Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 10
26
MORGVTSBLAÐÍÐ
Föstudagur 27. maí ]955
Sérá Pétur
Magnússon:
WIN
í VESTRI Olnf Nieken bankástióri
ÉG vakna við það, að einhvers
staðar slær klukkan átta. Ég
man allt í einu eftir að ég er
gestur í húsi WiLlims Avery,
Wárwick 515, og að Averyhjónin
hafa boðið mér í ökutúr þennan
dag, ,til einhvers fagurs staðar,
sem ég man ekki nafnið á — ein
hvers staðar á vesturströnd Michi
gapvatnsjns, í norður írá Evans-
ton. .
Úg hendíst á fætur, rýk fram
í baðherbergið og fæ mér bað,
ral$gT mig í flýti og fer síðan í
fötin,:.g>egar ég kem niður í dag-
stoifuna er klukkan tæplega hálf
níu. ,.
NoUkruro. mínútum síðar eru
allir seztir við morgunverðar-
boi'ðíð., Húsbóndinn flytur stutta
borðbæn. Allir lúta höfði á með-
an.
Að máltxðinni lokinn er haldið
út að bílnum Loftið er mjög
heitt, og svo rakt, að jafnvel
næstu húsin og skógargreinarnar
eru sveipaðar bláleitri móðu.
Ég lít hálf áhyggjufullur til
lofts.
„Það ætlar að verða ennþá
heitara í dag; heldur en var í
gær“.
Frú Avery brosir til mín hug-
hreystandi.
„Það lagast eftir að við erum
lögð af stað. Við ökum í opna
bílnum — og Cam ætlar að sitja
vjð .stýrið*
Cam er eldri sonurinn, 18 ára
— einmitt á þeim aldri, þegar
vöskum Ameríkumanni finnst að
hann þurfi að aka eins hratt og
bíllinn kemst.
Já, vandamálið með veðrið
leysist fljótt. Undir eins og við
erum komin út á aðalbrautina fer
bíllinn að gæða rásina. Sterkju-
hitinn er alit í einu horfinn og
við erum stödd í hvínandi vindi,
alveg mátulega hlýjum, sem
strýkst notalega um háls og
vanga. — Mér dettur allt í einu
í hug; að hinar miklu vegalengd-
ir vestra séu ekki eina ástæðan
til þess, að Ameríkumenn aka
svo hratt. Hitinn hlaut að eiga
sinn þátt i því. í hinum opnu
bílum sínum, eiga þeir með hrað-
anum (kqst á að breyta óþolandi
hitasvækju í bezta veðrið í jörð-
inni.
Ég halla mér afíur í sætinu og
lofa vindum að gera gælur við
mig. Við erum að nálgast lítið
þorp á virxstri hönd. Framundan
blasir við bungumynduð hæð,
skógi; vaxin. Við þjótum yfir
hana. þá sést allt í einu glitta í
Micþigpn vatnið til hægri.
Ég heyri að Mr. Avery gerir
einhxmrja athugasemd við öku-
hra8j|^n, sem vérður örlítið
minpj um stund. Svo er bvrjað
að taia saman og kallast á við
þá, sem sitja fram í. Samtalið
er nj^stmegnið stuttar athuga-
semdú um það, sem fyrxr augun
ber -j og irm það hve lífið geti
verið'^dásamiegt og jörðin fögur.
Ég er spurður um landslag á fs-
landi og ég reyni um stund að
lýsa' t>ví eins skáldlega og mér
er unt.
O----□-----o
Talið frá vinstri: Nansy, Richard, Avgry, Cameron og
. frú Eugenie Avery.
Áfram, áfram. Ég lít á úrið
og sé að við erum búin að aka
rúman klukkutíma. Um stund
er landslagið alveg marflatt, en
byrjar svo aftur að verða ofur-
lítið öldumyndað. Annað slagið
mætum við bílum, sem virðast
ekki spara benzínið frekat en við.
