Morgunblaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. jan. 1955
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
s
ÚR DAGLEGA LÍFINU
ALMAR skrifar:
Jrá lituarpirwi
L óL&LtátiA, ulLu
Eftirhreytur
Alþýðusambandsþingsins
EFTIRHREYTUR þeirra atburða
er gerðust á síðasta þingi Alþýðu-
sambands Islands eru nú'að koma
í ljós. Um áramótin var öllum
starfsmönnum á aðalskrifstofu
sambandsins sagt upp störfum.
En það voru þrír Alþýðuflokks-
menn og einn Sjálfstæðismaður.
Við störfum þessar manna tóku
svo kommúnistar og handbendi
þeirra með hinn nýkjörna forseta
sambandsins á toppinum.
Það hefur þannig orðið hlut-
verk Hannibals Valdimars-
sonar, sem enn situr á Alþingi
sem þingmaður Alþýðuflokks-
ins að standa fyrir brottrekstri
nokkurra Alþýðuflokksmanna
af skrifstofum heildarsamtaka
verkalýðsins en leiða komm-
únista þar til sætis í staðinn.
Kommúnistar munu nú
hreiðra um sig innan Alþýðu-
sambandsins að nýju enda
þótt þeir séu í miklum minni-
hiuta innan verkalýðssamtak-
anna í landinu. Enn einu sinni
hafa þeir getað notað nokkra
„nytsama sakleysingja" sér til
framdráttar.
Arið 1943 hófu lýðræðissinnuð
öfl í íslenzkum verkalýðsfélög-
um um land allt með sér sam-
vinnu. Tilgangur hennar var að
hrinda völdum kommúnista í
Alþýðusambandinu, en þeir höfðu
þá stjórnað því í nokkur ár. Með
einhuga baráttu tókst lýðræðis-
sinnum að koma kommúnistum
á kné. Þeir töpuðu stjórn Alþýðu-
sambandsins. Ný stjórn, sem
fyrst og fremsl hafði hagsmuni
launþega að leiðarljósi tók þar
við völdum. Var hún skipuð
mönnum úr öllum lýðræðis-
flokkunum.
Þetta sámstarf um stjórn Al-
þýðusambandsins gafst vel. Og
lýðræðissinnuðu fólki innan þess
var ljóst, að það var nauðsyn-
legt.
En kommúnistar hömuðust
gegn því. Þeir vildu geta not-
að heildarsamtök verkalýðs-
ins áfram sem verkfæri í
pólitískri valdastreitu sinni.
En um langt skeið varð þeim
ekkert ágengt. Fylgi þeirra
hélt áfram að þverra í hverj-
um kosningum og pólitísk
eyðimerkurganga þeirra var
hafin.
A s. 1. sumri sá þáverandi for-
maður Alþýðuflokksins, að hann
myndi velta út úr áhrifastöðum
í flokki sínum. En þeim kostum
vildi hann ekki una. Hann hóf
því samninga við kommúnista um
samstarf innan verkalýðssam-
takanna. Var sú ráðabreytni í
beinni andstöðu við mikinn
meirihluta Aibýðuflokksmanna.
En er á Alþýðusambandsþing
kom fengust tæplega 30 Alþýðu-
flokksmenn af um 130, er þingið
sátu, til þess að leggja út í ævin-
týrið. Það nægði til þess að
tryggja kommúnistum og hand-
bendum þeirra völdin, sem þeir
nu nota til þess að „gera hreint“
á skrifstofum Alþýðusambands-
ins, reka þá starfsmenn, sem
stjórn lýðræðissinna réði þangað
og setja „einingarmenn" í stað-
inn.
