Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1955 Þjalir, margar gerðir Handsagarhlöð H.S. & Carbon Spiral-borar H.S. & Carbon Snitt-tappar Whitwort S.A.E & B.S.F. Snitt-bakkar Bolta-snitt-kassar Tréborar fastir og færanl. Skrúfjárn, allsk. St jörnuskrúf járn Meitlar tlrrek Stjörnuborar 14”—1 ’ ’ Steinborar f. rafmagnsbor- vélar Nýkomið. — Verzl. Vald. Poulsen h/f Klapparstíg 29 — Simi 3024 Fenner kýlreimar og reim- skífur ávallt fyrirliggjandi. Verzl. Vald. Poulsen h/< StúEka óskast um óákveðinn tíma. Upplýs- ingar á Óðinsgötu 14B. iláli óskast Vil kaupa nýjan bíl, Volks- wagen eða svipaðan. Upp- lýsingar í síma 80877. STIJt K/\ eða fullorðin kona óskast hálfan daginn. Fátt í heim ili og hátt kaup. Uppl. á Nökkvavog 41, milli 6 og 8 í kvöld og annað kvöld eða síma 3035. — Notið tækifærið Allar vörur verzlunarinnar seldar með miklum afslætti. Verzlunin er að hætta. HRlSLAPt Bergstaðastræti 33. Get sniðið og saumað nokkra kjóla ennþá fyrir páska. Ódýr vinna. Uppl. í síma 80098, kl. 1—4 daglega Óska eftir VI N NU helzt bílkeyrslu. Hef unnið á bílaverkstæði og við afgr. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr- ir laugardag, merkt: „Reglu samur — 828“. Klapparstig 29 — Simi 3024 Nýr, amerískur M Y F O R D Rennibekkir Brúðarkjóll til sölu. Upplýsingar í síma Myford rennibekkir, ný- komnir. — Patrónur fyrir rennibekki, margar stærðir Klóplön, Pinnálar, Slifar 2758. — 10,000,00 Sá, sem getur tryggt 1—2 herbe'—i og eldhús, til leigu n. k. hsust, getur fengið 10 þús. kr. lánaðar um tíma. Tilb. sendist Mbl., fyrir 31. marz, merkt: „Regla — 825“. — íbúð óskast strax til leigu, 2—4 herb. og eldhús. Fyrirframgr., ef óskað er. Upplýsingar í síma 7227, í dag frá 2—5. Verzl. Vald. Poulsen h.f. Klapparstíg 29, sími 3024. Maskinuholtar Borðaboltar Bílaboltar Bær, skifur Boddyskrúfur (stálskrúfur) Tréskrúfur Franskar skrúfur Stoppskrúfur (saxkant) Nýkomið. — Verzl l! M 1:1 Póiil \mh Klapparstig 29 - Simi 3024 IBUÐ 1—-2 herbergi og eldhús ósk ast til leigu strax. — Get borgað 5.000 kr. fyrirfram og háa mánaðargreiðslu. — Sími 80075. (Iska eftir nýjum bíl til að aka á stöð, hef stöðvarpláss. Tilb. send ist Mbl., merkt: „Strax — 826“. — ÍBÚÐ Viljum taka á leigu sumar- bústað eða íbúð, 2—3 her- bergi og eldhús. Aðeins tvennt fullorðið í heimili. — Upplýsingar í síma 7996. KJÖT og RENGI Verkfallið stefnir millilandaflugi íslendinga í storfellda hættu Greinargerð frá stjórn Loftleiða Sófasett til sölu. Verð 3.500,00, til sýnis í Mávahlíð 34. BARNAVAGN vel með farinn, óskast. — Upplýsingar í síma 573Ö, eftir kl. 6. STUTIÍ A sem getur lagt fram dálitla fjárupphæð, óskar eftir að gerast meðeigandi í litlu iðn fyrirtæki eða verzlun. Get unnið við það sjálf. — Til- boð merkt: „Meðeigandi — 824“, sendist afgr. blaðsins. Ungbarna- fatnaður í miklu úrvali, nýkominn. — Mjög hentugt til tækifæris- gjafa. — Odýfi markafturínn HúsasmíSameistara vantar 3—6 herbergja ÍBÚÐ sem allra fyrst, helzt á hita veitusvæðinu. Fjórir full- orðnir í heimili. Góð um- gengni. Há leiga. Tilb. send- ist blaðinu fyrir miðviku- dagsköld, merkt: „Páskar — 811“. * Ibúð óskast Mig vantar 2ja herb. kjall- araíbúð eða ris nú þegar eða 14. maí. Má vera mjög lítil. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Tilb. merkt: „Lítil íbúð — 806“, sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. 