Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. maí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 29 Stórfeldar framfarir i Jiyggingar 'isii Þjóiferp BARÐI FRIÐRIKSSON lögfr. fór fyrir nokkru skyndiferð til Þýzkalands til þess að skoða vörusýningar þar og þá fyrst og fremst vörusýninguna í Hannóv- er, sem mikið og vaxandi orð fer af og eykst með hverju árinu sem líður. Er hann nýkominn heim úr þessari ferð og lýsti hann vörusýningunni fyrir mér með nokkrum orðum. YFIRSÝN YFIF. ÞÝZKA KRAFTAVERKIÐ Það er ekki ofsögum sagt af hinni hröðu og stórkostlegu end urreisn V-Þýzkalands. Glögg dæmi um það blasa við ferða- manninum í næstum hverri borg, þar sem heil hverfi hafa verið reist úr rústum og nýir borgar- hlutar byggðir glæsilegri en þeir hafa nokkru sinni verið áður. Um sömu nýsköpun ber vott hinn mikli fjöldi nýrra glæsilegra verksmiðjubygginga, sem starf- andi eru nætur jafnt sem daga. Iðandi fjör og kraftur virðist ríkja í öllum framkvæmdum. Hvergi hygg ég þó að jafn gott yfirlit fáist yfir hið þýzka krafta verk, eins og á vörusýningunni miklu, sem haldin er árlega í Hannóver í N-Þýzkalandi. — Voru margir íslendingar þarna? — Já, við vorum þarna víst einir 8 íslendingar, og get ég nefnt þá Kristján Þorsteinsson, Þorstein Bergmann, Grím Thor- arensen, Grím Gíslason og Geir Björnsson. FLUTTIST VESTUR FYRIR JÁRNTJALD — Hvers konar vörusýning er þetta? — Þetta er sýning á alls konar iðnaðarvarningi með sérstöku tilliti til erlendra viðskiptavina. Þú manst e. t. v. eftir vörusýn- ingunum, sem haldnar voru fyrir stríð í Leiþzig? Nú hefur svo viljað til, að Leipzig hefur lent austan járntjalds. Fór því svo, þegar at- vinnulíf V-Þýzkalands tók að lifna úr dái, að framleiðenduf tóku sig saman og komu á lagg- irnar sýningarsvæði, og völdu Hannóver, sem er á hentugum stað í N-Þýzkalandi, mitt á milli helztu iðnaðarhéraðanna og í þjóðbraut. Hin mikla þýzka sýn- ing hefur þannig eins og svo margt fleira neyðst til að flytja vestur fyrir tjald. Sama hafa fjölda mörg iðnaðarfyrirtæki, að- allega úr Saxlandi og Slesíu orð- ið að gera. Þegar fyrsta Hannóver sýning- in var haldin voru sýningarskál- ar aðeins um 40 þús. fermetrar, en hún hefur reynzt vísir að miklum stofni, því að sýningar- skálar eru nú hvorki meira né minna en 360 þús. ferm. og þar að auki sýningarsvæði undir ber- um himni, sem er um 80 þús. ferm. Þarna sýna 3700 iðnaðar- fyritæki. Yfirgnæfandi meirihluti sýnenda eru þýzkir framleiðend- ur. Þó hefur farið í vöxt að erlend fyrirtæki, sem vilja vinna mark- aði á framleiðsluvörum í Þýzka- landi komi þeim á framfæri í Hannóver, þar sem segja má að sé stærsti „sýningargluggi" í Þýzkalandi. Munu um 335 er- lend fyrirtæki hafa sýnt þar að þessu sinni, m. a. amerísk. MEST BAR Á MÁLMIÐN AÐI — Og hvað var helzt 'til sýnis Á vönisýningunni i Hannover mátti sjá fjölda gagnlegra nýjunga Samtal v/ð 8arða Friðriksson hdl. Barði Friðriksson þarna? — Það er hægt að spyrja svo í stuttu máli að erfitt sé að svara jafnvel í löngu máli. Þó er rétt að segja að þarna eru einkum til sýnis iðnaðafvörur ýmis konar og ber mest á alls konar málm- vörum. Ég hafði mestan áhuga á að skoða handverkfæri ýmiss konar. svo og nýjúngar í sam- bandi við byggingariðnaðinn. — Varð ég ekki fyrir vonbrigðum, því að einmitt á þessu sviði hafa orðið miklaf framfarir hjá Þjóð- verjum á síðustu áruin, sém án efa hafa skapazt af knýjandi þörfum í sambandi við hinar gífurlegu íbúðarhúsabyggingar og verksfniðjubyggingar, sem séhnilega hafa hvergi og aldrei verið meiri en í Þýzkalandi éftiT að það tók að rétta við. Um handvérkfæri er það að segja, að Þjóðverjar virðast kapp- kosta að hafa þau sterk, en þó- stöðugt að ryðja