Morgunblaðið - 12.01.1955, Side 14

Morgunblaðið - 12.01.1955, Side 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 12. jan. 1955 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSACA EFTIR A. J. CRONIN Framhaldssagan 24 storf cg Hofheim. Þér verðið að fara þángað. Ég skal koma og líta til yðar seinna í dag.“ Það mundi þýða venjulegar skýrslugerðir um utanbæjar- sjúklinga og svo framvegis, hugs aði Harker. Hann sagði strax: „Okkur er umhugað um að tefj- ast ekki. Við höfum verið í leyfi og við verðum að halda ai' stað ■ aftur þegar í stað. Getið þér ekki gert við handlegginn hérna núna strax?“. „Ég sagði yður, að það er ekki hægt nema á spítala", sagði lækn- irinn peðvonskulega. Harker fann, að nú var hann að verða reiður, en hann hafði farið til þessa unga manns og hann ákvað að reyna nýja að- ferð. „Hvað um það læknir", sagði hann blíðlega, „ég er viss um, að þér getið gert þetta mikiu hetur hér, en þeir á spítalanum. Maðurinn, sem vísaði okkur ú yður, talaði mjög vel um yður. og hann sagði, að þér kynnuð allar nýjustu aðferðir, sem not- aðar voeru.“ Ungi læknirinn roðnaði af ánægju. „Auðvitað gæti ég biiið um það til bráðabirgða og set.t gipsumbúðir á handlegginn", sagði hann, „en þér verðið að fara á spítala, strax þegar þér komið heim.“ Hann þagnaði, og var augsvnilega í klípu, en sagði síðan: „Ég geri ráð fyrir, að þér getið borgað.“ „Auðvitað, læknir." „Jæja þá. Viljið þér koma með mér inn á lækningastofuna", sagði hann við Madeleine og benti henni að koma með sér. Þegar Harker var orðinn einn inni á biðstofunni, hugsaði hann um, hve heitt hann elskaði Madeleine og hye ástin hefði mik ið vald yfir honum. En samt sem áður, ef þau kæmust nokkurn tíma til Vín, þá mundi hún hverfa úr lífi hans, eins og hún hefði horfið núna út úr herberginu. Hún var trúlofuð Arnold, og hún átti sína framtíð. Hann varð að géra sér að góðu að vera án henn r. Hann kveikti sér í sígarettu og starði á ógagnsæja rúðuna. Hann vonaði, að þessi ungi slæp- ingi mundi geta gert þetta vel, að ininnsta kosti þannig, að hún i fyndi ekki til. Hann leit út fyrir að geta það, ef til vill var hann ekki eins vitlaus og honum hafði fundizt hann vera .... Hálfri klukkustund síðar kom ; Madeleine út með hendina í fatla leiknirinn kom á eftir henn. „Hvernig er það núna?“ spurði Harker. „Miklu betra“, sagði hún og i brosti. „Hverrar þjóðar eruð þér?“ ppurði læknirinn og leit ein- kennilega á hana, „ekki austur- rísk, það heyri ég á málhreimn- um.“ „Ungversk", sagði Madeleine hiklaust. „Eruð þér ungversk? En þér hcrra, eruð þér ekki ameríkani?“ „Kemur það málinu við?“ „Mér kemur það auðvitað ekki %dð“, sagði læknirinn og yppti öxlum. „Svo eru það ómakslaunin yð- ar“, sagði Harker. „Það er bezt að greiða yður strax, þar sem við förum héðan núna.“ 1: „Tvö hundruð skildingar". • Harker rétti honum pening- fana. Nú átti hann eftir þrjátíu ‘og sjö skildinga. Þegar þau voru komin út aft- ur, sagði Madeleine við Harker. i,,Ég treysti ekki þessum Iækni;“ „Hann hugsar of mikið um sjálfan sig til að tortryggja nokk- urn.“ i „Ég er ekki viss um það. Hvers I vegna var hann að spyrja mig um j þjóðernið?“ j „Það var svo augljós spurning. Það var bara forvitni.“ | En þar sem hann stóð þarna og rifjaði upp fyrir sér spurning- ar læknisins, fór hann líka að efast. Skyndilega sneri hann við og benti Madeleine á að koma . líka og síðan fóru þau aftur inn á biðstofuna. j Gluggi var opinn svo að her- bergið sást greinilega. Læknirinn stóð þarna, og sneri bakinu í þau og hélt á heyrnartólinu „Mið- stöð“, sagði hann, „Þetta er dr. Brúck, gefið mér samband við lögregluna." j Harker kipptist við við þessi orð og ósjálfrátt tók hann skamm byssuna upp úr vasanum. Hann setti annan fótinn yfir lámu gluggakistuna og sagði rólega. „Setjið heyrnartólið á.“ ' Læknirinn sneri sér við. Þeg- ar hann sá Harker, opnaði hann munninn af undrun. Hann setti heyrnartólið á. „Hvað þurftuð þér að tala við lögregluna, læknir?