Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 4
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 | Árás landlœknis á oröabókarnefnd MÁLFRÆÐINGAR OG KJÁNAR HERRA Vilmundur Jónsson landlæknir, hefir nýlega birt eftir sig á prenti grein um mál- fræði, málvöndun og sitthvað fleira. í grein þessari kveðst landlæknirinn bera falslausa virðingu fyrir málfræðingum, en hafa þó af þeim nokkurn beyg. Allt um það felst í þessari rit- smíð harkaleg árás á nokkra ís- lenzka málfræðinga og starf þeirra. Slík er falslaus virðing landlæknis og beygur hans. Annars skal ég taka það fram, að ég varð ekkert undrandi á árás landlæknis á málfræðinga. 'Ég hefi áður komizt í kynni við þessa afstöðu hans, enda erum við aldavinir. Til þess að skýra mál mitt, vona ég, að mér leyfist að styðjast við einkasamtöl. Það leyfir landlæknirinn sér að gera, Og má því ætla, að hann hneyksl- ist ekki á því, þótt aðrir fari að dæmi hans. Fyrir nokkrum árum hitti ég landlækni, — honum var mikið niðri fyrir, og hugði ég helzt, að honum hefði nú fyrstum manna tekizt að leysa lífsgátuna til hlít- ar. En svo var þó ekki. Þau sannindi, sem að þessu sinni skipuðu öndvegi í huga hans, voru af öðrum toga spunnin. Hann tjáði mér, að kjánar — eða hálfvitar, eins og mig minnir hann orða það — töluðu manna bezt íslenzku, og hann kvað ráð- ið til þess að bjarga íslenzkri tungu, sem hann taldi á miklu hnignunarskeiði, að láta börn vera sem mest samvistum við þess- háttar fólk, svo að þau gætu Jært af því. Mér skildist þessi skoðun ætti rætur að rekja til persónulegrar reynslu. Ekki alls fyrir löngu átti ég aftur tal við landlækninn, — honum var enn mikið niðri fyrir, og afstaða hans í þessu máli var óbreytt. Mér virðist ekkert óeðlilegt við það, þó að manni, setn hefir 3líka tröllatrú á kjánaskapnum iil þess að lækna meinsemdir tungunnar, sé lítt gefið um af- 3kipti málfræðinga. Eftir dr. Halldor Halldórsson dósent ing sinn óáreittir árásir landlæknis missa marks vegna reynir að nota sér ar kenningar, sem meira samræmi við urðar en athafnir af mér. En á dr. Sigurð þess, að hann til framdrátt- eru í miklu skoðanir Sig- landlæknis. II. NÝTT HLJÓÐLÖGMÁL: MISSKYNJUN LANDLÆKNIS Grein landlæknisins, sú er á var minnzt, nefnist Vörn fyrir veiru og birtist í blaðinu Frjálsri þjóð 7. maí 1955. Til skilnings á nafni greinarinnar skal þess get- ið, að orðið veira er nýyrði, gert af landlækni til þess að tákna með það, sem á erlendum málum nefnist virus. Læknirinn lýsir yfir því, að þetta afkvæmi hans sé ástandsbarn, engilsaxneskt í móðurætt og því getið í synd. Segi ég þetta ekki til þess að hall- mæla króganum, því að víst geta ástandsbörn og kynblend- íngar reynzt prýðilega. Ég ér sem málfræðingur mjög þakklátur landlækni fyrir sög- jna af því, hvernig orðið veira varð til. Hann skýrir frá því, að sér heyrist engilsaxneskar þjóðir bera fram virus „með einhvers konar skældu æ-ei-hljóði í stofni". Sérhljóðið í veira er þannig orðið til fyrir misskynjun íandlæknis. Ef landlæknirinn neldur áfram á sömu braut, mætti búast við,»að hann yrði frum- kvöðull nýs hljóðlögmáls, sem skipaði virðulegan sess í íslenzkri málsögu framtíðarinnar. Þetta hljóðlögmál gæti heitið mis- skynjun