Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 9
Miðvikuriagur 5. jan. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
9
AFKOMA ISNAÐARMANNA
Afkoma iðnaðarmanna hefir
yfirleitt verið ágæt á s. 1. ári.
Atvinna hefir verið næg og góð,
og í ýmsum iðngreinum hefir
stórlega skort faglærða menn til
starfa, svo sem einkum í bygg-
ingaiðnaðinum og jármðnaðin-
um. Byggingaframkvæmdir hafa
verið mjög miklar á árinu, og
má mjög þakka það því, hve létt
var hömlum af húsabyggingum
vð lok ársins 1953. Þá hefir og
verið mjög mikil atvinna við
byggingaframkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli á vegum varnar-
liðsins. Horfur eru á að áfram-
hald verði á miklum bygginga-
framkvæmdum, ef fjárskortur fer
eigi verulega vaxandi. Járniðn-
aðurinn hefir haft mikil og fjöl-
þætt verkefni, enda er hann í
stöðugum vexti. Á árinu var
fyrsta íslenzka stálskipinu hleypt
af stokkunum, sem er dráttarbát-
ur sá, er Stálsmiðjan hefir smíð-
að fyrir Reykjavíkurhöfn, og
samið hefir verið um smíði á
öðru stálskipi, sem er björgunar-
skúta fyrir Norðurland. Stál-
skipasmíðar munu brátt fara hér
í vöxt, og fleiri aðilar verða til
þess að leggja út á þá braut, en
mjög vantar íslenzkar smíðaregl-
ur fyrir smærri stálskip. Hefur
og Landssamband iðnaðarmanna
farið þess á leit við iðnaðarmála-
ráðherra, að hann hlutist til um,
að skipaskoðunarstjóra ríkisins,
Hjálmari R. Bárðarsyni, verði
falið að semja slíkar reglur. Af-
koma margra iðngreina, sem eink
um annast framleiðslu margvís-
legra neyzluvara, eða sem láta í
té hvers konar þjónustu, er yfir-
leitt nátengd afkomu og kaup-
getu almennings í landinu, og þar
sem s. 1. ár hefir verið almenn-
ingi mjög hagstætt, þá hefir af-
koma manna í þessum iðngrein-
um yfirleitt verið mjög góð, þótt
nokkuð sé það breytilegt eftir
landshlutum. Skal það ekki nán-
ar rakið hér, heldur gerð í stór-
um dráttum grein fyrir þeim
helztu hagsmunamálum iðnaðar-
ins, sem á dagskrá hafa verið og
sem unnið hefir veríð að á s. 1.
ári.
FRÁ 16. IÐNÞINGI
ÍSLENDINGA
Þingið var haldið á Akureyri
í lok júnímánaðar og sóttu það
um 60 fulltrúar. A þínginu voru
m. a. tekin til meðferðar og gerð-
ar ályktanir um þessi mál: Iðn-
aðarmálastofnun Islands, Báta-
smíðar og innflutning báta, Iðn-
aðarbankann, Iðnlánasjóð og
lánaþörf iðnaðarins, Skýrslusöfn-
un fyrir iðnaðinn, Endurskoðun
bátalistans, Tolla- og skattamái,
þar á meðal söluskattínn, Skipu-
lagsmál byggingaiðnaðarins og
frv. til laga um iðnskóla. Eipnig
voru rædd innanfélagsmál sam-
takanna og ýms smærri mál.
Forseti Landssambands Iðnað-
armanna, Björgvin Frederiksen,
minntist sérstaklega 10 ára af-
mælis lýðveldisins í setningar-
ræðu sinni. Undir lok ræðu sinn-
fe'
ar komst hann m. a. svo að orði:
,,Ef ég mætti á tímamótum 10
ára lýðveldisins bera fram nokkr-
ar óskir um helztu áhugamál iðn-
aðarmanna, er rætast mættu á
næstu árum, þá myndu þær verða
eitthvað á þessa leið:
1. Að Alþingi verði á komandi
hausti við þeirri sanngirniskröfu,
að iðnaðarmenn fái réttláta aðild
að stjórn og störfum Iðnaðar-
málastofnunarinnar.
