Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 Sr. Þormuður Sigurðsson — minning í DAG fór fram að Ljósavatni útför séra Þormóðs Sigurðsson- ar á Vatnsenda. Séra Þormóður var fæddur að Yzta-Felli í Kinn 30 apríl 1903. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi Jónsson, síðar alþingis- maður og ráðherra, og kona hans, Kristbjörg Marteinsdóítir frá Lundarbrekku í Bárðardal. Var Þormóður yngstur barna þeirra, yndi og eftirlæti allrar sinnar fjölskyldu og enda fleiri, því hann<var ekki einungis yngstur mairgfa systkina heldur einnig alira barna geðþekkastur: af- burða fallegt barn og eftir því gott í sér, stafaði af því stilltur Ijónii á allt og alla, það gerði aldréí á hluta neins, var glatt, prútt og ástúðlegt. Og barnið óx og skömmu eftir fermingu þess, varð faðir hins fríða og prúða sveins ráðherra. Var þá að mestu lokið dvöl hans á hinu stórmerka bernskuheimili, sem var eitt þeirra fáu heimila í iandinu, sem segja mátti um í sérstökum skilningi, að þar væri íslands- sagan að skapast. Hinn fríði og prúði sveinn fór í Menntaskólann og lenti þar í stórum og ákaflega vel skipuð- um bekk og naut almennra vin- sælda. Eftir stúdentsprófið, 1924, var hann einn af þeim fjórtán efnismönnum, er úr þeim bekk fóru í guðfræðideild Háskóla ís- lánds, og hefir henni hvorki fyrr né siðar bæzt slíkur iiðsauki úr einum bekk. Veturinn 1925—'26 stundaði Þormóður námið við þýzkan háskóla. Árið 1927 var hann einn af þeim skeleggu guð- fræðinemum, er stofnuðu hið myndarlega tímarit „Strauma", og kom það út í fjögur ár. Árið 192.8 útskrifaðist hann sem kartdídat í guðfræði og vígðist 19. ágúst samsumars til Þórodd- staðar-prestakalls (er nú nefnist Vatnsenda-prestakall) og sat fyrst að Yzta-Felli, þá á Finns- stöðum, en fluttist árið 1931 að Vatnsenda. Prestakall þetta er samsett af byggðarlögunum með- fram Skjálfandafljóti, Bárðardal og iKinn, en kirkjustaðir þrír: Luaadarbrekka í Bárðardal, Þór- oddsstaður í Kinn og Ljósavatn á mótum þessara byggðarlaga (og Ljósavatnsskarðs). Prests- setrið Vatnsendi er austast í Ljósavatnsskarði, vestasti bær í prestakallinu, góða bæjarleið frá kirkjustaðoum, stendur undir háu og hrikalegu fjaili, á sléttri grund, er nær alla leið að vatn- inu, ,en brött fjallshlíð á móti, skógi vaxin svo langt sem til sér inn í Skarð. Sviphýrt er yfir Vatnsenda á góðviðrisstund, og bújörðin hæg og notaleg, silungs- veiði í vatninu, en þykir dálítið afskekkt frá þjóðbrautinni síðan bílar komu til sögunnar, og hefir þó verið lagður sæmilegur vegur heim. En begar þau sr. Þormóður og frú Nanna Jónsdóttir fluttu þangað, var Vatnsendi eitthvert aumasta kotið í öllu prestakall- inu. Byggði sr. Þormóðui þar allt upp — við heldur rýr framlög af hálfu hins opinbera, er ég hrædd- ur um. Það var t. d. ekki fyrr en nú, um leið og fregnin barst frá Kaupmannahöfn um andlát sr. Þormóðs, að menn komu þar tíl að setja upp góða eldavél, en fáum árum áður höí'ðu aðrar allra nauðsynlegustu lagfæringar ver- ið gerðar á íbúðarhúsinu. Frú Nanna er dóttir Jóns bónda, organista og fyrrum glímugarps