Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: S og SV gola eða kaldi, skýjað með köflum. 73. tbl. — Þriðjudagur 29. marz 1955 Iþrótfir Sjá bls. 7, Rök kommúnista í bygqb á úreltu öddviti þeirra heiur í meir en úr svikizt um að geia út kjörskrú Borgarafundur sýndi undanhald kommúnisla. Kópavogi manntali i GÆR var haldinn almennur borgarafundur í barnaskólanum í Kópavogi. Var það meirihluti hreppsnefndar, þ. e. kommún- istar, sem boðuðu tii fundarins. Munu þeir hafa ætlað að láta þennan fund verða sér til styrktar í andstöðunni við hina sjálf- sögðu réttiætiskröfu um kaupstaðarréttindi. En þegar þeir sáu að ræðumenn hreppsnefndar-minnihlutans fengu miklu betri undir- tcktir á fundinum, þá glúpnuðu kommúnistar og hættu við að koma fram með nokkra ályktunartillögu. Snerist málið þannig í höndunum á þeim. OSMEKKLEG ARAS ODDVITA Það vakti sérstaka athygli og xeiði á fundi þessum, þegar odd- viti hreppsins, Finnbogi Valdi- marsson, bar það fram að undir- skriftalistar undir áskorun til Al- þingis hefðu verið falsaðir. Þótti þetta ósmekklegt hjá oddvitan- «m og varð varla skilið öðru vísi -en svo að hann væri að bregða 760 Kópavogsbúum um skjala- fölsun. VÉFENGJA MEÐ 2 ÁRA KJÖRSKRÁ Kommúnistar reyndu að gera •undirskriftalistana sem allra tortryggilegasta. Þeir sögðu að yfir 200 manns á listanum væru ekki á kjörskrá, sumir ekki bú- settir í Kópavogi, þarna væru út- lendir ríkisborgarar og allt þar fram eftir götunum. Þessar ásakanir þeirra eru bysgðar á miklum misskiln- ingi. Og stafar sá misskilning- ur þeirra fyrst af því að kjör- skrá sú sem Finnbogi Valdi- marsson birti samdægurs og fundurinn var haldinn, er byggð á tveggja ára gömlu manntali eða frá árinu 1953. Slík kiörskrá er að sjálfsögðu ekki til neins gagns nú í dag. NVJASTA MANNTAL Þeir aðilar sem söfnuðu undir- skriftum gæt.tu þess hinsvegar að byggja allar athuganir sínar á manntalinu frá s.l. ári, sem nú- gildandi kjörskrá á skv. lögum að byggjast á. Skv. þeirri athug- tm voru gerðar ýmsar athuga- semdir við undirskriftalistann, þegar hann var sendur félags- málaráðunevtinu, Það var t, d. bent á það og ekkert feiumál. að xneðal undirskrifta voru nöfn tveggja erlendra ríkisborg- ara, sem eru Kópavogsbúar, en allt bendir til að þeir fái ríkis- borgararétt næstu daga, þar sem allsherjarnefnd Alþ. hefur mælt með því. Hinsvegar hafa mistök orðið með eitt nafn, þar sem ald- ursskilyrði er ekki fullnægt. Ekki tekið eftir réttum aldri í einu tilfelli af 760. Þannig eru allar staðhæfingar kommúnista um ófullkomna undirskriftasöfnun rangar, að undanskildu einu nafni sem þeir hengja allt sitt við. FLEIRI UNDIRSKRIFTIR BERAST Kópavogsbúar voru ekki lengi að svara fyrir þau rangindi sem hreppsnefndarmeirihlutinn hefur í frammi gegn rökstuddum og réttmætum vilja íbúanna. í gær söfnuðust 25 nýjar undirskriftir undir áskorun til Alþingis og heldur undirskriftasöfnunin enn áfram. Þeir sem vilja fá undirskrifta- lista geta fengið hann með því að hringja í síma 2834, 5636, 6092, 80146 eða 80248. Einar Lúðvígsson látinn í Kaupm.höfn EINAR LÚÐVÍGSSON rafvirki, lézt á sunnudagskvöld í sjúkra- húsi í Kaupmannahöfn. Sem kunnugt er, slasaðist Ein- ar mikið á höfði er nagli gekk inn í höfuð hans við vinnu í radarstöðvarbyggingunni austur við Hornafjörð. Var hann fluttur með sérstakri flugvél til Kaup- mannahafnar, þar sem hann gekk undir höfuðuppskurð og var naglinn þá fjarlægður. — Frá því Einar varð fyrir slysinu unz hann dó mun hann hafa verið svo til meðvitundarlaus. Einar