Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 23. marz ’55 EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Vtgna brottflutnings eru til sölu ! ítölsk borðstofuhúsgögn ■ m ■ ■ t • (antik). — Til sýnis á Barðavogi 36 kl. 5—7 í dag. ;! Framhaldssagan 52 ijrinn kennir okkur? Trúin er deyfilyf fyrir fjöldann." ; „Hafa þeir kennt þér þetta ■Gka? Irene ég get ekki hjálpað )?ér. Eitt sinn varst þú fávís og fijálparvana, og þá þótti mér vænt um þig, og ég gat ekki reiðst fcér, hversu mikil heimskupör þú ^erðjr. En nú hefur þetta nýja folk vopnað þig með fávísi þínu Og nú þykir mér ekki lengur ýænt um þig. Ég get ekkert að því gert. En ef þetta, sem óg segi við þig, særir þínar tilfinn- ingar, þá er samband okkar ekki álveg vonláust." Hún skildi eiginlega ekkert af því sem hann sagði, en hún grét alla nóttina og næsta dag kom liún ekki á stefnumótið við félaga Mares. „Jæja, kæri herra Borek“, sagði yfirlæknirinn sigri hrósandi, „ef yður er ekkert að vanbúnaði og ef ég er alveg viss ufn það, getið þér farið heim eftir eina viku.“ „Nú, ég hélt, að ég gæti farið heim eftir þrjá daga.“ „Þér eruð óþolinmóður, en ég fcaka yður ekki. Heima er alltaf bezt.“ „Ég er óþolinmóður eftir öðru.“ Allt beiti til þess að eitthvað Væri í aðsigi. Læknarnir áminntu hann um að hann yrði að vera í rúminu fyrsta hálfa mánuðinn, sem hann væri heima, og síðan imætti hann aðeins ganga um íbúðina. Það mátti sjá á honum, gð hann var ekki ánægður og mundi sennilega ekki fara að ráðum þeirra. Fimm dögum áður en sjúkling- urinn átti að fara úr sjúkrahús- jjliu kom virðulegur gestur til Bans. Það var dr. Matejka frá öinanríkisráðuneytinu. Hin rauð- h;erða systir Klara tilkynnti jBorek komu hans hátíðlegri röddu. Borek settist upp í rúminu af spenningi, rétt eins og hann jsæri átta ára drengur, sem biði jgftir jólasveininum. 1 Hinn mikli maður kom mjög Sæversklega inn í herbergið og það mátti sjá af andliti hans, að Íann hafði góðar fréttir að færa. „Það gleðúr mig sannarlega að j^já yður, félagi Borek. Ég kem Éingað til að óska yður til ham- íhgju með það, að þér eruð að í|á heilsuna aftur. En ég kem ekki íðeins mín vegna, heldur fyrir pönd ráðuneytisins." F „Ég hef aldrei verið eins ánægð íjr að sjá nokkurn gest eins og ur nú í dag. Ég vona að ég egi þúa þig?“ S „Auðvítað. Við áJítum þig allir !Iem félaga, þótt þú sért ekki í ||]okknum.“ f „Það er ágætt. Sezstu á rúmið íitt. Mér er enn heldur erfitt um uál, en mig langar til að hafa líig nálægt mér. Þú veizt, að þú jlýtur að geta svarað sþurning- im mínum. Ég hafði ætlað mér jáð fara beint til þín af sjúkra- jliúsinu og fara ekki heim til mín, jfyrr en ég hafði gert það En nú liefur þú komið til mín.“ Matejka skynjaði eitthvað ó- hugnanlegt, en gat ekki gert sér grein fyrir, hvað það væri. Eng- inn, jafnvei ekki beztu vinir hans liöfðu fagnað honum jafn hjart- anlega, en samt var eitthvað að. 1 Hann settist á rúmið hjá Borek, þrýsti hjartanlega hægri hönd hans og leit spyrjandi í augu hans. „Mér þykir vænt um að heyra þetta, en hvers vegna ætlarðu að koma fyrst til mín?“ „Ég hef hugsað mikið, og ég &t ekki talað um það við neinn nema þig. Þegar allt kemur til alls, voru það ekki neinir smá- munir, sem fyrir mig komu, og hvað er það sem koma skal?