Kommúnistar munu að sjálf-
sögðu halda áfram að tapa fylgi
og trausti meðal íslenzks al-
mennings. En fyrrverandi for-
DAGARNIR fyrir jól eru mörg-
um erilsamir öðrum en húsmæðr-
unum, sem vitanlega eru önnum
kafnar við margs konar heimilis-
störf, bakstur, matseld og jóla-
skreytingu. Við karlmennirnir' bragðsvel sungin, enda mátti
höfum þá einnig í mörg horn að þarna heyra marga mikilhæfa og
líta. Við verðum að renna búð úr þekkta söngvara. Þá var og leik-
búð til innkaupa og þegar því er ur filharmonisku hljómsveitar-
lokið og heim er komið, verðum jnnar J Berlín undir stjórn Sir
(við að rétta hjálpandi hönd við Thomas Beecham’s, framúrskar-
svo margt og margt. Og svo koma \ an(lj góður. — Ef dæma má eftir
blessuð jólin og þá koma góðir þvi, sem nú er að gerast á sviði
maður Alþýðuflokksins hefur vinir * heimsókn eða þá að kallað ^ Þjóðleikhússins okkar, þá verður
gert eindregna tilraun til þess að er á mann tn vina og ná8ranna-, vonandi ekki langt að bíða þess,
ur laun'fyrir þá hjáíp HannTær varpst*kið hlusta á allt það
goðgæti, sem utvarpið ber a borð
að heita framkvæmdastjóri Al-
, , . . , , fyrir hlustendur þessa daga. Og
þyðusambandsins og fær það vitanl hljóta þessir þættir mín_
starf allvel borgað^ En kommun- jr að bera þesga arna merki og
ístarmr fa i staðinn að mota vona é að lesendur mínir virði
stefnuna. Það kom i þeirra hlut. mér (það - þetri veg
Öllu lýðræðissinnuðu fólki
innan verkalýðssamtakanna * A ANNAN j jÓLUM
er það ljóst, að það verður að j>eNNAN dag hlustaði ég á mið-
efla samvinnu sína og taka degistónleikana mér til mikillar á-
UPP einarða baráttu gegn yfir- nægju yoru þá fluttir þættir úr
drottnan kommúnista í sam
hjálpa þeim í erfiðleikum þeirra. Þær verða því stopular_ stundirn-1 að við verðum þess umkomnir að
Einnig hann hefur fengið nokk- ar- sem, hægt er, að Sltja vlð ,ut' taka t!1 sýningar óperu á borð við
mikið hefur okkur orðið ágengt að
því er óperusýningar snertir, á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá
er fyrsta óperan var sýnd hér með
íslenzkum söngvurum.
Þennan sama dag las Karl Guð-
mundsson leikari, stutt erindi um
Abbey-leikhúsið í Dyflinni, eftir
Lárus Sigurbjörnsson rithöfund,
en leikhús þetta er fimmtíu ára
nægju. Voru pa tiuttir pættir ur um þessar mundir. Af þessu er-
hinni skemmtilegu og fögru óperu indi Lárusar gætum við mikið
tökum þess. Völdum komm- „Töfraflautan" eftir Mozart, með lært. Þetta litla leikhús, sem búið
ánista verður ekki hrundið skýringum Guðmundar Jónssonar hefur við húsakynni lítið stærri
nema með samstilltum átökum óperusöngvara. Var óperan af-*en Iðnó, hefur hlotið mikla frægð
andstæðinga þeirra. Allir lýð-
ræðissinnar verða að leggja ■ ■■■■■—■
þar hönd að verki. íslenzk
verkalýðssamtök mega ekki
tii lengdar verða hreiður um-
boðsmauna erlendrar einræðis
klíku, sem lætur sig hagsmuni
islenzkra launþega engu
skipta.
VeU attcli Jtrij-ar:
R
Sjálfslæðisfélögm
í Reykjavík
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN hér í
Reykjavík hafa allt frá síðustu
alþingiskosningum haldið uppi j
mjög öflugri og fjölþættri starf-
semi. Hefur það verið mjög áber-
andi á þessu timabili, hve allar
samkomur þeirra hafa verið vel
sóttar. Tugir og hundruð manna,
karla og kvenna úr öllum stétt-
um bæjarfélagsins hafa gengið í
félögin á svo að segja hverjum
fundi þeirra. Skiptir það fólk nú
þúsundum, sem gengið hefur í
félögin á s.l. einu og hálfu ári.
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur, að þessi fjölg-
un í flokksfélögum Sjálfstæðis-
manna er greinileg sönnun þess,
að flokkur þeirra er í miklum
uppgangi í bænum. Fleira og
fleira fólki verður það ljóst,
að Sjálfstæðisflokkurinn er
brjóstvörn framfara- og frelsis-
afla með þjóðinni. Þessvegna
bætast honum stöðugt nýir liðs-
menn, bæði ungt fólk sem er að
mynda sér sjálfstæðar skoðanir á
þjóðmálum og eldra fólk, sem
yfirgefur aðra flokka, er það
hefur orðið fyrir vonbrigðum af.
Sjálfstæðismenn um allt land
fagna þessari eflingu flokkssam-
taka sinna í höfuðborðinni. í
Reykjavík hefur fylgi Sjálfstæð-
isstefnunnar alltaf staðið traust-
ustum fótum. Þar hefur fólkið
haft tækifæri til þess að sjá hana
í framkvæmd þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur haft hreinan
meirihluta í bæjarstjórn borgar-
innar. Hvergi hafa framfarirnar
orðið meiri en einmitt þar.
