Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 1
|RotsttttH»K6 Föstudagur 27. maí 1955 ★ AUSTURRÍKISMENN FAGNA FRELSI + Vín, 16. maí. KLUKKAN 12 á hádegi í gær kvað við samhljómur allra kirkjuklukkna í Austurríki. — Tugþúsundir Vínarbúa voru sam- ankomnir fyrir utan Belvedere- höllina, en þar var undirritaður ' milli kl. 11.30 og 12 ríkjasamn- ingurinn, sem á að tryggja Aust- urríkismönnum frelsi og sjálf- stæði um óf'yrirsjáanlega framtíð. Um leið og klukknahljómurinn barst yfir borgina, gengu utan- ríkisráðherrar fjórveldanna, sem að samningunum standa, þeir Dulles, Molotov, MacMillan og Pinay, fram á svalir hallarinnar ásamt Raab kanzlara Austur- ríkis og Figl utanríkisráðherra og voru hylltir af mannfjöldan- um. Fögnuður austurrísku þjóð- arinnar var mikill að unnum stórsigri eftir margvíslegar þreng ingar og vonbrigði. Þegar Figl utanríkisráðherra, sem hefir unn- ið sér óskorað þakklæti og traust þióðar sinnar í samningagerðinni undanfarnar vikur, kom fram á svalirnar með hinn langþráða samning sjálfan í hendinni, brauzt út þúsundraddað fagnaðar óp, — feginsandvarp þessarar langhersetnu þjóðar. RAUÐ STJARNAN HVERFUR Hér austur í skugga járntjalds- ins, í landi sem liggur, ef svo mætti segja, milli víglínanna í kalda stríðinu og er hersetið af báðum aðilura, hefir samninga- gerðin undanfarnar vikur vakið nýjar vonir — líklega meiri en í nokkru öðru landi — um það að takast megi þrátt fyrir allt að leysa deiluefni þjóða á friðsam- legan hátt. í austurrísku samn- ingunum tókst það sem svo oft áður hefir ekki tekizt, að ná full- komnu samkomulagi milli höfuð átakaaflar.na í heiminum, og það sumpart um málsatriði, sem voru erfið viðfangs og mundu í annan tíma hafa getað kostað — og hafa sum þegar kostað — langvinnt samningastríð með vafasömum árangri. Það eitt er ærið fagnaðarefni. En fyrir Austurríkismenn táknar samning urinn auk þess endurheimt frelsi og sjálfstæði og uppreisn eftir 17 ára undirokun og auðmýkingu, þeir sjá fram á endalok fjórvelda hernáms með þar til hevrandi skiptingu á landinu í hernáms- svæði, þeir eiga von á að fá í eigin hendur auðlindir lands síns og aðstöðu til að hagnýta þær, og bráðum hverfur rauða stjarnan með myndum þeirra Lenins og Stalins af sögufrægum bygging- um í hjarta Vínarborgar, þar sem Rússar hafa haft bæki- stöðvar. BJARTUR DAGUR Það mun því mega segja með sanni, að 15. maí 1955 sé bjart- asti dagurinn í sögu Austurríkis um langt árabil — eins fyrir því, þó að veðurguðirnir væru ekki hliðhollir. Úrhellisrigning í Vín síðari hluta dags megnaði ekki að draga úr hátíðaskapinu, engu fremur en á Þingvöllum 17. júní 1944. Allt var líka gert til þess að stundin mætti verða sem há- tíðlegust, borgin var blómum og fánum skreytt — öllu tjaldað sem til var. Meðan undirskrift- irnar sjálfar fóru fram, áður en hin mikla samhringing hófst, barst yfir borgina hljómur hinn- ar miklu og sögufrægu klukku Stefánskirkjunnar, „die Pumm- erin“, sem annars er ekki hringt nema á áratuga fresi. Hinn þungi undirtónn hennar minnti á að hér var ekki einungis fagnað fengnum sigri, heldur einnig af fullri alvöru horfzt í augu við þá Vínarbrél fró Jóni Þórarinssyni Belvedere-höllin í Vín, ef til vill hið glæsilegasta af ótal skraut- hýsum Vínarborgar. Hér var undirritaður samningurinn, sem boðar nýtt tímabil í sögu Austurríkis. .niklu ábyrgð sem á hinu nýja Austurríki hlýtur að hvíla í sam- ;kiptum þjóðanna. ;ÝTT