Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. maí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 21 Árás landlœknis á orðahókarnefnd Frh. af bls. 20 vitanlega alltaf deila, enda hefir þess einnig stundum gætt innan nefndarinnar, að menn væru ekki á einu máli. Er slíkt eðli- legt, enda lítur jafnan hver sín- um augum á silfrið. En nefndinni verður ekki að réttu lagi borinn á brýn einstrengingsháttur. Oft lætur hún greina frá mörgum orðum um sama fyrirbæri. Og hún leitast við að fara að ráðum sérfræðinga sinna, sem framast er kostur. Ég efa líka fyllilega, að fáanlegir hefðu verið jafnbetri menn til þessa starfs en þeir, sem nú skipa orðabókarnefnd. Ég er þess fullvís, að útgáfa nýyrðanna verður bæði Birni Ólafssyni og orðabókarnefnd til sóma, og ég efa ekki, að nýyrða- smíð landlæknis á einnig eftir að halda nafni hans lengi á lofti, hver sem verða kunna örlög veirunnar hans. VI VEIRA — VÍRA Landlæknirinn skýrir frá því í Veiru-grein sinni, að hann hafi, eftir að ég varð doktor, reynt að tala við mig um orðið veira „á jafnréttisgrundvelli", en það hafi ekki reynzt unnt, því að ég hafi afgreitt málið með svofelldum úrskurði: „Við ætium að k'alla það víru“, Hann er ekki lítill fítonsandinn, sem hlaupið hefir í mig við prófið, skyldu menn ætla. Ég skal fúslega játa, að ég er ekki svo minnugur, að ég muni orðrétt, hvað ég hefi sagt í síma fyrir mörgum mánuðum. En hvaða orð sem ég kann að hafa notað, hvernig sem ég hefi lagt áherzlur og á hve litlum jafn- réttisgrundvelli sem samtalið kann að hafa farið fram, minnist ég ekki annars úr þessu samtali en þess, að ég sagði landlæknin- um frá því, að nýlega hefði verið rætt um orðið huldusýkill á fundi í orðabókarnefnd og ákveð- ið hefði verið, að taka upp í safnið orðið víra ásamt orðinu jhuldusýkill. Hins vegar hefði orðabókarnefnd ekki getað fallizt á að taka upp orðið veira. Þetta skal ég ábyrgjast, að er efnislega rétt. Ég taldi þetta ekki til stór- tíðinda, og mér þykir ósennilegt, að ég hafi verið nokkru drembi- látari en vandi minn er. En hvað um það, landlækninum leyfðist ekki að tala við mig á jafnréttis- grundvelli. En nú gætu menn spurt, hvers vegna orðabókarnefnd hafi tekið þessa afstöðu til þessa óskabarns landlæknis. Það var meðferð hans á hinu „skælda æ-ei-hljóði“, sem þessu olli. Ég bið menn að gæta þess vel, að ég tel stundum vera ástæðu þess að breyta sér- hljóðum í tökuorðum og töku- stofnum. Stundum er ástæðan sú, að hljóðið eða hljóðasamband íð er í ósamræmi við íslenzkt málkerfi (t.d. jeppi, ekki kom til mála að láta þetta orð byrja á jí, því að slíkt hljóðasamband er framandi tungunni). Önnur ástæða er sú, að reynt er með breytingunni að skapa samband við alkunn orð, sem skyld eru að merkingu (sbr. tækni, orðið er gert úr teknik, en tengt orðinu tæki). Vel má vera, að fleiri ástæður geti réttlætt slíkar breyt ingar, þótt ég komi ekki auga á þær í svip. Hitt verður vart talið til annars en hundakúnsta að breyta stofnsérhljóðum tökuorða algerlega að ástæðulausu og fjar- lægja þannig tökuorðið uppruna sínum án þess að nálægja það nokkru venjulegu orði daglegs máls. En það er þetta, sem landlæknirinn hefir gert. Hann átti í rauninni tveggja kosta völ. Annar kosturinn var sá að fylgja enska sérhljóðinu. Þá hefði niðurstaðan orðið væra. En hann hefir sjálfur fært gild rök að því, að þessi leið var ó- heppileg. Hinn kosturinn var að fylgja latneska sérhljóðinu. Og þá varð niðurstaðan víra. Þessi orðmynd hafði auk þess þann kost, að breytingarinnar frá virus gætir vart í samsettum orðum (t.d. virussjúkdómur verður víru- sjúkdómur). Það er hreinn mis- skilningur hjá landlækni, að hljóðasambandið eir sé eitthvað íslenzkulegra en ír. Það er svo augljóst mál, að ég hirði ekki rökstyðja það. Bæði hljóðasam- böndin standa föstum fótum í ís- lenzku málkerfi. En hvað er þá um veiruna hans séra Björns í Sauðlauksdal, kynnu menn að spyrja? Það er allt önnur veira en veira