Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 16
32 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 6 millj. kr. tjén ui Klakksvíkur-deiluhni Allf sprettur það af því að Halvorsen neitaði aB greiða 600 kr. HALVORSEN-MÁLIÐ í Klakksvík hefur orðið all-kostnaðar- samur leikur. Eins og allir vita nú, varð málið ai því, að Halvorsen læknir hefur neitað að greiða 600,00 króna sekt fyrir samstöðu sína með nazistum í hernáminu. En fyrir þessar sex liundTuð krónur hafa Danir og Færeyingar orðið að láta úti milljónir króna. 1 MHXJ. KRÓNA ! Þannig skýra dönsk blöð frá AUKAFJÁRVEITING hinni fjárhagslegu hlið þessa Talið er að fjárveitinganefnd máls. danska þingsins muni verða að sækja um aukafjárveitingu að upphæð 400 þús. d. kr. eða um milljón ísl. kr., til þess eins að bera kostnað af sendingu lög- regluskipsihs Parkeston og vegna •ferða Kampmanns ráðherra og starfa annarra opinberra starfs- .manna. Hér á landi fer nú hinum þýzku Voíkswagen-bl uni allört f jölganöi og sem dæmi má nefna, að ný- lega komu 20 bílar með sama skipi frá FlambOTR. ... m;- <K'3..;ir í>yii.ja sem kuai:ugt er ura margt hinir merkilegustu og munu þess fá dæmi, að ein b:la jrnrd haíi náð slkum vinsældum á tiltölulega skömmum tíma, sem þessi gerð smáb la. Framieið i -; fcírnra rálgasi, nú óðum 1.000.000. — Mynd þessj er tekin af Volkswagen-bílum fyrir utan hís aðal umboðsins hér, Heklu h.f. — Ljósrn. P. Thomsen. éffabréf frá P umíerðmnJ 70 ÞUS. KR AUKAGREIÐSLUP í þessari upphæð eru ekki inni- falin föst laun lögregluþjónanna, en hver þeirra fékk hinsvegar greidd aukalaun, sem námu 25 kr. á mann á dag og verður sú upphæð samtals um 70 þús. kr. Sigling skipsins Parkeston og lciga á því kostaði rúmlega 10 þús. kr. á dag, eða samtals í 22 daga, nærri fjórðungur úr millj. é: kr. Enn mun verða verulegur kostnaður af málinu, vegna þess að 15 danskir lögregluþjónar verða hafðir á verði í Klakks- vík og það er mikið verk að rannsaka ýmis afbrot í sambandi við uppþotin í Klakksvík. MIKIÐ T.IÓN FYRIR ATVINNULÍF FÆREYINGA Þó er kostnaður danska ríkis- ins smávægilegur móti því tapi, sem Færeyingar sjálfir og þá einkum bæjarbúar í Klakksvík hafa orðið fyrir. Er talið að tjón færeysks atvinnulífs af verkföll- wn og stöðvun fiskveiða frá Klakksvík lengri tíma hafi kost- að um 5 milljónir ísl. kr. Er það mjög tilfinnanlegt tjón fyrir ekki stærra samfélag en Færeyinga. Góður afli á vetrarvertíð, nœg atvirna. PATREKSFIRÐI, 24. maí. VORIÐ hér vestra byrjaði með kuldum og norðanátt og nætur- frost voru tíð. Hefur þetta tíðarfar staðið fram til þessa, en nú hefur brugðið til sunnanáttar og rigningar. Hefur gróður tekið skjótum framförum þessa hlýindadaga. Vorverk standa nú sem hæst í sveitum. Túnaávinnsla langt komin og víða búin. Sauð- burðurinn er hafinn, og hefur gengið vel. Bændur hafa hýst lambær að nóttinni fram til þessa og burðurinn mest farið fram í húsum. Hafa bændur verið vel heybirgir. Fyrir nokkru var farið að lag- færa vegi í sýslunni og má nú heita að vel sé orðið greiðfært fjarða á milli. Undanfarið hefur verið unnið við snjómokstur með ýtum á Hálfdáni, og er vegurinn til Bíldudals opnaður fyrir nokkru. Voru vegir yfirleitt lítt skemmdir eftir veturinn. VERTÍÐARLOK Vetrarvertíðinni er lokið fyrir nokkru og stundaði hana einn bátur héðan frá Patreksfirði Var það Sigurfari, 24 lestir. Skip- stjóri var Jón Magnússon. Afli Sigurfara að vertíðinni lokinni var 550 lestir af óslægðum fiski í 70 róðrum. Er það mjög góður afli, eftir því sem hér gerist. Há- setahlutur var um það bil 25 þús. kr. Steinbítsafli var mjög lélegur Fyrsfu andarungarnir — bardagi móðurinnar NÝLEGA hringdu starfsmenn olíustöðvar Esso í Skerjafirði á lögregluna og báðu hana að koma önd með 9 unga til hjáipar. Var öndin með hina nýfæddu unga sína í skurði rétt við olíustöðina, en í skurðinum var vatnið talsvert