Fólk að halda til kirkjuþingsins,
hugsa ég, og finn um leið til
innilegrar gleði yfir því. að hafa
valið mér annað hlutskipti þenn-
arj dag. Þessar hugsanir mínar
virðast hafa náð satnbandi, því
aðT Gam kallar nú allt 1 einu til
mín og spyr, hvort ég sái nokkuð
eftir því, að sitja ekki núna á
þinginú við að hlusta á erindi
hinna vísu preláta. Ég neita því
alveg eindregið, og bæti við, að
ég ?é hálfhræddur um að dogma-
tikin mun orenna við í dag í hin-
um mikla hita í McGaw Hall . . ..
Mr. Avery htur til mín asakandi,
en unga fójkið lætur fjúka nokk-
ur gamanyrði af þessu tilefni. Svo
er farið að tala um bíla og flug-
vélar — fyrst í anda raunsæisins
síðan heimspekilega. Minnst er á
viðleitnina til hins vaxandi
hraða. Einhver segir, að hún stafi
af því, að maðurinn sé að leitast
við að elta uppi hatnningjuna.
Eða að reyna að flýja frá sjálf-
um sér, bætir einhver annar við.
Nokkur hnittiyrði eru sögð í
þessu samoandi og léttii hlátrar
hljóma við og við og líða út í
geyminn. —---------
o-----□-----o
Klukkan er næstum tólf, þegar
við komum á áfangastaðinn.
Hann er stórt og veglegt veit-
ingahús og sumardvaiarstaður í
fögru umhverfi skammt frá vatn-
inu. í vestur frá hinu mikla
húsi er stói íþróttavangur, um-
girtur skógarbeltum. Ég sé að
hópur ungmenna er þar að leikj-
um.
Mr. Avery býður til hádegis-
verðar og við sitjum til borðs við
glugga, þar sem fagurt útsýni
blasir við Hvatlegur þjónn kem-
ur að borðinu með stóran mat-
seðii. Frú Avery situr við hlið
mína og ég trúi henni fyrir því,
að það setji æfinlega að mér
kvíða, þegar ég sjái þessa stóru
matseðia hérna vestra, því að ég
þekki ekki einu sinni þriðjunginn
af réttunum Hún býðst strax til
að hjálpa upp á sakirnai og fer
að lýsa fvrir mér nokkrum af
lostætustu réttunum. Á meðan
byrjar vatnið að buna fram í
munninn á mér.
Þegar líður á máltíðina, hefj-
ast aftur fjörugar samræður. —
| Drengirnir fara að segja mér frá
íþróttalífinu á þessum slóðum og
á eftir er ég beðinn um að inna
frá því, hvernig ferðaiög á ís-
(landi fari fram. Svo höldum við
j út, horfum um stund á leiki unga
* fólksins og reikum síðan um
fagra staði í nánd við veitinga-
húsið.-------
Þarna er dásamlegt að vera —
, en vegna hitans er ég þó feginn,
þegar við böldum aftur af stað
út í svalandi vindinn, sem banda-
r:skur ökumaður kann svo vel
að framleiða á sinn tæknilega
hátt. Við ökum aðra Jeið tii baka.
Nýjar mvndir af þessu sumar-
fagra landi blasa við — koma
op fara. Marglitar húsabvrpingar,
b'eikir akrar, vötn os? skógar líða
húá. — Éff loka aumxnum um
s+und. ti1 að nmta ennbá betur
h«»irrnr vou ’ðanar, sem gagntek-
ur mig.
hAv R?s s^fnia?“, er spurt
vlð h’’ð m;rt a i þýðuTn róm, sem
ið^r af p'mi.
v.cr ’i-.VnfSí "ummum t.il að
J-< nvvr, f>r, F.fiYTi
''rn 'o’-í ykkar
i-ron- /vT1-ie,"’'’an windl
nf5; ?ð hvísia í
’ —að r mé’-“------------
o-----□-----O
„Já. Hún er nákvæmlega af
þeirri tegund, sem við komum
okkur saman um“.