Sigfússonar á Hall- dórsstöðum í Reykjadal, og fyrri konu hans, Sigríðar Árnadóttur, atgerviskona í sjón og raun. Þau sr. Þormóður gengu í hjónaband 21. júní 1930 og hafa eignast sex börn: tvo sonu og fjórar dætur, en yngsti sonurinn andaðist 5 ára að aldri, s. 1. haust, eftir ævilangt heilsuleysi — eitthvert hið yndis- legasta ba.m sýnum, en máttlaust og mállaust. Yngsta barnið er þriggja ára, hið næstyngsta 12 ára, eldri sonurinn við læknis- frætíinám, elzta dóttirin gift Sveini Skorra Höskuldssyni, sú næstelzta á húsmæðraskóla. Fagur barnahópur. Sr. Þormóður var hinn ástríkasti heimilisfaðir, en stjórnsamur engu síður, ákaf- lega heimiliskær, jafnframt því að hann unni heitt átthögum sín- um yfirleitt. Hann var góður bóndi og verkmaður, reglusamur og árvakur og yfirleitt nokkurn veginn svo nátengdur ]örð sinni og heimabvggð og sóknarfólki sínu sem prestur getur orðið. Ef dæma ætti tillitslaust eftir messu- fjölda var sr. Þormóður tæplega meðalprestur, — en vetrarríki og strjálbýli torvelda mjög kirkjusókn á gervöllum norð- austurkjálka landsins og ekki Sr. Þormóður Sigurðsson, hvað sízt í Vatnsenda-presta- kalli. Ef dæma má eftir vinsæld- um prests og nánum kunnug- leikum hans við söfnuði sína, gæti ekki cllu betri prests á ís- landi en ~.r. Þormóður var. Sr. Þormóður var alla sína tíð einlægur trúmaður — eins og hann, yfirleitt, var einlægur í gervöllu viðhorfi sínu við lífinu og öllu, sem hann fann sig kvadd- an til að taka afstöðu gagnvart. Eins og flestir sambekkingar hans í guðfræðideildinni var hann frjálslyndur í trúarefnum, enda var heimili foreldra hans meðal forystuheimila hinnar víðtæku og lífríku frjálshyggju-hreyfingar Þíngeyínga, er bar svo marga og merka ávexti í kringum síðustu aldamót. Sr. Þormóður var einn þeirra „frjálslyndu" manna, er í raun og sannleika verðskulda það nafn: sannleikselskari mann, sanngjarnari. óáleitnari, gat varla. Og fullur var hann góð- vildar og áhuga jafnt um almenn framfaraefni sem persónuleg velferðarmál sveitunga sinna og sóknarbarna. Vorið 1949, er fjöl- margir bændur í Þingeyjarsýslu, sem annars staðar á landinu kom- ust í heyþrot, var presturinn á Vatnsenda svo vel settur að geta ávísað nokkrum nauðstöddum bændum þeirri heytuggu, sem þeim nægði, hjá Vatnsenda-bónd- anum. Það hafa víst ekki oft ver- ið látin hey af hendi með Ijúfara geði en gcrt var á Vatnsenda vorið 1949 — Þegar prest vant- aði í nágrannapcestakall, sem stundum var misserum saman, var sr. Þormóður alltaf boðinn og búinn að hlaupa í skarðið. Og ósjaldan hljóp hann undir bagga með mér, er svo stóð á að ég þurfti, uppbyggingar staðarins eða heilsunnar vegna, að vera lengur í Reykjavíkur-ferðum en æskilegt hefði verið, svo og fyrstu ár mín í Háls-prestakalli, er enginn staður var þar fyrir heimili mitt. Aldrei fékk ég að gjalda þetta neinu. Sr. Þormóður var áhugasam- ur félagsmálamaður, eins og hann átti iryn til. Hann var um mörg ár, +il dauðadags, í stjórn hins gamla og giftudrjúga Kaup- félags Svalbarðseyrai, svo og í hreppsnefnd Ljósavatnshrepps síðustu 17 árin, og fleiri