Morgunblaðið - 12.01.1955, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. jan. 1955
F j drhagsdætlun
Akureyrarbæj ar
Akureyri, 11. jan.
FYRSTI fundur ' Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á hverju ný-
byrjuðu almanaksári, fjallar venjulega um fjárhagsáætlun
bæjarins. Hefur hann um mörg ár verið ófrávíkjanleg venja, ávallt
fjölmennur, fróðlegur og skemmtilegur.
ráða Færevinsa a
SKYRBI
FJÁRHAGSÁÆTLUNINA
Að þessu sinni var fundurinn
haldinn hér að Varðborg í gær-
kveldi og hófst kl. 8,30, og stóð
fil miðnættis. Jón G. Sólnes hafði
framsögu fyrir hönd þeirra bæj-
arfulltrúanna og skýrði fjárhags-
áætlunina eins og hún liggur nú
fyrir til annarar umræðu. Gerði
hann samanburð á einstökum
liðum nú í ár og fyrra árið. Bar
fram ástæður til þeirra breyt-
inga, sem orðið höfðu á áætlun-
inni, sem einkum felast í hækk-
unum á einstökum liðum.
ÚTSVÖR HÆKKA
Áætluð er hækkun útsvara
sem nemur 1,9 millj. kr. Þessi
hækkun kemur fyrst fram í fjór-
um liðum, sem eru vextir og af-
borganir af sjúkrahúslánum, 480
þús. kr. lögboðið framlag til lýð-
hjálpar, 170 þús. kr. vegna sam-
einingar Glerárþorps við bæinn,
500 þús. kr. sem gert er þó ráð
fyrir að þorpsbúar greiði með út-
svörum sínum og loks til nýbygg-
ingar frystihúss 750 þús. kr. Enn-
fremur gat framsögumaður þess,
að bærinn hefði misst tekjur sem
svara mundu hátt á þriðja hundr-
að þús. kr., sem var skattur af
sölu áfengis í bænum.
ÁFENGISTEKJURNAR
Að lokinni ræðu frummælanda
tók til máls Bjarni Halldórsson,
skrifstofustjóri. Ræddi hann fyrst
um áfengissöluna og gróðann af
henni. Þá taldi hann að reyna
bæri að útvega lán til nokkurra
ára til greiðslu á framlagi bæj-
arins til hraðfrystihússins, sem
síðan yrði smátt og smátt jafnað
uiður á bæjarbúa.
FRYSTIHÚSFRAMLAGH)
Guðmundur Jörundsson. bæj-
arfulltrúi, ræddi ýmsa liði á-
í ætlúnarinnar og benti á nokkra,
er mætti lækka. Hann var á
s móti því að bæjarstjórnin og
nefndir bæjarins tækju laun fyr-
i ir fundarsetu. Hann .taldi að
lækka mætti halla á grjótmuln-
ingi, framlag til bókasafns og
sundstæðis. Hann vildi að reynt
væri að útv'ega lán til frystihúss-
framlagsins er greitt yrði með
niðurjöfnun á þremur árum. —
Helgi Pálsson, bæjarfulltrúi, tók
í sama streng og G. Jör. hvað
snerti frystihúsframlagið og
kvaðst mundi bera fram tillögu
til breytingar á þessu við aðra
umræðu áætlunarinnar. Hann
kvað það vera í athugun að fá
lán frá Þýzkalandi í þessu skyni.
Karl Friðriksson tók einnig í
sama streng hvað snerti frysti-
húsframlagið. Hann ræddi all-
mafga liði til lækkunar gjalda-
megin svo sem að bæjarstjórn
yrði kauplaus, skrifstofukostnað-
ur lækkaður o. m. fl.
