Morgunblaðið - 03.06.1955, Page 2

Morgunblaðið - 03.06.1955, Page 2
2 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 3. júní 1955 | Nýr barnaskóli verður i J bvs’íður við Breiðaserði I Mjög ör ijölgun skólaskyldra barna Þýzkt fjármagn til höfuðs innlendum iðnaði Á bæjarstjórnarfundi í gær urðu nokkrar umræð- ur urn framkvæmdir í skólabyggingum. BORGARSTJÓPJ kvað það lengi hafa verið ljóst, að í Reykjavík þyrfti mjóg örar framkvæmdir í skólamálum, vegna mikillar fjölgunar skólaskyldra barna. Árið 1950 hefði verið skipuð ýefnd til að gera tillögur um byggingar skóla á næsta áratug. í þeirri nefnd voru fræðslufull- -trúi Jónas B. Jónasson, formað- ar fræðsluráðs, Helgi H. Eiríks- son og Þór Sandholt, forstöðu- uraður sk'pulagsdeildar bæjar- jns. Þessir menn skiluðu ýtarlegri skýrslu í ársbyrjun 1953. Var þar gerð áætlun um, hve mikið þyrfti að byggja af skólahúsum, skifting bæjarins í skólahverfi, staðsetning skóla o. s. frv. Það var mikill fengur og góður stuðn- ingur við væntanlegar fram- kvæmdir að fá álit þremenn- inganna, sem var mjög vel unn- ið. En erfi’.t er að gera nákvæm- ar áætlanir fyrir mörg ár vegna breytinga á byggingu bæjarins. En þegar búið er að gera grein fyrir þörfunum, kemur að því, að athuga möguleika á fram- kvæmdum. Það er ljóst, að fram- kvæmdir verða að miðast við, að hæfilegur fyrirvari sé til að gera nauðsynlega leiknivinnu, og að fjármagn og vinnuafl sé fyrir hendi. Hraði framkvæmda lilýtur að miðast við þessi atriði. Hinsvegar væri æskilegt, að unnt væri að byggja svo sem tvo skóla á ári, en íiJ slíkra bygginga er okki úr öðru að spila, en árlegri íjárveitingu bæjarstjórnar og til- lagi ríkissjéðs. Borgarstjóri tók fram nokkur atriði í sambandi við ástand og horfur í skólamálunum nú: 1) Fyrir skömmu var lokið byggingu Langholtsskólans nýja. 2) Á síðastliðnu ári var ljóst, að gera þyrfti bráðabirgða ráðstafanir og ekki þýddi að bíða eftir byggingu nýs stór- skóla, því bygging þeirra tek- ur nokkur ár. Því var ákveðið að byggja tvo litla skóla i leikskóiastíl, og eru 3 kennslu- stofur í hvorum. Byrjað var að byggja þessa skóla um vorið 1954, og voru þeir tekn- ir í notkun fyrir s. 1. áramót. Þessir skólar eru í Mosgerði og í Hhðunum og taka sam- tals um 500 börn. 3) Á síða'vtliðnu ári var húsa- meistara bæjarins og fræðslu- fulltrúa falið að undirbúa byggingu skóla við Breiða- gerði. leikningu hans er um það bil að verða lokið, og má búast við, að bygging hans hefjist ; lok þessa mánaðar. í þessum skóla verða 9 stof- ur. Ætlunin er að byggja helming hússins fyrst, og er búist við, að sá hluti geti að forfallalausu komist í notkun fyrir næstu áramót. Þessi skóli verður með nokkuð nýju sniði og frábrugðinn storu skólun- um. Verða þeir einfaldari og ódýrari að gerð en stóru skól- arnir. Borgarstjóri taldi, að æskilegt hefði verið, ef unnt hefði verið að byggja tvo nýja skóla í ár, en ekki er enn vitað um, hve opinber fjárveiting verður mikil til skóla i Reykjavík, og ekki er vitað, hve mikið fellur í hlut Reykjavíkur af því fé, sem Al- þingi hefur veitt til greiðslu á skuldum ríkissjóðs vegna skóla- bygginga, en ríkissjóður skuldar Reykjavíknrbæ mikið fé vegna þeirra. Arngrímur Kristjánsson (A) lýsti þeim vandræðum, sem nú blasa við, vegna hinnar öru fjölgunar skólaskyldra barna, og taldi, að nú þyrfti að hefjast handa um byggingu stærri og smærri skola, sem tekið geti við þessari fjöigun. Sigurðui