2. Að nægileg fjárframlög fáist
til þess að Ijúka iðnskólabygging-
unni í Reykjavík, svo fljótt sem
auðið er.
3. Að framhaldsdeildum verði
komið á við iðnskóla fyrir sveina
og meistarapróf frá skóla verði
lögleitt.
4. Að framleiddur verði í land-
inu allur sá iðnvarningur og iðn-
aðarþjónusta, sem vel reynist.
*
eftir Eggert Jónsson, framkvæmda-
stjóra Landssambands iðnaðarmanna
5. Að sköttum iðnaðarfyrir-
tækja verð.' stillt svo í hóf, að
þeim verði gert kleift að leggja
í varasjóði til endurnýjunar á
vélum og tækjum.
6. Að Iðnaðarbankinn verði
efldur og þannig aukin rekstrar-
lán til iðnfvrirtækja.
7. Að samþykkt verði lög um
iðnskóla og að ríki og þæjarfélög
þeri reksturskostnað þeirra eins
og annarra skóla, án þess að
skerða íhlutunarrétt iðnaðar-
manna um starfrækslu skólanna.
8. Að sem fyrst verði hafizt
handa um byggingu Iðnaðar-
mannahúss með sameinuðu átaki
iðnaðarmanna.
9. Að byggingameisturum verði
gert kleift að sýna samkeppnis-
hæfni sína með því, að þeir verði
eigi látnir sæta verri kjörum um
leyfisveitingar og í skattaálögum
en byggingasamvinnufélög.
10. Að rafotkuframkvæmdir
verði stórauknar í byggðum lands
ins til eflingar iðnaðinum.
11. Að byggð verði fullkomin
þurrkví, þar sem góð skilyrði
verði til stálskipasmíða og við-
halds á stálskipastól okkar“.
iðnaðarmAlastafnun
ÍSLANDS
Mikill ágreiningur var uppi um
Iðnaðarmálastofnun Islands í árs-
byrjun. Iðnaðarmenn voru mjög
óánægðir með að stofnunin skyldi
undirbúin og henni komið á fót,
án þess að beir væru hafðir með
í ráðum, enda töldu þeir sig alls
eigi geta unað við stofnunina í
þeirri mynd, sem hún var og er
enn. Kom sú afstaða skýrt fram
í samþykktum 15 Iðnþings ís-
lendinga haustið 1953.
Um miðjan febrúar s. 1. var svo
að tilhlutun Landssambands Iðn-
aðarmanna og Iðnsveinaráðs
A.S.I. haldinn almennur iðnað-
armannafundur í Reykjavík, til
þess að ræða afstöðu iðnaðar-
manna til stofnunarinnar. Kom
þar enn fram almenn og mikil
óánægja með stofnunina, allan
undirbúning málsins og frv. það
til laga fyrir stofnunina, sem Iðn-
aðarmálanefnd hafði samið, en
sem eigi hafði verið lagt fyrir
Alþingi vegna eindreginnar and-
stöðu iðnaðarmanna. Fundurinn
taldi jafnframt nauðsynlegt að
koma hér á fót stofnun til þess
að veita iðnaði og iðju tæknilega
þjónustu og fræðslu til þess að
vinna að auknum framleiðsluaf-
köstum og vörugæðum, og lagði
fundurinn áherzlu á, að með
stjórn stofnunarinnar ættu að
fara fulltrúar heildarsamtaka
þeirra vinnuveitenda og laun-
þega, er þjónustu hennar ættu
að njóta. Beindi fundurinn þeim
tilmælum til iðnaðarmálaráð-
herra, að hann hlutaðist til um,
að öllum þeim aðilum, er hlut
ættu að máli, væri gefinn jafn
kostur á að taka þátt í samning-
um um skipulag og starfsgrund-
vöil stofnunarinnar.