7 stórt herbergi óskast nú þegar, helzt með aðgangi að baði og síma. Há leiga og fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Tilboð sendist Mbl., fyrir 1. n. m., merkt: „Verzlunarmaður — 808“. 1—2 herbergi og eldhús óskast, í Kópa- vogi eða Reykjavík, nú þeg- ar eða síðar. 2 fullorðnir í heimili. Fullkomin reglu- semi. Tilb. merkt: „587 — 814“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir miðvikudags- kvöld. — Smávéla-viðgerðir . Alls konar viðgerðir á Heimilisvélum og alls kon- ar smávélum. Ennfremur viðhald á smáverksm. og uppsetningar á olíukyndi- tækjum. Blönduhlíð 10. — Upplýsingar í síma: 5840. Húsmæður! Klippið út aug- lýsinguna og geymið! LOKAÐ milli 1 og 4 vegna jarSarfarar. — Efnalaug Vesturbæjar. TVÖ dagblöðin hér í bæ, Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn, birta um það greinar í gær að stjórn Loftleiða h.f. hafi beðið um samninga (Þjóðviljinn) eða haft fullan hug á að gera kaup- og kjarasamninga við starfslið sitt, flugvirkja sem eru í verkfalli og flugmenn, sem hefja verkfall 1. apríl næstkomandi. Bæði telja blöðin að stjórn Loftleiða hafi verið kúguð af opinberri hálfu og atvinnurekendum til að láta af slíkum áformum, en Þjóðviljinn bætir því svo við að stjórninni eða félaginu hafi verið mútað til að láta af beiðni sinni um samn- inga. Stjórn Loftleiða h.f. vill þegar í upphafi lýsa yfir því, að ekkert væri henni kærara en að félag- ið nyti starfsfriðar, en stjórnin hefir frá öndverðu litið svo á, að enginn samningsgrundvöllur lægi fyrir að svo komnu máli og væri því ekki mögulegt að gera kaup- og kjarasamninga að öllu ó- breyttu. Með því að tvö ofangreind dag- blöð halla réttu máli, vill stjórn Loftleiða h. f. gefa almenningi nokkurt yfirlit um þróun kjara- deilnanna innan félagsins og af- stöðu stjórnarinnar og starfs- mannanna til þeirra. SAMNINGAUMLEITANIR Hinn 1. febrúar síðastliðinn runnu út gildandi kaup- og kjara samningar við Félag íslenzkra atvinnuflugmanna (F.Í.A.) að framfarinni lögmætri uppsögn. Hinn 18. október tilkynnti F.Í.A. stjórnum flugfélaganna beggja hverjir ættu sæti í samninga- nefnd, svo og kröfur þær, er fram myndu verða bornar. Flugfélögin tóku ekki afstöðu til kröfugerð- arinnar, og sagði F.Í.A. þá form- lega upp samningum með bréfi dagsettu 30. október 1954. Hinn 15. nóvember sama ár, tilkynntu flugfélögin F.Í.A. að þau væru reiðubúin til viðræðna og til að mæta sanngjörnum kröfum. Um- ræður stóðu svo yfir til janúar- loka það ár, en þá varð að sam- komulagi að framlengja gildandi kaup- og kjarasamninga til 15. febrúar, enda skyldu væntanlegir samningar gilda aftur fyrir sig til 1. febrúar. Hinn 10. febrúar óska flugfélögin eftir framlengingu samninganna til 1. marz, en það er samþykkt af F.Í.A. með bréfi dagsettu 11. febrúar, en sú ósk jafnframt látin í ljós að fyrir þann tíma verði augljóst orðið hvert stefnir í kjaramálum al- mennt, svo unnt megi verða að ná samkomulagi, sem báðir aðilar geti vel við unað. Loks var frest- ur enn veittur af hálfu F.Í.A. til 1. apríl n.k. en með bréfi dagsettu 24. marz tilkynnti stjórn F.Í.A. að frekari frestur yrði ekki veitt- ur og myndi þá verkfall hefjast. Ofanritað sannar, að bæði flug- félögin og F.