Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 8
24
MORGUNBLAttlÐ
Föstudagur 27. maí 1955
Finnland nútímans — —
Á hörmungatímum verður
Hakon Stangerup
að endúrreisa vísindin
Mannlýsino — Erik Lönnroth, fræðimaður, hermaður,
skipulagsfrömuður, Finni, sem ekki viðurkennir
ósigur eða hrakfarir
Ríkisþinghús Finna
Helsingfors í marz.
SAGA Fimilands er mótsagna-
kennd og þess gætir emnig í dag-
legu lífi Firma. Ég kom til Hels-
ingfors ásamt norskum prófessor,
er aldrei hafði komið til Finn-
lands. Hann hlakkaði mikið til
að sjá höfuðborgina, og hann varð
frá sér nurninn. Hvernig er þetta
gerlegt? spurði hann. Hvert sem
mér verður litið eru ný hús, heil
borgarhverfi nýbyggð, reisuleg
verzlunarhús og spánnýjar menn
ingarstofnanir. Tveir nýir við-
skiptaháskólar, finnskur og
sænskur, cg ný stórhýsi um-
hverfis gamla háskólann.Hvernig
getur slíki gerzt með þjóð, sem
háð hefur tvær styrjaldir, greitt
miklar striðsskaðabætur og orðið
hvað eftir -mnað að sjá farborða
hundruðunt þúsunda landflótta
fólks og endurbyggja héruð, á
stærð við Jótland og Sjáland,
þakin sprengjugígum og bruna-
rústum?
Ég vildi líka gjarna fá svar
við þessari spurningu norska pró-
fessorsins. Ég verð einnig forviða,
er ég kem á skömmu árabili til
Helsingfors og sé borgina stöð-
ugt breytast og stækka. Ég get
ekki gefið neina skynsamlega
skýringu á þessu, en ef til vill
óskynsamlega skýringu.
Þetta á rætur sínar að rekja
til þessa furðulega, í senn
fjörmikia og gætna, hugarfars
Finnanna, sem ekki viður-
kenna ósigur og hrakfarir og
hafa til að bera stórlyndi og
síungan þrótt, er neitar að
beygja sig undir ok kúgunar-
innar, en þetta er mjög já-
kvæð afstaða til lífsins. Alls-
staðar verður þetta á vegi út-
lendingsins, en ef velja ætti
einn mann úr hópi margra,
sem hefði þessa eigin-
leika, hlýtur Erik I,önn-
roth að verða fyrir valinu, —
fræðimaður, hermaður, heims-
maður og skipulagsfrömuður
— driffjöðurin í endurreisn
finnskra vísinda, maðurinn, er
stendur að baki hinum stór-
stigu byggingarframkvæmd-
um við Helsingfors-háskólann,
og örlög hans eru eins og ævin
týri eða stórbrotið leikrit i
augum okkar, en draga jafn
framt upp mynd af ævi eins
Finna, sem er stórbrotin —
en þó ekki einsdæmi.
★ SJÖ ÁR í HERNAÐI
Þess ber að geta, að þessi lærði
grúskari og háskólafrömuður hef-
ur frá ármu 1917 eytt sjö árum
1 einkennisbúningi. Hann var
ungur aðstoðarkennari við Hels-
ingfors-há'.kólann, þegar borg-
arastyrjöldm braust út árið 1917
og rauðliðar, finnskir og rúss-
neskir, hófu umsátui um borg-
ina. Þarna sat Lönnroth inni-
lokaður, á meðan Mannerheim
safnaði sveitum hvítliða í Norður
Finnlandi og hafði þörf fyrir
hvern mann og öll þau skotfæri,
sem hægt var að festa hendur á.
Erik Lönn’ oth gat ekki umborið
þetta. Hann átti tvo unga vini á
sama aldursskeiði, þá Rudolf
Valden og Torsten Aminoff, báð-
ir voru liðsforí - gjar í varaliðinu,
hinn fyrrnefndi varð síðan hers-
höfðingi og hinn síðarnefndi
ofursti.
Þessir bHr ungu menn lögðu
saman ráð sín, mútuðu réttum
aðilum til að fá rússnesk vega-
bréf og lögðu síðan af stað með
rússneskri herflutningalest suður
á bóginn Samkvæmt skjölum
þeirra áttu beir að útvega Rúss-
um eldivið. Lestin hélt til Petro-
grad og tíu sinnum á leiðinni var
leitað á ungu mönnunum þrem-
ur. Varaliðsforingjarnir tveir
töluðu rússnesku reiprennandi,
en Lönnroth gætti tungu sinnar
í þetta ei;ia skipti (sennilega í
síðasta skipti).