Sigurðsson (S) taldi, að gefnu tílefni, að mikil kvilla- semi í skó'vm í vetur, hefði staf- að af því, að magnaðar farsóttir hefðu borist til landsins, og sýkt mikinn fjöida barna. Akveð ið að sérslök hljómlisla- kvöld verði helguð Isaac Slern Hefur gefið háskólanum mjög vönduð hljómfæki IGÆR fór fram vígsla hljómtækja þeirra er hinn heimsfrægi fiðluleikari Isaac Stern, sem hér var staddur í vetur, hefur gefið Háskóla íslands, í hátíðasal Háskólans. Var við það tæki- læri viðstaddir nokkrir gestir, þar á meðal bandaríski sendiherr- ann hér á landi. — Háskólarektor dr. Þorkell Jóhannesson, flutti stutta ræðu og sagði tildrög þessarar höfðinglegu gjafar. ÁGÓÐA HLJÓMLEIKANNA VARIÐ TIL HLJÓMTÆKJA- KAUPA Komst rektorinn svo að orði, nð er Stern var hér staddur í vetur, á hljómleikaför á vegum *Tónlistarféjagsins, bauð hann liáskólanum að halda hljómleika fyrir stúdenta hér í háskólan- um. Að sjálfsögðu þáði háskól- inn þetta vinsamlega boð. Að liljómleikunum loknum lýsti Stern þvi yfir, að hann gæfi háskóianum allan þann hagnað er verða kynni af hljómleikum sínum hér á landi að því sinni. Yrði fé þessu varið til kaupa á hinum vönduðustu tækjum til hljómlistarflutnings ásamt völdu -.safni af hljómplötum, enda yrðu tækin einkum notuð til þess að gefa ungu fólki kost á að kynn- ast úrvalstónlist, við þægilegar og góðar aðsíæður. Nú er þessi gjöf komin, sagði ijr^ktor, tækin hafa veríð gett.upp í hátíðasal háskólans og verða þar þangað til háskólinn eignast betri stað xyrir þau. MJÖG FULLKOMIN TÆKI Síðan lýsti prófessor Gylfi Þ. Gíslason, tækjunum en þau eru mjög fullkomin og vönduð. Fylgja þeim þrír hátalarar, lamp- ar og nálar af sérstakri gerð og er hljómbvrður allur hinn full- komnasti. 55 úrvalsplötur fylgja þeim eftir allra frægustu tón- snillinga. Að lokum voru leikin þrjú verk á hljómtækið, fyrir gestina. Er tilætlunin að haga notkun tækjanna þannig næsta vetur, að haldin verði sérstök hljómlista- kvöld í hátíðasal háskólans, sem nefnd verði eftir gefanda þeirra. Einnig mun stúdentum á Nýja Garði gefast kostur á að fá plöt- urnar lánaðar til flutnings tón- verka þar, en þar hefur nýlega verið kornið fyrir vönduðum .raúÍGifóni. ■ ,f * | í; í * t j f ?«l UM þessar mundir má heyra og lesa af fréttum útvarps og blaða, að yfir standi samningar um þýzkt fjármagn til byggingar hraðfrystiluisa á Akureyri og í Hafnarfirði. Af þessu tilefni sendi ég frá mér þessar línur til hugleiðingar fyrir alla þá, er þessi mál varðar og vegna þess að hér er um að ræða mjög ó- venjulegar^leiðir til öflunar fjár- magns. Virðist fyllsta ástæða til þess að athuga hvað hér er að gerast og hverjar afleiðingar þetta ráðat.rugg getur haft fyrir atvinnulíf ísiendinga. Á síðast'.iðnum 15 til 20 árum i hefur verio að þróast hérlendis öll uppbygping einnar mikilvæg- ustu útflutningsframleiðslu þjóð- 1 arinnar, maðfrysting sjávaraf- urða. Fyrir stríð var þessi mikil- vægi atvinnuvegur skammt á veg komim og á tilraunastigi hjá framsýnurn framleiðendum, sem meira af vilja en mætti réðust í að koma upp hraðfrystihúsum, oft af miklum vanefnum en í ó- bilandi trú á þýðingu hinnar ágætu framleiðslu á ókomnum árum eins og síðar reyndist rétt. í byrjun stríðsins og öli stríðs- 1 árin jókst eftirspurn eftir hinum ágæta hraðfrysta fiski og hrað- frystihús þóttu sjálfsögð eitt eða fleiri í öl.um helztu útgerðar- stöðvum landsins. En hvernig var þetta hægt á