Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. maí 1955 MORGUNBLAÐ1Ð 19 — j AKIR N ÝLEGA er lokið hér á Akur- eyri sýslufundi Eyjafjarðar- sýslu. Ég notaði tækifærið og rabbaði lítið eitt við fulltrúa af- skekktasta hreppsins í sýslunni, Magnús Símonarson hreppstjóra í Grímsey. — Hvernig hefir atvinnuástand ið verið hjá ykkur í vetur? — Það hefir verið frekar slæmt. Aðalatvinnuvegur okkar er fiskveiðar og hefir verið lítið hægt að stunda hann sökum þess hve illa hefir gefið á sjó. Það hefir verið mjög stormasamt, en við getum ekki róið nema gott veður sé, vegna þess að trillu- bátar eru einu bátarnir, sem við höfum. Þetta glæddist þó nokk- uð upp úr áramótunum í vetur, en gæftir voru þó ekki góðar, en hafa farið batnandi nú með vor- inu. VÖNTUN GÓBRAR HAFNAR STENDUR ÚTGERBINNI FYRIR ÞRIFUM __ Hver er aðal orsök þess að þið stundið sjósókn eingöngu á trillubátum? __ Fyrst og fremst hafnleysi. Við verðum að draga alla báta á land strax og veður spillist. __Hvernig verkið þið fiskinn? — Við söltum hann eingöngu. Við höfum ekki aðstöðu til þess að verka þarna nýjan fisk, sök- um þess að við höfum ekki svo stórt frystihús. í eyjunni er lítill frystiklefi, sem notaður hefir verið til lítilsháttar matvæla- geymslu og fyrir beitu, en hann hefir nú af einhverjum orsökum ekki verið starfræktur síðastlið- ið ár. — En hvað um aðrar atvinnu- greinar? — Við stundum ofurlítinn land- búnað og höfum að undanförnu framleitt dálítið af kjöti fram yfir það sem við þurfum til eigin neyzlu í eyjunni og hefir það verið selt saltað. Eggja- og fugla- tekja hefir og nokkuð verið stunduð, en hefir þó farið minnk- andi og nú er svo komið að lög- um samkvæmt er okkur bannað að stunda hana framar. í apríl 1944 voru samþykkt á alþingi lög um bann gegn fugla- og eggja- töku í bjargi á tímabilinu frá miðjum apríl til miðs ágústs. Þetta gerir það að verkum að við getum aldrei fengið okkur hvorki egg eða fugl, því fuglinn kemur ekki að eyjunni Jyrr en í lok marz og byrjun april og hann er farinn frá eyjunni um miðjan ágúst. Við erum með þessu svift- ir talsverðu búsílagi, sem varla er þó fært, því atvinnuvegir okk- ar eru ekki of fjölskrúðugir fyr- ir. Við höfum með samþykki sýslunefndar sótt um undanþágu til landbúnaðarráðuneytisins frá þessum friðunarlögum, en svar við þeirri umsókn hefir ekki bor- izt enn. Við vitum til þess að ein undantekning er til frá þessum lögum, en hún er fyrir Mývetn- inga, því þeim er heimiluð taka andaeggja eins og verið hefir. FUGLINN IIEFIR AUKIZT HIN SÍÐARI ÁR — Telur þú að ástæða hafi ver- ið til þess að friða fuglinn af hættu við útdauða eða mjög mikla fækkun? — Nei. Síður en svo. Það er álit okkar Grímseyinga, að fugl- inn hafi aukizt hin síðari ár, og af þeim sökum er engin ástæða til þess að friða hann. Ég hef ekki heyrt fram færða neina sér- staka ástæðu til þessarar friðun- ar nú, en mér er nær að halda að þarna liggi einhver alþjóðasam- þykkt til grundvallar. En hvað sem því líður þá er þetta tals- verð lífskjaraskerðing fyrir okk- ur, þótt að uhdanförnu hafi fugla- ------------- eftir Vlgrei fkaðmundssoii Rætt við Magnús Simonarson hre; psstjóra í Grímsey um ymis miálefni íbúa eyjarinnar — Flugvöllur og betri höfn lifsnauðsyn ¦— Nýir atvinnumögule'kar á Hjalteyri Askur við bryggju á Hjalteyri. (Ljósm. Vignir G.) og eggjataka ekki verið mikið stunduð, þá hefir þetta alltaf verið nokkuð drjúgt og gott bús- ílag. NÝR FLUGVÖLLUR OG BETRI HÖFN ER ÞAÐ SEM VONIR ERU BUNDNAR VIÐ í FRAMTÍÐINNI __ Hvað er að segja um fólks- fjöldann og framtíðarmöguleik- ana? — Eyjarskeggjum hefir ekki fækkað siðan 1948. Þeir eru nú 73. í fyrra fengum við nýjan flug- völl og er að honum ómetanleg samgöngubót, og væntum við fastra flugáætlunarferða til okk- ar í framtíðinni. Ennfremur er ætlunin að bæta höfnina stórum á þessu vori. Til þessara fram- kvæmda fáum við helmings styrk úr hafnarsjóði, en hitt verð- um