Morgunblaðið - 23.03.1955, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.03.1955, Qupperneq 2
2 MORGIJTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz ’55 ' RÆÐA BJARNA BENEDIKTSSONAR [L Framh. af bls. 1 i ,,Það hefur um fátt verið xnöfra rætt og ritað að undan- förnu hér í höfuðstaðnum, en fjárþrotabú eins af stærstu verzl- unarfyrirtækjum bæjarins, Ragn ars.Blöndals h.f.“ Ég hegg i það strax, að þama ér talað um fjárþrotabú. Aftur á móti veitti ég því einnig at- Jiygli, að hv. 3. þm. Reykv. {Björn Ólafsson) talaði um gjaldþrot, en bankastjórinn, sem auð^jáanlega vegur og metur írvert orð, sem hann skrifar um þetta, heldur sér við þetta orð: „fjárþrotabú". Síðan heldur hann áfram með ýmsar bollaleggingar og s^ir svo, með ieyfi hæstv. forseta: „Það kom því mjög á óvænt, þegar ljóst varð í hvert óefni hér var komið. Það tók nokkr- ar vikur að ræða og ráðgera, hvaða ráðstafanir skyldu gerð ar til að gera upp þetta fjár- þrotabú, enda sjálfsögð skylda að svo sé á málum haldið, að sem minnst töp verði.“ Svo mörg eru þau orð. „Atján milljónír í ,AUSTURSTRÆTI“ ; Ég hef ekki glöggar fregnir af því, hversu mikið eða stórt þetta fjárþrotabú er. Við könnumst öll við bækling, sem er kallaður „Átján milljónir í Austurstræti". Jafnvel þótt við gerum ráð fyrir nokkurri afdrift í þeirri frásögn, þá geri ég hiklaust ráð fyrir, að ■um nokkuð margar milljónir sé jþarna að ræða. Ýmsir halda því fram, að töp á þessu fyrirtæki eða reikningslegar afskriftir, er kannske betur orðað, hafi hjá ýmsum aðilum orðið einhvers staðar milii 5—7 millj. kr. — Sumir nefna hærri upphæðir í því sambandi. Ég skal ekki segja um það, en ef það lætur nærri að þarna hafi í einni búð, sem við sjáum héðan úr þinghúsinu, tapazt milii 5—7 millj. kr., og beinlínis liggi fyrir sannanlegt fjárþrot, sem því nemur, jafnvel þó að vörur fyrirtækisins séu seldar með þeim hætti, sem raun ber vitni um. þá er enginn vafi á því, að hér er um að ræða mestu fjárþrot, sem eitt fyrir- tæki hefur enn lent í á þessu landi, svo mér sé kunnugt um. AKVÆÐI ÍGJALDÞROTALAGANNA Nú segir í lögum nr. 25 1929, ;um gjaldþrotaskipti, á þessa leið: „Hver sá atvinnurekandi eða kaupmaður — þar með talin fé- log, firmu eða einstakir menn, er reka verzlun, útgerð, sigling- ar, verksmiðjuiðnað eða einhvern slíkan atvinnurekstur, sem stöðv- að hefur greiðslu á skuldum sín- um, enda sjái hann fram á það, að hann geti ekki greitt þær að fullu og fjárhagur hans versnað síðasta reikningsár, — er skyld- ur til þess að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta." Þetta eru ótvíræð landsins lög. Ég játa, að í ýmsum tilfellum -er sennilega erfitt að fara eftir -þessu. Við vitum, að atvinnu- rekstur hér á landi er með þeim hætti, að þar skiptast á skin og skuggar, og það eru mörg dæmi þess að fyrirtæki hafa verið illa -stæð, en rétt við aftur. Það er þess vegna ætíð nokkuð mats- atriði, þrátt fyrir þessar ský- lausu reglur, sem hér eru settar, hvenær eftir þeim verður farið. Vonast ég til þess að enginn skilji að ég sé þar með að hvetja menn til að fara í kringum lögin, en það þarf ekki annað heldur en að líta á hag útgerðarinnar, — togaraútgerðarinnar