blandað olíu. Tveir lögregluþjónar brugðu skjótt við og fóru á staðinn. Náðu þeir öndinni og ungunum níu. Ungana settu þeir í pappakassa, en héldu á öndinni. Síðan fóru þeir með móður og unga niður að syðri Tjörninni. Þar slepptu þeir þeim og synti öndin með unga sína frá landi. En þegar hún var skammt undan réðust nokkrir steggir að henni af mikilli heift. Flæmdist öndin þá frá ungum sínum. Varð þarna allharður bardagi, sem endaði með því að öndin flæmdist alla leiðina inn á litlu Tjörnina, þar sem Þorfinnur karlsefni er, en við fótstall styttunnar fann hún skjól fyrir árásar- steggjunum. Þar hvíldi hún sig og reyndi að þrífa olíuna af fiðrinu. Ilm ungana er það að segja að þeir voru ekki lengi yfirgefnir, því ftjótlega synti að þeim önnur önd, sem tók þá undir sinn verndar- væng og eltu þeir hana fúslega langt út á Tjörn. Eru þetta fyrstu t/ngarnir, sem á Tjörninni hafa sést enn. framan af, en glæddist verulega í marz. Komst allt upp í 16 lestir í róðri. GÓÐ HANDFÆRAVEIÐI Trillubátaeigendur eru nú sem óðast að útbúa sig á handfæra- veiðar. Er veiði góð í firðinum, en fiskurinn liggur þó talsvert á botni ennþá. Eru nokkrir menn þegar byrjaðir róðra. Einn trillu- bátseigandinn, Andrés Karlsson, fékk fyrir nokkrum dögum 800 kíló af fiski, í róðri og var einn á báti. Fyrir skömmu var nokkr- um trillubátum 2—3 lesta hleypt af stokkum hér í höfninní, en þær voru smíðaðar á trésmíðaverk- stæðinu Ösp á Patreksfirði. FÓLKSEKLA Báðir Patreksfjarðartogararnir komu af Grænlandsmiðum fyrir skömmu og lönduðu karfa til vinnslu í frystihúsunum. Var Gylfi með 343 lestir og Ólafur Jó- hannesson með 330 lestir. Báðir togararnir héldu aftur á Græn- landsmið að löndun aflokinni. Talsverð mannekla er hér, og varð að leita til nærliggjandi sveita um mannskap og allt til Bíldudals, til að vinna afla tog- aranna. Á togurunum eru nú 25 Færeyingar. Mikil vinna er hér nú hvern dag. SKIPAKOMUR Óvenjumikið hefur verið um skipakomur hingað undanfarið. Fyrir eigi all-löngu voru hér 30 færeyskir og norskir kútterar, sem toku vistir. Er venjulega mikið af þeim hér um þetta leyti árs og fram til júníloka. Stunda kútterar þessir handfæraveiðar og var afli þeirra rnisjafn. Voru flestir þeirra á leið norður með landi. Þá voru fjórir af Eimskipafé- lags-Fossunum hér fyrir nokkru og nokkur Sambandsskipanna. Lestuðu skip þessi í síðastliðinni viku hér 6000 kassa af freðfiski, 160 lestir af karfamjóli úr fiski- mjölsverksmiðjunni, losuðu hér sement og er nú von á timbur- skipi hingað einhvern næstu daga. Skreiðarframleiðslunni hefur verið hætt í bili, og mun láta nærri, að upp hafi verið hengdar um 600 lestir af fiski til skreiðar. Verður fiskurinn tekinn niður nú næstu daga til geymslu. SUNDNÁMSKEIÐ Nýlega var sundlaugin hér í kaupstaðnum opnuð og stendur nú yfir sundnámskeið fyrir börn. Sundkennari er Sigurður Jóns- son Þingeyingur, og hefur hann undártfarin ár annazt sund- kennslu hér og haft eftirlit með lauginni. Einnig er búið að opna laugina almenningi á kvöldin. — Karl. Þetta gerir fullorðna fólkið oft — að stíga út á akbrautina, án þess að gæta að umferðinni. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS Leiksýning á Suðureyri Ibróttafélajrið Stefnir og Kven- félagið Ársól á Suðureyri gengus; nú í vor fyrir sýningum á skop- leiknum „Eruð þér frímúrari?" eftir Arnold & Bach. Þóttu sýn- insrarnar takast með ágætum. — Efri myndin er af Teitsfjölskyld- unni. Talið frá vinstri: Gína (Elín Gissurardóttir), Amor (Hermann Guðmundsson), Eva (Sigrún Sturludóttir), Rósa- munda (Ingibjörg Jónasdóttir) og Anna (Valgerður B. Guð- mundsdóttir). — Hin myndin er af „Jennýunum" (Baldur Hólm- geirsson og Halldóra Gissurar- dóttir). — Leikstjóri var Baldur Hólmgeirsson. 9890e®9OO e © NBLAÐIЮ O MEÐ C • GUNKAFFINU O © 9000909099 m Morgu ;Mor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.