opin- berum trúnaðarstörfum gegndi hann. En varla hefir neinn mað- ur verið því fráleitari en sr. Þor- móður að halda sér sjálfur fram til nokkurs Sr. Þormóður var maður hár vexti, heldur í grennra lagi og vel á sig l'^minn, manna fríðast- ur og prúðmannlegastur, góðlát- lega glettinn, í hófi gamansamur, gleðimaður og þó stilltur, einhver hinn bezti drengur, enda hvers manns hugijúfi, heitt elskaður og virtur af smu eigin f'ólki, öllum harmdauði. , í haust er leið tók sr. Þormóður að finna til sjúkleika í höfði og upp úr áramótunum fói hann, í fylgd konu sinnar, til Reykja- víkur af {ví tilefni. Honum var vel ljóst, að brugðið gat til beggja vona um batann, en eng- inn sá hor.um brugðið, hann var sami hláturmildi trúmaðurinn og endranær. í Reykjavík var honum gert að fara til höfuðkúpu opnunar í Kaupmannahöfn. Það- an bárust svo fréttir um vel heppnaða aðgerð hjá neimsfræg- um lækni, góðan bata og tiltek- inn heimfarardag. Sr. Þormóður, var, sern þegar sagt, manna elsk- astur að heimili sínu og byggðar- lagi og fólkinu, sein hann um- gekkst. Það myndu ekki margir hafa hlak^að innilegar til heim- komunnar með endurheimta heilsu. Þá barst ástvinum hans, vandamönnum og vinum, er minnst varði, kveoja frá honum í Ríkisútvr.rpinu á vegum „Óska- j laga sjúkhnga". Það voru „Sól- setursljóðin". Helkaldur grunur læsti sig ; hvers manns brjóst, er kveðju þessa gat tekið til sín. Síðan hefir ekki verið lifaður glaður dagur á Vatnsenda — nema ef vera skyldi í gær og í dag: að sorg og himinsend hugg- un hafi togast á og huggunin ef til vill haf; betur. Húskveðja var að Vatnsenda í gær og stóð prófasturinn, sr. Friðrik A. Friðriksson fyrir henni. Auk hans töluðu undirritaður og Baldur oddviti Baldvinsson á Ófeigsstöðum, en frú Sigrún Jónsdóttir á Ófeigsstöðum söng einsöng. í dag var svo sjálf út- förin gerð að Ljósavatni. ¦— Prófasturinn rakti æviatiiði hins framliðna og jarðsöng með að- stoð sr. Sigurðar Stefánssonar prófasts á Möðruvöllum. Sr. Sigurður Guðmundsson á Grenj- aðarstað flutti kveðju frá prest- um hé^aðsins og fjölskyldum þeirra, sr. Benjamín Kristjáns- son flutti kveðju frá bekkjar- systkinum, Jón Jónsson, bóndi á Fremsta-Felli og meðhjálpari í Ljósavatnskirkju, og Sigurður Eíríksson bóndí á Sandhaugum í Bárðardal fluttu stuttar ræður, en Jón Haraldsson, bóndi á Einarsstöðum og Karl Sigvalda- son, bóndi á Fljótsbakka, fluttu kvæði. Sigurður hreppstjóri Geir- finnsson á Landamóti og Einar Kristjánsson á Ófeigsstöðum sungu „Sólsetursljóðin". Kirkju- kórar Ljósavatnssóknar og Þór- oddstaðasÓKnar önnuðust báða daga sönginn sameiginlega undir stjórn Sigurðar Sigurðssonar 'á Landamóti. Átta hempuklæddir prestar báru kistuna út úr kirkj- unni til kirkjugarðsins, en þar tóku nánustu ættingjar og vanda- menn við Þjóðkirkjan sendi blómsveig á kistuna, en bekkjar- systkinin gáfu stóran silfur- skjöld. Sóknirnar þrjár stóðu fyr- ir rausnarlegum veitingum seinni daginn, en fyrn daginn veitti frú ^anna af sinni venju- legu rausn öllum, er húskveðj- una sóttu. Sjálfsagt hafa það ver- ið um 500 manns, báða dagana samanlagt. er komu tii útfarar sr. Þormóðs. Veður var unaðslegt báða dagana, en vegir torsóttir. Hálsi í Fí-róskadal, 14. apríl 1955. Björn O. Björnsson. ýðusöngSist Ishdinp BORGARSTJORINN í Fiirt, sem er borg í Norður-Bayern skammt frá Niirnberg, með 100 þúsund íbúum, réð Hallgrím Helgason til að flytja erindi um framan- skráð efni í samkomusal lýðhá- skólans. 