landlæknis. Um afstöðu mína til þesí ræði ég síðar. Greindan málfræðing hefir einhvern tíma rekið á fjörur landlæknis, og reynir landlækn- irinn að gera sér mat úr kenn- i ingum hans, en ferst það óhönd- I uglega. Málfræðingurinn virðist ekki hafa haft háar hugmvndir um þekkingu landlæknis á mál- fræðilegum efnum, ef marka má af því, hve frúmstæðan fróðleik hann hefir borið á borð fyrir hann. Ég tek sem dæmi kenn- inguna um það, að mannlegt mál sé ekki skapað af málfræðing- um. Ég hélt, að hámenntaður maðúr eins og landlæknir þvrfti ekki sprenglærðan málfræðing til j þess að segja sér svo augljós i sannindi. Vitanlega er mannlegt j mál miklu eldra fyrirbrigði en I málfræði og málfræðingar. Þyrfti landlæknirinn t.d^- heilan þjóð- félagsfræðing til þess að segja sér það, að þjóðfélagsfræðingar hefðu ekki skapað þjóðfélögin. og þyrfti hann ef til vill heilt | læknafélag til þess að segja sér • ^að. að læknar hefðu ekki búið til sjúkdómana? Ef landlæknirinn vill hins vegar gefa það í skyn með þess- ari kenningu málfræðings síns, að íslénzkir málfræðingar hafi ekki verið hlutgengir nýyrða- smiðir á Við hverja aðra, þá er það hreinn misskilrtingur. Og ég hefi enga trú á því, að málfræð- ingur hans hafi gefið neitt slíkt í skyrt, því að slíkt bæri vitni um þékkingarskort, sem góðum málfræðingi er ekki samboðinn. Ég er ekki sannfærður um það, að „beztu orðum málsins [sé] ... eiginlegast að rigna niður yfir hina umkomulausustu starfs- menn og stríðsmenn lífsins" (Skyldu það vera kjánarnir?), eins og landlæknirinn kemst að orði. Ég hefi enga trú á því, að samband sé milli umkomuleysis og hæfileika til orðasmíðar. Mér er nær að halda, að orðasmið- irnir, sem mest áhrif hafa, séu greindir, málglöggir menn, sem góða aðstöðu hafa til að koma orðum sínum á framfæri, eins og t.d. Vilmundur landlæknir. Skrafið um þá umkomulausu ætti prýðilega heima á þingmála- fundi, en ekki í alvarlegri grein um vandamál turtgunnar. Telpu- kornið, sem bjó til orðið geispa, hefði af sjálfsdáðum vart getað komið orði sínu svo á framfæri, að það næði rótfestu i tungunni. Til þess þurfti hún aðstoð áhrifa- manna eins og Vilmundar land- læknis. (t.d. orðabókarnefnd) tæki sér f.vrir hendur að brevta einhverj-, um málsatriðum, t.d. orðum, þá væri sú tilraun dæmd til ósigurs. Þessi kenning er að vísu meira en hæpin, eins og hún er fram sett. Það mætti nefna mörg dæmi þess, að málsatriðum hefir verið breytt, þótt ég hirði ekki að gera bað hér. Mér er því nær að halda, að landlæknirinn hafi eitthvað vikið _ til orðum málfræðings sms. Á bak við þessa kenningu málfræðings landlæknisins virð- ist felast það sannleikskorn, að það ér miklu fyfirferðarmeiri báttur í almennri þróun málsins, að það breytist en því sé brevtt' En hvort tveggja er til, á sama hátt og stundum læknast sjúk- dómar, en stundum eru þeir læknaðir. En hvernig stendur á því, að Vilmundur Jónssort land- læknir, sem virðist trúa þeirri kénningu málfræðingá síns, að það sé tilgangslaust að breyta málinu, er einn nafntogaðasti nýyrðasmiður, sem nú er uppi á Islandi? Og ekki takmarkar land- læknirinn þessa ný vrðasmíð sína við ný hugtök, sem engin íslenzk heiti hafa hlotið. Hann rær öll- Um hám að því að