land- læknis, og hún átti engan þátt í myndun nýyrðisins, eins og land- læknir tekur sjálfur fram. Að öðru leyti skal ég vera fáorður ( um þetta atriði, en ég marka lítið röksemdir, sem fundnar eru eft- ir á til þess að réttlæta orðin afglöp. En landlækni til huggun- ar skal ég geta þess, að veira séra Björns er enn kunn í mæltu máli í Þingeyjarsýslu að minnsta kosti. VII BAKARINN ALLRA BRAUÐA Eins og áður er tekið fram, hafa nokkur nýyrði orðið til á fundum orðabókarnefndar. Eink- um hafa nýyrði verið gerð sam- kvæmt óskum sérfræðinga nefnd- arinnar. Ég kippi mér ekki upp við það, þótt landlæknirinn fari niðrandi orðum um þessa starf- semi og kalli hana „að hnoða orðadeig .... í esperantiskar flatkökur“ og nýyrði nefndarinn- ar „gervibakkelsi". Ég eyði ekki heldur orðum að ,,náttúrlegum nýbakstri og öðru lífsins brauði tungunnar", en svo nefnir land- læknirinn nýyrði, sem ekki hafa orðið til á fundum orðabókar- nefndar, og þá væntanlega eink- um eigin nýyrði og vitanlega þau, sem gerð eru af „umkomu- lausustu starfsmönnum og stríðs- mönnum lífsins". Þetta mat land- læknisins ber vitni um smekk hans, en ágreiningur um smekk verður ekki jafnaður með rök- semdafærslu, að því er land- læknir telur. Og um þá latnesku speki skal ég ekki karpa við hann. En öðru atriði, sem landlækn- illu andarnir í svínin forðum. Landlæknirinn segir, að ekki væri um að fást, þótt á fundum orðabókarnefndar j'rðu til ný- yrði, „ef þessi framtakssama nefnd héldi sinni framleiðslu út af fyrir sig“. Ég skal játa, að þessi setning er tvíræð. Annað- hvort merkir hún, að nefndin ætti ekki að birta eigin nýyrði innan um önnur (nema þá sér- staklega auðkennd) eða hún ætti alls ekki að birta þau, heldur nota þau aðeins sjálf. En það skiptir ekki miklu máli, hvor skilningurinn er 1 hana lagður. Hún sýnir aðeins, að landlækn- inn langar til þess að hefta frelsi nefndar, sem honum hefir aldrei verið falið að skipa fyrir verk- um. Ég gæti með sama rétti sagt, að ekki væri um að fást, þótt landlæknir gerði orðið veira, ef hann héldi því orði út af fyrír sig. En mér dytti aldrei í hug að halda slíku fram, vegna þess að landlækni er frjálst að smíða nýyrði og nota nýyrði að eigin geðþótta. Orðabókarnefnd getur ekki orðið bakarinn allra brauða í málfarslegum efnum, og land- læknir getur ekki heldur hlotið slíkt bakarastarf. Allir menn, sem heyra til íslenzku málsam- félagi, hljóta eðli málsins sam- kvæmt að taka þátt í þessari brauðgerð. En þó ber þess að geta, að hlutur hvers einstaks er í þessum efnum sem öðrum mjög misjafn. Og dómi niálsamfélags- ins verða allir „bakarar“ að hlíta, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Landlæknirinn verður — eins og orðabókarnefnd — að sætta sig við marga samstarfs- menn við baksturinn. Landlækn- irinn virðist skilja, að málsam- félagið er æðsti dómur, en hitt virðist honum hulið, að orðabók- arnefnd er einn hluti þessa mál- samfélags og hefir því fullkom- inn rétt til þess að skapa sér skoðun um það lífsins brauð, sem hrýtur út úr hans bökunarofni. Þó að málfræðingar hafi ekki skapað tunguna, leiðir ekki af því, að þeir megi ekki smíða ný- yrði eða skapa sér skoðanir um annarra nýyrði. Á sama hátt má urð Pétursson í slagtog með sér. Ef „umkomulausa" fólkið og „stríðsmenn lífsins" bættust í hópinn, mætti ætla, að úr yrði bölvandi kór, er fram líða stund- ir. En hvernig stendur *á því, að landlæknirinn verður að bölva úti á hlaði, en getur ekki þjónað lund sinni á einhvern mennilegri hátt? Það er hin óskaplega orða- bókarnefnd, sem knýr hann til þessa siðlausa athæfis. Orðrétt segir landlæknir: „Hins vegar er það ekkert hlátursefni fyrir okkur dr. Sigurð Péturs- son, að þeir, sem páfavaldið hafa, skuli telja orðasmekk okkar svo frumstæðan, að okkur megi ekki leyfast að vitna um hann fyrir mönnum“. Ég skal játa, að mig rak í rogastanz, er ég las þetta. Ég hefi hér að framan sýnt fram á það, að „páfavaldið“, ef menn vilja orða