„William Avery — er hann
prestur?“
„Nei, lögfræðingur, mjög mik-
iismetinn á þessum slóðum. —
Hann veitir forstöðu elztu mál-
flutningsskrifstofunni í Chicago.
Hann og Adlai Stevenson voru
um skeið starfsfélagar. Þeir eru
mikiir vinir“
„Þessi borð bæn — ég hélt að
— stendur ekki einhversstaðar:
Gute juristen sind böse Kristen?“
„Jú. En vá talsháttur varð ekki
til í Bandaríkjunum, heldur í
Þýzkaiandi. í Bandarxkjunum
fyrirverður kristið folk •— jafn
lögfræðingar sem aðrir — sig
ekki fyrir að bera fram þakkir
áður en það neytir matar. Það
fer í kirkju á hverjum sunnu-
degi, tekur þátt í kirkjusöngn-
um og les upphátt Faðirvorið með
prestinum. Aver-fjölskyldan sæk-
ir reglulega kirkju. — Ég var
með þeim þar s:ðari sunnudaginn,
sem ég dvaldi : Evanston. — Sko,
hér er-----—“.
„Já, mynd af fjölskyldunni."
„í miðið er Mr. Avery. Hann
er í senn mjög glæsilegur maður
og einstakr valmenni. Konan til
vinstri við hann er frú Eugenie
Avery, af frönskum ættum —
eiskuleg kona, sönn ,,lady‘. Og
börn þeirra eru: Nancy, Richard
og Camerxn'
,.Þú bjóst hjá þeim þennan
t’ma. sem þú dvaidir í Evan-
ston?“
„Já. n:u daga — Þau eru eisku-
1e,gasta fólkið sem ég kynntist í
vesturförii.ni“
Fréttamaður: ,,Nú er betta
ferðasagan, sem þ.i Jcfaðir blað-
SMOWCEiy
Hentugt til notkunar á:
@ Mjólkurbú
© Svcitabýli
© Bakarí
© trv-ri! i íis
© KjaJIura
© Kjallarageymsiur
© Véiaverkstæði
© Þvottahús
© SúrJievsgryf jur
© Skóia
© Snyrtilierbergi
Vívinið eftir Snowerem
Hagsýiiir nota Snawcrem.
H. Benediktsson & Co. h.f.
Hafnarhi’oJ1. Sími 1228.
NOKKRU eftir áramótin síð-
ustu las ég í Norðurlanda-
blöðum, að Oluf Nielsen, banka-
stjóri við Landmandsbanken í
Kaupmannahöfn, hefði látið af
störfum um áramót, þá nálega
75 ára að aldri.
Ég hef verið að búast við að
sjá þessa merka manns gétið í
íslenzkum blöðum, en ekki orðið
þess var. Þess vegna bið ég
Morgunblaðið að birta línur þess-
ar. Er líklega engum núlifandi
íslendingi skyldara en mér að
minnast þessa merkismanns og
viðskipta hans við ísland.
Oluf Nielsen byrjaði banka-
feril sinn 15 ára gamall hjá
bankafirmanu Rubin og Bing.
Árið 1905 réðist hann sem full-
trúi hjá Landmandsbanken. Ár-
ið 1921 varð han aðstoðarbanka-
stjóri og aðalbankastjóri árið
eftir, þegar Landmandsbanken
var endurskipulagður eftir
greiðsluþrotin 1921. Naut Oluf
Nielsen þá þegar mikils álits sem
samvizkusamur og traustur
bankamaður. Hann þótti að vísu
nokkuð aðhaldssamur, en hann
hafði lika séð hin geysilegu
bankahrun í Danmörku næstu ár
in eftir fyrri heimsstyrjöld. Pen-
ingaflóð stríðsáranna hafði fjar-
að út. „Bjartsýnu“ fjármála-
mennirnir gættu sín ekki og
héldu, að hægt væri að halda
ieiknum áfram. En staðreyndirn-
ar létu ekki að sér hæða. Sum
átrúnaðargoð Dana í fjármálum
lentu í fangelsi, og allir stórbank-
arnir komust í greiðsluþrot og
sumir oftar en einu sinni. — Á
fundi, sem kröfuhafar eins stór-
bankans héldu, sagði einn fund-
armanna: „Það er tilgangslaust
að hafa járngrindur fyrir glugg-
um, þegar þjófarnir sitja inni í
húsinu“.
