Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí Í955 Úy Súðavík: Snjólétfur vetur — Ncegar fóðurbirgðir — Happdrætti bœnda — ¥ etrarver- fíðin — Steinbíturinn brást Súðavík 13. maí 1955. ETURINN, sem nú er nýlið- inn, er í tölu hinna snjólétt- ustu, er um langt skeið hafa kom- ið hér í Álftafirði. Þó er mikill snjór á háfjöllum. Aftur á móti mun hann mega teljast með hin- irai kaldari vetrum, er komið hafa á síðari árum hér um slóðir. Frost í febrúar og marz fór allt- af upp í 8°—12° og jafnvel 14° dag og dag í bili. Með því að jörð var snjólítil og stundum nálega snjólaus. þá íraus jarðvegurinn óvenjulega langt niður. Fraus þá víða vatn í vatns- leiðslum húsa, sem olli óþægind- um og aukinni fyrirhöfn. Nú er sú öld víðs fjarri, og eigi þó svo mjög í tíma, er neyzluvatn allt var sótt í ár og læki og enginn byggði sér bólstað, hvorki í sveit ué við sjó, utan niðandi lind streymdi fram hjá bæjarveggn- uin. Klaki er enn mikill í jörðu og hans vegna óhægt um vik að pæla upp matjurtagarða eða koma niður staurum, þar sem gera þarf við girðingar um tún og garða. Eftirstöðvar vetrarkuldanna seinka því öllum vorverkum von úr viti, þar sem enn eru kuldar miklir og frost um nætur og daga. Snjóað hefur ekki hér vestan djúps um þessar mundir, utan lítils háttar að morgni hins 11. maí s.l., þann dag sem hríðin brast á á Norðurlandi og um uorðanverða Austfirði. NÍÆGAR FÓÐURBIRGÐIR Sauðburður er almennt að hefjast og hyggja bændur eigi gott til hans við kulda þann og gróðurleysi, sem nú er. Það er ]x> bót í máli að fóðurbirgðir eru nægar meðal bænda og fjáreig- enda til jafnaðar, þó að einn eða "tveir menn séu e. t. v. tæpt síaddir í því efni. Þrátt fyrir kuldana er grænn litur kominn á tún, en úthagi allur hvítur sinu- ílóki yfir að líta, og runnagróður 'ber og blaðlaus sem um hávetur væri. HAPPDRÆTTI BÆNDA Allt frá landnámstíð hefur vor- ið verið happdrætti íslenzkra 'bænda og svo er enn, að því er garð- og grasrækt snertir. Sem betur fer hafa þau aldahvörf orðið í íslenzkum búnaði seinni éra, að eigi er lengur sett á guð og gaddinn, og mjög fáir láta sér til hugar koma að setja fleira búfé á vetur en þeir hafa fóður íyrir í meðal ári. Enda opinbert oftirlit í því efni. Áður fyrr var ]það eigi ótítt, sem kunnugt er, að of margir bændur voguðu meiri bústofni á vetur en fóður var fyrir í meðalári hvað þá liörðu ári. Það var hið mikla happdrætti vorsins. Og óneitanlega kom það fyrir, að þeir hrepptu stóra vinn- inga. Eins og öðrum fjárhættu- spilurum fór þeim flestum svo, að það sem vannst einu sinni tap- aðist aftur mörgum sinnum, svo að endirinn varð sífelt bazl og fátækt og þeir bændur réttust aldrei úr kútnum, sem þennan sið höfðu. „NÓTTLAUS VORALDAR VERÖLD“ Þau eru víst ekki mörg ís- lenzku ljóðskáldin, sem ekki hafa sungið um vorið og yndisleik þess. Sum skáldanna hafa og einnig kveðið um köldu vorin, vorhretin og „landsins forna fjanda", hafísinn. — Það eru sársaukakvein særðra manna, sem finna sárt til undan ofur- þu^a jctoli^^náttnrua^, fjn í yfirgnæfandi meirihluta eru þó lofsöngvarnir um hið heita og bjarta vor, „náttlausa voraldar- veröld þar sem víðsýnið skín“. í þeim birtist óskhyggja þjóð- arinnar um gullna vorgyðju, sem á sólgeislavængjum kemur svíf- andi frá suðurheimi í Dumbshaf norður „að fossum og dimmbláum heiðum" íslands. í þessu efni gegnir nokkuð öðru máli um sjómanninn en bónd- ann. Að .vísu þráir sjómaðurinn blíðu vorsins eigi síður en bú- andmaðurinn, en hann á ekki jafn mikið undir skaplyndi þess og hann, blíðu þess eða hörku. Svalt er enn á seltu, og þeir sem á sjóinn sækja láta sig litlu skipta hvort heldur það er á vetri eða vori, ef aðeins sá guli gefur sig til. VETRARVERTÍÐIN Vetrarvertíð sú, sem nú er ný- liðin, mun hafa verið með hínum betri yfirleitt, eftir því