það svo, er í höndum málsamfélagsins sem heildar, en ekki einstakra manna eða stofn- ana. Og hver bannar landlækni að nota sína veiru og dr. Sigurði sinn vírus. Vitanlega er þeim þetta fullkomlega frjálst. Um- mæli landlæknis, sem til var vitnað, eru því fullkomið fleip- ur, staðlaust og tilhæfulaust. Nýyrðasöfn orðabókarnefndar eru ekki lögbækur, sem skylt er að fara efíir. Hver, sem vill, get- ur hagað orðum sínum að eigin geðþótta, hvort sem það er í samræmi við þessi nýyrðasöfn eða ekki. Starf orðabókarnefndar er ráðgjafarstarf, ekki löggjafar- starf. Hún er auk þess ekki gædd neinum „einbeldisanda“, og þess vegna leitast hún við að meta allar t.illögur, sem henni eru kunnar, um nýyrði, en hún verð- ur að fara að sínum smekk og sínu viti. En ég geri ráð fyrir því, að hún myndi vísa á bug öllum fyrirskipunum frá bölv- andi strákum á hlaði úti. Það er hún, sem ákveður, hvað birt er í bókum, sem henni er falið að sjá um. Við það verður strákur- inn á hlaðinu að sætta sig. Hafnarfirði í maí 1955 Halldór Halldórsson. 0ÆFA FYL€IR , r.úlofunarhringunum frá Sig- ■ arþór, Hafnarstræti. — Sendir j regn póstkröfu. — Sendið ná Vvæmt mál. — :m0 RGUNBLAÐIÐ 9 MEÐ 0 11« 0 OKGUNKAFFINC irinn minnist á í þessu sambandi, S3ma j131? ma tel ée mér skvlt að mótm^lo f83.3.’ að læknum se fyllilega tel ég mér skylt að mótmæla. Hann ber orðabókarnefnd á brýn það, sem hann kallar „einbeldis- anda“ — það orð mun vera ein sneiðin af „lífsins brauði tung- unnar“. Ég þykist vera kunnari störfum orðabókarnefndar en landlæknirinn, með því að ég hefi verið starfsmaður hennar um tveggja ára skeið. Ég hefi aldrei orðið var við þennan anda. Nefnd- in hefir aldrei litið svo á, að henni væri „léð vald lífs og dauða yfir orðum málsins“. Engum manni, sem hefir hugmynd um það, hvernig mál þróast, getur komið slík vitleysa til hugar. En orða- bókarnefnd er hins vegar léð vald til þess að leiðbeina þeim, sem hennar fræðslu vilja þiggja, um nýyrði og notkun þeirra. Og orðabókarnefnd hefir aldrei litið svo borgaralegum augum á starf sitt, að henni beri að birta ný- yrði eða tökuorð, sem notuð eru af „ekki óábyrgum“ aðiljum (t.d. landlækni, gerlafræðingi, pró- fessor eða doktor), fremur en orð, sem „umkomulaust“ fólk og „starfsmenn lífsins" leyfa sér að nota. Á þessu sjónarmiði virðist örla í grein læknisins, þó að hann vilji gera hlut „umkomulausa" fólksins meiri en ég. Orðabókar- nefnd dæmir orðin eftir sínum hugmyndum um málvöndun, en það er þjóðin ein, sem getur léð þeim líf eða dauða. Þetta virðist landlæknirinn skilja annað veif- ið í greininni, þó að borgaralega sjónarmiðið skjóti einnig upp kollinum. En ég fæ ekki betur séð en hinn illi andi, sem landlæknir- inn kallar „einbeldisanda". hafi hlaupið í hann sjálfan eins og leyfilegt að fást við nýyrðasmíð, þótt þeir séu engu fremur en málfræðingar höfundar tungunn- ar. Ef til vill hefir málfræðingi landlæknis láðst að kenna honum þetta. Landlæknirinn getur því ótta- laus haldið áfram að framleiða „náttúrlegan nýbakstur og lífs- ins brauð tungunnar" ásamt „um- komulausa" fólkinu og „stríðs- mönnum lífsins“, en hann verður að lóta sér lynda, þótt hann sjái einnig á markaðnum „esperant- iskar flatkökur", því að enginn einstaklingur né stofnun getur orðið bakarinn allra brauða í þessum skilningi. VIII STRÁKURINN Á HLAÐINU Landlæknirinn byrjar grein sína á dæmisögu úr daglega líf- inu af strák, sem bölvaði í b.æj- ardyrum í trássi við guð og góða siði. í lok greinarinnar er hann sjálfur orðinn að þessum bölv- andi sírák og vill helzt fá dr. Sig- NÚ VERÐUR VANDINN LEYSTUR HITADEILIMÆLAR FTRIR MIÐSTÖCVARKERFI íbúar sambýlishúsa, látið okkur um vandann að reikna út hitakostnaðinn fyrir hverja íbúð eftir C. B. mælunum. Ef samkomulagið er svona: [ Js.. getur breyzt í þetta. Leitið upplýsinga hjá okkur um notkun og verð mælanna. Rafgeislahitun h.f. Garðastræti 6 — Sími 2749

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.