t. d., sem Al- þingi hefur með opinberum ráð- stöfunum talið nauðsynlegt að Tdaupa undir bagga með, — til þ«?ss að við sjáum, að þetta er eitt af þeim ákvæðum, sem skilja verður nokkuð með hliðsjón af atvikum hverju sinni. ATHUGAVERT BÓKHALD Jafnframt víl ég skýra frá því, að ég lét kanna það, að þess eru engin dæmi, að dómsmálaráðu- neytið eða almannavaldið sjálft hefjist handa um það og skerist í leikinn og knýi menn til þess að gera sig gjaldþrota samkvæmt þessu ákvæði, enda vantar dóms- málastjórnina, löggæzluna í land- inu, vitanlega öll skilyrði til þess að vera svo kunnug hag ein- stakra fyrirtækja, að það geti náð nokkurri átt að á henni hvíli slík skylda. En þess er þó að gæta, að þarna í 1. gr. gjaldþrotalaganna er fyr- iimæli um það, að undir vissum kringumstæðum er skyldugt fyrir fyrirtæki að lýsa sig gjaldþrota. Við sjáum hins vegar að banka- stjórinn, sem skrifar greinar- gerðina, sem birtist í Morgun- blaðinu 20. marz, segir, eftir að hann er búinn að gefa í skyn m. a. — já, gefa í skyn, það er ómögulegt að skllja ummælin öðru vísi, — að bókhald fyrir- tækisins hafi verið — við skul- um nota vægt orð — athugavert. Eftir það segir hann þau orð, er ég áður vitnaði til: SEM MINNST TÖP VERÐI“ „Það kom því njög á óvænt, þegar ljóst varð í hvert óefni hér var komið. Það tók nokkrar vik- ur að ræða og ráðgera hvaða ráð- stafanir skyldu gerðar til að gera upp þetta fjárþrotabú, enda sjálf- sögð skylda að svo sé á málum haldið að sem minnst töp verði.“ En er það sjálfsögð skylda? Ég spyr, eftir að ég er búinn að lesa upp 1. gr. gjaldþrota- laganna, sem enn er í gildi hér á landi: Er það sjáifsögð skylda, að fjármálastofnanir þjóðarinnar undir öllum kring umstæðum hugsi um það eitt, að sem minnst fjártöp verði? Eru ekki fleiri atriði, sem hér koma til, og ekki sízt þeir, sem falin er forsjá á sparifé þjóðarinnar, verða að sjá um? Ég tel, að ef gjaldþrotalögin eru lesin lengra, þá komi þar glögg leiðbeining fyrir þá, sem hér eiga hlut að máii. Þar segir í 7. gr.: ÓTVÍRÆÐ LEIÐBEINING „Þegar skiptaráðandi hefur úr- skurðað gjaldþrotaskipti, skal þrotamaður tafarlaust leiddur fyrir lögreglurétt og þar skýra frá ástæðunum til gjaldþrotanna, gera grein fyrir tekjum sínum og gjöldum á s.l. misserum og hvernig fénu hafi verið varið. Hafi þrotamaður verið bókhalds- skyldur, skai hann og gera grein fyrir bókhaldi sínu og efnahags- reikningi, og virðist dómara vera ástæða til, skal hann láta sér- fróða menn endurskoða bókhald ásamt eigna- og rkuldaframtali þrotamanns, svo fljótt sem verða má, á kostnað búsins. — Sé um félag eða firma að ræða, er gjald- þrota hefur orðið, skal fram- kvæmdarstjóri þess, forráða- menn eða stjórnendur, svo og endurskoðendur reikninga þess, mæta fyrir lögreglurétti og gera grein fyrir ástæðunum til gjald- þrotanna." HVAÐ VERÐUR AF PENINGUNUM? Þarna kemur glögglega fram, að löggjafinn telur að það eitt skipti ekki öllu máli, að hver reyni að bjarga sem mestu af sínu fé og lánsstofnanir t. d. verjí sig tapi, heldur skipti það einnig mjög miklu máli að kannað sé til hlítar, hvað af peningunum hefur orðið, ef gjaldþrot verður. Ég bið menn um að misskilja mig ekki í