem keypt voru af Barðaströnd, hafi verið skipað upp í Hjallanesi, sex klukkustundum eftir að slátrun á gamla fénu var lokið þar. Önn- ur tilgátan er sú, að fé af gamla stofninum hafi komið saman við lömbin o. s. frv. Eg tel mér skylt vegna þess, að mér er þetta mál ekki óvið- komandi, að greina frá þessum málavöxtum eins og ég veit að réttir eru. Slátrun var lokið í Hjallanesi 22. september 1947, eða um sama leyti og menn fóru héðan til fjár- kaupa á Barðaströnd og Múla- sveit. Hinn 30. september kom fyrsti farmurinn af lömbum að kveldi til og varð þá að skipa þeim upp. Lömbin voru flutt í nes, sem tengist við land með örmjóu rifi. Nes þetta heitir Mjóanes. Þarna var lambanna gætt um nóttina og rekin í björtu þangað, sem þau voru geymd. •— Hinir farmarnir voru fluttir í land á sama stað og er það sann- anlegt að lömbin komu aldrei á slátursstaðinn. Hitt er svo annað mál, að ekki er hægt að fullyrða nema sjúkar kindur hafi komið í nes þetta 10 dögum áður, eða svo, en annars var allt fé rekið beint í sláturhúsið. Nú er það vit- anlegt, að því var slegið föstu eftir rannsóknum, að sýking ætti sér ekki stað nema frá kind til kindar, enda var tilgangslaust að flytja fé á fjárskíptasvæðið, ef hætta stafaði af því að sjúk kind hefði komið á staðinn, allt að hálfum mánuði áður en féð var flutt á svæðið. Enginn veit heldur til þess, að fé af gamla stofninum hafi kom- ið saman við lömbin enda var gætt fyllstu varúðar, lömbin höfð í gæzlu og hýst eftir að þeim var skipt, en fyrir skiptin voru þau höfð í girðingu og var mað- ur yfir þeim alla daga. Eg verð nú að álíta, að ekki séu nægilegar sannanir fyrir því að veiki þessi sé upp runnin á Valþúfu af eftirtöldum ástæðum: 1. Það voru liðin fimm ár frá fjárskiptum þangað til Valþúfu- féð var selt og engin vanhöld eða veiki, sem bent gæti til mæði- veiki, sem bent gæti til að mæði- veiki gæti átt sér stað. Aðeins tvær kindur höfðu fallið úr töl- unni, önnur drepist af lambs- burði, en hinni var slátrað tví- geldri og heilbrigðri. 2. Valþúfuféð gekk meira og minna saman við annað fé í rétt- um og vorsmalamennskum. Sér- staklega þó við fé á Breiðabóls- stað og Hellu, sem eru næstu bæir, en ekki virðist það neitt hafa sak?ð ennþá. En eftir reynslu á gangi veikinnar fyrir fjárskiptin, hefði sýking á fé á næstu bæjum átt sér stað. 3. Talið hefur verið, að þær kindur sem seldar voru frá Val- þúfu að Vípholtsstöðum í Laxár- dal hafi reynst heilbrigðar við slátrun í haust en þó er 10% af fénu meira og minna sýkt. Einnig er talið að mæðiveiki hafi orðið vart á Ketilsstöðum, en kindin frá Valþúfu heilbrigð. Hafa rann sóknir á mæðiveiki íært sannanir fyrir því, að kind sýki þó hún sé heilbrigð? 4. Það hafa nú farið fram at- huganir á sauðfé í Fellsstrandar- hreppi og ekki sést neitt athuga- vert, nema talið var að hrútur frá Breiðabólsstað væri veikur og þess vegna var drepið allt full- orðið fé á því heimili, þrátt fyrir marg endurtekin mótmæli, en það undarlega skeður, að þetta fé sem þó einna mestan samgang hafði við Valþúfuféð reyndist heilbrigt bratt fyrir það, að þeir sem völdin höfðu í þessum mál- um hafi haldið að þar væri gróðra stían. 5. Eftir reynslu á mæðiveikinni á árunum 1937—1947 væri hægt að færa mörg dæmi þess að kind- ur frá sumum heimilum voru það næmar fyrir veikinni, að þó kind- ur af vissum kynstofn væru í eitt til tvö hundruð fjár, þá drápust þær fyrstar af öllu fénu, þó eng- inn vissi neinar líkur til þess að þær hefðu sýkst á undan hinu fénu. Svipið getur alveg átt sér stað með þetta fé, að það hafi sýkst eftir að það var selt frá Valþúfu. Að þessu athuguðú, verður varla skilið að mæðiveikin hafi leynst 1 þessum fjárstofni í fimm ár og ekki neitt grunsamt komið í ljós, en þegar féð er flutt í aðra sveit, þá veikist það ásamt öðru fé. Það verður að líta þannig á, að mæðiveikin hafi verið mun fljótvirkari í veturgömlu kind- inni á Lundum i Stafholtstungum og veturgamalli kind á Kýrunn- arstöðum í Hvammssveit, heldur en í Valþúfufénu hafi hún átt að leynast þar í fimm til sex ár, án þess að neitt yrði vart við hana. Það er og vitanlegt, að mæðiveikin var í þrjú ár í suður hluta Dalasýslu eftir að fjárskipti fóru fram hér og er það ekki eins dæmi að veikin hafi borist yfir varnarlínur við svipaðar aðstæð- ur. Að endingu vil ég beina þeirri spurningu til manna í nærliggj- andi sveitum, sem kunnugt er um slúðursögur um þetta mál. — Er það sanngjarnt, að kasta á milli sín slúðri, til þess að gera sak- lausum mönnum lifandi og dauð- um til skammar vegna óhappa, sem enginn veit rétta orsök til. Ytrafelli 10. desember 1954. GuSmundur Olafsson. Framh. af bls. 6 sókn til systur sinnar í Néw Orleans og manns hennar, en hið viðbjóðslega umhverfi og hatur það sem mágur hennar leggur á hana, eitrar líf hennar og leiðir að lokum til þess að hún missir vitið og er tekin á geðveikra- hæli. — Efnið er óhugnanlegtæg allur blær myndarinnar að safna skapi, en allt er þarna snilld&r- lega gert, sviðsetningin, uyn- hverfið og leikurinn. Vivían Leigh leikur sem áður er sagt ungu stúlkuna Blanehe Du Bois og hefur þessi frábæra ieikkcjna aldrei leikið betur Mág hennar Stanley leikur Marlon Braiijlo, sem nú er talinn í fremstu röð kvikmyndaleikara, enda er lei^ur hans í þessu hlutverki sterkur’Og sannfærandi út í æsar Stellu konu hans leikur Kim ílunter m Karl Malden leikur elskhúga Blanche. Fara þau bæði afbragðs- vel með hlutverk sín. Þrátt fyrir það hversu drunga- legt efni myndarinnar er, þá er hún 'í hvívetna mikið listaverk, sem vert er að sjá. Að lokum skal þess getið að leikstjórinn Richard Day hlaut Oscars-verðlaunin fyrir leik- stjórnina á þessari mynd og George J. Hopkins sömu verðlaun fyrir leiksviðsútbúnaðinn Ego. *★★★★★★★★★★★★ ★ II* ★ ★ ORGUNBLAÐIÐ ★ ★ :; ★ ★ MEÐ : ★ ★ M ■ ★ ★ iTIORGUNKAFFINU ; ★ ★★★★★★★★★★★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.