Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1955, Blaðsíða 12
12 MORG U N BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz ’55 — Kaupgjaldsvandamálin Framh af bls. 10 samdráttur í framleiðslunni, úr- elding og viðhaldsskortur atvinnu tækjanna, gjaldeyrisörðugleikar, höft og vöruskortur. Af þessu leið ir annars vegar atvinnuleysi nokkurs hluta alþýðustéttanna og stórfelldan tekjumissi alls þorra fólks vegna framleiðslustöðvana, þegar stöðugt þarf að finna nýj- an rekstrargrundvöll í örvænt- ingarfullu bjargráðafumi um hver áramót. Hins vegar leiðir af þéssu ástandi einokunarkenndan milliliðagróða, ívilnanir og klíkuskap og vöntun ýmissa nauð synja. Báðar hliðar afleiðinganna kpma þyngst niður á alþýðustétt- unum, hinu breiða en sligaða burðarbaki þjóðfélagsins. Enn er ótalin ein afleiðing gengisskekkjunnar, sú, að hún ruglar verulega hinum þjóðfé- lagslega kostnaðarreikningi Hún brenglar allt mat manna á þjóð- hagslegt mikilvægi og arðbær- leik hinna ýmsu atvinnugreina og hagkvæmni hinna ýmsu tækja, sem til greina koma við rekstur- inn. Þannig leiðir skekkjan fjár- festinguna, sjálfan hornstein framtíðarinnar, á villigötur, og er það þjóðfélaginu dýrara, en margt annað, sem meira er gasprað um. Þegar gengisleið- réttingin loks kemur, er fótun- um þar með kippt undan ýmsum fyrirtækjum, sem ekki geta stað- ið á raunhæfum rekstrargrund- velli og notkun ýmissa tækja og ihnfluttra efna reynist of dýr og ónagkvæm við hin breyttu skil- yrði. LÁNSFJÁRSTARFSEMIN Áhrif breytinga peningagildis- ins á lánsviðskiptin eru með þeim hætti, að afborganir og vextir af lánum greiðast með peningum, er hafa allt annað gildi en hið lán- aða fé hafði upphaflega. Svo miklar hafa gildisbreytingar pen- inganna verið lengst af hálfan annan áratug, að orðið vextir hefur verið innantómt hugtak í allri bankastarfsemi, þar eð vext- irnir hafa ekki nærri því vegið upp gildisrýrnun höfuðstólsins. Fólk er því miður ekki enn búið að tileinka sér lífsskoðunina: Sælla er að gefa en þiggja. Af- leiðingin af því verður einfald- lega sú, að fólk hættir að leggja peninga fyrir, hættir að spara, en eykur neyzlu sína að sama skapi. Það er í sjálfu sér nógu mikið ranglæti og böl, að fólk skuli ekki fá sannvirði lána sinna endurgreitt. Enn háskalegra er, að það skuli verka eyðileggjandi á sparnað og lánsfjárstarfsemi, sem er undirstaða fjárfestingar- innar bæði í smáum og stórúm stíl og þar með aflgjafi allra fram fara, í stuttu máli lífsnauðsyn éfnahagslífsins. En þó er það grátbroslegast, að þegar fólk hyggst auka neyzlu sína almennt, tekst því ekki að auka neyzlu sína að sama skapi. Því er svo varið að sú fjárfesting, sem fram- kvæmd er, hlýtur að koma fram sem sparnaður einhvers staðar, burtséð frá erlendum lánum og styrkjum. Að vísu má gera ráð fyrir að fjárfestingin minnki all- verulega svo að nokkuð af fyrir- hugaðri neyzluaukningu fólksins verði raunveruleg neyzluaukn- ing. En ríkisvaldið getur ekki horft aðgerðarlaust upp á það, að fjárfestingin sé gerð að engu. Mestum hluta fjárfestingarinnar verður því haldið uppi með þvinguðum hætti. Sú fjárfesting verður að koma fram sem sparn- aður einhvers