Loks rann upp sú langþráða
stund, er þeir stukku af lestinni
og eftir að hafa farið æfintýra-
lega rkrókaieiðir norður á bóg-
legar krókaleiðir norður á bóg-
nokkra sólarhringa hjá föður
Lönnroths, sem var prestur —
komust þeir til hvítliða og gengu
fyrir Mannerheim.
— Hvað viljið þér? spurði hers
höfðinginn Lönnroth magister.
— Berjast, herra hershöfðingi,
svaraði magisterinn.
Magisterinn hafði litla nasa-
sjón af hernaði, og var hann þvi
gerður að aðstoðarformgja á víg-
línu, sem varin var af 3000
manns. En aðstoðarforingjastað-
an reyndist ekki endanlegur
áfangi. Þegar herskóiagengnu
liðsforingjarnir féllu — og þeir
féllu marg:r — varð Lönnroth
magister að taka ábyrgðina á
sínar herðar. Hann réjð oft yfir
1000 manna hersveitum. Meist-
araverk sitt vann hann ásamt
með Mannerheim hershöfðingja,
er þeir lögðu á ráðin um hernám
Viborgar.
★ ÉG Eít HÁSKÓLAKENN-
ARI, HERRA HERSHÖFÐ-
INGI —
Er sigurvar unninn, var Lönn-
roth kallaður fyrir Mannerheim.
— Ég heti í huga að gera yður
að kaptein sagði hershöfðinginn.
— Það skuluð þér ekki gera,
roth, ég er ekki hermaður, ég er
háskólakennari . . .
Og hann sneri aftur til há-
skólans í Helsingfors, varði
doktorsritgerð sína, varð pró-
fessor í skógmatsfræði og
þekktur víða um lönd. Hann
gerðist brátt atkvæðamikill
um framgang og stjórn háskól
ans. Hið mikla skógræktarhús,
stærsta skógræktarvísinda-
stofnun á Norðurlöndum, er
hans vcrk. Hann átti hugmynd
ina að því, útvegaði fjárveit-
ingar og vakti yfir byggingu
þess. Hann lét gera loftvarn-
arbyrgi í húsinu. „Þetta er
hreinasta brjálæði', sagði
stjórnin. Árið 1939 var þess-
ari reisulegu byggingu endan-
lega iokið. Sama ár hófst
finnsk-rússneska styrjöldin og
byrgið kom í góðar þarfir.
★ FARDU TIL UNGVERJA-
LANDS OG AFLAÐU
SJÁLFBOÐALIÐA
Um jólayetið hafði Lönnroth
prófessor fullgert loftvarnarbyrg
ið sitt. Að því loknu bauð hann
sig fram sem sjálfboðaliði. —
Valden hershöfðingi, vinurinn í
Bjarmalandsförinni árið 1917,
tók honum opnum örmum.
— Það er gott, að þú komst,
Erik, sagði hershöfðinginn. Þú
verður að fara þegar í stað til
Ungverjalands og afla sjálfboða-
liða. Við þörfnumst hvers ein-
asta manns, sem hægt er að út-
vega.
— Ég vil ekki fara til Ungverja
lands. Ég vil fara til vígstöðv-
anna, fáðu mér hersveit til um-
ráða.
— Það er ekki hægt. Marskálk
urinn hefur í eigin persónu geng-
ið frá fynrskipuninni. Þú ferð
á morgun.
Og þá hófst ævintýralegasti
herleiðangur finnsk-rússneska
vetrarstríðsins. Lönnroth pró-
fessor fékk vandkvæðalaust vega
bréfsáritun til að fara gegnum
Þýzkaland og fagran vetrardag
kom hann til Búdapest. Fyrsta
verk hans var að fá leyfi ung-
verska for«ætisráðherrans til að
afla sjálfboðaliða Það vildi svo
vel til, að forsætisráðherrann,
Telleki greifi, hafði verið pró-
fessor í landafræði, áður en hann
tók að fást við stjórnmál, og tveir
vísindamenn geta alltaf átt vin-
samlegar viðræður með sér.
★ NÚ VERÐUR SAGAN
RITUD . . .