Með þréfi dags. 20 febr. s. 1.
skipaði svo iðnaðarmálaráðherra
sjö manna nefnd til þess að semja
lög og reglur um Iðnaðarmála-
stofnun Islands, og var lögð
áherzla á það, að nefndin skilaði
ráðuneytinu sameiginlegu áliti i
frumvarpsformi fyrir næsta reglu
legt Alþingi. I nefndina voru
skipaðir: Björgvin Frederiksen,
forseti Landssambands Iðnaðar-
manna, Kristján Jóh. Kristjáns-
son, formaður Félaas ísl. iðn-
rekenda, Benedikt Gröndal, full-
trúi í framkvæmdanefnd Vinnu-
veitendasambands íslands. Óskar
Hallgrímsson, formaður Iðn-
sveinaráðs A.S.I., Kristjón Krist-
jónsson, fulltrúi hjá S.I.S., Þor-
Eggert Jónsson.
steinn Gíslason, verkfræðingur
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, og Páll S. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Félags ísl. iðnrek-
enda, og var hann jafnframt skip-
aður formaður nefnriarinnar.
Kristjón Kristjónsson baðst und-
an störfum í nefndinni, en í hans
stað var skipaður Harry Frederik
sen, framkvæmdastjóri iðnaðar-
deildar S.I.S.
Nefndin hélt marga fundi og
var i fyrstu uppi mikill ágrein-
ingur, einkum um aðild að stjórn
stofnunarinnar, en að lokum
tókst að ná fullu . samkomulagi,
og sendi nefndin iðnaðarmálaráð-
herra sameiginlegt álit ásamt frv.
til laga um Iðnaðarmálastofnun
Islands hinn 9. okt. s. 1., og var
frumvarpið skömmu síðar lagt
fram á Alþingi að tilhlutun iðn-
aðarmálaráðherra. Samkomulag
varð um, að stjórn stofnunarinn-
ar skyldi skipuð 8 mönnum.
Skyldi formaður skipaður af
ráðherra án tilnefningar, Alþýðu-
samband Islands skyldi tilnefna
tvo fulltrúa og væri annar sér-
stakur fulltrúi iðnverkafólks, en
eftirtaiin samtök skyldu hvert
um sig tilnefna einn fulltrúa:
Landssamb. Iðnaðarmanna, Fél.
ísl. iðnrekenda, Iðnsveinaráð
A.S.I., Vinnuveitendasamband Is-
lands og Samband ísl. samvinnu-
félaga. I frv. er lögð megin-
áherzla á það hlutverk stofnun-
arinnar að veita tæknilega að-
stoð, annast rannsóknir og veita
tæknilegar upplýsingar, en henni
er ekki fer.gið sérstakt vald yfir
málefnum iðnaðarins. Henni er
ætlað að veita þjónustu, en ekki
gefa fyrirskipanir, og er þannig
í þessu nýja frumvarpi horfinn
af stofnuninni sá húsbóndabrag-
ur, sem iðnaðarmönnum þótti á
vera í frv. iðnaðarmálanefndar,
og sem þeir gátu með engu móti
fellt sig við.
Ætlast er til að frv. þetta verði
afgreitt sem lög á yfirstandandi
Alþingi, og er þess eindregið að
vænta, að við meðferð þess verði
eigi raskað því víðtæka samkomu
lagi, sem náðst hefir um þetta
mál, er áður var svo viðkvæmt
deilumál.
IÐNAÐARBANKINN
Starfsemi Iðnaðarbankans hef-
ir gengið mjög vel, og hafa spari-
fjárinnlög farið langt fram úr
því, sem menn í upphafi þorðu
að gera sér vonir um. Nú um
áramótin munu innstæður á
sparisjóði nema um 28 millj. kr.
og innstæður á hlaupareikning-
um um 7,2 millj. króna, en útlán
munu nema um 33,5 millj. króna.
Er þannig Ijóst að bankinn hefir
bætt mjög úr hinni miklu lána-
þörf iðnaðarins, þótt hvergi nærri
sé fullnægjandi, enda hafa um
skeið legið fyrir hjá bankanum
lánabeiðnir upp á 10—20 millj.
króna, sem eigi hefir verið unnt
að sinna vegna skorts á fé. Lán
það að upphæð 15 millj króna,
er Alþingi á sínum tíma heimilaði
ríkisstjórninni að taka handa
bankanum, hefir enn eigi fengizt,
en á s. 1. hausti samþykkti ríkis-
stjórnin að ábyrgjast lán þetta
fyrir bankann, og mun þá bank-
inn sjálfur annast um lántökuna.