Lúðvigsson var 21 árs og lætur hann eftir sig konu, Ingu Þóru Herbertsdóttur og foreldra, Lúðvíg Gestsson og Björg Ein- arsdóttir. Skáli brennur ofan af stórri fjölskyldu Enginn sátta- fundm* í dag ENGINN sáttafundur hefur ver- ið boðaður í dag með sáttanefnd- inni og fulltrúum deiluaðila. Síð- asti sáttafundur var haldinn s.i. laugardag og stóð hann aðcins stutta stund. Nýr bíll veltur og stórskemmist NÝR fólksbíll, R-1066, sem Gísli Guðmundsson, leigubílstjóri, Miklubraut 16, á, stórskemmdist, er honum hvolfdi á sunnudaginn suður í Fossvogi. Var Gísli sjálf- ur með bílinn og einn maður með honum, en þeir sluppu báðir ó- meiddir. Jóhann Hafstein frum- mælandi um húsnæðis mólin d Varðar-fundi Frumvarp nkisstjórnarinnar um ibúða- íánastarfsemi lagt fram á Alþingi i dag LANDSMALAFELAGIÐ Vörður heldur almennan félagsfund í kvöld klukkan 8,30 < Sjálfstæð- ishúsinu, og verða húsnæðismál- in þar til umræðu. Jóhann Haf- stein aiþm., verður þar írummæl- andi. Hann hefur átt sæti í milli þinganefnd þeirri, sem undirbú- ið hefur tillögur ríkisstjórnar- innar um aukna lánastarfsemi i þágu íbúðabygginga. Mun hann því allra manna kunnugastur þessum þýðingarmiklu málum, GERIR GREIN FYRIR EFNI FRUMVARPSINS Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aukna lánastarfsemi til íbúða bygginga mun verða lagt fram á Alþingi i dag. Mun Jóhanrn Hafstein gera grein fyrir efná þess, og þeim nýju íeiðum, sem lltæríng með 11 mönn- Ð nm hvolfir í brimlendingu við Þykkvabæjarsand ÞYKKVABÆ, 28. marz. HÉR LÁ við mannskaða á sunnudaginn, er opnu skipi, sem á voru 11 menn, hvolfdi í lendingu. Urðu sex mannanna undii bátnum. Tókst ekki að koma þeim til hjálpar fyrr en eftir all- langa stund. En félagar þeirra fimm bárust með öldunum upp í sandinn. Aðeins einn bátverja sakaði. Jóhann Hafstein alþm. þar eru farnar. Jafnframt mun hann ræða afstöðu og aðgerðir Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur í húsnæðismálun- um. — AUt Sjálfstæðisfólk er velkomið á fundinn. LAUST fyrir klukkan 5 í gær- morgun vaknaði fólkið í skála 65 í Þóroddsstaðabúðum við, að eldur var kominn upp. — Þar bjó ásamt konu sinni og fimm börn- um Sigurður Karlsson. Skálinn j ing var í olíukynditæki skálans. Gaus þá npp eldur í olíunni á sömu stundu. Hugðist Sigurður reyna að kæfa eldinn, en sá brátt að það var með öllu vonlaust. Heimilisfólkið varð að yfirgefa eyðilagðist enda var eldurinn svo skálann í skyndi, en auk barna bráður að fólkið komst nauðu- 1—-10 ára og konu, var þar í lega út. heimili Sigurðar, öldruð kona. Talsverðu af innanstokksmun- um tókst að bjarga. Voru þeir VAKNAÐI VIÐ SPRENGINGU Sigurður vaknaði við að spreng óvátryggðir svo og skálinn. FÓRU í GÓÐU VEÐRI Bátur þessi er áttæringur með hjálparvél og eiga hann menn hér í Þykkvabænum. Er farið á sjó þegar vel viðrar, en róðrar meira stundaðir til ánægju heldur en til framfæris. Fór báturinn í róðurinn um hádegisbilið á sunnudaginn, en þá var hið bezta veður hér. BRIMLENDING Þegar komið var upp undir Þykkvabæjarsand, að róðri lokn- um um klukkan 3,30, var því strax veitt eftirtekt úr bátnum, sem Ólafur Guðjónsson var for- maður á, að meðan á róðrinum stóð hefði tekið að brima við ströndina og fyrirsjáanlegt að brimlendingin myndi verða erfið. STEFNISSTAKKST Bátverjar voru undir árum, svo sem venja er til þegar land- taka fer fram við sandinn. Átti báturinn ófarna um 20 metra að landi, er bára reið undir aftur- stefni hans, hóf hann á Ioft svo hann stakkst á framstefnið og koma á hvolfi