sér til rúms. Þarna voru plastplötur af mörg- um gerðum, litum og þykktum fyrir gólf og veggi, svo og plast handrið, sem lítið hafa rutt sér til rúms hérlendis ennþá. MERKILEG NÝJUNG Þá vildi ég geta um nýtt tæki, pússningarvél, til þess að pússa veggi. Hlýtur að vera mikill vinnusparnaður að henni og svo er hún auðveld í notkun, að ung stúlka gat meðhöndlað hana og sýnt okkur hvernig hún væri notuð. — Pússaði stúlkan á ör- skömmum tíma talsverðan vegg- flöt og virtist hann líta vel út að lokinni sprautingu. Tæki þetta töldu ,,Sýningartíðindin“ til merkilegrar nýjungar fyrir bygg- ingafiðnaðinn. Þannig voru mörg tæki á sýningunni, sem gætu orðið til mikils vinnusparnaðar og lækkunar á byggingarkostnað- inutn. — Hvað virðist þér um verzl- unarárferðið í Þýzkalandi? — Þjóðverjar eru hvergi smeykir. Ég komst að raun um, að svo mikii eftirspurn var eftir framleiðslu ýmissa verksmiðja, að þær eru búnar að selja fram- leiðslu sína fyrir eitt eða tvö ár fram í tímann. Virðist Séfstakur gróandi á öllum sviðum og bjart sýni ríkjandi með tilliti til mark aða og annarra afkomumögu- leika. Virðist, að sérfræðiþekk- ing Þjóðverja muni slík á flest um sviðum iðnaðarins, einkum þó málm og vélaiðnaðar, að þeir þurfi fáa keppinauta að óttast. Þar líðst ekki annað en algjör vöruvöndun. — Hún var frá 24. apríl til 3. maí. Ég var til 1. maí — hélt síðan til Bretlands og skoðaði Á BREZKU IÐNSÝNINGUNNI létt og þægileg í notkun. Munu — Hvenær stóð sýningin? engir standa þeim á sporði í hug- kvæmni og framkvæmdum á því sviði. Tók ég sérstaklega eftir fyrirtækjunum Stahlwille, Belz- erwerk, Dowidat, Gedore og Hermann Bremer, þótt erfitt sé þar að gera upp á milli. Það var unun að horfa á árangur hinnar þý2ku vandvirkni, sem hvarvetná blasti við. Erfitt er þó að skýra í stuttu máli frá því, sem sérstaka athygli vakti, því það gerði raun- ar allt. Þó get ég í þvi sambandi t. d, nefnt sýningar bílaframleiðendar sem voru hinar glæsilegustu. Bar mest á Mercedes Bentz, Volks- wagen, Borgward og Opel. Þá má og nefna tæki frá fyrirtækinu Demag, sem ekki var hægt að komast hjá að skoða sérstaklega, s.s., lyftur af öllum stærðum, kranar stórir og smáir o. fl. o, fl. Einnig tók maður sérstaklega vel eftir fyrirtækinu Buderus’- sche Eisenwerke, sem hefur á boðstólum miðstöðvarofna, katla, vatns- og skólprör, hreinlætis- tæki og margt fleira. Eru vörur frá fyrirtæki þessu með sérstök- um glæsibrag. Þá tók ég eftir ýmsum plastvörum, sem nú eru lögnvaldur Lárusson skipasmiður — minning Sýningarhöllin í Hannover HINN 25. apríl síðastliðinn and- aðist í Stykkishólmi Rögnvaldur Lárusson, skipasmiður. Reyndar er það nú rangt að kenna hann við eina iðn, þar eð maðurinn var þjóðhagi, jafnt á járn sem tré. Fór þar og saman vandvirkni og hraðvirkni; slíkt er aðeins snillinganna. Marga hafði Rögnvaldur eðlis- kosti. Hann var fastlyndur, trygglyndur, hæglátur, enginn hávaðamaður, en gat brugðið fyrir sig græskulausrúkýmni. — Alvara lífsins, afköst og önn dags ins tóku þó mest huga hans, því hugsa þurfti af ráðdeild fyrir allstóru heimili. Jafnan var gest- kvæmt hjá honum, einkum af gömlum sveitungum af Skógar- strönd. í fjörutíu ár hef ég þekkt þennan heiðursmann. Margt hand tak hafði hann unnið fyrir mig. Hann var sá smiður, er flestir vildu sér kjósa. í ætt hans er mikil hagleiks- gáfa; og gott er það, að hann skuli vera niðjamargur á þessari tækninnar öld. Nóg er af klauf- um, sem aldrei ættu bíla nc bú- vélar að snerta. Frágangur á bátum þeim, er hann smíðaði, bera honum eink- ar fagurt vitni, bæði hvað snert- ir bátalag og vandaða vinnu. Fæddur var Rögnvaldur Lár- usson á stórbýlinu Narfeyri (áð- ur Geirröðareyri) á Skógarströnd 