SJÚKRAHÚSS- OG
SKÓLAMÁL
Steinn Steinsen svaraði fyrir
hörid bæjarstjórnar og sagði
ástæðurnar fyrir hvernig stæði á
upphæð ýmissa liða, sem spurt
hafði verið um. Einar Kristjáns-
son talaði um vinnuskólann og
tap hans. Ennfremur hin síhækk-
andi útsvör. Jónas G. Rafnar,
alþingismaður, ræddi um fjórð-
upgssjúkrahúsið, skólamál og
rtauðsyn byggingar nýs barna-
skóia, laun bæjarfulltrúa er hann
taldi ekki óeðlilegt að væru ein-
hver svo og húsnæði bæjarstjórn-
arirmar. í lok ræðu sinnar kvaðst
hánn vonast til þess að bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðismanna sæju
svo um að fjárhagsáætluninni
yrði stillt svo í hóf, að ekki þyrfti
að hækka útsvarsstigann frá því
sem nú er.
Nokkrir fyrri ræðumanna tóku
til máls aftur og stóð þessi
ánægjulegi fundur allt til mið-
nættis. Árni Jónsson, tilrauna-
stjóri, formaður Sjálfstæðisfé-
lags Akureyrar, stýrði fundi.
— Vignir.
PATREKSFIRÐI, 11. janúar. — I
dag var byrjað að setja upp trön-
urnar fyrir skreiðarframleiðsluna
sem hér á að fara að hefja. Kom
efnið í trönurnar rétt eftir ára-
mótin og í gær kom hingað mað-
ur frá Skreiðarframleiðslusam-
bandinu, Gunnar Sigurðsson, og
mun hann hafa eftirlit með verk-
inu. Var byrjað á uppsetningu
trananna í dag. — Karl.
Patreksfirði, 11. janúar.
PATREKSFJARÐARTOGARARNIR Gylfi og Ólafur Jóhannessorx
lágu hér inni þar til 5. og 6. janúar að þeir fóru á veiðar. Vafl
það aðallega vegna manneklu að togararnir lágu inni, en margitl
hafa farið í atvinnuleit héðan til Suðurlands yfir vertíðina.
664 kr. fyrír 10 réffa
ÚRSLIT í 1. leikviku getrauna:
Arsenal 1 — Cardiff 0 1
Bristol 2 — Portsmouth 1 1
Bury 1 — Stoke 1 x
Derby 1 — Manch. City 3 2
Fulham 2 — Preston 3 2
Hull 0 — Birmingham 2 2
Lincoln 1 — Liverpool 1 x
Middlesbro 1 — Notts Co 4 2
Rotherham 1 — Leicester 0 1
Sheff. Utd 1 — Nottinham 3 2
Sunderland 1 — Burnley 0 1
West Ham 2 — Port Vale 2 x
Bezti árangur reyndist 10 rétt-
ar, og varð hæsti vinningurinn
664 kr. fyrir kerfi með 2 röðum
með 10 réttum, og 9 réttum í 8
röðum. Næsti vinningur var 424
kr. fyrir 1/10 og 6/9. Vinningar
skiptust þannig:
1. vinningur: 148 kr. fyrir 10
rétta (5)
2. vinningur: 46 kr. fyrir 9
rétta (32).
Sæmileg aflabrögð
Bolungavíkurbála
BOLUNGAVÍK, 11. jan. — Hér
hefur verið góð tíð að undan-
förnu; þó réru bátar héðan ekki
í nótt sakir illskuveðurs. Eru
gerðir út 4 stórir bátar héðan og
3 smærri. Bátarnir hafa yfirleitt
aflað mjög sæmilega.
Hér hefur skapazt mikil at-
vinna af því að togarar landa ís-
fiski á ísafirði og er aflanum ek-
ið hingað og hann unninn hér.
Einnig er togarafiskinum ekið til
Hnífsdals.
Hér var haldin áramótaskemmt-
un í félagsheimilinu og var þar
ýmislegt til skemmtunar. Var
leikinn einþáttungur, tvísöngur
ungra stúlkna og Baldur Hólm-
geirsson kennari las upp og Frið-
rik Sigurbjörnsson lögreglustj.
flutti áramótahugleiðingu. Var
dansað frameftir nóttu og
skemmti fólk sér mjög vel. Kven-
félagið sá um skemmtunina.
