Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 4
MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz ’55 í dag er 82. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 4,47. Síðdegisflæði kl. 17,06. Læknir er í læknavarðstofunni, frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Sími 5030. — Næturvörður er í Reykj avíkur- apóteki, sími 1760. — Enn fremur eru Holts-apótek og Apótek Aust- orbæjar opin daglega tíl kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. — Holts-apótek er opið á sunnudög- om milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga milli kl. 13 og 16,00. — I.O.O.F. 7 = 1363238‘/2 = S. P. • Messur • Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöid kl. 8,30. —■ Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja: Föstumessa kl. 8,30. Sungin Litanean. '— Séra Jakob Jónsson. Fríkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Þorsteinn Björnsson. Keflavíkurkirkja: Föstumessa í Wvöld kl. 8,30. Séra Björn Jónsson. * Hiónaefni • Nýlega opinberuðu trúlofun sína á Akureyri ungfrú Ásta Kröyer, hárgreiðslukona og Guð- naundur Guðmundsson, járnsmíða- nemi. • Skipafréttir • Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss fór frá Hamborg 21. þ.m. til Siglufjarðar. Dettifoss fór frá New York 16. þ.m. til Rvíkur. F.iallfoss fer frá Rotterdam í dag til Hull og Rvíkur. Goðafoss fer frá New York 24. þ.m. til Rvíkur. Gullfoss kom til Rvíkur 20. þ.m., frá Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Keflavík 17. þ.m. til Rott- erdam og Ventspils. Reykjafoss fór frá Hull 17. þ.m., var væntan- legur til Húsavíkur eða Akureyr- ár í gærkveldi. Selfoss fer frá Keflavík síðdegis í dag til Vest- mannaey.ia og þaðan til Belfast og Dublin. Tröllafoss kom til Rvíkur 17. þ.m. frá New York. Tungufoss fer frá Rotterdam í 4ag til Hjalteyrar og Rvíkur. — Katla fór væntaniega frá Leith í^gærdag til Siglufjarðar. Skinaútgerð r'kisins: Hekla fór frá Akureyri síðdeg- is í gær á vesturleið. Esja fer frá Reykjavík í kvöld með farþega riestur um land til Akureyrar. — Herðubreið er á Austfjörðum. — ákjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill vfar í Stykkishólmi í gær. f^kipadeild S. f. S.: t Hvassafell er. á Reyðarfirði. — Arnarfell er á Akureyri. Jökulfell ÉSr frá Akranesi 19. þ.m. áleiðis <81 Helsingborg og Ventspils. Dís- árfell fór frá Keflavík 19. þ.m. til Vestur- og Norðurlandsins. — Helgafell fór frá Akurevsi 18. þ. m. áleiðis *'t New York. Smeralda er í Hvalfirði. Elfrida kemur til Akureyrar á morgun. Troja er í Borgarnesi. Til Skálholtskirkju hef ég nýleea móttekið kr. 100,00. áheit á Pál biskun Jónsson, frá Önnu Guðmundsdóttur frá Brekkum. — Matth. Þórðarson. • Albingi • í Sameinað þing: —— 1. Fyrir- spurnir. Ein umr. um hverja. a) iþandshöfn í Rifi. b) Áburðarverð. é) Marshallaðstoð í ágúst 1948. — Í. Fjáraukalög 1952, frv. 2. umr. 4— 3. Alþýðuskólar, þáltill. Fyrri imr. Esperantistafélagið Aurora I hefdur fund í Edduhúsinu, Lind grgötu 9A (uppi) kl. 8,30. Dagbóh Loftvog kommúnista ISUNNUDAGSBLAÐI Þjóðviljans er sagt með miklum fögnuði frá „afreki“ komma-herforingjans Guðmundar J. og liðsmanna hans uppi í Hvalfirði fyrir skömmu, og er þar meðal annars komizt svo að orði í mikiili hrifni: „Lygilegt hvað Guðmundur J. er orðinn breiður". Og síðar segir blaðið: „Loftþyngdarmælirinn stóð á „meget smukt“.