niður í brimlöðrið rétt aftan við báruna. Fimm bátverjar losnuðu við bátinn, en sex urðu undir honum. Mennirnir í sjónum komust brátt upp að ströndinni, þar sem fólk stóð og hafði horft á er bátnum hvolfdi. KOMUST EKKI UNDAN Mennirnir sem urðu undir bátnum, komust ekki undan hon- um. Bátinn bar mjög hægt að landi, en strax og hann var kom- inn svo nærri að fært var út að honum, þustu menn úr fjörunni út að honum, mönnunum til hjálpar. Þeir voru þar allir enn með tölu. — Gat hafði komið á botn bátsins og varð það mönn- unum beinlínis til lífs. Þeir höfðu haldið sér í þóftur bátsins. Þá var um hálftími liðinn frá því að bátnum hvolfdi. Mennirnir sex, að einum undanskyldum, voru ósárir. En elzti maðurinn á bátnum, Ársæll Stefánsson að Borg, 65 ára, hafði slasast. Öngl- ar höfðu krækzt í hendi hans og handlegg og það tók um stundar- fjórðung að losa krókana úr manninum og voru djúp sár eft- ir krókana. Báturinn var síðan dreginn upp í fjöru og síðan voru skip- brotsmenn fluttir heim, en Ársæll var fluttur til læknisins að Hvols velli, sem gerði að sárum hans. —★— Þeir sem þekkja hve hættu- legar brimlendingar geta verið hér við sandana, telja það ganga kraftaverki næst, að ekki skyldi hljótast mannskaði, er svo stóru áraskipi hvolfdi, með svo mörg- um mönnum. Það er því ekki að undra þótt Þykkbæingum þyki sem þeir hafi úr helju heimt þá sem í þessu sjóslysi lentu. —★— Þess má geta að hægt verður að gera við bátinn, en hjálpar- vél hans mun ónýt vera. MENNIRNIR Á BÁTNUM Þessir menn voru á bátnum auk þeirra Ólafs Gujónssonar, Vest- urholtum, formanns og Ársæls Stefánssonar að Borg, Sigurður Sigurðsson, Miðkoti, Óskar Sig- urðsson, Hábæ, Magnús Sigur- lásson, Eyrarlandi, Hilmar Frið- riksson, Eyrarlandi, Felix Gests- son, Mel, Jón Sveinsson, Vatns- koti, Haraldur Gunnarsson, Tobbakoti, Kristjón Pálmason, Unhól og Jón Árnason, Bala. — Magnús. Óánægja á Dagsbrúnarfundi FUNDUR var haldinn í gær i Verkamannafélaginu Dagsbrún, Á fundinum var rætt um verk- fallsmálin og hafði Eðvarð Sig- urðsson framsögu. Kom hann fram með villandi og alrangar upplýsingar varðandi samninga- umræður þær, er fram hafa farið milli verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda í yfirstandandí jkjaradeilu. Virtist svo að til- gangur hans með þessu væri sá að reyna að auka sem mesti ágreininginn og torvelda allt sam komulag. Nokkrir Dagsbrúnarmenn tóku til máls og gagnrýndu mjög þá ákvörðun Hlifar í Hafnarfirði og Iðju í Reykjavík að leyfa einstök- um félögum sínum að hefja vinnu á ný, þó að ekkert heildarsam- komulag hefði náðst við atvinnu- rekendur og brjóta þar með þann grundvöll, er lagður hafði verið í upphafi vinnudeilunnar að öll félögin héldu verkfallinu áfram unz heildarsamningar hefðu náðst. Hafnfírðingar unnu HAFNARFIRÐI — Á sunnudag- inn kepptu Selfyssingar og Hafn- firðingar í bridge og unnu síð- arnefndu, hlutu 6 stig, en fyrr- nefndu 4. Á fyrsta borði vann Selfoss, jafntefli á öðru, 3. og 4. borð unnu Hafnfirðingar og jafntefli varð á 5. — Keppt var um bikar. sem keppt var í fyrsta skipti um í fyrra, en þá unnu Hafnfirðingar. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg. Hún hófst kl. 2 og var lokið um hálf átta. Nafn Eysteins Einarssonar féll niður í blaðinu fyrir nokkru, þeg- ar sagt var frá sveit Jóns Guð- mundssonar, sem vann sveita- keppni bridgefélagsins, sem er nýlokið. Eysteinn hefur ávallt verið í þessari sveit og er hinn traustasti spilamaður. —G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.