því, að ég held þvi alls ekki fram, að bankastjóri, í þessu tilfelli Búnaðarbankans og aðrir bankastjórar, sem hér eiga hlut að máli, hafi sjálfir brotið landsins lög með þessu. Ég held því ekki fram; ég segi ekkert um það, að þeim hafi borið skylda til þess að hlutast +il um að þetta fyrirtæki yrði gjaldþrota. GJALDÞROT HINDRUÐ En ég mótmæli eindregið því, sem hér kemur fram hjá bankastjóra Búnaðarbankans, að það sé sjálísögð skylda, að svo sé á málum haldið, að sem minnst töp verði. Ég segi: Það fer alveg eftir atvikum, hvort það á að halda þannig á mál- um eða ekki. Og ef það er rétt, að hér sé um mesta fjár- þrotamál að ræða, sem enn fara sögur af hér á landi, þá er það vissulega nauðsynlegt, það er þjóðarnauðsyn, að það verði kannað til hlítar, hvað af þessu fé hefur orðið. Ég vek athygli á því, að ef fyrirtækið hefði orðið gjald- þrota, þá hefði af sjálfu sér leitt réttarrannsókn á öllum þessum atriðum. Og ég vil segja það eins og er, að við það, að hindrað var, að fyrir- tækið yrði gjaldþrota, vegna þess, af því, er hér kemur fram í þessari skýrslu banka- stjórans, að það var skoðuð frumskylda að sjá um, að bank amir töpuðu sem minnstu, að við það hefur hvers konar orð rómur og söguburður um spillingu í íslenzku fjármála- lífi og þjóðlífi fengið marg- faldan byr undir vængi. Ég fullyrði, að það er margra milljóna virði, það er milljóna tuga virði, að kanna það til hlítar, hvort þær sagnir eru réttar, sem um þessi efni ganga, og ef þær eru réttar að uppræta þá hneykslið til fulls. ÓHLUTÐRÆG DÓMSMÁLASTJÓRN Ég hef gert mér grein fyrir, að mér yrði legið á hálsi fyrir það sem dómsmálaráðherra, að sker- ast ekki í þennan leik. Ég hef reynt í störfum mínum sem dómsmálaráðherra að halda á þeim óhlutdrægt. Á þeim manni, sem með þau mál fer, brotna ýms veður, og ýmsum sýnist sitt hvað um það, sem hann gerir. Mér er þetta ljóst. En það er eitt, sem hann verður að fylgja sjálf- ur og vera öruggur um að fvlgja: Sinni eigin sanníæringu um að gera ekki upp á milli um rann- sóknarfyrirskipanir. málshöfðan- ir og það, sem til hans tekur í þessum efnum. Honum getur brugðizt eins og öðrum, honum getur missýnzt, en hann verður að minnsta kosti að vera sann- færður um það með sjálfum sér, að hann sé að gera rétt. Eftir þeim reglum, sem fylgt hefur verið, þá var dómsmála- stjórninni ómögulegt að skerast í þetta mál, eftir að búið var með atbeina bankanna, að semja um það eins og gert var, þangað til eitthvað annað gerðist í málinu. Við skulum aðeins hugsa okkur, hvernig færi, ef ætti að fara eftir öllum þeim orðróm, sem hér kemst á kreik. Við skulum taka það litla dæmi, sem hv. 3. þm. Reykvíkinga vitnaði í hér í upp- hafi máls síns. VERBITR \& BYGGJA Á STAÐREYNDUM Við, hann og ég, töluðum hér saman í gær, og það er strax orðin meginfrétt í blaði, að við höfum verið að koma okkur saman um það að kveða þessa rannsókn niður. Annað dæmi: Ég' tala hér á Alþingi og segi hik- laust: Það á sér stað okur á fs- landi. Þegar sú fregn er komin í AlþýðubLaðið, þá er það: „Ein- feldningurinn í dómsmálaráð- herrastöðunni" segir: Það er ekk- ert okur á íslandi. Þannig geng- ur fréttaflutningurinn og þannig myndast sögur