Anægjuleg jólafrés-
Palreksfirði
j E'ainh »f hls 1
um hans skal fyrir lok ársins 1956
stofna sameiginlegt „vopnabúr“
innan bandalagsins og skal því
stjórnað af sérstöku ráði á veg-
um aðildarrikjanna.
j ítalska stjórnin hefur þegar
■ lýst yfir því, að hún muni styðja
, í orði kveðnu tillögur franska
forsætisráðherrans, en Bretland,
Holland, Belgía og Luxemburg
hafa tjáð sig þeim lítt fylgjandi.
V.-Þýzkaland hefur slegizt í hóp
með þeim síðarnefndu, en Men-
des-France vonar, að honum tak-
ist að telja Adenauer á að styðja
t tillögur sínar í viðræðum þeirra
I í næstu viku.
' ★ RÁÐSTEFNA STENDUR
FYRIR DYRUM
Sjö aðildarríki V.-Evrópu
, bandalagsins, Bretland, Frakk-
j land, V.-Þýzkaland, ítalía, Hol-
j land, Belgía og Luxemburg munu
jhalda með sér ráðstefnu 17. jan.
'til að ræða tillögur Mendes-
France.
Þar sem franska ráðuneytið
hefur enn ekki löggilt samþykkt-
í ir franska þingsins um endurher-
jvæðingu V.-Þýzkalands, mun
sjöveldaráðstefna þessi geta haft
mjög mikla þýðingu fyrir fram-
kvæmd áætlananna um endur-
hervæðingu V.-Þýzkalands og
jafnframt fyrir stjóm Mendes-
France í heild.
★ TILLÖGUR
MENDES-FRANCE
S.l. miðvikudag sendi franska ’
stjórnin öllum aðildarríkjum V.-
Evrópu bandalagsins orðsendingu
er gerði nána grein fyrir tillög-1
um Mendes-France. Forsætisráð-
I herrann gerir ráð fyrir fram-
kvæmd áætlunarinnar í tveim
áföngum: •
IBráðabirgða stofnun skal
. hafa yfirumsjón með ákvæð-
um um vopnabúnað og eftirlit
j með öllu varnarfyrirkomuiagi.
Starf þessarar stofnunar getur
hafizt á vegum tveggja eða
þriggja landa — t. d. Frakklanils
og Italíu — ef hin bandalagsríkin
vilja ekki taka þátt þegar í stað.
2Loks í byrjun ársins 1957
. skal koma á fót hinni eigin-
legu eftirlitsstofnun hervæðing-
arinnar. Þessi stofnun skal hafa
endanlega heimild til að ganga
, frá varnaráætlunum einstakra
| bandalagsríkja og geta tekið
ákvarðanir með tveim þriðju
meiri hluta.
Tvær néfndir skulu stofnaðar,
skipaðar fulltrúum bandalagsríkj
anna. Nefnd, er sjái um samræm-
ingu hervæðingarinnar og önnur,
er hafi eftirlit með vopnafram-
leiðslu.
FENGNIR FÆREYINGAR
Á fimmtudaginn komu hingað
12 Færeyingar sem ráðnir voru á
Ólaf Jóhannesson. Komu þeir frá
Suðurey í Færeyjum. Komu þeir
með báti, sem var á leið frá
Gautaborg til Reykjavíkur og
ko«j við í Færeyjum. Komu Fær-
eyingarnir til Reykjavíkur kl.
9.30 á fimmtudagsmorguninn. 'Til
Patreksfjarðar komu þeir með
flugvél kl. 1.30 og kl. 2 sama dag
lagði togarinn úr höfn með Fær-
eyingana, sem allt eru ungir og
sjóvanir menn.
EINN RÖÐUR
Sigurfari, eini báturinn sem
I gerður verður hér út á vetrar*
vertíð til að byrja með, fór í róð-
ur í gær. Var afli heldur tregur,
| Var báturinn með tæplega 2 lest-<
ir af fiski.