Hvergi hefur verið unnað að um-
bótamálunum af meiri fyrir-
hyggju og víðsýni.
Það er vegna alls þessa, sem
almenningur í Reykjavík fyik-,
ir sér um samtök Sjáifstæðis- j
manna í stöðugt
„Fræbauk“ við jólatréð.
EYKVÍKINGUR einn, sem
skrifar undir nafninu „Skóg-
arþröstur", hefir komið fram
með hugmyndina, sem frá grein-
ir hér á eftir. Bréf hans er á þessa
leið:
„Kæri Velvakandi!
Þegar ég hlustaði á ræðu
norska sendiherrans, er hann af-
henti borgarstjóranum í Reykja-
vik hina vinsamlegu gjöf Osló-
borgar, jólatréð á Austurvöll, þá
kom mér í hug, hvort það væri
ekki viðeigandi, að við Reykvík-
K
ingar og aðrir staðnæmdust við
þetta tré, ekki aðeins til að horfa
á ljósadýrð þess, heldur til að
leggja nokkra skildinga í „fræ-
bauk“.
Hl
Tveggja krónu
happdrætti.
UGMYND mín er sú, heldur
„skógarþröstur“ áfram, að
hjá jólatrénu yrði komið upp
sjálfsala með tveggja króna happ
drætti, sem dregið yrði í, þegar
tréð væri tekið niður og í þessu
happdrætti væri aðeins einn
vinningur: fallegar Ijósastikur
með áletruninni, „Jólalundur
19—“.
Þeim peningum, sem söfnuðust
þannig yrði svo varið til að gróð-
ursetja trjáplöntur á ákveðnum
bletti, annað hvort hér í ein-
hverjum skrúðgarði bæjarins eða
vaxandi á Heiðmörk og þessi blettur yrði
mæli. En margt bendir til þess kallaður „Jólalundur“.
að víðsvegar út um land sé Nýársdag, 1955,
svipuð saga að gerast. Sjálf- „Skógarþröstur".
stæðisflokkurinn er að vinna Hætt er við, að þessi hugmynd
á með þjóðinni. Glundroða- „Skógarþrastar“ komi nokkuð
flokkarnir eru á undanhaldi. seint fram til að hægt verði að
framkvæma hana að sinni, en
hver veit, nema við fáum jólatré
á Austurvöll einnig næsta ár —
og það næsta. Þá væri ráð að
taka hana til athugunar.
Þakkar fyrir útvarps-
dagskrána á gamlárs-
kvöld.
ÆRI Velvakandi!
Um leið og ég þakka þér
fyrir dálka þína á liðna árinu
langar mig til að biðja þig, að
færa Ríkisútvarpinu svo góðar
þakkir eins og þú hefir góð orð
til fyrir dagskrána á gamlárs-
kvöld — og reyndar síðan vetrar-
dagskráin byrjaði.
Af gömlum vana langaði mig á
ball þetta gamlárskvöld, en nú
var það svo dýrt, að við gátum
það ekki. Aðgöngumiðinn kost-
aði 200 krónur fyrir parið — og
svo ölflaskan á 10 krónur! Við,
sem erum barnamenn höfum
ekki efni á slíku — en útvarpið
bætti það allt upp.
Einu sinni, eins og þú ef til vill
manst, gat Vilhjálmur Þ. Gísla-
son ekki komið í útvarpið til að
flytja annál ársins á gamlárs-
kvöld. Þá fannst okkur vanta
mikið, en sem betur fór kom
hann núna með annálinn —
áreiðanlega öllum kærkominn.
Með beztu kveðju.
Verkakarl í Keflavík".
ViII jazz-þátt í útvarpið.
SVO er hér önnur rödd um út-
varpið. Hún kemur frá „Jazz-
unnanda".
„Það er eindregin ósk mín —
segir hann — að tekinn verði
upp aftur jazz-þáttur sá, sem
Ríkisútvarpið flutti fyrir nokkr-
um árum. Þessi þáttur var mjög
vinsæll meðal unga fólksins og
finnst mér ekki sanngjarnt að
leggja hann niður, þegar tekið er
tillit til þess að flestir dagskrár-
liðir virðast ætlaðir eldri hlust-
endum. — Jazz-unnandi“.