meira og minna að tilefnislausu. Það tjáir ekki fyrir dómsmála- ráðherra að sitja og ætla að steypa sér yfir menn, meðan hann hefur ekki annað en sögu- burð, hversu ríkur sem hann kann að vera, til þess að halda sér að. Hann verður að byggja ráðstafanir sínar á staðrevndum, á ákveðnum atvikum, og fylgja síðan málum fram eftir því. BEIÐNI UM RANNSÓKN Ég játa það, að ég gerði það í þessu máli rólegri heldur en oft áður, vegna þess að ég hugði, að ef eitthvað væri til í þeim söguburði, sem uppi var, þá mundi brátt að því koma, að dómsmálastjórninni gæfist færi á að skerast í þennan leik. Og það leið held- ur ekki á löngu þangað til for- maður bankaráðs Búnaðar- bankans, taldi og ég hygg það mjög vel farið, að hann teldi rétt að hnekkja ásökunum, sem á hann voru bornar sér- staklega í þessu máli, með því að biðja um réttarrannsókn. Það sýnir hvort tveggja í senn, að hann telur málstað sinn vera slíkan, að hann verði sterkastur með því að allt liggi hreint fyrir í málinu af hans hálfu. Honum hefði vel getað nægt að biðja bara um málshöfðun á þann, sem bar á hann sakir. Þá hefði ég eftir landsins lög- um verið skyldugur til að höfða það mál, og sá, sem ummælin hafði í frammi, orðið dæmdur jafnvel án tillits til þess. hvort ummælin voru rétt eða röng, ef hann sjálfan brast möguleika til að færa sönnur á sitt mál Hv. þm. Strandamanna kaus ekki þann kost. Hann kaus þann kost að óska eftir því, að rannsókn færi fram á vissum atriðum, sem hann taldi meginmáli skipta. Að fram færi hlutlaus réttarrann- sókn um það, hvort þau stæðust eða ekki, og síðan — og fyrst eftir að niðurstaða þeirrar rann- sóknar lægi fyrir — yrði tekin ákvörðun um það, hvort höfða ætti mál út af þessum meiðandi ummælum. Ég tel, að hv. þm. Strandamanna hafi í því máli komið skörulega fram og það meei þakka honum fyrir það, að með þessu hafi hann í raun og veru opnað dvrnar, snúið lvklin- um til að onna dvrnar, sem bank- arnir oe aðrir aðilar áður voru búnir að loka að rannsókn máls- ins. FUILYPDING „Þ.TÓBVILJANS“ Ég sé að vísu, að Þjóðviljinn heldur því fram í morgun, að: „Dómsmálaráðherra vill ekki láta rannsaka Blöndalsmálið. — Réttarrannsóknin tekur aðeins til ásakana Jónasar á Hermann", stendur í því blaði, og styður þá fullyrðingu, ef ég má með leyfi hæstv. forseta, við þessa frásögn. „Þjóðviljinn sneri sér í gær til sakadómara og spurðist fyrir um það, hvernig rannsókn þessari yrði háttað Kvað hann dómsmála ráðuneytið hafa mælt svo fyrir, að hún skyldi bundin við þau at- riði, sem máli skipta um sanngildi ásakana Jónasar Jónssonar gegn Hermanni Jónassyni, svo og önn- ur þau atriði, sem rannsóknin sjálf kann að gefa tilefni til“. SKÖKK ÁLYKTUN Af þessari frásögn dregur svo blaðið þá ályktun að ég vilji ekki rannsókn á þessu svo kallaða Blöndalsmáli. Eg spyr nú hv. þingheim: — Hvað felst annað í rannsóknar fyrirskipuninni, sem Þjóðviljinn segir rétt frá að efni, þar sem segir, „að rannsaka á önnur þau atriði, sem rannsóiaiin sjálf kann að gefa tilefni til“. Hvað felst annað í þessu heldur en, að ef eitthvað tortryggilegt kem ur upp í rannsókninni, sem Her mann Jónasson hefur óskað eft ir, þá beri sakadómara að halda þeirri