stríðstímum? Jú, vélsmiðjur og fleiri inðnfyrirtæki tóku hönd.um saman við útvegs- menn, gerðu allt sem hægt var til þess að byggja upp það, sem með þurfti í fiskiðjunni. Mönnum var kennt eins fljótt og hægt var að setja upp frystivéiar, annast vélgæzlu og í sumum vélsmiðj- um var smíðað oft dag og nótt, frystitæki, kælispíralar, kon- densatorar, þvottavélar, hreist- urvélar, færibönd og allt, er með þurfti. Ini voru fluttar frysti- vélarnar sjálfar og aflvélar, en íslenzkar hendur og þeir örfáu tæknimenntaðir menn er hér voru til á stríðsárunum, sigruð- ust á hlut"erkinu. Byggðu upp tugi af nýjum frystihúsum og stuðluðu að því með útvegsmönn um, a ðaf'n þjóðinn hundruð mill jóna í gjaldeyri fyrir auðseljan- lega vöru. Auk þess héldu vél- smiðjurnav gangandi óllum eldri vélum öll rtríðsárin og smíðuðu varahluti, og sannaðist hér hið fornkveðna: „hollt er heima hvað“. Að stríðinu loknu voru hér starfandi mjög fullkomnar vél- smiðjur, sem þróuðust við hlið blómlegra otvinnuvega, sem þær stuðluðu að ásamt ótal iðngrein- um öðrum, að koma upp. Þegar hér var komið sögu, bættist þjóð vorri góður liðskostur. Heim komu ungir menn, sem aflað höfðu sér staðgóðrar menntunar. Verkfræðingar og vélfræðingar, og nú kom ennþá fjörkippur í afkastagetu og fjölhæfni vél- smiðjanna, vélar voru teiknaðar og nýsmiði jókst hröðum skref- um. Framleiðslan varð fallegri og betri og skipulagning fiskiðju veranna batnaði, allt reynt að miða við íslenzka staðhætti. Byggð hafa verið glæsileg frysti- hús síðustu árin, bæði hraðfrysti- hús fyrir fiskafurðir og mjög vönduð kjötfrystihús. En oft verður efnahagur eigandast þess valdandi rð iðnfyrirtækjum er ekki leyft að gera eins vel og þau geta. l'. d. er lítið um að full- gera allan ytri frágang. Einangra köld rör, flísleggja vélasali, smíða úr ryðfríum efnum og þ. u. I., en það má ekki skrifa slíkt á kostnað verkfræðinga eða iðn- aðarmanna. Allt er þetta hægt og þannig langar okkur til að vinna þegar efnahagur fyrirtækjanna leyfir og allt stendur þetta til bóta. Risaframkvæmdir hafa átt sér stað í uppbyggingu hraðfrysti húsa, beinmjölsverksmiðja og allskonar íiskiðjuvera, og síðast en ekki sízt hafa stærstu vél- siijiðiumar snaíðað,. stájakip. Píu hefur verið hafizt handa af svo miklum nr.vndarskap, að furðu gegnir hvorsu vel þeir eru vand- anum vaxmr í byrjun, skipaverk- fræðingar og iðnaðarmenn. En af hverju er ég að rifja þetta upp núna? Jú, það er vegna þess, að h j/■ mér og mörgum öðr- um vaknar spurningin. Á nú að rífa fra’rtíðarmóguleika vél- smiðjanna og ýmsra annarra iðn-. greina niður með því að láta Þjóðverja, í skjóli mikils fjár- magns og fyrir milligöngu for- stjóra Elliheimilisins, Gísla Sig- urbjörnssonar, útvega og setja upp öll pau tæki, sem íslenzkar vélsmiðjur hafa annast í fjölda mörg ár? Eðlilegra væri að því fjármagni, sem aflað væri utan- lands, væn varið til þess að kanna nýjar leiðir og gera at- vinnulífið fj.