31öðin greina frá fyrir- lestrinum. Fara hér á eftir um- sagnir nokkurra. Nordbayerische Zeitung skrif- ar undir fyrirsögninni: „Hljómar aftan úr grárri forneskju. Dr. Hallgrímur Helgason talar um tónlist og Ijóðlist íslendinga". — „Felix Dahn, prófessor í sögu við háskólann í Wiirzburg, lætur „síðustu Gotana" (í samnefndu ?•••••••••••? •M • • lTlORGUNBLAÐIÐ • © m • M E Ð 9 •M • • IrlORGUNKAFFINU • ?•••••••••••? Dr. Hallgrímur Helgason. kvæði) eftir ósigurihn við Vesú- , víus halda norður á bóginn, þar í til þeir á fjailægum, ísgráum út- sæ finna eyna Thule. Hún er tákn I tryggðar. Þar eru eiður og æra | æðstu dyggðir. — Eins og höf- undur verksins „Baráttan um Róm" tekur fram, þannig hafa Germanir hugsað í þúsund ár, því að á íslandi hafa germanskir eðlisþættir varðveitzt bezt og lengst og þar með einnig feikna- miklir fjársjóðir germanskrar arfleifðar. íslenzki söngfræðing- urinn og tónskáldið dr. phil. Hall- grímur Helgason kynnti nokkrar perlur þessa fágæta safns fyrir álitlegum hópi gesta, að svo miklu leyti sem það er kleift á naumum tíma tveggja klukku- stunda. | Vér fengum innsýn í óvenju- lega hveifda námu þekkingar á ' söng og Ijóðmennt íslands, er dr. i H. Helgason á máli lærdóms- ' mannsins og með segulbandi og j hljómplotum skýrði fyrir áheyr- endum upptökur, er hann á I mörgum og torsóttum ferðum hefir skráð á eylandinu, sem er jafnstórt að flatarmáli og Suður- Þýzkaland. Þar hefir fram til vorra daga dafnað söng- og kvæðamannahefð, sem er frá- brugðin samskonar iðju á megin- landi Evrópu að því leyti, að hún er mikiis virt og í hávegum höfð. j Allra elztu arfgeymdir eru enn við lýði og berast áfram 'milli kynslóða, og hið nýja semur sig að reglum hins gamla listslynga og auðuga bragskóla Hið sama má segja um sónginn. Hann er ekki bundinn við dúr eða moll, þekkir ekki áttundar- kerfið, heldur byggist á fjórtóna- skipun „tetrakordsins", byggir margröddun sína á stálhörðum fimmtum og hneigist að oft sam- felldri tviundarás. „Nýrri" söng- ur þekkist á íslandi nú þegar í eitt hundrað ár. Barst þangað með rómantískum skandinav- isma. Var það ósamrýmanlegt ís- lenzku tóneðli og hafði í för með sér skaðieg áhrif fyrir aldagaml- an rótgróinn söng þjóðarinnar, er laut í'ornum lögmálum. Er fyrirlesarinn fiutti nokkur ný lög, skaut einn starfsbróðir hans þvi íram, að eiginlega byrji nú hér fyrst sönglistin. Margir aðrir munu ekki faliast á þessa skoðun, því að ísienzku lögin báru vitni ævafornri venju, sem aðeins er vakin af blundi. Þau bera einnig talsverðan keim af þjóðlögum í Austur-Evrópu, sem sungin eru af þeim, sem hreint ekkert skyn bera á nótur og tón- fræði og allur landslýður leggur þó hlustir við. — í sérkennileik sínum