Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY n_ Framhaldssagan 1 MARGARET sagði eitthvað, en hann heyrði ekkert. Helli- rigningin og hávaðinn í vélinni aetluðu alveg að æra hann. — Skyndilega stöðvaði hann bif- reiðina og hallaði sér aftur á bak, ánægður að losna við að aka bif- reiðinni svolitla stund. Honum fannst alltaf eitthvert öryggis- leysi að aka að nóttu til, og verða að stara á þennan litla blett, sem Ijósið féll á, og hann hafði alltaf verið undrandi, þegar hann hafði komizt klakklaust áfram. Nú í kvöld voru þau í bugðóttum fjallvegum, þar sem langvarandi rigningar og stormar höfðu nærri þurrkað burtu veginn, og nú fannst honum eins og hver míla væri kraftaverk. Þetta gæti ekki haldið svona lengi áfram. Hann sneri sér að Margaret. „Þú hefðir ekki þurft að gera þetta“, sagði hún núna. Hún var að hækka rödidna, en hún var eins köld og tær og endranær. Það var auðséð að hún var ekki ánægð. „Gera hvað?“ spurði Philip, en í hjarta sínu vissi hann, hvað líún átti við. Hann varð leiður. Mátti hann ekki stöðva þennan bölvaða hlut nokkrar mínútur? Honum var sannarlega kaldast og hann var áreiðanlega blautast- ur þeirrá þriggja, sem í bifreið- inni voru. „Þú þurftir ekki að stöðva bif- reiðina“, svaraði Margaret „Ég sagði bara, að við hefðum átt að snúa við fvrr. Það er hreinasta brjálæði að haida áfram svona. Hvar erum við?“ Honum fannst eins og köldu vatni væri hellt niður bakið á sér og hann hristi sig allan. „Það má hamingjan vita“, sagði hann við hana. „Einhvers staðar í Wales. Ég get ekki sagt það ná- kvæmt. Ég hef alltaf verið villt- ur síðan við fórum fram hjá beygjunni, en ég held að við för- um hér um bil í rétta átt“. Hann hristi sig dálítið. Hann var jafn- vel enn blautari en hann hafði ímyndað sér. Hann hafði orðið blautur, er hann hafði farið út til að skÍDta um hjólið. og sfðan, er bifreiðin hafði stöðvást ög hann hafði orðið að líta á vél- ina og síðan þá hafði rignt stöð- ugt, „Þetta er vonlaust" sagði Margaret rólega, er hún virti fyrir sér ástandið. „Hvað er klukkan?" Ekkert Ijós var á mæliborðinu og hann kveikti á eldspýtu og hélt henni að klukkunni. Hún var hálf tíu. Hann gat aðeins greint hliðarsvipinn á Margaret áður en þessi litla ljósglæta livarf. Honum fannst hann geta heyrt fyrirlitleg ummæli um sig. Honum fannst skvndilega, að þetta væri allt honum að kenna, ekki einungis tafirnar á veginum og það, að hann fór fram hjá beygjunni, heldur einnig þessar ógnþrungu hæðir og kolsvarta náttmyrkrið. Hann sá sjálfan sig fara áfram, taugaóstyrkur, óhæf- ur, og ruglaður, en hún horfði á ásakandi, fjarlæg, eftirlát eða fyrirlitlega. Þegar eitthvað kom f.vrir — og það lá í hlutarins eðli að stundum kæmi eitthvað fyrir — kom hún honum alltaf til að finnast það vera honum að kenna. Kannske gerðu allar eig- inkonur það. Það var ekki rétt- látt. „Það er betra fvrir okkur að halda áfram og reyna að komast einhvers staðar“, sagði Margaret. „Á ég að aka núna?“ Hann hafði búizt við þessu. Hún imyndaði sér alltaf, að hún væri betri öku- maður en hann. Og ef til vill var hiin það nú samt. Ekki kannske svo nákvæm við stýrið, gírana og hemlana, en miklu rólegri. því að hún sá beinlínis ekki hætt- urnar. ímyndunaraflið mundi ekki hlaupa með hana í gönur, hún sá ekki fyrir sér sundurtætta limi aðeins i nokkra metra fjar- lægð, hún gerði sér heldur ekki grein fyrir því, að líf þeirra var á bláþræði. Það er ólíkt með þeim, að hún treysti öllu, það er að segja öllu nema mannskepn- unni. En honum fannst nú mann- veran ekki sem verst, ef til vill heimsk — honum datt þetta allt í einu í hug, er hann var að færa sig til — það voru aðeins hinar ytri aðstæður, sem voru djöful- legar. 1 „Nei, þakki þér fyrir, ég ætla að halda áfram. Það er engin ástæða til að skipta núna. Við komumst eitthvað bráðum“. — Hann var um það bil að kveikja á vélinni, er hann sá kveikt á eldspýtu fyrir aftan sig og hann leit við. Penderel, sem hafði ver- ið dotandi tvo síðustu klukku- tímana, var nú að kveikja sér í sígarettu. „Falló!“ kallaði hann. „Hvernig líður þér, Penderel? Þú ert ekki drukknaður enn?