TÍMABIL í SÖGU AUSTURRÍKIS Þetta kom m.a. skýrt fram í ræðu þeirri, sem Figl utanríkis- ráðherra flutti að loknum ávörp- um þeirra Molotovs, MacMillans, Ðulles og Pinays við undirskrift samningsins. Hann sagði m.a.: ,,Eg er sannfærður um, að með þessum samningi hefst nýtt gæfu ríkt tímabil í sögu Austurríkis, sem mun auðkennast af hlut- leysi og sjálfstæði gagnvart öll- um þjóðum. Austurríska þjóðin fagnar í dag og þakkar fengið frelsi. Og hún gengur til starfa, staðráðin í að gegna skyldu sinm við allar þjóðir .... Austurríki er nú tekið inn í hina miklu fjöl- skyldu þjóðanna, sem frjálst og fullvalda ríki og mun kappkosta með virkri þátttöku í alþjóða- samstarfi að stuðla að góðu sam- komulagi og friði í heiminum“. „GAGNKVÆMUR GÓÐUR VILJI“ í hádegisveizlu, sem forseti Austurríkis, Theodor Körner, hélt hinum erlendu utanríkisráð- herrum að undirskriftur.um lokn- um, mælti íorsetinn m.a.: „Með gagnkvæmum góðum vilja hefir tekizt að leysa. eitt erfiðasta vandamálið, sem leiddi af hinni hörmulegu styrjöld Austurríki er þakklátt fyrir þá breytingu sem orðið hefir á örlögum þess. Vér hugsum þó á þessari sogu- legu stund ekki eingöngu um oss sjalfa. Ósk vor um frelsi og full- veldi hefir rætzt. En friðarþrá mannkynsins er enn ekki full- nægt. Megi þau atvik, sem hafa sameinað utanríkisráðherra stór- veldanna fjögurra við þetta borð, vita á gott í framtíðinni“. REGNVOT ANDLIT OG FAGNAÐARTÁR Meðan hinir tignu gestir sátu undir borðum, dundi á úrhellis- rigning, sem hélzt allt fram á nótt. En Vínarbúar létu það ekki á sig fá. Þegar „die Pummerin“ hóf raust sína öðru sinni þennan sögulega dag, kl. 16.45, og kvaddi til hátíðlegrar athafnar í Stefáns- kirkjunni, söfnuðust enn saman þúsundir manna, unglingar úr krisíilegum æskulýðsfélögum borgarinnar undir félagsfánum sínum en fullorðnir flestir undir regnhlífum. Viðstaddir athöfnina voru flestir æðstu embættismenn austurrísku þjóðarinnar, ásan:t utanríkisráðherrunum MacMillan og Pinay. Dr. Innitzer kardínáli og erkibiskup, flutti ávarp ng bæn. Að athöfninni í kirkjunni lok- inni flutti Raab kanzlari stutt ávarp á Stefánstorginu, brýndi fyrir æskulýðnum trúna á land sitt og þjóð og hvatti til sam- heldni. Þegar kanzlarinn hafði lokið máli sínu, breiddist út frá turni Stefánskirkjunnar hinn rauð-hvíti fáni Austurríkis, risa- stór, en mannfjöldinn hóf upp regnvot andlit og söng austur- ríska þjóðsönginn einum rómi. Á þeirri stundu mun regnið hafa blandazt ekki fáum fagnaðartár- um. Kl. 19 hófst í Schönbrunn-höll- inni vegleg matarveizla fyrir hina tignu erlendu gesti og fylgd- arlið þeirra, ásamt nokkrum æðstu embættismönnum Austur- ríkis. Síðar um kvöldið var þar móttaka fyrir um 1200 gésti. — Voru þar flutt rnörg ávörp, og Philharmoniska hljómsveitin lék austurríska tónlist. 3ANNKÖLLUÉ ÞJÓ3HÁTÍÐ Meðan tignarfóiK.ið sat að mat og drykk í gullbúnum og krystal- óiíreyttum söium Scnönbrunn- hallarinnar, varð allur almenn- ingur að léta sér nægja annan og verri aðbúnað. Gert hafði verið . að íyrir fjöldasamkomum á göt- um úd. um kvöldið og mikill við- ounaður hafður í því skyni. Þeg- ar sýnt þótti, að veðrið mundi áizt fara batnandi, var öllu þessu aflýst í útvarpinu En mann- xjöidinn neitaði að taka slíkt til greina og þraukaði undir regn- niifum sinum, hvað sem á dundi. Á tilsettum tíma, kl. 8 um kvöld- ið, byrjaði hljómsveit starfs- manna sporvagnanna að leik und ir berum himni á