íir þar með tryggt, að nú er hægt
að taka lánið, án þess að önnur
erlend lán verði látin sitja þar í
fyrirrúmi. Er þess og að vænta,
að lánið fáist bráðlega.
Mjög háir það starfsemi bank-
ans og eðlilegum vexti hans, hve
hann býr við þröngan húsakost,
og verður að gera enn um hríð,
eða þar til hann getur flutt í eig-
ið húsnæði. Gamla timburhúsið í
Lækjargötu 10B, hefir nú verið
flutt burtu og er unnið að hreins-
un lóðarinnar. Verður lögð
áherzla á að hefja byggingafram-
kvæmdir svo fljótt sem unnt er.
Bankinn opnaði útibú á Kefla-
víkurflugvelli hinn 13. júlí s. 1.
en þar hafði skort mjög banka-
þjónustu. Hefir þar síðan svo
skipazt, að hús útibúsins fylgir
svæði því, sem varnarliðinu hef-
ir verið fengið til umráða með
síðari samningum. Verður húsið
þannig innan girðingarinnar um
yfirráðasvæði varnarliðsins, en
það hindrar, að menn geti haft
eðlileg og nauðsynleg viðskipti
við útibúið. Verður útibúið því
lagt niður nú um áramótin, en
ríkissjóður kaupir hús útibúsins
af bankanum.
IÐNLÁNASJÓÐUR
Þrír þir.gmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Jónas Rafnar, Magnús
Jónsson og Pétur Ottesen, hafa
nú flutt á Alþingi frv. til laga
um breytingu á lögum um Iðn-
lánasjóð. Leggja þeir til að árleg
fjárveiting til sjóðsins verði
hækkuð um helming eða úr kr.
300,000,00 upp í kr. 600,000,00, og
einnig verði framvegis einungis
veitt stofnlán úr sjóðnum, en
ekki rekstrarlán, þar sem nú
verður að líta svo á að eðlilegast
sé, að Iðnaðarbankinn annist
fyrst og fremst um rekstrarlán-
in. Frv. þetta hefir eigi enn kom-
ið úr nefnd, en nokkra bendingu
gefur það um, hverja afgreiðslu
það muni fá, að samkvæmt til-
lögu fjárveitinganefndar var sam
þykkt að hækka fjárveitingu til
Iðnlánasjóðc upp í kr. 450,000,00
á fjárlögum íyrir árið 1955. Má
og í því sambandi benda á, að
framangreindir flm. frv. eiga all-
ir sæti í fjárveitinganefnd.
BÁTASMÍÐAR
Á árinu hefir að mestu eða
öllu leyti verið lokið smíði 10
báta í innlendum skipasmíða-
stöðvum, og er það meira en áð-
ur hefir verið um langa hríð. Má
fyrst og fremst þakka þann ár-
angur harðri baráttu Landssam-
bands Iðnaðarmanna fyrir hags-
munum skipasmíðastöðvanna.
Vantar þó mikið á, að enn sé
þeim málum komið í viðunandi
horf, enda hafði um helmingur
skipasmíðastöðvanna htil eða
engin verkefni við nýsmíði s. 1.
ár.
I grein er ég reit í Mbl. 24.
marz s. 1. gerði ég ítarlega grein
fyrir gangi þessara mála undan-
farin tvö ár, og skal það því
ekki endurtekið hér, en aðeins
rakið í stórum dráttum, hvað sið-
an hefir gerzt.