sem á Vest fjörðum hefur gerzt í seinni tíð. Tveir þilfarsbátar reru frá Súða- vík að þessu sinni. Sæfari, 38 lesta bátur, reri frá áramótum og til aprílloka, og Valur, 16 lesta bátur, sem stundaði róðra með aðeins 8 manna áhöfn, réri frá 5. febrúar og einnig til aprílloka. Sæfari fiskaði á þessu tímabili 250 lestir fiskjar í 60 róðrum, og er það rétt um að vera fyrir há- setatryggingu eða máske liðlega það. Hásetatrygging var kr. 2.736,00 á mánuði og smávegis hlunnindi að auki, svo sem soð- fiskur til heimilisþarfa, greiðsla á sjúkrasamlagsgjaldi, og hlífðar- fatasliti til þeirra, sem á sjóinn fara, kr. 8,50 á sjóferð hverja. Valur fiskaði tiltölulega eitt- hvað minna og mun ekki hafa haft fyrir tryggingu til/fulls. Fiskigengd var allgóð í febrúar og marzmánuði og öfluðu Bol- ungarvíkur- og þó einkum Suð- ureyrarbátar þá oft vel, enda munu hásetahlutur þeirra vera mun hærri en hlutartryggingin. Betra gengi þessara báta veldur ýmislegt, t.d. styttri leið til fiski- miða og betri útbúnaður til veið- anna á ýmsan hátt. STEINBÍTURINN BRÁST Steinbítsafli var nokkur í síð- ari hluta marzmánaðar og fram til páska, 10. apríl. Mjög var sá afli langsóttur frá Súðavík, eða allt suður að Bjargtöngum. Að liðnum páskum datt svo aflinn skyndilega niður í 1—2 lestir í legu. Og dæmi voru til að hann fór niður í V2 lest í róðri á 160 lóðir 100 öngla, sem venjulega eru hafðar í legu hverri síðari hluta vetrar. Sakir þessarar fiskifæðar hættu því flestir stærri báta veiðum i apríllok. Bjargvættur Vestfjarða, „stein- bíturinn“, brást sem sagt að þessu sinni. TRILLUBÁTAR UNDÍRBÚA RÓÐRA Fiskur er enn eigi genginn á grunnmið, en þó eru trillubáta- eigendur sem óðast að útbúa báta sína til innfjarðaveiðanna, sem venjulega hefjast eigi að ráði fyrr en síðast í maí og stundum síðar. Er þá beitt kúfiski, sem sérstakir bátar plægja upp þar sem kúfiskmið eru. Smásíld, sem oft kemur upp innfjarða um þetta leyti árs í fjörðum Djúpsins er einnig mikið notuð til beitu, þeg- ar hún er fáanleg. — Jóhann. Gin- og klaufaveiki. KHÖFN 22. maí. — Fyrir skömmu átti sér stað gin- og klaufaveikitilfelli á Sjálandi. — Var það á bóndabæ rétt hjá Hró- arskeldu. Þetta er eina tilfe'ilið, sem vart hefur orðið á Sjálandi í mörg ár. —Reuter. SILICOTE Hú sgagnagl júinn með töfraefninu „SILICONE" Heildsölubirgðir: Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími 81370. Borð-SALl sem hver húsmóðir ætti að hafa við hendina JABIE SALT SIFTA-SALT — Fæst í næstu verzlun — H. BEIDIKTSSON & Cö. H.í. Hafnahvoll — Sími 1228 e' TLIT. er' fyrir, að skógræktin g'eti átt glæsilegri framtíð fyrir höndum á ísafirði heldur en mörgum þeim stöðum á land- inu, sem í fljótu bragði mættu virðast líklegri til þeirra hluta. Þetta er ekki sízt að þakka skilningi forráðamanna bæjarins á þessum málum. Bæjarstjórn ísafjarðar er fyrsta, og ennþá eina bæjar- og sveitarstjórn á landinu, sem leggur skógræktinni til fastan starfsmann yfir þann tíma ársins, sem hægt er að vinna að skógrægt. Auk þessa veitir hún Skógræktarfélagi ísa- fjarðar fastan, árlegan styrk. — Þetta er mun eftirtektarverðara og ánægjulegra fyrir þá sök, að þetta á óskipt fylgi allra flokka í bæjarstjórninni. Enfremur skap ar þetta öryggi fyrir, að þessari ómetanlegu aðstoð verði haldið áfram, hvernig sem hlutföllin kunna að verða milli flokka eftir- leiðis. Enginn getur um það dæmt að svo komnu máli, hve ómetanlega þýðingu þetta kann að hafa fyrir skógræktina hér og jafnvel miklu víðar á landinu. Hefur þetta vak- ið sérstaka eftirtekt meðal áhuga- manna um skógrækt hvarvetna á landinu. Ég er alinn upp í gróðrarstöð fyrir skógrækt. Það hefur því ver ið óskadraumur minn, síðan ég byrjaði fyrst á Kornustaðagarð- inum, að koma hér upp reglulegri uppeldisstöð fyrir trjáplöntur. Án utanaðkomandi