Stalin-torginu og gafst ekki upp fyrr en allar nóturnar voru orðnar gegnblaut- ar. En þá undi mannfjöldinn sér enn um stund við að horfa á skrautlýsta gosbrunna, sem þeyttu marglitum og síbreytileg- um vatnssúlum í háaloft eins og til að ögra rigningunni. Fyrir framan ráðhúsið fór allt fram samkvæmt áætlun. Hljóm- sveit slökkviliðsins tók sér sæti í súlnagöngum ráðhússins, og þaðan dundu austurrískir marzar og Strauss-valsar allt hvað af tók. Og svo dansaði fólkið þarna á rennvotum götunum, og gleðin ljómaði af hverju andliti. Marg- ar hinna glæsilegu bygginga við „Hringbrautina“ og í nágrenni hennar voru fagurlega skrautlýst Stefánskirkjan í Vin, þjóðarhelgidómur Austurríkismanna. Þessi forna og glæsilega kirkja stórskemmdist í bardögum Rússa og Þjóðverja fyrir aðeins rúmum 10 árum, síðustu dagana sem barizt vai' um Ooigina, en hetur nu verið lagfærð að mestu. Hér er ein mesta kirkjuklukka veraldar, „die Pummerin ‘, uppiiaflega steypt upp úr 180 tyrkneskum falibyssum, sem herteknar voru eftir að umsát Tyrkja um Vín var hrundið 1683. ar. „Hringbrautin" sjálf var lok- uð fyrir bifreiðaumferð, en þétt- skipuð gangandi fólki, — regn- hlíf við regnhlíf, hvert sem litið var. Á nærliggjandi götum var bílamergðin svo mikil að horfði til stórvandræða, og umferðalög- reglan, sem ef til vill á hvergi í heiminum sinn jafningja, hafði sýnilega aldrei komizt í annað eins. En allt fór fram með hinni mestu prýði. Austurríkismenn höfðu ætlað sér að halda hátíð, og sannkallaða þjóðhátíð hélcþu þeir, sem lengi mun í minnum höfð. J. Þ. Á jeppa frá Rvík austur í Jökuldal HÓLSFJÖLLUM, 24. maí: — í dag var væntanlegur til Eiríks- staða í Jökuldal, nýr jeppabíll, sem Sigurður Karl Jakobsson þar hefur ekið frá Reykjavík. Var þetta seinfarin ferð vegna ófærð- ar og ók hann vegleysur, þar eð fjallvegir hér eru ófærir. Þegar Sigurður Karl var kom- inn á bílnum að Möðrudal, hafði hann þar tveggja daga viðdvöl. I nótt er leið kom hann á bílnum ásamt Gunnlaugi Jónssyni í Möðrudal og Jökuldælingnum Agnari Pálssyni, að Brú á Jökul- dal, eftir 17 klst. ferð frá Möðru- dal. — Höfðu þeir ekið vegleys- ur, því fjaRvegirnir eru ófærir. Leiðin lá um Arnardal, fyrir inn- an Þríhyrning og síðan að Brú. Hefur þessi leið aldrei verið far- in áður á bíl. Hér er í dag breiskjuhiti og tekur snjóinn ört upp. — Víking- ur. Kýpar-bóor vilja ekki lóta sinn hlnl NICOSIA, 24. maí: — Talsverð- ar óeirðir urðu í dag í Nicosia, höfuðborg Kýpur. Loka átti skól- um á eynni, þar sem hátíðisdag- ur brezka heimsveldisins er í dag. Hópur stúdenta grýtti lögreglubif reiðir, fóru í kröfugöngu um göt- ur borgarinnar og hrópuðu, að þeir vildu sameiningu við Grikk- land. Skrifstofur brezku stjórn- arinnar voru einnig grýttar, en þær höfðu verið víggirtar með gaddavírsgirðingum. Stcrkosflcg þræla- sala : áfríku • MARSEILLE — Negrar frá frönsku Vestur-Afríku eru hundruðum saman seldir sem þrælar í arabiskum löndum, seg- ir franskur prestur, sem snúið hefur sér til rikisstjórnarinnar, sem hefur fyrirskpaS „að þetta hneyksli skuli stöðvað“, • Hinn franski prestur segir, að hanh hafi framkvæmt ná- kvæma rannsókn í málinu og nið- urstaðan hafi orðið sú, að þessi atvinnuvegur sé enn þá „blómstr- andi‘. ® Hann heídur því og fram, að negrar múhameðstrúar séu lokk- aðir til Mekka sem pílagrímar, þar handteknir og seldir sem þrælar til landanna fyrir austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.