Eftir að veitt höfðu verið inn-
flutningsleyfi fyrir 21 bát haust-
ið 1953, gaf ríkisstjórnin fyrir-
heit um þaó, að ekki skyldu á
ný veitt innflutningsleyfi fyrir
bátum, nema áður væru gerðar
viðhlítandi ráðstafanir til að
tryggja eðlilegan rekstur skipa-
smíðastöðvanna. Þrátt fyrir þetta
fyrirheit var haldið uppi látlaus-
um áróðri í Tímanum allt s. 1.
sumar og haust fyrir því að leyfð-
ur yrði innflutningur báta, og
var einkum ráðizt harkaiega að
iðnaðarmálaráðherra fyrir " að
standa þar á móti. I okt. s. 1.
kvaddi iðnaðarmálaráðherra
skipasmíðanefnd Landssambands
Iðnaðarmanna á sinn fund og
tjáði henni, að eigi yrði lengur
unnt að standa á móti því að
veita einhver innflutningsleyfi
fyrir bátum. Jafnframt skýrði
hann frá því, að ríkisstjórnin.
hefði ákveðið að ábyrgjast 15
millj. króna lánið til Iðnaðai-
bankans og setja það skilyrði, að
ákveðinn hluti þess yrði lánaður
skipasmíðastöðvunum til ný-
smíða fyrir eigin reikning. Hefir
síðar verið tekið fram að sá hluti
yrði 3—5 millj. króna. Ráðherr-
ann skýrði einnig frá því, að í
frv. til laga um Fiskveiðasjóð,
er þá yrði senn lagt fyrir Alþingi
að tilhlutun sjávarútvegsmála-
ráðherra, myndi gert ráð fyrir, að
sjóðnum yrði heimilt. að veita
15% hærri lán til báta, er smíð-
aðir væru innanlands, en til er-
lendra báta Er frv. þetta kom
fram nokkru síðar, hafði þó þessi
munur verið færður niður í 8V3 %.
Af hálfu Landssambands Iðn-
aðarmanna var því lýst yfir, að
með þessum aðgerðum væri veru-
lega komið til móts við þær ósk-
ir, er fram hefðu verið bornar.
Jafnframt var þó lögð áherzla 4
það, að eigi yrðu veitt leyfi fyrir
öðrum bátum en þeim, sem víst
væri að kæmu til landsins nógu
snemma, til þess að þeir kæmu
að fullum notum á næstu vetr-
arvertíð, enda myndu innlendar
skipasmíðastöðvar með eðlilegum
afköstum geta lokið smíði eigi
færri en 20 báta fyrir vetrar-
vertíð 1956. Einnig var farið fram
á, að felldur yrði niður sölu-
skattur af skipum smíðuðum inn-
anlands, sem hefir verið 3%, og
tjáði iðnaðarmálaráðherra mér
nú fyrir skömmu, að hann hefði
fengið því til leiðar komið, að
skatturinn yrði felldur niður. Þá
var og farið fram á, að niður yrðu
felld aðflutningsgjöld af vélum,
er inn væru fluttar til endur-
nýjunar vélum í bátum, þar sem
eigi hefir þurft að greiða nein
slík gjöld, ef skipt hefir verið
um vélarnar erlendis. Hefir það
enn eigi borið árangur, en unn-
ið verður áfram að því, að fá
þessari sjálfsögðu réttlætiskröfu
fullnægt.
Frv. til laga um Fiskveiðasjóð
er enn til athugunar hjá sjávar-
útvegsnefnd neðri deildar Al-
þingis, og hefir verið unnið að
því með viðtölum og bréfaskrift-
um við ráðherra og sjávarútvegs-
nefnd að fá mismun þann á lána-
heimildum, er að framan greinir,
hækkaðan upp í 15%. Er mjög
nauðsynlegt fyrir innlendu skipa-
smíðastöðvarnar að munurinn sé
svo mikill, þar sem verðmunur
innlendra og erlendra báta er nú
10—12% og þarf lánamunurinn.
að vera nokkru meiri, til þess
að hann sé útvegsmönnum næg
hvöt og nægur fjárhagslegur
stuðningur til þess að kaupa frem
ur innlenda báta en erlenda. Er
þess eindregið að vænta, að Al-
þingi geti fallizt á þessa nauð-
syn.
Innflutningsleyfi voru veitt
fyrir rúmlega 30 bátum í byrjun
nóvember s.l. Brá þá svo við, að
útvegsmenn þeir, er höfðu verið
að leita eftir smíðasamningum
við innlendu stöðvarnar, kipptu
alveg að sér hendinni með samn-
ingáumleitanir. Er nú og lokið
eða í þann veginn að verða lokið
smíði flestra þeirra báta, sem
Framh. & bls. 10