Andrúmsloftið var engan veg-
inn skemmtilegt í bankaheimin-
um, þegar Oluf Nielsen tókst
þann vanda á herðar að stjórna
einum af stórbönkum Danmerk-
ur eftir hin geysilegu óföll, sem
yfir viðskiptalífið höfðu gengið.
En Oiuf Nielsen sýndi brátt, að
hann var vandanum vaxinn.
Hann vann sér hvers manns
traust, sem honum kynntist, og
hann keppti ákveðið að því
marki að gera Landmandsbank-
en fjárhagslega sterka stofnun.
Hann vissi, að með því einu móti
gæti banki gegnt því hlutverki
að vera lyftistöng athafnalífsins
í landinu.
Magnús Sigurðsson varð
bankastjóri Landsbanka íslands
1916. Þá hafði Landsbankinn
engin „veltilán"*) erlendis, enda
■ var hann nánast umkomulítill
I sparisjóður á þessum tíma, þó að
I hann hefði 750.000 krónur af
seðlaútgáfunni. íslandsbanki var
aðalbankinn og hafði seðlaútgáf-
una að öðru leyti og réð því,
hve mikið var af seðlum í um-
ferð. Það er ekki fyrr en íslands-
banki kemst í greiðsluþrot 1920
/21, sem Landsbankinn verður að
taka að sér hita og þunga banka-
málanna, meðal annars megin-
hiuta hinna erlendu viðskipta.
| Það var mikið lán fyrir ís-
lenzku þjóðina, að jafn gætinn
og gjörhuguil maður og Magnús
Sigurðsson skyldi vera orðinn
bankastjóri Landsbankans, þegar
íslandsbanki sigldi upp í sandinn.
Eitt af því fyrsta, sem Magnús
gerði, var að útvega Landsbank-
anum veltilán, bæði í Danmörku
og London. Samninga um þessi
ián gerði Magnús Sigurðsson við
Hambros Bank í London og við
Landmandsbanken í Kaupmanna
höin.
Eftir því sem Magnús sagði
mér, kynntist han Oluf Nielsen,
þegar hann var fulltrúi í bank-
anum. Sagðist Magnús eftir það
jafnan hafa átt tal við Nielsen,
þegar hann þurfti að reka erindi
við bankann. Þetta var ólíkt
venjulegum vinnubrögðum
Magnúsar, því að hann leitaði
jafnan viðtals við æðstu ráða-
menn þeirra stofnana, sem hann.
átti erindi við. Kvaðst Magnús
strax við fyrstu kynni hafa talið
víst, að þess mundi skammt að
bíða, að Oluf Nielsen yrði meiri.
vaidamaður í bankanum en hann
var þá. Varð Magnús um þetta.
sannspár. Urðu þeir brátt góðir
vinir, og hélzt sú vinátta jafn-
an síðan, þar til Magnús dó.