Í.A. voru á einu máli um að samningagrundvöllur væri ekki fyrir hendi — fyrr en séð yrði hvert stefndi í kjaramálum almennt. — Annar þáttur málsins er svo samningaumleitanir flugfélag- anna og Flugvirkjafélagsins, en kaup- og kjarasamningum hafði verið sagt upp með bréfi dagsettu 29. október af hálfu flugvirkja og rann samningurinn út 15. febr. s.l. Kröfur sínar settu flugvirkjar fram 13. janúar s.l. og hófust samningaumleitanir úr því. sem ekki báru árangur, nema í minni háttar atriðum. Hinn 10. marz tilkynnti stjórn Flugvirkjafélagsins að vinna myndi stöðvuð hjá flugfélögun- um báðum frá og með 18. þ.m., og var því fylgt fram af félagsina hálfu. UMLEITANIR STJÓRNAR LOFTLEIÐA H.F. Afstaða Loftleiða h.f. er að þvi leyti erfiðari en allra annarra ís- lenzkra fyrirtækja, að viðskipti félagsins eru að verulegu leyti á erlendum markaði og honum gersamlega háð, Mikið erfiði hef- ir verið lagt í að vinna upp slíka markaði bæði í Vesturheimi og á meginlandi Evrópu og miklu fjármagni til þess varið á okkar mælikvarða. Glatist þessir mark aðir vegna stöðvunar á rekstri félagsins verður að byggja allt að nýju upp frá grunni, en öll önnur íslenzk félög sitja að sinu, t. d. Flugfélag íslands h.f., sem hefir sérleyfi á innlendum flug- leiðum. Hrun markaða Loftleiða h.f. væri keppinautunum kærkomið, en óbætanlegt íslenzkri flugþró- un og þjóðinni í heild. Virðist utanlandsflug félagsins engin áhrif geta haft á gang og úrslit kjaradeilna þeirra, sem nú eru uppi með þjóðinni, ef engin þjón- usta væri innt af hendi hér á landi af hálfu félagsins, svo sem gera mátti ráð fyrir. Til þess að reyna að afstýra hruni hinna erlendu markaða, náði stjórn Loftleiða h.f. sam- komulagi við forráðamenn og samninganefndir F.Í.A og Flug- virkjafélagsins, um að áhafn- irnar skyldu starfa áfram, enda skyldu væntanlegir kaup- og kjarasamningar verka aftur fyr- ir sig, svo sem ávallt hafði verið ráð fyrir gert. Með því hins vegar að bæði F.Í.A. og Flugvirkjafélag fslands eru meðlimir í Alþýðusambandi íslands, verða slíkir samningar ekki gerðir, nema með samþykki stjórnar A.S.f. Fór stjórn Loft- leiða, ásamt ofangreindum for- ráðamönnum samninganefndum F.Í.A. og Flugvirkjafélags íslands á fund fulltrúa A.S.Í. og verkfalls nefndar s.l. fimmtudag og fóru þess á leit að éhafnirnar mættu starfa og að Loftleiðir h.f. fengju afgreitt benzín til flugvéla sinna. Var sú málaleitun studd af full- trúum F.Í.A. og Flugvirkjafélags- ins á fundinum en engin endan- leg ákvörðun var tekin með þvi að leita þurfti sambykkis Dags- brúnar eða verkfallsnefndarinn- ar. Synjun þessara aðila barst stjórn Loftleiða h.f aðfaranótt föstudags. Sakirnar standa því þannig: Stiórn og starfslið Loftleiða h.f. vilja skjóta samningunum á frest og halda uppi flugi til þess að bjarga erlendum mörkuðum félagsins og efla þá, en fluginu verður ekki uppi haldið með þvl að synjað er um afgreiðslu á benzíni. Loftleiðir h.f. verða, vegna gildandi milliríkjasamn- inga, að fljúga um ísland, og fé- lagið getur ekki íloeið á öðrum leiðum. Verkfallið bitnar þvngra á félaginu en nokkrum öðrum aðila, þótt öllum sé það til tjóns. Þjóðin harmar þetta. Vinsældir þær, sem Loftleiðir h.f. hefir notið, og ell fyrirgreiðsla af opin berri hálfu og almennings ætti að spá góðu um farsæla lausn þessa vandræðamáls. Stjórn Loftleiða h.f. ♦ ♦ ♦ n ♦ ♦ EZT AÐ AUGLÝSA í ♦ ♦ ♦ ♦ Morgunblaðinu ♦ ♦ ♦ •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.