SKIPAKOMUR
Talsvert hefur verið um skipa^
I komur hingað til Patreksfjarðafl
síðan á áramótum. Mörg þýzlí
og ensk skip hafa komið, bæðj
með veika menn og til þess a3
taka vistir. Einnig hafa erlend
skip lestað hér bæði fiskimjöl og
frystan fisk til útflutnings.
— Karl.
Lítið þarf til að koma öllu í bál og bramf
í þrælafangabúðum Ráðstjórnarríkjanna
Berlín, 11. jan.
JOHN. H. NOBLE, annar banda-
rísku borgaranna, er látinn
var laus á nýársdag eftir nokk-
urra ára fangelsisvist í Rússlandi,
boðaði blaðamenn á sinn fund í
dag í Berlín.
Tjáði hann fréttamönnum, að
í hinum geysimörgu þrælkunar-
fangabúðum og fangelsum Ráð-
stjórnarríkjanna, þyrfti oft mjög
lítið „tundur“ til að koma af stað
uppreisn. Ein slík uppreisn átti
sér stað í þrælafangabúðum þeim
er hann dvaldist í Síberíu.
★ SKUTU 100
SÆRÐU 500
í júní og júlí árið 1953 gerðu
menn í fangabúðunum verkfall.
Lögreglumenn skutu niður 100
fanga með köldu blóði og særðu
aðra 500. Fimmtíu manns voru
síðar teknir af lífi vegna þátt-
töku sinnar í verkfallinu.
Noble skýrði frá því, að yfir
hálf milljón fanga hefði verið
haldið í fangabúðum þessum. —
Um 95% eru Rússar, hinir eru
Þjóðverjar, Pólverjar, Tékkar og
ýmsir aðrir.
★ 10 ÁRA FANGELSISVIST
Noble kom ásamt stall-
bróður sínum William Marchuk,
til V.-Berlínar s. 1. laugardag. —
Marchuk var handtekinn í Dres-
Patreksfirði. — Hin árlega jóla-
trésskemmtun fyrir börn, var
haldin hér að Skjaldborg síðast-
liðinn laugardag. Var margt til
skemmtunar og var samkoman
fjölmenn. Standa allir kaupstað-
arbúar sameiginlega að skemmt-
un þessari og undirbúa hana. Var
húsið mjög fagurlega skreytt og
fór skemmtunin hið bezta fram í
hvívetna. Var fyrst jólatré og
dansleikur fyrir 2ja—6 ára börn
fyrripart kvöldsins og síðan fyrir
eldri börn til kl. 11. Þá hófst al-
mennur dansleikur er stóð til kl.
4 um nóttina. Eiga þeir sem hönd
lögðu að undirbúningi þessarar
skemmtunar sérstakar þakkir
skilið fyrir óeigingjarnt starf. —
Var sérstaklega vel til hátíðar-
innar vandað og skemmtu allir
sér hið bezta. — Karl.
★ SAMEIGINLEGT VARNAR-
MÁLARÁÐUNEYTI
Næsta skref yrði að stofna
nokkurs konar sameiginlegt varn
j armálaráðuneyti, er samræma
skal starf þessara tveggja nefnda,
hafa eftirlit með hernaðarlegri
' aðstoð frá Bandaríkjunum og
öðrum löndum utan bandalagsins
og hafa stöðugar gætur á her-
væðingu bandalagsríkjanna.
Stofnun þessi á að hafa nána
samvinnu við NATO, einkum um
j samræmingu varna hinna ýmsu
! ríkja. Vopnaframleiðslunefndin á
j að deila framleiðslunni á sam-
ræmdum vopnum með aðildar-
ríkjunum og reyna að koma á
fót fjöldaframleiðslu vopna á
sameiginlegum grundvelli, er
tímar líða fram.