26. nóvember 1867. — Foreldrar hans voru Lárus, bóndi, Jónsson, bróðir hins kunna hagleiksmanns Kristjáns frá Geitareyjum, er beinin bar í Vesturheimi og Ing- veldur Björnsdóttir gullsmiðs á Straumi. Systkini hans voru: Jón, skipstjóri og bóndi í Gröf í Eyr- arsveit; Lárus, gjaldkeri Rafveitu Reykjavíkur; Katrín Hjaltested á Sunnuhvoli, Reykjavík og Jó- hannes, trésmiður, sem látinn er í Ameríku fyrir nokkrum árum og gerði þá ráðstöfun, að aska hans yrði flutt til Islands, og var hún nú látin í gröf með bróð- urnum, að Narfeyri, fæðingarstað þeirra bræðra. Þrettán ára gamall missti Rögn- valdur föður sinn, og bjó með móður sinni til tuttugu og níu ára aldurs, en þá kvæntist hann heitkonu sinni, Jósefínu Guð- rúnu Kristjánsdóttur frá Straumi á Skógarströnd. Voru þau hjón systkinabörn að frændsemi. — Reisti hann bú að Straumi og bjó þar til 1907, er hann fluttist til Stykkishólms. Hans ágæta kona lézt 1905 frá fimm kornungum börnum. Hin frábæra mágkona hans, Ragnheiður Kristjánsdóttir, tók þá við búsforráðum og gekk hinum ungu börnum hans í móð- urstað. Rögnvaldur Lárusson Öll eru börn Rögnvaldar á Iífi, en þau eru: Kristján, vélsmiður í Stykkishólmi, kvæntur Rann- veigu Guðmundsdóttur frá Þing- eyri; Vilborg, gift Bergsveini Jónssyni hafnsögumanni frá Fag- urey; Lárus, rafstöðvarstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Ástu Gestsdóttur; Ingveldur, er starf- ar við síma og póst í Stykkis- hólmi, Jósefína Guðrún, sem gift er Gísla Skúlasyni frá Skáleyj- um, er rekur húsgagnagerð að Þóroddsstöðum, Reykjavík. Allt frá 1907 hefur þessi mæti maður dvalizt í Stykkishólmi. Rögnvaldur naut mikilla vin- sælda í þessu kauptúni. Og það sýnir hið almenna mat á honum, að hann var, síðustu árin, er hann lifði, eini heiðursborgari Stykkishólmshrepps. Rögnvaldur var hár maður vexti, grannholda og karlmann- legur. Eins og áður er getið var hann eljumaður mikill og starfs- maður, enda féll honum varla verk úr hendi, þar til fyrir rúmu ári, er orka hans þraut að fullu. Ólafur Jónsson frá Elliðaey. KALUNDBORG — Hinn 1. des. 1954 lézt pylsusali einn í Kalund- borg og á borgarsjúkrahúsinu gátu menn ekki þegar í stað ákveðið dánarorsökina. En við nánari rannsókn kom í ljós að um opiumseitrun var að ræða. Lögreglurannsókn hefur nú leitt í ljós, að hinn látni maður fékk vegna mistaka afhent í apóteki Kalundborgar allmiklu sterkari opiumdropa en læknir- inn hafði fyrirskipað. Hefur hú verið höíðað mál gegn lyfjafræð- ingnum. Notið KIWl skóáburð Pússningarvélin í notkun. Hún var mikil nýjung, enda talin spara mjög byggingarkostnað. Með henni er baeði gróf- og fín- pússað. hina árlegu brezku iðnsýningu B.I.F., en hún er í tveimur deild- um. Er allur þungaiðnaður sýnd- ur í Birmingham, en annar iðn- aður í Olympia-sýningarhöllinni í London. Bar þar einna mest á allskonar vefnaðarvöru. — Hvað þótti mönnum þar um viðskipti við ísland? — Jú, ég var spurður hvort ekki væri erfitt að eiga viðskipti við íslands eíns og nú stæðu sak- ir og sagði eins og var og mörg- um sýnendum var kunnugt, að vegna löndunarbannsins á íslenzk um fiski í Bretlandi, sem staðið Frh. á bls. 31. KIWI og gljáinn á skónum verður bjartari, og dýpri Kiwiáburðurinn er framleiddur úr úrvals vaxefnum og ósvikn- um Sútaralitum. Þetta er megin orsök þess, hversu djúpur og lang- varandi Kiwigljáinn er og enn fremur skýrir þetta hin óvenjulegu gæði Kiwi, þegar um er að ræða að verja skóna og viðhalda þeim. Reynið eina Kiwi dós í dag. Skórn- ir munu verða snyrti- legri og þeir munu endast betur. Gæðin eru á heimsmæli- kvarða — Fæst í 10 litum. Aðaiumboðsmcnn á íslandi: O. JOHNSON & KAABER h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.