staðar. Að svo miklu leyti sem almenningi tekst ekki að innan þennan sparnað af höndum, myndast hann hjá rekstursaðilunum, er hirða um- framkaupgetuna með hækkuðu verðlagi, húsaleigu o. s. frv. Afgreiðslumaður Iðnfyrirtæki vill ráða mann til efnisvörzlu, simavörzlu- og afgreiðslustarfa. Umsóknir, er tilgreini aldur, fyrri störf o. s. frv., sendist Morgunblaðinu merktar: „Röskur “— 727 Skógræktarfélag Reykjavíkur Skemmtikvöld j ■ heldur félagið í Tjarnarcafé, fimmtudaginn 24. marz : ; kl. 8,30 síðdegis. — c ■ Kvikmynd. Haraldur Á. Sigurðsson skemmtir. Dans. * P» ■ 5 Aðgöngumiðar til sölu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- ■ sonar, hjá Lárusi Blöndal og við innganginn. ; Stjórnin. Pianetta til sölu, útskorin í átjándu aldar stíl. Upplýsingar í síma 5475. — DUNLOP HJÓLBARÐAR 750x20 825x20 12 *trigalög Bifreiðavöruverzlun Friðriks Bertelsen Hafnarhvoli. SNISIMIM <M3*>JLI!ItálHS fer frá Reykjavík í kvöld með far- þega vestur um land til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, — Flateyrar, Isafjarðar, Siglufjarð- ar og Akureyrar. Ánhagafélog Strandamauna heldur Aðalfund fimmtudaginn 24. marz 1955 í Tjarnarkaffi, uppi, kl. 8.30 stundvíslega. Eftir fundinn. Smellið skemmtiatriði og dans. Stjórnin. Önfirðingar SUNNANLANDS Árshátíð verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudag- inn 24. marz kl. 9 e. h. Fjölbreytt skemmtiatriði. Aðgöngumiðar afhentir hjá Gunnari Ásgeir3syni, Hafn- arstræti 22 — Sími 6175. Skemmtinefndin. Breiðfirðingaheimilið h.f. Reikningar Breiðfirðingaheimilisins h.f. liggja frammi hjá gjaldkera félagsins til sýnis fyrir hluthafa félagsins dagana 22.—31. marz að Skipholti 17, kl. 10—5 daglega. Stjórnin. Þessi ágætu sjálfvirku Olíukynðitæki fást hjá okkur og kosta aðeins kr. 3995,00 með öll um venjulegum öryggis- tækjum. VÉLA- og RAFTÆKJA- VERZI.UNIN Bankastr. 10, sími 2852 TILBOD óskast í Chevrolet vörubifreið, model 1941 og Renault- fólksbifreið, model 1946, báðar eign bæjarsjóðs Reykja- víkur. Bifreiðarnar verða til sýnis í porti Áhaldahúss bæjarins við Skúlatún næstu daga. Tilboð verða opnuð að viðstöddum bjóðendum í skrif- stofu minni, Ingólfsstræti 5, laugardaginn 26. þ. m. kl. 11. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. ú(/au.r TYPSTIQ MEÐ /VýJUNC / i:i:n:m-iu SPARtÐ OO AtOT/O SP4RU Amerískir barnagellar vatteraðir. — Nýtt og fallegt úrval. Enn- fremur þýzkar drengjahúfur Barnabeizlin marg eftir- • spurðu, o. m. fl. LAIJGAVEG 10 — SIM! 3367 BEZT AÐ AVGLfSA I MORGVNBLAÐINV I'M SORRY, MARK, I CANT GIVE VOU ANOTHER CHANCE... MY BOARD OF Dl RECTORS MARKÚS Eftir Ed Dodd Mar.cs SECOND smo TURNS OUT TO BH 'PHOEBE AND HER BABIES 1) Önnur sýning Markúsar um elgina er ennþá verri heldur en sú fyrri. 2) — Því miður, Markús. Ég get ekki hjálpað þér. Fólki líkar ekki kvikmyndirnar þínar. 3) — Mér finnst ekkert skemmtilegt að segja þér þetta, en ég verð að segja sannleikann. — Ég skil, Jón. Þetta er víst allt af því að ég kann ekki að semja kvikmynd. 4) — Jæja, Andi, nú lítur það illa út. Ég verð víst fyr-st að fara í bankann og fá framleng- ingu á víxlinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.