Skynsemin
veitir öryggi.
víða um lönd og jafnvel haft veru-
leg áhrif á leikhúsrekstur og leik-
listarlíf í stórborgum ein^ og
London, En hvað veldur því?
Fyrst og fremst það, að leikhúsið
hefur haft það að meginreglu að
taka til sýningar aðeins þau leik-
rit, sem hafa verulegt bókmennta-
gildi og eru jafnframt leikræn. —
Það hefur aldrei freistast til að
láta eftir kenjum fólksins og því
alltaf borið merkið hátt. Þetta
hefur orðið til þess að mikilhæfir
leikarar hafa sóttzt eftir að starfa
við leikhúsið og hafa unnið þar
af lifandi áhuga.
HAMLET
JÓLALEIKRIT útvarpsins var að
þessu sinni hið stórbrotna leikrit
Shakespeares, „Hamlet“, flutt
mánudaginn 27. desember, undir
stjórn Þorsteins ö. Stephensens.
Aðeins fyrri hluti leikritsins var
þó þarna fluttur, en seinni hlutinn
fluttur síðar. Leikendur í aðalhlut-
verkunum voru: Lárus Pálsson
sem Hamlet, Gestur Pálsson kon-
ungurinn, Regina Þórðardóttir
drottningin og Margrét Guðmunds
dóttir Ofelia. Leikendur fóru yf-
irleitt mjög vel með hlutverk sín,
en mörgum hlustendum þótti mið-
ur, að leikritið skyldi ekki flutt í
heild. Þessu varð því miður ekki
við komið eins og á stóð.
Sama kvöld söng sendiherrafrú
Lisa-Britta Einarsdóttir Öhrvall,
í dómkirkjunni með orgelleik dr.
Páls ísólfssonar, fimm lög eftir
Bach, aríu eftir Hándel og aríu
eftir Mendelssohn. Var söngur
frúarinnar með miklum ágætum.
Því næst léku þau Einar Vig-
fússon og Jórunn Viðar saman á
cello og píanó, sónötu í g-moll op.
65 eftir Chopin. Var ánægjulegt
að heyra ágætan leik þeirra.
ORGELTÓNLEIKAR
Dr. PÁLS ÍSÓLFSSONAR
ATHYGLISVERÐASTI dagskrár-
liður útvarpsins þriðjudaginn 28.
desember voru orgeltónleikar dr.
Páls Isólfssonar, fluttir af plöt-
um. Lék dr. Páll, sem kunnugt er
s. 1. vor, inn á sex plötur í Allra-
sálnakirkjunni í London á vegum
His Masters Voice, tónverk eftir
Bach í tilefni af sextugsafmæli
sínu. Hlaut hann, sem vænta mátti,
mikið lof fyrir leik sinn, í hinu
stórmerka músiktímariti „The
Gramophone” í London, enda er
leikur hans á þessum plötum stór-
glæsilegur. Tónverk þau, sem flutt
voru þessu sinni í útvarpið, voru
Preludía og fúga í Es-dúr og
Pastorale og Tokkata í d-moll,
hvort tveggja mikil og fögur
tónverk.
Á GAMLÁRSDAG
AÐ LOKNUM nýárskveðjum þenn
an síðasta dag ársins, fór fram
aftansöngur í Laugarnesskirkju,
þar sem séra Árelíus Níelsson
predikaði, en Helgi Þorkelsson
lék á orgelið. Var það hátíðleg at-
höfn og ræða séra Áreliusar hin
merkasta. — Síðar fóru fram tón-
leikar og var flutt hið athyglis-
verða tónverk Jóns Nordals, Ása,
Signý og Helga, lagaflokkur fyr-
ir fiðlu og píanó. Léku þeir Björn
Ólafsson og Wilhelm Lanzky-
Otto (af segulbandi?). Tónverk
þetta er mjög skemmtilegt og ber
fagurt vitni hæfileikum hins
unga tónskálds. — Þá var flutt
hin fagra kantata Bach’s „Vor
Guð er borg“, með söng útvarps-
kórsins og leik hljómsveitar. Dr.
Páll Isólfsson lég á orgel. Ein-
söngvarar voru: Guðrún Tómas-
dóttir, Kristín Einarsdóttir,
Magnús Jónsson, Egill Bjarnason
og Brynjólfur Ingólfsson. Þetta
rismikla verk naut sín ekki sem
skyldi þar eð upptakan (plötur)
var mjög gölluð.
RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
SÍÐAR þetta sama kvöld flutti
forsætisráðherra, Ólafur Thors,
snjallá ræðu til þjóðarinnar. Rakti
Framh. á bls. 11