“ Andlit Penderels var einkenni- lega uppljómað og var nú bæði þreytulegt og glettið í senn. — Skrítinn náungi! Sumir héldu, að hann væri snarvitlaus og þár á meðal Margaret. Hann varð allt í einu ánægður að sjá hann þarna. Penderel mundi ekki I fjasa um þetta. Penderel blés út úr sér reyk, hélt uppi eldspýtunni og hallaði sér fram á við, og var nú eins lifandi og nýmáluð mynd. Hann glotti. „Hvar erum við?“ Það slokknaði á eldspýtunni og hann varð aðeins svartur skuggi. „Við vitum það ekki!“ hrópaði Philip aftur til að yfirgnæfa regn ið. „Við erum orðin villt Við erum einhvers staðar í fjöllunum í Wales og klukkan er hálf tíu. Fyrirgefðu". „Nefndu það ekki“. Penderel virtist vera skemmt. „Það er eins og storminn ætli aldrei að lægja. Ég held bara, að þetta sé heimsendir. Guðirnir hafa hlust- j að á samtalið hjá Ainsley-hjón- ; unum og hafa því ákveðið að þurrka okkur alla út. Hvað held- urðu um það?“ Philip fann, að Margaret hreyfði sig við hliðina á honum. ! Hann vissi, að hún var óánægð, sumpart vegna þess að Ainsley- hjónin, þar sem þau höfuð öll verið, voru gamlir vinir hennar, en aðallega vegna þess, að henni geðjaðist ekki að Penderel. En hún virtist alveg hafa gleymt honum, en var alltaf reiðubúin til að setja út á allt, sem hann sagði eða gerði. „Við komumst ekki einu sinni til Shrewbury í kvöld“, hrópaði Philip. Þau höfðu ekki ætlað að fara lengra en til Shrewbury vegna þess að þau höfðu tafizt á leiðinni og vegna þessarar hellirigningar. I „Shrewbury!" sagði Penderel og hló. „Heldur ekki til Hesperid. Við erum heppin, ef við komumst eitthvert út úr þessu. Ég skal segja ykkur....“ Hann hikaði augnablik. „Ég vil ekki hræða frú Waverton. . ..“ „Haldið þér áfram, herra Penderel", sagði Margaret kulda- lega. „Það er ekki svo auðvelt að hræða mig“. j „Er ekki það? Það er auðveít að hræða mig“, sagði Penderel hátt og hressilega. „Mér datt í hug, að þið yrðuð að fara varlega hérna. Hér hefur verið hellirign- ing í heila viku og þrumur og eldingar þessa síðast liðnu tvo daga og hérna eru alltaf að falla skriður og þess háttar. Þið skul- uð ekki vera undrandi, þótt þið séuð allt í einu komin út í mitt stöðuvatn, eða fjöllin komi á ykkur eða vegur þurrkist út und- an bifreiðinni". Jóhann handfasti ENSF SAGA 128 enginn sem þekkti hann, gat grunað hann um hlutdeild í svikum og morðum, því að hann var svo ákaflyndur. hrein- skilinn og opinskár, að bessháttar ódrengskapur var honum svo fjarlægur, sem frekast mátti verða. En hvað mig lapg- aði til að rísa upp frammi fyrir þessari tignu samkundu, öllum þessum aðalsmönnum og riddurum í loðkápum og glæsilegum skrautklæðum, sem sátu þarna og hlustuðu áfjáðir á það sem fram fór. og neita hinum illmannlegu ákærum, sem bornar voru fram gegn konungi mínum. Eg kreppti hnefana fast og sárlangaði til að lumbra á ein- hverjum þeirra, sérstaklega þráði ég þó að geta gefið þess- um fríða Hinriki keisara duglega á kjaftinn. I Þegar konungur stóð upp til að tala, sló þögn á þing- heim allan. Hann var hverjum manni gjörvilegri, klæddur saumuðum kirtli og síðri skarlatsyfirhöfn. Yfir öllu lát- bragði hans hvíldi konungleg tign. Rödd hans, titrandi af reiði, hljómaði út yfir hinn stóra sal. Orð hans voru stutt og þróttmikil. Hann hrakti lið fyrir lið sakargiftir þær, sern bornar voru gegn honum og sannaði svo að enginn vafi lék á, að þær væru helber uppspuni, sprottnar af illgirni. I Hann lauk máli sínu með þessum orðum: I „Sé frekari sannana þörf fyrir hollustu minni við Gröf- ina helgu, þá athugið ekki orð mín, heldur verk mín. Þeir sem börðust undir merki mínu í Landinu helga, geta sagt ykkur, að það voru engar þær hættur eða þrautir til, sem ég ekki var fús til að þola með hinum lægst settu af her • mönnum mínum.“ FYRIR PÁSKANA: Nœlon-blússur Nœlon-undirfatnaður Me yjaskemman Laugavegi 12 h ú s í smáíbúðarhverfinu við Sogaveg hefi ég til sölu. — Húsið er að mestu múrhúðað og búið að leggja hita- og raflagnir. — Ennfremur hef ég til sölu rúmgóða 3ja herbergja kjallaraíbúð í Vogahverfi. BALDVIN JÓNSSON hrl., Austurstræti 12 — Sími 5545 Bifreiðalökk Crunnur Sparfzl Gisli Jónsson & Co. vélaverzlun Ægisgötu 10 — sími 82868. UNDRAÞVOTTAEFNIÐ TIDE A HEDLEY QUADTT PROOUCT Eftir því sem fleiri og fleiri reyna TIDE, þeim mun meiri vinsældum á það að fagna. — Athugið að þér þurfið að nota minna af TIDE en venjulegu þvottaefni, það er þvi drýgra og þar af leiðandi ódýrara. Reynib TIDE og sannfærist ojih wjwui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.