við að borga sjálfir. Fram- kvæmdir þessar munu kosta okkur 320 til 350 þúsund, eða sem svarar 5—6 þúsund krónum á mann. Við teljum hafnarfram- kvæmdirnar svo mikið hags- munamál að eigi megi horfa i mikinn kostnað. í vetur og und- anfarna vetur hafa bátar sótt allt fram undir eyju frá Hrísey, Ólafsfirði og Siglufirði og er af þessu auðsær sá reginmunur að geta gert út frá eyjunni sjálfri og spara þar með margra klukku stunda siglingu. LED3RÉTTUR MISSKILNING- UR í GREIN í TÍMANUM — Fyrir skömmu var rituð grein í Tímann um samgöngur flóabátsins „Drangs" við eyjuna. Mér skilst að í henni gæti nokk- urs misskilnings. Hvað getur þú sagt mér um þetta Magnús? — Ég las þessa grein. Fyrir mig, sem Grímseying er ekki ástæða til þess að hafa á móti henni, ef hún er skrifuð í þeim tilgangi að hún sé til einhverra hagsbóta fyrir okkur eyjaskeggja. Aftur á móti er mér ljúft að leið- rétta þær missagnir, sem þar voru. Þar var sagt að ferðir báts- ins til eyjarinnar séu aðeins 12 skv. nýrri áætlun hans, en það er ekki rétt. Þær eru 17. Á und- anförnum árum hafa ferðirnar verið lítið eitt fleiri, eða í fyrra 21. Mér er bæði ljúft og skylt að segja að eigandi bátsins, Stein- dór Jónsson skipstjóri, hefir jafnan verið mjög liðlegur og hjálpsamur okkur Grímseying- um, hvenær, sem við höfum þurft á að halda. Það hafa á hverju ári verið farnar aukaferðir til eyjar- innar, þegar nauðsyn hefir borið til.' Ég geri ráð fyrir að áætlun- arferðum bátsins hafi verið fækk- að vegna fyrirhugaðra flugferða til eyjarinnar. — Hvað um að taka styrkinn af bátnum og fá hann flugfélag- inu, eins og lagt er til í Tíma- greininni? Væri ekki óheppilegt að leggja niður samgöngur á sjó við eyjuna? atvinnu um síldartímann og all- margir settust þar að. Reistu þeir hús yfir sig og sína, og festu margir hverjir allar sínar eigur í framkvæmdum þessum. Nú hin síðari ár hafa þeir flutzt burt, sem hafa átt þess nokkurn kost. Aðrir hafa verið neyddir til þess að halda kyrru fyrir og láta sér nægja þá litlu atvinnu, sem boð- izt hefir á stanðum. Svo léleg var afkoman orðin, að þeir verka- menn, sem stunduðu eingöngu atvinnu á Hjalteyri munu ekki hafa haft nema um 15—17 þús- und kr. tekjur s.l. ár. S.l. ár var hafizt handa um að reyna nýjar leiðir til úrbóta. Hlutafélagið Kveldúlfur sótti um lán af fé því, sem veitt var á fjár- lögum 1954 til úrbóta vegna at- vinnuörðugleika. Láninu hugð- ist félagið verja til þess að koma á fót saltfiskþurrkun og ef til vill frystingu í verksmiðjuhúsum fé- lagsins á Hjalteyri. Lánið fékkst og s.l. haust voru fest kaup á hjallaefni fyrir 500 til 600 tonn af fiski. Komu hjallarnir til Hjalteyrar í febrúar s.l. og var stór hluti þeirra þegar settur upp. Einnig var keypt salt og allt búið undir móttöku fisksins. Fór nú "þegar að færast fjör í at- vinnulífið á þessum atvinnu- snauðasta tíma ársins. Togarar Kveldúlfs, Askur og Egill Skalla grímsson, tóku að leggja upp farma sína. Allir, sem vettlingi gátu valdið, hófust handa af fullum krafti. Börnin fengu frí úr skólanum og í stað lestrariris og skriftarinnar óku þau nú salti og stöfluðu fiski. Aftur var líf og fjör á Hjalteyri. Hérna á dögunum brá ég mér út á Hjalteyri til þess að sjá fram kvæmdirnar. Það var sannarlega gleðiefni að sjá aftur ysinn og þysinn í hinum stóru og glæsi- legu byggingum staðarins, sem svo dauft hafði verið yfir að undanförnu. Bjart var yfir hverju andliti, hlátrasköll stúlkn- anna og hróp strákanna blönduð- ust saman í hinn unaðslega söng vinnugleðinnar. Óstjornin í KR0N Um s. 1. áramót voru skuldir SÍÐAN kommúnistar sölsuðu! — Slíkt kemur a I Bát- undir sig °n yfirráð í KRON, KRON orðnar um 11 milljónir, urinn verður að annast allan ,hefir ö11 aðbúð við okkur félags- þar af umlO milljónir lausa- þungaflutning til eyjarinnar, en flugvélarnar taka sennilega all- an fólksflutning að og frá og ennfremur póst og annan léttan flutning. Mér er ekki