Skömmu eftir að Magnús Sig-
urðsson s^mdi við Landmands-
banken um viðskiptalán handa
Landsbankanum, samdi Samband
ísienzkra samvinnufélaga einnig
um viðskiptalán fyrir sig og mun
hafa slíkt lán enn. Vel getur ver-
ið, að fleiri íslenzk fyrirtæki hafi
haft þar lánsviðskipti, þó að
mér sé ókunnugt um það. Á þess-
um árum kynntist ég Oluf Niel-
sen, bankastjóra, mjög vel, eink-‘
um eftir að ég varð formaður
í bankaráði Landsbankans og
síðar bankastjóri. Hef ég át-t mik-
il viðskipti við hann og jafnan
hin ánægjulegustu. Mátti með
sanni segja, að Oluf Nielsen
reyndist ætíð bezt í okkar við-
skiptum, þegar mest á reið. —
Eitt atvik ætla ég að nefna. Það
var á kreppuárunum eftir 1930,
að yfirdráttarheimild Sambands
íslenzkra samvinuufélaga var að
fuilu notuð ó miðju sumri, en
margar nauðsynjavöi-ur þurfti að
i kaupa til hausts, þegar greiðsla
I fyrir útflutningsvijrur var vænt-
■ anleg. Ég var þá á ferð ytra og
• var búinn að tala við bankann.
Ég hitti Oluf Nielsen, banka-
stjóra, og tjáði honum mála-
vexti. Hann svaraði því til, að
búið væri að synja um hækkun
og erfitt að taka málið upp á
ný, því að það yrði að leggjast
fyrir bankaráðið.*) Að iokum
segir bankastjórinn: „Eruð þér
aJveg öruggur um, að þetta verði
greitt fyrir áramót?“ „Nei“, sagði
ég, „öruggt er það ekki, en allt
verður gert, sem unnt er, til að
standa í skilum, og hingað til
hefur ek’ki brugðizt, að Sam-
bandið hafi getað greitt skuldir
sínar á réttum gjalddaga." „Talið
við mig kl. 5 ó morgun“. Það
gerði ég og fékk lánið. Þótti mér
þetta því drengilegra, sem mér
var ijóst, hvað Oluf Nielsen var
gætinn og af mörgum talinn í-
haJdssamur í fjármálum. Enda er
ekki ólíklegt, að ,,bjartsýnin“,
sem fyrirrennarar hans höfðu
sýnt í stjórn sinni á máiefnum
bankans, hafi stuðlað að þvi, að
Oluf Nielsen ætlaði ekki að lenda
í sömu ógöngum og þeir, ef hjá
því yrði komizt. — Og honum
tókst að komast hjá því.
Ég veit ekki, hvort íslending-
ar hafa gert sér grein fyrir því,
hvers virði það er fvrir alit at-
hafnalíf á íslandi, að Landsbank-
anum tókst á hinum verstu
krepputímum, þegar aðalbanki
iandsins var kominn í greiðslu-
þrot, að fá viðskiptalán erlend-
is. En atvinnulífið á íslandi hef-
ur að jafnaði ekki gengið betur
en það, að í flestum árum hefur
orðið að fá erlend lán til nauð-
synjavörukaupa, á meðan verið
er að afla útflutningsvaranna og
koma þeim í verð. Er ástandið
iöngum svo hjá aðalútflutnings-
atvinnuveginum, sjávarútvegin-
um, að skip og bátar kæmust al-
roe’->nt ekki á flot á vetrarvertíð,
ef ekki nyti þessara erlendu lána
Landsbankans. Hefur þessu lítt
ve ið á lofti haldið. Magnúsi Sig-
urðssyni, sem vann mest að þess-
um iánsútvegi, var ekki gjarnt
að hafa hátt um störf sín, en
það er ástæðulaust fyrir sam-
ferðamenn hans að vanmeta þau,
þó að hann héldi þeim lítt á lofti
sjálíur.
Ég vil enda þessar línur með
því að þakka Oluf Nielsen,
bankastjóra, fyrir ágæta við-
kynningu og margvíslega fyrir-
greiðslu í viðskiptum þau rúm
*)Veitilán nefni ég bráða-
birgðayfirdráttarlán, sem greið-
ast upp öðru hvoru, . en gilda
annars ár eftir ár.
*)Lán, sem voru hærri en 50
þúsund, urðu að samþykkjast af
bankaráði.
Frh. á bls: 31.