rannsókn tafarlaust á- fram? Þetta virðist vera eins skýrt og frekast er unnt. Og ég vil taka það fram, að þessi almenni fyrirvari, sem þarna er á ranp sóknarskipuninni, er ekki sér« stakur miðað við þetta mál, held ur yfirleitt tíðkaður, ef nokk- ur ástæða þykir til í sams kon- ar fyrirmælum frá ráðuneytinu. VITNESKJA SEM VÍKKAR RANNSÓKNINA Ég tel rétt, að það komi fram, að nú þegar er komið í ljós við þessa rannsókn atriði, sem hafa gefið sakadómara samkv. þeirri 'fyrirskipun, sem ég gaf honum, ástæðu til að færa mjög út vett vang rannsóknarinnar. — Fyrir rétti í þessu máli mætti í morg- un Jón Guðmundsson, löggilt- ur endurskoðandi, Nýjabæ á Sel tjarnarnesi, og — ja, það er rétt, að ég lesi upp úrskriftina, til þess að ekki verði sagt, að ég hafi hlaup;ð þar yfir neitt: „Mættur er sem vitni Jón Guð mundsson, löggiltur endurskoS andi, Nýjabæ á Seltjarnarnesi, 56 ára, áminntur um sannsögli. Hann er meðeigandi að end- urskoðunarskrifstofu N. Mansc her & Co. hér í bænum, og hef- ur starfað í þeirri skrifstofu, síðan húr, var stofnuð árið 1937. Skrifstofan hefur haft með hönd um endurskoðun á bókhaldl Ragnars Blöndal h.f. frá stofn-» un þess félags og einnig á bók- haldi Verzlunar Ragnars Blön dals, sem var fyrirrennari hluta félagsins. Bókhald hlutafélags- ins árið 1953 og síðan hefur ver- ig fært í endurskoðunarskrifstof unni. Vitnið fullyrðir, að Her- mann Jónasson, fyrrverandi ráð- herra hafi aldrei, sér vitanlega, verið við nefnt fyrirtæki rið- inn, og að hann hafi aldrei ver- ið bókfærður sem eigandi að neinum hluta í þeim eða hlotið tekjur frá þeim. Vitnið hefur ekki í höndum fullkominn lista yfir skuld- heimtumenn félagsins, en telur, að hrl. Ólafur ÞorgrímssorT muni helzt hafa þann lista. Upplesið. Staðfest. S KULD AS KILRÍK JUM HALDIÐ UTAN VH) BÓKHALD Aðspurour skýrir vitnið svð frá, að hann hafi ekki vitað annað en að bókhald Ragnara Blöndals h.f. væri í samræml við hag félagsins, þar til nú eftir áramótin, að í ljós kom, að framkvæmdastjórinn hafðf haldið cinhverjum skuldaskU ríkjum utan við bókhaldið og leynt vitnið þeim. Vitnið veif ekki, hve háum upphæðum þessi skilríki nema, en þæB munu vera talsvert háar. —- Skattstofan í Reykjavík hefut fyrir fáum dögum fengið í síu) ar hendur allt bókhald fyrir- tækisins frá vitninu. Bókhald fyrirtækisins ef ekki fært til enda, og hefue vitnið farið fram á það við Skattstofuna að fá það afrif sem fyrst til að geta lokið því. Upplesið. Staðfest. Dómari kvað þá upp svo- felldan úrskurð: Þar sem fram er komin um- sögn endurskoðanda verzlun- arfyrirtækisins Ragnar Blöa dal h.f. um, að bókhaldsgöga þau, sem hann fékk í hcnduf frá félaginu, hafi ekki verið í samr.emi við raunveruleg- an hag félagsins, heldur hafl ýmsum skuldaskilríkjum ver- ið haldið utan við bókhaldið, þykir rétt að dómurinn takl allt bókhald og bókhaldsgögq Ragnars Blöndals h.f. í sínaf vörzlur. Lcita má að bókhaldg gögnum þessum, þar sem þaq eru talin vera, og leita má I hirzlum. Því úrskurðast: Dómurinn tekur allt bók- hald og bókhaldsgögn Ragn- ars Blöndals h.f. í sínar vörzl ur. Leita má að gögnum þesf Framh. á bls. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.