“ „Það var skylda mín að til- kynna yfirvöldunum, að ókunn- ugt fólk hafi komið til mín“, sagði hann hæglega. „Það er alltaf gert.“ Madeleine kom nú inn í bið- stofuna. Brúck horfði til skiptis á ! hana og Harker og því næst kom hann auga á skammbyssuna. „Ég þarf að fara í nokkrar sjúkra- vitjanir“, sagði hann tauga- óstyrkur. „Ég þarf að fara til nokkurra sjúklinga “ „Þér hefðuð átt að huga um það, áður en þér tókuð upp heyrn artólið“, sagði Harker. „Eigið þér bifreið?" „Ég þarf hennar ekki með. Mahlstorf er ekki svo stór.“ „Farið þér nokkurn tíma yfir hernámsmörkin? “ „Mjög sjaldan." „Segið mér saraileikann. Farið þér stundum yfir?“ „Já.“ „Undir hvaða kringumstæð- um“. „Tvisvar á síðastliðnu ári voru tveir mjög vandasamir upp- \ Skurðir, sem við gátum ekki gert ' hérna, en urðum að fara með sjúklingana á brezka hernáms- sv æðið til Ratten í sjúkravagni.“ j Harker greip andann á lofti, þarna var tækifæri og eins og komið var fyrir þeim, gátu þau ekki sleppt því. „Þurfið þér sér- . staka pappíra til að fara yfir I hernámsmörkin?" Læknirinn hristi höfuðið ólund arlega. „Þeir þekkja mig.“ Harker hallaði sér að honum og talaði hægt og greinilega, „í i dag eigið þér að fara yfir her- ; námsmörkin. Þér hafið þegar sagt ' að það þurfi að gera við hand- j leggsbrotið á sjúkrahúsi. Þér vilj ið fara með hana til sérfræðings.“ , „Það er óþarfi“ sagði dr. Brúck. ’ „Ég held að þér hafið heyrt mig, læknir“, sagði Harker. „Þar sem engin handlæknadeild er í þessu héraði, verðið þér að fara með hana til Ratten. Ég geri ráð fyrir, að sjúkravagn sé á sjúkra- í húsinu hér?“ Læknirinn jánkaði þessu með ólund. „Við skulum fara þangað núna.“ Brúck gerði lokatilraun til að andmæla. „En ef ég neita að fram kvæma þennan ólöglega verkn- að?“ j „Ég sé engin úrræði“, sagði Harker. „Ég er alveg ákveðinn að komast yfir hernámsmörkin, og mér er alveg sama, hvort ég skil yður eftir lifandi eða dauðan.“ Læknirinn rétti úr sér. „Eng- inn getur fengið mig til að gera þetta undir ofbeldi“, sagði lækn- irinn þrákelknislega. „Verið hérna og læsið hurð- inni“, sagði Harker við Made- Jóhann handfasti ENSK SAGA 82 undrun og skelfingu, því að hjá þessari hestaelskandi þjóð er það talinn voðalegur glæpur að meiða hest, eins og það líka sannarlega er. I „Hann lýgur!“ grenjaði A1 Adíl. „Já!“ hrópaði A1 Módaffer emír, froðufellandi af reiði, „því skyldum við trúa orðum þessa villutrúarmanns, þegar hann talar gegn bróðursyni mínum, sem er sanntrúaður maður?“ j i Eg snéri við honum baki og flýtti mér að rifja upp í hug- anum orðin, sem ég þurfti að segja. Þá mælti ég við Saladín: „Göfugi konungur, ástæðan fyrir því að þú ættir að taka orð mín trúanleg er sú, að ég er æðsti þjónn Melek Rík!“ I 1 Þá reyndu allir að troðast nær af forvitni sinni, til þess að geta séð mig sem bezt. Saladín soldán sagði hiklaust: 1 „Ef að þú ert einn af helztu mönnum þess mikla og frá- bæra konungs, hlýtur þú sannarlega að vera trausts verður. A1 Adíl. það verður að rannsaka þetta mál.“ j I Eg tók verndargrip A1 Adíls upp úr pyngju minni, og aft- ur þýddi Sarafín orð mín og sagði: „Yðar hátign, þetta fann Góhann á hesthússgólfinu. Hann skorar á A1 Adíl að þræta fyrir að hann eigi það, ef hann þorir.“ j Áhorfendur tróðust aftur að í miklum æsingi. Nokkrir karlar og konur, þekktu gripinn og vissu að A1 Adíl átti hahn. Þessu mótmælti hann af mikilli reiði, en þrátt fyrir það var flokkur mamelúka látinn fara með hann burt og skyldi hann bíða eftir yfirheyrslu samkvæmt geðþótta j soldáns. Það sannaðist seinna, svo ekki lék vafi á, að hann hafði reynt að byria Núradín eitur og hann féll í ónáð og var gerður útlægur frá Damaskus. Jborð- og gólflampar í mjög miklu úrvali. JUÍa Lf Austurstræti 14 — Sími 1687. Spyrðubönd fyrirliggjandi. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Síini 81370. Rafgeymar í Bifbjól Fjórar stærðir fyrirliggiandi. ■4 «4 ■ a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.