Erik Lönnroth gerði ungverska
forsætisráðherranum grein fyrir
ætlun sinni Telleki greifi fór í
fyrstu undan í flæmmgi. Þetta
var ógerlegt Þetta myndi skuld-
binda Ungverjaland. Þar var
heldur ekki hægt að vera án
hermannanna. Ungverjar sjálfir
kynnu líka að lenda brgðlega í
styrjöld. ógerlegt, kæri starfs-
bróðir, ógerlegt ....
Þá reis Erik Lönnroth á fætur
í allri sinni tign, og hann er ein-
mitt tignarlegur, stoltur og göf-
ugur á svip og augun brenna af
áhuga.
Herra greifi, sagði hann. Við
erum skyldir Finnar og Ung-
verjar. Finnland berst nú fyrir
lífi sínu. Ég verð að fá her-
deild. Nú verður sagan rituð.
Þér, herra greifi, getið ekki
neitað mér um leyfi yðar.
Telleki greifi var á báðum átt-
um — síðan lét hann undan og
gaf Lönnroth leyfi til að afla
einnar herdeildar sjálfboðaliða,
ef hann gæti.
Næsta dag tók hann til við
starfið. Viku síðar höfðu 20 þús.
ungverskir sjálfboðaliðar gefið
sig fram .
★ ÆVINTÝRALEG
HEIMFÖR
Þá tók við það vandamál, að
koma sjálíboðaliðunum til Iinn-
lands. Leiðin yfir Þýzkaland var
lokuð. Lönnroth sjálxur gat ekki
einu sinni fengið vegabréísáritun
fyrir heimterðina. Hann varð að
undirbúa för sjálfboðaliða sinna
um Júgóslavíu, Ítalíu, Frakk-
land, Engiand og þaðan með skipi
til Petsamo Og herdeildin, grá
fyrir járnum og vígbúin, fylgdi
honum. Er hún kom til Englands,
fékk brezka stjórnin henni flutn-
ingaskip til umráða og lét her-
skip sín íylgja þeim yfir Norð-
ursjóinn og Atlantshafið. Á Norð
ursjó réðust þýzkir kafbátar á
skipalestina, en ekkert tjón
hlauzt af. Herdeildin komst til
Petsamo og 3. marz 1940 gat
Erik Lönnroth fengið ungversku
herdeildina sína í hendur yfir-
hershöfðinganum. Þann 15. marz
voru friðarsamningarnir undir-
ritaðir í Moskvu. Ungverjarnir’
börðust bví aldrei á finnskum
vígvelli ...
Erik Lönnroth sneri sér nú aft-
ur að vísindastörfum. En þó að-
eins skamma stund, þar sem ann-
að finnsk-rússneska stríðið brauzt
út, og í þriðja sinn gerðist hann
sjálfboðaliði í her Mannerheims
marskálks. Honum — sem ekki
var hermaður — var falin æðsta
st j órn sj álfboðaliðsskrif stofunn-
ar. Þetta var staða, sem hers-
höfðingjatitill fylgdi, og hann
réð yfir nokkrum ofurstum. Á
þessum árum kynntist hann
mjög náið erlendum sjálfboðalið-
um og gefur bæði Dönum og
Norðmönnum fallegan vitnis-
burð. — Af sérstökum ástæðum
voru hinir síðarnefndu ekki
mjög margir. En einn þeirra bauð
sig fram með þessari hressilegu
athugasemd:
★ — Herra prófessor, ég býð mig"
fram sem sjálfboðaliðann er kem-
ur lengst úr norðri, ég er frá
Tromsö....
1 þetta skipti neitaði Erik Lönn
roth ekki hækkun í tigninni inn-
an hersins. Hann kom heim úr
styrjöldinni sem majór í finnska
hernum.
★ NÚ BYGGJUM VIÐ----------
Þetta var á hörmungartím-
um Finnlands, þegar allskon-
ar vandamál og efnahagsörð-
ugleikar steðjuðu alls staðar
að. Hvað eigum við að gera?
spurðu starfsbræður hans við
háskólann. — Við verðum að
endurreisa vísindin og stækka
háskólann, svaraði Lönnroth.
— Það er ógerlegt, svöruðu
hinir. — Það er alls ekki ó-
gerlegt, svaraði Lönnroth,
majór og prófessor. Gefið mér
frjálsar hendur og ljáið mér
Vilkuna prófessor sem að-
stoðarmann minn í vísindun-
um og bíðið svo rólegir átekta.