kunnugt um að póstbáturinn hafi :ieinn sérstakan styrk til Grímseyjar- ferða, eða að honum sé af hálfu styrkveitanda sett nein skilyrði varðandi ferðir til Grímseyjar sérstaklega. En hitt vil ég endur- taka að útgerð bátsins hefir jafnan verið liðleg í garð okkar eyjarskeggja svo að vart er hægt að búast við meiru. Þetta er oft og einatt löng og erfið sigling og ferðir stundum farnar aðeins með einn mann og það jafnvel utan áætlunar. Við slítum þessu samtali með því að óska Magnúsi góðrar ferð- ar til heimkynna sinna norður við heimskautsbaug. NÝIR ATVINNUMOGU- LEIKAR Á HJALTEYRI Það þarf ekki að hafa um það mörg orð að þeir staðir hér á Norðurlandi, sem byggt hafa lífs- afkomu sína á síldinni, hafa átt við lélega fjárhagsafkomu að stríða undanfarin 9 aflaleysisár. Einn þessara staða er Hjalteyri hér við Eyjafjörð. Svo sem kunnugt er var þar blómlegt at- vinnulíf á dögum síldveiðonna. Mikill fjöldi fólks sótti þangað menn vernsnað, enda hafa marg- skuldir. Utlitið er ekki glæsilegt, ir glatað trausti á félaginu og því ekki er annað sjáanlegt en hætt að verzla þar. Átta ára ó- reskturshallinn verði enn meiri á stjórn hefir verið óslitið endemi, þessu ári. Stofnsjóðseign okkar enginn arður verið greiddur, í félagsmanna er að vísu ekki mik- mörg ár hefir ekki verið greitt il, hvers eins. En þó munar okk- í sjóði, verðlag hefir ekki verið ur flesta um að missa hana. En lægra en hjá kaupmönnum, né varasjóður getur ekki lengi mætt varan betri. | áföllunum, og þá kemur að stofn- Nú keyrir þó fyrst um þver- sjóði, ef óstjórnin heldur áfram. bak, er reksturhallinn er nær skeð getur, að innstæðueigend- 725 þúsund krónur, eða sem nem- ur í Innlánsdeild heimti fé sitt, ur nær helmingi varasjóðs. Sal- sem beir hafa rett til. Þá gætu an var þó um 34 milljónir. Og orðið greiðsluþrot. þetta gerist í því bezta verzlun- I Eg hefi undrazt það, að Sam- arárferði, sem komið hefir yfir bandið virðist árum saman ekki landið, þegar alþýða hefir haft hafa haft nein afskipti af KRON. óvanalega mikil fjárráð, og allar Ekki hefir orðið vart við neina vörur verið fáanlegar. Enda virð- endurskoðun frá Sambandinu, né ist afkoma kaupmanna vera mjög leiðbeiningar um verzlunarrekst- góð, þó þeir verði að greiða háa urinn. KRON er þó eitt af sam- skatta. | bandsfélögunum, og sendir full- Rekstursafkoma KRON var þó trúa á aðalfund Sambandsins. — raunverulega verri en reikning- Mér virðist því, að Sambandinu ar telja. Með tekjum eru taldar beri skylda til þess, að gæta hags- kr. 185.000.00, sem stofnsjóðs- muna okkar félagsmanna, með aukning hjá Sambandinu er tal-, því að koma í veg fyrir óstjórn in nema. Þetta er hluti af gróða fyrirtækja SÍS, óviðkomandi rekstri KRON, sem hagrætt er á nafn kaupfélaganna, vegna skatta. Ekkert kaupfélag utan KRON mun telja þetta raunveru- legar tekjur eða eignir, heldur bókfærsluatriði. Slík eign er hvorki hreyfanleg né kröfuhæf fyrir kaupfélögin, og kemur því að engu gagni við rekstur þeirra. og sukk, sem hlýtur að vera or- sök ófaranna, ef ekki eru aðrar ástæður verri. KRON var vel stætt félag þeg- ar kommúnistar hrifsuðu til sín stjórn þess. Nú er ekki hægt að segja það sama. Að vísu gæti ég borið fram aðvaranir mínar á aðalfundi KRON, en ég tel það tilgangs- laust meðan kommúnistar ráða þar öllu. Ég hefi reynt það áð- ur, en án árangurs. Því vel ég þá leið að mótmæla opinberlega. Ég tel það rétt vegna þess, að heildsalar og Sambandið, sem leggja KRON til rekstursfé, fá það lánað í bönkunum, af spari- fé þjóðarinnar. En svo er það einnig tvennt annað: Eg kann ekki Við að láta aðra misnota þá hagsmuni, em "mér bera með réttu sem félags- manni. Og mér finnst það skömm fyrir Sambandið, að líða sukk, ó- stjórn, ef ekki annað verra, hjá sambandsfélagi. Hannes Jónsson, Ásvallagata 65. finninaarát Trönufiskurinn. — Fiskhjallur fyrir 500—600 lestir S.3.RS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.