Brandf einréma kjör-
inn forsefi bæjar-
stjémar V.-Berlín
^ BERLÍN, 11. jan. — Jafnaðar-
maðurinn Willy Brandt var í dag
kosinn einróma forseti hinnar
nýju borgarstjórnar í V.-Berlín,
og um leið var flokksbróðir hans,
Otto Suhr, prófessor, kjörinn
borgarstjóri. Borgarstjórnin kom
nú saman í fyrsta skipti eftir
kosningarnar í desember, þegar
jafnaðarmenn fengu eins fulltrúa
meirihluta í borgarstjórninni. —
Fulltrúarnir eru alls 127.
+ Jafnaðarmenn tilkynntu fyrir
skömmu síðan, að Willy Brandt
yrði frambjóðandi þeirra til
þessa embættis, og stjórnarand-
staðan, kristilegir demókratar og
frjálslyndir demókratar, lýstu
sig fúsa til að styðja Brandt.
^ Brandt mun eiga sæti á sam-
bandsþinginu í Bonn fyrir hönd
V.-Berlínar og mun hann vera
einn yngsti þingmaður V.-Þýzka-
lands. Hann er einnig varafor-
maður jafnaðarmannaflokksins í
V.-Berlín. — Reuter-NTB
den árið 1949, en Noble hefur ver
ið í fangelsi síðan 1945. Noblð
dvaldist ásamt fjölskyldu sinni I
Þýzkalandi, er síðasta heimsstyrjj
öld braust út og komst ekki af
landi burt. Faðir hans var einn-
ig handtekinn árið 1945, en móðir
hans og bróöir fengu leyfi til að
fara heim til Bandaríkjanna.
Annar Bandaríkjamaður, Willi-
am A. Verdine, 26 ára að aldri,
var handtekinn um leið og þeir
Marchuk og Noble, en Rússar
kveðast ekkert vita, hvað hafi
orðið af honum.
Námskeið í verk-
NÁMSKEIÐ í verktækni verður
haldið á vegum norrænna starfs-
íþróttafélaga 14,—26. febr. n. k.,
í Unnestads lantnannaskole, Skáni
í Svíþjóð. Vel verður til nám-
skeiðsins vandað, en þátttaka tak-
mörkuð við sex frá hverju landi.
Aðalkennari verður norskur lækn-
ir, Birger Tvedt, frá Ortopedisk
Institutt í Osló.
Með námskeiði þessu er eink-
um stefnt að því að finna og æfa
beztu aðferðir við að kenn.-i hag-
kvæmustu vinnubrögð í ýmsum
greinum starfsíþrótta, en ] ær ná
orðið yfir mörg svið atvir.nulífs-
ins á Norðurlöndum, t. d. kvikfjár-
rækt, garðrækt, skógrækt, notkun
ýmiss konar véla o. s. frv. Kennd
verður verkstjórn og skipulagn-
ing móta, fyrirlestrar vexða umi
líffærafræði, lífeðlisfræði, réttar
hreyfingar og stellingar við
vinnu, og verklegar
fingar
verða hálfan námstímann. Kostn-i
aður er áætlaður sænskar krón-i
ur 235,00. —
Þeir, sem kynnu að hafa hug á
að sækja þetta námskeið, ættui
sem fyrst að hafa samband við
skrifstofu Ungmennafélags Ísj
lands, Lindargötu 9A. (Sími 6043
og 3976), því að þátttöku ber að
tilkynna fyrir 20. janúar.
(Frá U.M.F.I.),
Hambro sjötugnr
NEW YORK, 5. jan.: — C. J.
Hambro, hinn kunni Stórbings-
forseti átti 70 ára afmæli í dag.
Hann dvelst nú í Ameríku eftir
uppskurð á Mayo-sjúkrahúsinu.
Fékk hann í dag heilan helling
af heillaóskaskeytum og blómum.
M.a. fékk hann skeyti frá Hákoni
Noregskonungi, sem óskar hon-<
um góðs bata. — Reuter.