Morgunblaðið - 06.02.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 06.02.1955, Síða 1
Lesbók 42. árgangur 30. tbl. — Sunnudagur 6. febrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Belð ósigur... og þó Oft hefur Mendes-France verið úrvinda af þreytu eftir störf sín i þágu Frakklands, sem mótast hafa af víðsýni og stórhug. Nú er talið að það hafi frekar verið af persónulegri óvild sumra með- þingmanna hans að hann var felldur 'en ekki vegna málefnanna!! — Myndin er tekin af honum er hann er á leið af Genfarráðstefn- unni á s. 1. vori og sofnaði hann þá í lestarklefanum. Var fall Mendes Franee fall Parísarsamninganna ? Búist við skammri stjórnarkreppu * gekk á fund Rene Coty Frakklandsforseta, og afhenti honum lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Skömmu áður hafði í franska þinginu verið fellt með 319 atkvæðum gegn 273 (rúml. 20 sátu hjá) stjórnartillaga en atkvæðagreiðsluna um hana hafði Mendes France lýst yfir að yrði skoðuð sem traustsyfirlýsing. Að atkvæðagreiðslunni lokinni kom til nokkurra ærsla í þing- deildinni. Mendes-France hélt stuttan fund með ráðherrum sínum en ók síðan til forsetahallarinnar. 7. flotinn flytur herlið og borgara frá Tacheneyjum Flotinn fœr fyrirskipun frá Vlfashington Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað 7. flota sínum og öðrum herafla, að að- stoða við brottflutning herliðs þjóðernissinna á Tacheneyjum, sem eru um 300 km norður af Formósu. A Bandaríski flotinn einnig að aðstoða við flutning borgara af eyjunum. ÚTFÖR HEÐTOFTS í DAG KAUPMANNAHÖFN, 5. febr. ÚTFÖR Hans Hedtofts, forsæt- isráðherra, fer fram frá Ráðhús salnum á morgun ( sunnudag). Aðalræðu við útförina flytur H. C. Ilansen forsætisráðherra. — All-margir fulltrúar erlendra rikja munu flytja samúðar- kveðjur. Sigurður Bjarnason alþingismaður, flytur samúðar kveðjur frá íslandi og forsætis- ráðherrar hinna Norðurland- anna þriggja. — Páll Jónsson. ^ Tilkynning um þetta var gefin út í Bandaríkjunum í dag. Segir í tilkynningunni að þjóðernissinnastjórnin hafi sýnt Banda- ríkjastjórn fram á að þeir þyrftu að flytja herafla sinn á Tachen- eyjum til annarra staða og þeir hefðu beðið um aðstoð og vernd við þá flutninga. Bandaríkin verjo ýmsar eyjar VIORÆÐUR UM EFTIRMANN Coty Frakklandsforseti hefur þegar hafið viðræður við stjórn- málaleiðtoga og er rætt um vænt- anlegan eftirmann Mendes- France í forsætisráðherraembætt inu eftir fall hans við traustsyfir lýsinguna i samabndi við Norður -Afríkumálin í gær. Er búist við að styttri tíma muni taka að mynda stjórn en við fyrri stjórn- arkreppur, þar sem gerð hefur /verið sú breyting á stjórnar- skránni að aðeins þarf einfaldan meirihluta viðstaddra þingmanna til að samþykkja nýja stjórn í stað helmings atkvæða áður. Fulltrúar sósíalista, kommún- ista, MPR flokksins, kristilegra demokrata, fyrrum Gaullista og fleiri smærri flokka hafa setið á fundum með forsetanum. TRAUST FYRIR MENDES Leiðtogi sósíalista, Piney, hef- ur lýst því yfir eftir fund sinn með forsetanum, að sósíalistar muni ekki fylgja þeirri stjórn að málum, sem sneri frá stefnu Mendes France i Indó-Kína málum, Norður-Afríkumálum um og í efnahagsmálum. Fyrir þeirri stjórn er mynduð verður liggur fyrst og fremst það að mynda ákveðna stefnu 1 mál- um Túnis svo og að taka afstöðu til Parísarsáttmálans, sem enn eru óstaðfestir í efri deild franska þingsins. ILLA TEKIÐ Fréttin um fall stjórnar Mendes France hefur víða komið mönn- um á óvart, einkum eru menn kvíðafullir út af afdrifum Parísar sáttmálans. Þýzka stjórnin í Bonn hefur látið í ljósi vonbrigði út af falli frönsku stjórnarinnar. Leiðtogi frjálsra demokrata kvaðst nú mjög kvíðafullur út af því að nú væri staðfesting Parísarsáttmál- ans í hættu. Og einn af leiðtog- um kristilega demokrataflokksins sagði, að fall Mendes-France hefði borið að á erfiðum tímum í stjórn málum Evrópu. En hann lét í ljós von um að Frakkland mundi halda áfram samvinnu við Vestur E vrópuþj óðirnar. Sumargjöf vill selja Reykjavíkurbæ fjarnarbcrg BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar- gjöf, hefur skrifað bæjarráði og