“ í „Ég skil, en heldurðu ekki, að þú verðir þreyttur að tala um það núna?“ „Nei, alls ekki. Ég ætla að hringja á hjúkrunarkonuna og biðja hana að ónáða okkur ekki í þrjá stundarfjórðunga." Enn einu sinni fann Matejka til tortryggni og einhver óhugn- anleg tilfinning greip hann, en hann ályktaði, að sér væri engin hætta búin hérna hjá þessum hjálparlausa aumingja. „Jæja, hvað hr það sem amar að, félagi?" „Segðu mér fyrst hvernig þú uppgötvaðir mig?“ „Hvers vegna heldurðu, að ég hafi uppgötvað þig?“ „Hver sagði þér, að Kapoup væri hjá mér?“ „Það sagði mér enginn. Ég gat mér þess til. Ég hafði dálítið sam an við einhvern gyðingabjána að sælda, Brunner að nafni, en þú veizt það sjálfsagt, að hann flýði er við komumst að því, að Ameríkanarnir voru búnir að kaupa hann. En hann vildi vera slunginn, en það var til þess að við gátum okkur þess strax til, hvar Kopoun væri.“ „Bíddu augnablik, svo að þér geðjast ekki að Gyðingum?" „Geðjast að þeim og ekki — hvað kemur það málinu við. Jæja, strax þegar við vissum, að Kapoun var heima hjá þér, fór- um við að hafa áhuga á þér og ég komst að þeirri niðurstöðu, að það væru fáir menn í Prag, sem stæðu þér á sporði. Ég veit allt um þig, þú þurftir ekkert annað en að ýtt væri svolítið við þér og augu þín opnuð. Svo að ég gerði það hvoru tveggja, en mér datt ekki í hug, að það mundi stofna lífi þínu í hættu.“ , „Hvers vegna hélztu að ég .. “ „Vegna þess að þú ert hrein- skilinn við sjálfan þig, og vegna þess að þú hefur trú. Maður verð ur að trúa á eitthvað, það er sama hvað það er, bara ef það er á eitthvað. Við getum opnað augu ■ fólksins og komið þeim á réttar ; brautir, en við getum ekki fengið * fólkið til að trúa. En við vitum : allt um þig.“ I * Það er slæmt, að við skyldum ; ekki hittast fyrr. En þú ert ekki ! einn um að hafa komizt að öllu ; um mig, ég hef líka komist að ■ ýmsu um þig. Það var auðvelt að ; fá fólk til að tala um þig, þú ert ;pi vinsæll, og menn álíta, að þú verðir næsti forsætisráðherrann.“ . ■ Matejka roðnaði af reiði. „Mér : myndi finnast gott að vita, hvaða ; bjáni hefur komið með slíkar Z uppástungur.“ j ; „Það var ekki einungis bjáni, ; heldur voru það margir, sem ■ sögðu þetta. En ég skil það vel, : að þú sért ekki ánægður, því að • slíkur orðrómur getur auðveld- lega komið mönnum í vandræði nú á dögum.“ ( : ■ Nú var Matejka alveg viss um Z að þessi særði, hjálparvana mað- ; ur var ekkiVinur hans. En hvers ! vegna í fjandanum hafði hann ; orðið svo ánægður, er hann kom ! til hans? Gleðin hafði ekki verið ; uppgerð. Mundi hann. — Ekkert ■ var ómögulegt. | Skyndilega snerti hann kodd- , ■• ann, eins og hann væri að slétta • úr honum. Borek horfði brosandi Z á hann, og það kom vandræða- ; svipur á Matejka, en hann varð ■ mjög skömmustulegur, er sjúkl- ; ingurinn sagði: „Þarna sérðu, þér • skjátlaðist í þetta sinn. Ég er : ekki með skammbyssu undir • koddanum mínum. Hvers vegna : hélztu að ég mundi skjóta þig? j Sagði læknirinn þér, að ég væri ; smáskrítinn?