Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. jan. 1955
AhnuTrlP
IHKWATH;
HEATING ^
Fullkomnustu og beztu olíukynditæki
sem völ er á.
Einkaumboð:
Glsli Jónsson & Co. h.f.,
Ægisgata 10, sími 82868.
I Eiofuii tii sölu Dodge Weapon
■
■
bifreiðar með eða án yfirbygginga, kerrur fyrir
Dodge Weapon og jeppa bifreiðar, vatnstanka, er
taka 870 lítra og eru úr ryðfríu efni og vandaða
sleða, er bera allt að tveim tonnum.
S)ala óetuli(L
ílzi
óei^na nteLómó
Sími 4944 milli kl. 10—Í2 f. h.
! Innheimtumaður
Duglegur og reglusamur óskast strax.
I
i
Má vera sem aukastarf. Upplýsingar í dag kl. 1—3
MjfHíötiNN
Miðstöðvarofnar
Skolprör — W.C. skálar og kassar, nýkomið
Pantanir óskast sóttar.
Vatnsvirkinn h.i.
Skipholti 1 — Sími 82562
AIR WICK - AIR WICK
Lykteyðandi — Lofthreinsandi
Undraefni
Njótið ferska loftsins innan húss allt árffl
AIRWICK ER ÓSKAÐLEGT
NOTIÐ AIR-WICK — AIR WICK
Hliðsföðvarofnar
Þeir, sem pantað hafa hjá okkur miðstöðvarofna, vin-
samlega talið við okkur. sem fyrst.
A. Jóhannsson & Smith h.f.
Bergstaðastræti 52 — Sími 4616.
Engin eldfæri hnfn fengið jafn Iongn cg öruggn reynslu
hér á landi eins og
S C A l\! DI A-eldavélar
Svendborgar þvottapottar
Höfum venjulega nægar birgðir fyrirliggjandi af þessum eldfærum.
Einnig rör og ristar þeim tilheyrandi.
H. BIERIIMG Laugaveg 6. Sími 4550.
(Einkaumboð fyrir L. Lange & Co. A/S. Svendborg).
6<2<SrCr<a<2<S*2<S<S<S<3<a<3<S<3<a*2<»<S<a*3<S<5<a<3<a<3<a<5<5*»<a»2<S*2<S<2<S*Sí>5K>«S-«>e>'5>K>S;«>'S>S>«>S>®'«>‘5>2>5>S^5>C-«>C-5>«>t
TJARNARBÍÓ
„GLEÐIDAGUR í RÓM“ heitir
kvikmyndin, sem Tjarnarbíó
sýnir um þessar mundir, með
þeim Gregory Peck og Audrey
Hepburn í aðalhlutverkunum. Er
þetta með beztu myndum, sem
hér hafa verið sýndar um langt
skeið, listræn að gerð, efnið bráð-
skemmtilegt og leikurinn frábær.
Og ekki dregur það úr ánægj-
unni að atburðirnir gerast í
Rómaborg, þar sem fyrir augu
áhorfendanna ber söguríkar
byggingar og minjar.
Mynd þessi hefur hlotið mikla
frægð og mikið verið um hana
rætt og ritað, enda látið í veðri
vaka að efni hennar sé að nokkru
leyti til orðið með hliðsjón af
ævikjörum ungrar og tiginbor-
innar konu, er heimsblöðin láta
sér jafnan tíðrætt um, einkum
í sambandi við væntanlega gift-
ingu hennar.
Fjallar myndin um unga og
fagra prinsessu, ríkiserfingja í
ónefndu ríki, sem er sárleið á
hinu hefðbundna og formfasta
hirðlífi, en þráir að mega njóta
unaðar hins frjálsa lífs eins og
annað fólk. í opinberri heimsókn
sinni til Rómaborgar, þar sem
henni er tekið með kostum og
kynjum eins og tign hennar
sæmir, tekzt henni þrátt fyrir
vökul augu siðameistara og hirð-
kvenna, að laumast eitt kvöld á
brott úr sendiherrabústaðnum,
þar sem hún hefur aðsetur sitt,
út í iðandi mannþröngina á göt-
um og torgum hinnar miklu
borgar. Og þar hittir hún amer-
ískan blaðamann, ungan og
glæsilegan, og greinir myndin
frá samveru þeirra einn sólar-
hring. — Ber þá margt skemmti-
legt við, en frá því verður ekki
greint hér.
Hina ungu prinsessu, Önnu,
leikur Audrey Hepburn, ung og
fögur leikkona, er hlaut Óskars-
verðlaunin og heimsfrægð fyrir
leik sinn í þessu hlutverki. Er
hún heillandi í útliti og allri
framkomu, og sameinar á frá-
bæran hátt yndisþokka hinnar
ungu stúlku og tigið fas prins-
essunnar.
Blaðamanninn, Joe Bradley,
leikur Gregory Peek, prýðisvel,
ýkjulaust og eðlilega. — Auk
þessara tveggja leikenda ber að
nefna gamanleikarann Eddie
Albert, sem leikur þarna bráð-
skemmtilegan náunga af mikilli
snilld.
Það er óhætt að mæla með
þessari mynd, því að jafnframt
því sem hún er skemmtileg, er
yfir henni allri fágaður og heill-
andi blær.
AUSTURRÆJARBIO
Kvikmyndin „Á girndarleið-
um“, sem Austurbæjarbíó sýnir
nú er gerð eftir hinu fræga leik-
riti „A Streetcar named Desire“,
eftir ameríska rithöfundinn
Tennessee Williams. Er höfund-
urinn kunnur hér, því að Þjóð-
leikhúsið sýndi haustið 1953 leik-
rit hans „Sumri hallar". Wiliiams
fékk á sínum tíma hin merku
Pulitzer-bókmenntaverðlaun fyr-
ir leikritið „A Streetcar named
Desire“, en þrír af leikendunum í
kvikmyndinni fengu verðlaun
fyrir leik sinn þar, þau Vivian
Leigh, er fer með aðalhlutverkið
Blanche Du Bois, og Kim Hunter
og Karl Malden, er fara með
minni hlutverk. En allir þessir
leikendur vissulega vel að verð-
laununum komnir, því að leikur
þeirra allra er afbragðsgóður, en
leikur Vivian Leigh þó mestur og
beztur, enda beinlínis „genial“.
Myndin gerist í franska bæjar-
hiutanum í New Orleans, í um-
hverfi þar sem handalögmál og
drykkjuæði er daglegt brauð.
Fjallar hún um unga stúlku, fín-
gerða og viðkvæma, sem á vafa-
sama fortíð, en dreymir um betra
og fegurra líf. Hún kemur í heim-
Framh. a bls. 11