boðið bæjarfélaginu til kaups hús eignina nr. 33 við Tjarnargötu (Tjarnarborg) en hún er ekki tal- in henta vel til reksturs barna- heimilis eða leikskóla. Ef úr kaup um vei’ður, mun félagið hafa hug á að koma sér upp öðru húsnæði fyrir slíka starfsemi. Bæjarráð hefur falið borgar- stjóra að semja við „Sumargjöf“ um kaup á eigninni í tilkynningu Bandaríkjastjórnar segir, að Bandaríkja- menn hafi tilkynnt Þjóðernissinnastjórninni að þeir myndu hjálpa henni við varnir ýmissa þeirra staða, sem Þjóðernissinnar nú halda, og Bandaríkjastjórn telur þýð- igarmikla fyrir varning Formósu og Peskadoreseyja. Austurriskur verkfræAingur bæjarverkfræðlngs AUSTURRÍSKUR verkfræðing- ur, Hans Strutz, hefur skrifað borgarstjóra og boðið að ráða sig til verkfræðistarfa hér um stund, en hann mun hafa mikla þekk- ingu og reynslu í gatna- og vega- gerð. Til bæjarverkfræðings hafa ekki fengizt eins margir íslenzkir verkfræðingar og á þarf að halda, Mál þetta var sent séttarfélagi verkfræðinga til umsagnar og að henni fenginni heimilaði bæjar- ráð bæjarverkfræðingi að ráða austurríska verkfræðinginn til sín. Atil góðs Lauk tilkynningunni með því, að látin var í ljós von um að þessar athafnir mættu verða til þess að tryggja ástandið þar eystra og þar með að tryggja íriðinn. 4 skipum var sökkt Fyrr í dag höfðu flugvélar þjóðernissinnastjórnarinnar gert harðar loftárásir á stoðvar kom- múnista na^st Tacheneyjum. Fóru flugvélarnar í árásarleiðangur- inn fyrir dögun í fjórum flokkum og söktu þær fjórum skipum kom múnistastjórnarmnar og löskuðu tvö önnur. Aðrar gei’ðu árásir á virki á Yi Kiang Shen ey •— þá er kommúnistar tóku með leiftur innrás fyrir skömmu. Er hatursherferð gegn ingum hufin í brezkum íslend- blöðum? Rógur og upplognar sakir fá vœngi í Lundúnapressunni SVO VIRÐIST sem brezkir togaramenn og brezk blöð séu nú að hefja rógsherferð gegn íslendingum. Mbl. skýrði frá því í gær. að stórblaðið Daily Mail hefði birt grein þar sem íslendingar voru sagðir eiga sök á dauða hinna brezku sjómanna, sem fórust á togurunum tveimur í fárviðrinu fyrir norðan land. Voru þessar ásakanir byggðar á svo miklum fjarstæðum að það er erfitt að ímynda sér hvers- konar illgirni og siðleysishugarfar býr þar á bak við. 50 BLAÐAMENN HLÝÐA AFRASOGN Nú hefur sú frétt bæzt við frá Lundúnum að brezkur tog araskipstjóri að nafni Robert Rivert, hafi haldið blaða- mannafund með 50 blaða- mönnum frá öllum helztu dag blöðum Breta. Skipstjóri þessi var á togara einum, sem var í óveðrinu skammt frá togurun- um sem fórust og lýsir hann hamförum veðráttunnar. SÖKIN ÍSLENDINGA!! Síðan skellir hann aliri skuldinni af slysinu á fslend- inga. Segir hann að vegna hinnar nýju landhelgislínu ís- lendinga gátu brezku togar- arnir ekki leitað skjóls. Þeir verða nú að fiska miklu norð- ar en þeir gerðu áður og lentu þessvegna í þessu liræðilega fárviðri, segir hann. ER HATURSÁRÓÐUR HAFINN? Fjölda mörg brezk blöð hafa þessi ummæli eftir togaraskip stjóranum og gera engar at- hugasemdir um það að aðstaða brezkra togara gagnvart frið- unraráðstöfunum er nákvæm- leg sú sama og aðstaða ís- lenzkra togara. Þau geta þess heldur ekki að enskur togari var sannarlega í vari undir Grænuhlið í fárviðrinu. Virð- ist sem blöðin séu af ásetlu ráði að hefja hatursáróður gegn íslandi og kæra sig því ekkert um að vita lxið rétta í þessu máli. SleoSsaar nÉ&tsr — ylir Cula hatinu TOKIO, 5. febr.: — YIRSTJÓRN flughers Bandaríkjanna í Tokyo tilkynnti í dag að bandarískar orrustuflugvélar hefðu skotið nið ur tvær MIG-15 þrystiloftsflug- ur kommúnista á alþjóðasvæði vestur af Kóreu. Sagði í tilkynningunni að stór bandarísk herflugvél hefði verið á flugi yfir Gula-hafið og henni verið fylgt af allmörgum þrýsti- loftsflugvélum. Komu þá 8 MIG- 15 "vélar og hófu árás fyrirvara- laust. Árásinni var hrundið með fyrrnefndum afleiðingum en hinar 6 vélarnar sneru undan til landsvæða kommúnista. Sagði í tilkynningunni að MIG-15 vél- arnar hafi virzt vera rússnesk byggðar, en ekki var sagt hvort þær hafi tilheyrt rússneska eða kínverska flughernum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.