útrýma orðum, sem rótföst eru í tungunni T.d. hefir hann gert orðið berkja um það, sem „umkomulaust" fólk nefnir Iungnapípu og kverklar um það, sem „stríðsmenn lífsins kalla hálseitla. Hér virðist því harla mikill munur á kenningu og framkvæmd. IV III. MÁLFRÆÐINGL'R LANDLÆKNIS Ég leiði hjá mér ýmislegt, sem íandlæknirinn ræðir um í grein einni. Þeir dr. Sigurður Péturs- son verða t. d. að jafna ágrein- En víkjum nú lítillega að þætti málfræðinga í nýyrðasmíð. Land- læknir . minnist sjálfur á nývrði eftir tvo íslenzka málfræðinga, þá Jón Þorkelsson rektor og Jón Ólafsson ritstjóra, sem var að vísu ekki háskólamenntaður mál- fræðingur, en ritaði um mál- fræðileg efni og fékkst við orða- bókarstarf. Skyldi landlæknir ekki kannast við nýyrði eftir Pálma Pálsson (t.d. simi) Björn frá Viðfirði (t.d. samúð). Sigurð skólameistara (t.d. róttækur), Sigurð Nordal (t. d. einbeiting) eða Bjarn Guðfinnsson (t.d að- bláslur)? Ég efast um, að ,,um- kornulausa" fólkið hefði betur gert en þessir málfræðingar. Landlæknirinn hefir það eftir málfræðingi sínum, að það sé tilgangslaust að ætla sér að breyta málinu. Ég get ekki skil- ið þessi orð á annan veg én þann, að ef einhver einstaklingur (t.d. landlæknir) eða einhver stofnun málvöndun og málfræði Þó að málfræðingur land- læknis hafiy að því er virðist, lagt sig í framkróka um að koma landlækni í skilning um samband malfræði og málvöndunar, er ég ekki sannfærður um, að honum hafi tekizt að gera lærisveini sinum þetta efni nægilega ljóst Eg hefi áður reynt að gera þessu efni skil (í Stíganda 1. árg, bls 19—28 og 81—90), en sé mig knúinn til að endurtaka það að nokkru hér. Samkvæmt mínum skilningi er málfræði vísinda- grein. Það er hlutverk málfræð- mga sem slíkra að rannsaka tungumál og sögu þeirra, en það er ekki hlutverk þeirra sem mál- fræðinga að segja, hvað er rétt og rangt í máli. Málvöndun er hins vegar siðfræði málsins. Hún getur stuðzt við málfræðilegar staðreyndir, en hún er ekki mál- fræði og getur ekki verið það, af því að hún er ekki vísindagrein. Allt um það tel ég málvöndun nauðsynlega, og mér skilst, að landlæknirinn geri það líka. Til þess bendir meðal annars merki- leg nýyrðasmíð hans, og mig minnir meira að segja, að ég hafi njdega lesið í norðlenzku blaði umkvartanir um athafnasemi landlæknis á þessum vettvangi. Undir þær ákúrur tek ég ekki, því að mér virðist þessi starf- semi læknisins hih merkasta En þótt víst sé. að málvöndun er annað en málfræði og óheppi- legt er að rugla þessu saman, er ekki þar með sagt, að málfræð- ingur geti ekki verið málvönd- unarmaður. Það er t.d. hlutverk þjóðfélagsfræðings að rannsaka skipulag þjóðfélagsins og sögu þess, en það er ekki hlutverk hans sem slíks að segja til um það, hvernig þjóðfélagið eigí að vera. Allt um það getur hann haft fastmótaðar skoðanir á því, og hann hefir að mörgu leyti betri aðstöðu til þess að gera sér gfein fyrir lausrt á v'andamálum 3jóðfélagsins en þeir, sem ófróð- ir eru um gerð þess. Á sama hátt tel ég, að málfræðingur hafi betri aðstöðu til þess að sinna málvöndunarstörfum en menn, sem ekki hafa sérstaklega kynnt sér málkerfið og þau lögmál, sem það hefir þróazt eftir. Og skal ég þó fúslega játa, að