hefir hin gamla sönglist íslands á sér undravert „nýtízku" yfirbragð, þegar vel er að gætt. Þetta kom enn betur í ljós, er fyrirlesarinn flutti eigin tónsmíð, samda í fornum anda. Fyrirlesturinn, sem rakti auð- uga menningarsögu íslands um þusund ára skeið, vakti ósjálfrátt aðdáun vora á listrænni ást og hagleik íslendinga, þessarar bjóð- ar, sem í báðum undangengnum styrjöldum ekki skar upp herör gegn Þýzkalandi". Fránkische Tagespost, undir fyrirsögninni „Sungin þjóðlist á íslandi", segir m.a.: „Elzta ís- lenzka þjóðlagið er heimssköpun- arloísöngur Völuspár í Eddu, sem bókfest var um miðbik 18. aldar af Johann Ernst Hartmann í Kaupmannahöfn, eftir ¦ söng Jóns Ólafssonar frá Grunnavík. Þetta lag, sem flest önnur ósvikin þjóðiög Islands hreyfast fyrst og fremst í skrefum. Stökk eru fátíð og kröpp. Fjórtónið ræður oít mestu um rúm laglínunnar. Því miður hafa aðeins geymzt tvö lög við Eddu-texta. Dróttkvætt var miður fallið til söngflutnings, atkvæðin voru öll jöfn að áherzlugildi og lofkvæði forn- skáldanna of myrk í máli. Um 1100 koma fram dansar, erkveðn ir voru milli kvenna og karla, einskonar hringdansar, líkir þeim, sem enn eru dansaðir í Færeyjum. Hafa þeir sennilega byggzt á endurteknum tveggja takta stefjum. Stafarím Eddu- kvæðanna féll burt og ófullkom- ið endarím féll í smekk fólksins. Ferlínuform varð vinsælt, og ná- in tengsl sköpuðust snemma milli dansleiks og ferskeytlu, eins og haldizt hefir á sænskkestnesku eyjunni Ormsö allt fram til vorra daga. Hetjuljóð rímnakveðskaparins björguðu skáldskap íslendinga frá óstuðlaðri bragíízku annarra germanskra þjóða. Þessari tryggð við forna skáldskaparhefð eiga íslendingar það að þakka, að lang mestur fjöldi íslenzkra þjóðlaga er runninn frá rímum. Þjóðlög bænda, kirkjulög, tví- söngur, stemmur og nútíma-þjóð- lög í margskonar búnaði fléttuð- ust inn í þetta skemmtilega er- indi dr. Hallgríms Helgasonar". Fiirther Nachrichten með fyr- irsögn „Gömul og ný tónlist frá íslandi. Tónlistar- og menningar- saga", segist svo frá: „Enn einu sinni halði borgarstjórnin ráðið til sín framúrskarandi ræðu- mann. Dr. Hallgrímur Helgason frá Reykjavík talaði síðasta mánu dag um „Þjóðareinkenni í söng íslendinga" frammi fyrir álitleg- um fjölda áheyrenda. Titill erindisins benti ekki ein- dregið til rannsókna á þróun ís- lenzkrar menningar og tónlistar. En sá, sem veit nokkur deili á vísindastarfserni dr. H. Helgason- ar, gekk þess ekki dulinn, að hér var boðið til óvenjulegrar ikemmtunar. í samvinnu við tonlistarstjóra háskólans í Er- langen, prófessor G. Kempff, hef- ir hann gert fjölmargar upptökur af rannsóknum sínum. Nokkrar þeirra i'engu gestir nú að heyra. Eins og ræðumaður tók fram, eru Islendingar staðráðnir í því að hvika hvergi frá því hlutvcrki, er sagan hefir falið þeim. Það eru fá lönd, þar sem gamlar geymdir hafa reynzt jafn lífseigar eins og á íslandi, sögueynni Thule. Hin frægu kvæði í Eddu, sem eru rneðal hinna mikilvægustu heimiida fyrir germönsk og indó- germönsk vísindi, benda ein- Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.