“ j ■ Matejka var nú búinn að ná sér ■ og hann svaraði: j : „Enginn hefur sagt mér slíkt, • en ég hef þekkt þig það lengi, að ! ég veit að þú ert skrítinn náungi. ; Segðu mér, vinur minn, hvað ég S get gert fyrir þig?“ i • „Þú hefur þegar gert mikið ! fyrir mig með því að koma hing- IIMNHEIMTUMAÐUR Ábyggilegur og duglegur maður óskast til innheimtu- starfa hjá stóru fyrirtæki. Tilboð, er gréini aldur og upp- lýsingar um fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. þ. m. merkt: „Innheimtumaður —737“. tfattastofa mín að Ránargötu 50. — Nýir hattar. — Tek einnig breytingar og pressa. HATTASTOFAN RÁNARGÖTU 50 Hulda Bergþórsdóttir, Jóhann handfasti |j INSK SAGA • 124 ' og eldri konan sagði: „Það veit heilagur Flóríanus, að þú : segir satt, Jóhanna. Það er naumast að það hefir verið * troðið í körfuna. Við skulum hvíla okkur augnablik.“ ■ Þetta kom mér illa, því að mig var farið að dauðverkja : allan saman af að liggja samanbeygður svona lengi, og samt : þorði ég ekki að hreyfa mig af ótta við að sprengja körfuna. ; Ég bölvaði í hljóði þegar þvottakonurnar fóru að masa við ■ hermennina, sem voru á verði í varðhúsinu. Þannig liðu : fimm mínútur, sem mér fundust vera fimm klukkustundir, ■ þar sem ég lá svona samankuðlaður í körfunni, svo skiptust • konurnar nokkrum skilnaðarorðum á við hermennina og \ tóku upp körfu sína aftur, mér til mikils léttir. Ég heyrði hrikta í hinum þungu hurðum þegar hliðið ; opnaðist, svo gengu konurnar yfir vindubrúna, það heyrði ■ ég á fótataki þeirra. „Fáeinar mínútur eryi“ sagði ég við : sjálfan mig, „og þá er ég sloppinn.“ • En þá fann ég, mér til mikillar skelfingar, að ég þurfti ; að hnerra. Ekki veit ég hvort til eru nokkrir töfrar eða : verndargripir eða bænir við hnerrum. Aðeins veit ég það, : að öll viðleitni mín við að eyða þessum hnera bar engan • árangur. Ég fann að hann var að koma — koma — koma! \ Ég hélt hendinni af alefli fyrir munninn — til einskis! j : Hnerrinn gaus fram úr mér hvellur eins og lúðrablástur. ; „Verndi okkur allur heilagir englar. Það er einhver djöfull ■ í körfunni“, æptu konurnar og slepptu körfunni svo að hún : féll þungt til jarðar og ég valt út úr henni og eftir jörð- : inni, þarna brauzt ég um og barðist við að rífa utan af »• IMYR BILL Vil kaupa nýjan 6 manna bíl af amerískri gerð — Chevrolet, Dodge eða Plymouth — í skiptum fyrir not- aðan 6 manna bíl, lítið keyrðan. Milligreiðsla. Tilboð merkt: „Nýr bíll — 744“ sendist Mbl. Fyrsta flokks hárgreiðslumaður fyrir dömur og herra, óskar eftir atvinnu í Reykjavík. Viðurkenndur fagmaður. Vinnur, sem stendur óuppsagt í einni þekktustu hárgreiðslustofu Hamborgar. GEORG GLOKER, Colomaden 54. Hamburg 36. !••■« •Wl Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni — Njótið ferska loftsins innan húss allt. árið. AIRWICK hefir staðist allar eftirlíkingar. AIRWICK er óskaðlegt. Aðalumboð: lílafur Gíslason & Co. hi. Sími 81370. FRAUÐSTEYPUPLÖTOR TIL EINANGRUNAR Þykkt: W2 cm Verð: 45 kr. fermeterinn 'IVz cm frauðsteypa heful- um það bil tvöfalt ein- angrunargildi á við lágmark það, sem krafizt er í byggingarsamþykkt, og jafngildir 6 cm þykkum korki. ^^imenna £^ycjCfincj<apélacýiL L.p. BORGARTÚNI 7 — SÍMI 7490. >4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.