margir aðrir eru hér hlutgengir. Mér þykir ósennilegt, að skoðanir mínar brjóti að þessu leyti veru- lega bág við álit málfræðings landlæknis, og þessi skoðun mín er ekki ný, eins og menn geta hæglega sannfærzt um, ef þeir lesa Stíganda-grein mína. V MISVITUR STJÓRNARHERRA OG ORÐABÓKARNEFND Þeir, sem lesa Veiru-grein land- læknisirts, fara vart í grafgötur um það, að henni er ekki aðal- lega ætlað að vera varnargrein, því að landlæknirinn tekuf sjálf- ur fram í greininni, að sig skipti það ekki nokkru minnsta máli, hvort Orðið veira eða víra sigri. Grein læknisins er um fram allt árásargrein. Og menrt þurfa ekki að velkjast í vafa um það, hvert hann stefnir skeytum sínum. Greinin er árás á frumkvöðul nýyrðasöfnunar Menntamála- ráðuneytis, hr. Björn Ólafsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, orðabókarnefnd Háskólans, þá prófessorana Alexander Jó- hannesson, Einar Ól. Sveinsson og Þorkel Jóhannesson, og okkUr dr. Svein Bergsveínssort, sem að söfnuninni höfum unnið. Herra landlæknirinn, sém er meiri smekkmaður en Sigurður Pétursson, hefir þau orð um Björn Ólafsson, að hann sé lítt lærður og ef til vill misvitur. Þetta atriði leiði ég að mestu hjá mér. En ég get þó ekki stillt mig um að skjóta inn þeirri athuga- semd, að ég hefi haldið, að allir séum við misvitrir, við Vil- mundur Jónsson eigi síður en aðrir. Og ég hefi ekki orðið þess var, að menntunarleysi hafi orðið hr. Birni Ólafssyni að fótakefli. En landlæknirinn verður vitan- lega að bera ábyrgð á sínum orð- um og sínu orðbragði. í þeim efnum verður hver að fara að sínum smekk. En hvað hefir þá þessi mis- vitri og menntunarlitli stjórnar- •heira til saka unnið? Hann beitti sér fyrir því, að Alþingi íslend- inga veitti nokkurt fé til nýyrða- söfnunar. Hann fór þess á leit, að orðabókarnefnd Háskólans hefði yfirumsjón með söfnuninni, og ákvað að nokkru leyti, hvernig starfinu yrði hagað. Maður skyldi ætla, að ráðherrann hlyti fremur lof en last fyrir þessa framtaks- semi. En slíkt er meira en ástæðu- laust að dómi landlæknis, því að hann telur þátt Björns Ólafssonar í þessu máli til „ódæma“, og hann telur „yfirganganlegt .. að til skuli vera þeir fræðimenn vor á nieðal, sem reynast fáanlegir til oó taka slíkt verkefni að sér“. Og hver ódæðisverk eru þetta þá, sem orðabókarnefnd og þeir, sem hafa aðstoðað hana, vinna? Menntamálaráðuneyti fól orða- bókarnefnd að láta safna nýyrð- um um tiltekin efni og gefa síð- an út úrval þeirra. Þetta eru ódæðisverkin, sem yfirgangan- legt er, að nokkur fræoimaður sku1 i fást til að gera. Ég skal nú lýsa störfum orða- bókarneíndar nokkru nánara, ekki vegna landlæknis, því að mér hefir virzt í einkasamtölum, að hann hafi takmarkaðan áhuga á slílcum fróðleik. En ef til vill hafa aðrir áhuga á að heyra nokkru nánara um þetta efni. Að orðasöfnun hofum við dr. Sveinn Bergsveinsson aðallega unnið. Við höfum hagað þessu söfnunar- starfi á sama hátt og gert er við orðabók Háskólans, sem í smíð- um er undir forystu Jakobs Benedlktssonar cand. mag. Allir orðaseðlar renna til þessarar orðabókar, svo að öruggt er, að öllum fróðleik, er í ljós kemur, verður haldið til haga. Orðið veira hefir ekki komið fyrir á bókum, sem enn hafa verið