aðstoðar var slíkt óframkvæmanlegt. — Það krefst mikillar vinnu og getur því aldrei verið íhlaupaverk. Auk vinnunn- ar krefst það lands, sem er vel girt og vandlega undirbúið. Fyrir sérstakan velvilja og skilning Agnars Jónssonar, sem hefur bæjartúnið neðan Kornu- staða á leigu, hefur skógræktar- félagið nú fengið um 1400 fer- metra af túni undir plöntuuppeld isstöð, en Skógrækt ríkisins hefur lofað að leggja fram ókeypis efni í girðingu umhverfis blett þenn- an. — Það mun nær einsdæmi, að ræktað tún hafi verið látið af hendi undir skógræktarstöð. — Þó hér sé um ræktað tún að ræða, er vitanlega mikið verk að breyta því í græðireit eða plöntu- uppeldisstöð. Hreinsa verður allt grjót úr moldinni, bera í hana húsdýraáburð og rækta i henni kartöflur fyrstu árin. Nú mun margur spyrja: Er það víst, að hér sé hægt að ala upp trjáplöntur af fræi, þó að heppnast hafi að ala hér upp tré, sem alin hafa verið upp annars- staðar fyrstu og viðkvæmustu ár- in? Þar er þessu til að svara: Undanfarin ár hef ég haft nokkra litla sáðreiti í Kornustaðagarðin- um og alið þar upp trjáplöntur af fræi. Hefur þetta heppnast prýðilega, og eru þar nú um 15000 trjáplöntur í uppeldi. Enn- fremur eru þar tilbúin sáðbeð fyrir um 20000 trjáplöntur. Það kann að virðast einkenni- legt, en samt er það svo, að senni- lega er auðveldara að ala upp trjáplöntur af fræi hér en syðra. Ástæðan er sú, að hér má nokk- urnveginn örugglega treysta því, að snjórinn skýli hinum við- kvæmu og veikbyggðu plöntum yfir veturinn. Syðra verður að gera allskonar kostnaðarsamar ráðstafanir til þess að verja plönt urnar vegna þess, hve veðráttan er þar umhleypingasöm, alauð jörð og frost og snjór á víxl. Kornustaðagarðurinn mun vera hyrzta plöntuuppeldisstöð á land inu. Er það því mjög þýðingar- mikið fyrir trúna á íslenzka trjá- rækt, að vel takist. Skógræktarfélag ísafjarðar á mikið og margþætt starf fyrir höndum auk plöntuuppeldisstöðv arinnar. Girðinguna í Tunguskógi þarf að stækka verulega. Má það ekki dragast lengur en til 1956, þar sem nú er lapgt komið aðj gróðúrsetja í núverandi girðingu, Gróðursetja þarf mörg þúsund trjáplöntur á ári, einkum eftir að kominn er fuliur skriður á plöntu uppeldið á staðnum. Þrátt fyrir styrki og fastan starfsmann er ekki hægt að fram- kvæma allt þetta nema með veru- legri sjálfboðavinnu. Síðastliðið vor unnu 130 sjálf- boðaliðar hjá skógræktarfélaginu, um 3 klst. hver. Forstöðukona húsmæðraskólans á ísafirði gekk þar á undan öðrum með góðu eft- irdæmi. Hún kom í sjálfboða- vinnu með allar blessaðar blóma- rósirnar, þó að fæstar þeirra væru ísfirðingar. Margir aðrir lögðu dýrmætt lið, en athyglis- vert var það, að eldra fólkið var þar í miklum meirihluta. Gróðursettar trjáplöntur í girð- ingunni í Tungudal eru nú eins og hér segir: Rauðgreni 3000, lerki 2375, skógarfura 5300 og sitka- greni 835. í girðingunni innan við Stórurð eru um 2000 trjá- plöntur af ýmsu tagi, sem flestar lofa góðu um vöxt og viðgang, í Kornustaðagarði eru 80 tegund- ir trjáa og runna. Mestur vöxtur sitkagrenis á síðasta ári var 50 sm. Stærsta lerkitréð er rúmir 6 metrar á hæð og 50 sm að um- máli. Lerkitrén halda áfram að vaxa í 300—400 ár, en þessi tré eru aðeins 25 ára gömul, reyn- ið að hugsa ykkur stærð þeirra eftir, segjum 300 ár. Eftir 20—30 ár mun Tungudals- hlíðin hafa skipt um svip, jafn- vel úr nokkurri fjarlægð. — Af Tunguleitinu t.d. mun mannsaug- að þá greina glöggt hvað frá öðrU: dökkgrænan lit furunnar, blá- grenið ofurlítið ljósara og að síð- ustu hinn dásamlega mjúka Ijós- græna lit lerkisins". Þá verður hægt að segja með sanni: „Fagur er dalur og fyllist skógi“. M. Simson. óviðjafnanlega gott. MORGUNINN BVNJSW MCO >MP<MKmMI Heildsöfubirgðir: Egpsrt Kristjánsson S Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.