“ Er bersýnilegt að blaðið ræður sér ekki fyrir gleði yfir því þjóðfélagsástandi, sem yfirstandandi verkfall hefur skapað. í fimmtu herdeild kommúnista fagnað mikið er og forseti ASÍ er kampagleiður. Og Guðmundur J. þjálfar sinn gamla „rauða her“ og gerist jafnframt „lygilega breiður". Svo er það ávallt þegar vort þjóðfélag er sjúkt og þjakað illa af kommúniskum prestum, þá sýnir þeirra barometer sífelit „meget smukt“ og sigri þá kommar fagna mestum. BÁRÐUR. Spilakvöld Sjálfstæðisfél. í Hafnarfirði er í Sjálfstæðisliúsinu í kvöld kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist og verðlaun veitt. Afmælishátíð K.R. fer fram n.k. sunnudagskvöld í Sjálfstæðishúsinu. Nánar auglýst síðar. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: Páll kr. 50,00; ó- nefndur, Borgarnesi 200,00; P. M. 100,00; H. B. 20,00; H. B. kr. 30,00. Til aðstandenda þeirra er fórust með „Agli rauða“ Afh. M'bl.: Ónefndur krónur 3.080,25. Inga Guðmunds 100,00; Guðfríður G. Ólafsd. 100,00. Styrktarsjóður munaðar- \ausra barna. — Sími 7967 Hrækið ekki á gangstéttir. Málfundafélagið Óðinn Stjóm félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á föstudagskvöldum frá kl. 8—10. — Sími 7104. Mínningarspjöld Krabbameinsfél. fslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- media, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, sími 6947. — Minningakortin eru af- greidd gegnum síma 6947. Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bókum og rit- föngum, Austurstræti 1, Bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, og verzluninni Roða, Laugavegi 74. Bæjarbókasafnið Lesstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árdegis og kl. 1—10 síðdegis, nema laugardaga kl. 10 — 12 árdegis og kl. 1—7 síðdegis. Sunnudaga frá kl. 2—7 síðdegis. Útlánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 2—10, nema laugar- daga kl. 2—7 og sunnudaga kl 5—7. Hrækið ekki á gangstéttir. • Útvarp • Miðvikudagur 23. marz: 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. — 13,15 Erindi bændavikunnar: a) Framtíðarhorfur landbúnaðarins (Amór Sigurjónsson). b) Sjúk- dómar í matjurtum (Ingólfur Da- víðsson magister). c) Fjárskipti (Sæmundur Friðriksson fram- kvæmdastjóri). 15,30 Miðdegisút- varp. 16,30 Veðurfregnir. 18,00 íslenzkukennsla; II. fl. — 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Þýzkukennsla I. fl. 18,55 Iþróttir (Atli Steinars son blaðamaður). 19,15 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 19,40 Auglýsir.g- ar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Stríðið milli Japana og Rússa 1905 (Baldur Bjarnason magist- er). 21,00 Óskastund (Benedikt Gröndal ritstjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,19 Passíusálm ur (35). 22,20 Útvarp frá dans- lagakeppni S.K.T. Hljómsveit und ir stjórn Carls Billich leikur. — Söngvarar: Adda Örnólfsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Alfreð Clau- sen og Sigurður Ólafsson. Kynn- ir: Karl Guðmundsson leikari. — (Hljóðritað í Austurbæj arbíói kvöldið fyrir). — Hlustendur geta greitt atkvæði um lögin. 23,20 Dagskrárlok. Bókasafn í Bú- staðahverfi Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga frá fræðslufull- trúa, um að stofnað verði útibú frá Bæjarbókasafninu í Bústaða- hverfinu. Verður bókasafnið til húsa að Hólmgarði 34, þegar það getur tekið til starfa. Fyrsta flokks gúmmídúkur væntanlegur bráðlega. Leitið upplýsinga Pragotxport Praha II — Czechoslovakia IVCLIMIÐ MIÐIMÆTLRSKEMIVITLISIIMA í ALSTLRBÆJARBÍÓI í KVBLD KL. 11,15 SÍDASTA SINN - ADGÖNCSJUIDAR í MÚSIKBÚÐINNI •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B ■MIUMUMU ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■ ■■■■■■ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.