orð- teknar, en ég gæti gert aldavini mínum landlækni þann greiða að skrásetja það orð, svo áð nokkr- ar líkur verði á, að það komist inn í þá virðulegu orðabók. Öll orð, sem skrásett hafa ver- ið, eru síðan vélrituð og þeim skrám dreift meðal þeirra, sem sæti eiga í orðabókarnefnd. Þvl næst heldur orðabókarnefndira fundi og fer rækilega yfir þess- ar orðaskrár. Á fundunum á einnig sæti sá, sem að söfnuninni hefir starfað, og auk þess sér- fræðingur um það efni, sem safn- að hefir verið orðum um hverju sinni. Meirihluti orðanna er lát- inn standa óbreyttur, sum eru máð burt af skránni af ýmsum sökum, oft vegna þess að óþarft þykir að birta þau, sumum er breytt, t.d. eru orð oft stytt, og stundum eru gerð algerlega ný orð, oftast nær vegna þess að sérfræðingar nefndarinnar telja nauðsynlegt að fá nýyrði um eitt- hvert tiltekið fyrirbæri. Vitan- lega eru öll ný orð borin undir sérfræðinga nefndarinnar. Að þessu loknu er nýyrðasafnið búið undir prer>tun, og hefi ég, síðan ég tók við söfnuninni, beðicf sér- fróða menn að lesa handritið, áður en það hefir verið prentað. Þetta eru ódæðisverkin, sem hinn misvitri stjórnarherra fékk fræðimennina til að leysa af hendi. Ég veit, að það er tilgangslaust að skýra fyrir landlækni vinnu- brögð orðabókarnefndar. Ég hefi oft gert það munnlega, en á grein hans sé ég, að hann vill ekki skilja, hvað hér er á ferðinni. En þeir, sem ókunnir eru orðabókum, gætu ályktað af grein hans, að í rauninni eigi aðeins ein tegund orðabóka rétt á sér, þ.e. vísinda- legar Orðabækur, sém greina frá öllu, sem í ljós kemur við orð- tökustarfið. Langsamlega fæstar orðabækur eru af þessu tæi. Orðabækur eru yfirleitt hagnýt tæki, og það er hlutverk orða- bókarinnar, sem ræður því, hvað í hana er látið. Þannig eru aðal- lega vandrituð orð sett í staf- setningarorðabækur, samheiti J samheitabækur o. s. frv. Sumar orðabækur eru t.d. miðaðar við málvöndunarsjónarmið. Hálærð- ur maður á franska tungu segir | mér, að tvær kunnar orðabækur franskar séu samdar með mál- vöndunarsjónarmið í huga. Ekki hefir þó frétzt, að landlæknirinn franski telji sig misrétti beittarn ! af þeim sökum, og ekki er sýni- ■ legL að frönsk tunga standi ekki af sér slík hermdarverk. Ég gæti nefnt fleiri dæmi, þótt ég hirði j ekki að lengja mál mitt með því. ’ Nýyrðabækur þær, sem orða- bokarnefnd hefir séð um útgáfu á, eru samdar með málvöndunar- sjónarmið í huga. Um það má deila, hvort það er rétt stefna, Mér hefði þótt persónulega skemmtilegra að semja bók, sem greindi frá öllu, eh ég hygg, að hún hefði ekki komið að svipuðu gagni og nýyrðasöfnin eins og þau eru nú úr garði gerð. Þau eiu hugsuð sem leiðbeiningabæk- , ur, og þau verðut að dæma sem 'slík. Þau eru samin með svipað sjonarmið i huga og landlæknir- mn heiir, þegar hartn leiðréttir norðlenzkar hei Ibrigðissamþykkt - ir eða ræðir málsmekk dr. Sig- urðar Péturssonar. I Björn Ólafsson ætlaðist til þess, að nýyrðasöínin yrðu leiðbein- mgabækur, og ég hygg, að hann hafi þar markað rétta stefnu Og af nánum kynnum af starfi orða- ! bókarnefndar virðist mér, að hún i ^aff haldið vel og hóflega á mál- um. Um einstök smáatriði má ‘ Frh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.