Prófessorarnir tveir tóku til
óspilltra málanna. Þeir rannsök-
uðu allar aðstæður nákvæmlega
og létu fullgera teikningar af há-
skólabyggingum, sem mjög mikil
þörf var á. Eftir styrjöldina hófu
10 þús. stúdentar nám að nýju
við Helsingfors-háskólann, sem
nú var orðinn stærsti háskóli •
Norðurlanda — en stóð hinsveg-
ar öðrum Norðurlandaháskólum
mjög að baki vegna húsnæðis-
eklu og skorts á góðum kennur-
um.
Háskólakennararnir tveir hófu
„stórskotahríð“ á stjórnina, sem
daufheyrðist við fortölum þeirra.
„Þessir herramenn hljóta að
vera viti sínu fjær, að svo mikið
sem minnast á byggingafram-
kvæmdir nú....“
En Erik Lönnroth hélt áfram
að elta ólar við þá, og árið 1949
rann úrslitastundin upp. Erik
Lönnroth fékk allra náðarsam-
legast leyfi til að halda klukku-
stundar fyrirlestur um sínar „ó-
hóflegu“ kröfur frammi fyrir
ríkisstjórninni. Fyrir honum
varð heill veggur andlita^ er voru
fyrirfram ákveðin í að vísa kröf-
um hans á bug — en hann bar
sigur úr býtum einu sinni enn.
★ HAGURHÁSKÓLANSER
IIAGUR RÍKISINS
Það ganga sögur af þessari
ræðu, sem Erik Lönnroth hélt
frammi fyrir þessum óhaggan-
legu andlitum. Margir háskóla-
borgarar í Finnlandi kunna heila
kafla úr henni utanbókar. Eftir-
farandi tilvitnun verða allir að
kannast við:
— — Hæstvirtu ráðherrar,
sagði Erik Lönnroth. Hvað
gerðist, þegar Svíþjóð glímdi
við eftirköst Þrjátíu ára stríðs
ins? Hvað var gert á þessum
hörmungatímum í þágu vís-
indanna, jú: hornsteinarnir
voru lagðir að háskólanum í
Ilorpat og Aabo. Hvað gerðu
Finnar, fátækir og vesalir,
þegar háskólinn í Aabo brann?
Þeir reistu nýjan, stærri há-
skóla í Helsingfors. Lítið út á
Sensts-torgið, hæstvirtir ráð-
herrar, sjáið þessar reisulegu
byggingar þarna, þær voru
reistar af Finnum, sem voru
enn fátækari en við erum nú.
Þess vegna eigum við að
byggja og endurreisa EIN-
MITT NÚ. Því erfiðari sem
efnahagsástæðurnar eru, því
meiri ástæða til að endurreisa
vísindin. Árið 1919 voru stúd-
entarnir 2000, nú eru þeir 10
þús. Veitið þeim húsnæði og
kennara, en: takmarkið ekki
aðgang finnskrar æsku að
menntun. Með aðstoð finnskr-
ar æsku verðum við að endur-
reisa landið og byggja upp
framtíð þess.
★ NÝJAR BYGGINGAR™
RÍSA JAFNT OG ÞÉTT
Erik Lönnroth hóf sína sögu-
legu ræðu kl. 10 árdegis. Kl. 11
hafði hann unnið sigur, kl. 1
hringdi forsætisráðherrann til
hans og tilkynnti honum, að
stjórnin hefði veitt sex milljónir
marka til samkeppni um teikn-
ingar að viðbyggingu við há-
skólann.
Prófessorinn sagði: — Við
höldum áfram að byggja, og við
það hefir hann staðið til þessa.
Stöðugt hefur verið haldið áfram
að byggja við háskólann. Þó að
hann hafi nú lagt niður kennslu-
störf við háskólann, er hann for-
maður bygginganefndarinnar og
nýjar byggingar rísa jafnt og
þétt undir handleiðslu hans. —
Nýjasta bygging menntastofnun-
arinnar stendur í miðju borgar-
innar, 75 þús. ferm. að stærð.
Þar rúmast fjórar stórar kennslu-
stofur, nokkrar minni og vinnu-
stofur nemenda, rannsóknarstof-
ur, kennarastofur, húsnæði fyrir
heimspekideildina, fyrir stærð-
fræði- og náttúrufræðideildirn-
ar, lagadeild og þjóðfélagsfræði.
Raunverulega er hér um að
ræða alveg nýjan háskóla til við-
bótar við gamla háskólann — og
alveg í samræmi við kröfur tím-
ans. Einnig tekur háskólinn til
sinna afpota byggingar, sem Hsa
jafnframt umhverfis hann. Þeir,
sem koma frá gömlum háskóla-
Frh. á bls. 31