ölþættara, t. d. að koma upp efnaiðnaði og til þess að nýta n Vttúruauðæfi landsins, svo sem með virkjun fallvatna og hvera, svo nokkuð sé nefnt, heldur en að afia erlends fjár- magns, sem virðist bundið þeim skilyrðum, að brjóta niður eina eða fleiri af þeim iðngreinum, sem hvað lengst er komin hér- lendis, þ. e. járniðnaðinn. Hér virðist því full ástæða til þess að íhuga vandlega hvort stofnanir eins og Framkvæmda- bankinn ætti ekki einmitt að hafa það hlutverk, að afla lána og sjá svo um, að innlend fyrirtæki annist allat þær framkvæmdir, er þau geta leyst, því að láns- fjárskortur þjáir svo innlend iðn- fyrirtæki að til vanræða horfir. Ástæða virðist einnig til þess að íhuga, hvert fordæmi skapast hér, ef íslenzk stjórnarvöld sam- þykkja umrædda samninga og veita þau ieyfi, sem ætlast er til, sem ég þó vona að verði alls ekki. í Hafnarfirði eru þrjú hrað- frystihús öll með ágæta stækk- unarmögr.leika. Væri ekki full ástæða til þess að stjórnarvöldin skipuðu nefnd til þess að athuga hver frystihúsaþörf er á hverjum stað þegar um siíkt leyfi, sem hér, er að ræða. Að slíkri athug- un lokinni ætti að sjálfsögðu að gefa innlendum fyrirtækjum ein- um saman kost á, að gera tilboð í öll slík verk, sem þau hæglega geta leyst af hendi. Hvað ætli Hafnfirðingar segðu um það, að til boða stæði þýzkt lán til þess að byggja samskonar fyrirtæki og „Rafha", ætli þeim fyndist það tilhlýðilegt, eingöngu ef auðfengiff væri, að fá lanið t. d. með því skilyrði, að vélarnar verði allar þýzkar? Eg býst við að mjög Tjðvelt værj fyrir Elli- heimilisforstjórann að útvega það og hata góða þóknun fyrir, en ég tei, að aliir aðilar, sem unna ísl. iðnaði, myndu mótmæla því líku gerræði. Ég bendi að eins á þetta eina atriði til þess að sýna hverjar afleiðingar það getur haft fyrir íslenzkan iðnað, ef þessi ótögnuður verður ekki stöðvaður. Ég vil einnig benda hér á það. að vélsmiðjunum eru nýsmíðar ’ífsnauðsyn til þess að brúa bilið milli þeirra árstíma, sem mest er að gera. Þegar skip og öll framleiðslutæki starfa er mikið unmð við viðhald og við- gerðir, en þess á milli eru ný- smíðar framkvæmdar. Það er oft talað um árstíðabundið atvinnu- leysi og hvernig bægja megi því frá. Bezta lausnin er nýsmíðar, en ef flytja á inn í iandið full- unnar vélar og tæki, sem hér er hægt að smíða, þá er árstíða- bundnu atvinnuleysi boðið Vélsmiðjurnar geta heldur ekki risið undir því fjármagni, sem bundið er í öllum hinum þjóð- nauðsynlegu vélum, sem verða að vera til i landinu vegna við- gerða á skipum og stórvirkum tækjum, ef nýsmíðinni verður rænt af þeim. Hér hafa verið settar fram hug- leiðingar til athugunar íyrir þá, sem vilja líta raunhæft á það, hvaða aflo'ðingar lánastarfsemi Gísla Sigurbjörnssonar getur haft til ófarnaðar, ef lánin verða ekki veitt án þess að binda þau við kaup á fullunnum véium og tækjum. Þrátt fyrir alla tækni Þjóð- verja, sem viðurkennd er, þá má fullyrða, að þeir geti margt af íslendingum lært við hraðfryst- ingu fiskjar, og eitt er víst, að ótal margt er það í rekstri hrað- frystihúsanna íslenzku um vinnubrögð og hagsýni, sem gæti komið sér vel hinum þýzku verk fræðingum sem hér eiga að kynna sér hraðfrystihúsarekstur og framieiða síðan tæki eftir ísl. staðháttum. Menn ættu að íhuga, að það bezta af hraðfrystihúsa- framleiðslunni hér er talið það bezta á heimsmarkaði. Varlegt er því að álíta, að eigi muni þeir hafa í huga meiri verkefni en f'r”ír Hafnarfjörð og Akurcyri. Nei, eftirmyndir af tækjunum í frystihúsunum hér, framleiddar í dýrum og góðum málmum, fyr- ir þá sem nóg fjármagn hafa, myndu koma sér vel fyrir keppi- nauta íslands á heimsmarkaði hraðfrystra sjávarafurða. Væri ekki eimnitt núna hægt að vænta þess, að Iðnaðarmála- stofnunin léti til sín taka sem ráðgefandi fyrir ríkisstjórnina og gerði það að prófmáli, að sýna hvaða áhrif sú öfgaþróun, sem hér virðist vera um að ræða, kann að hafa á gang iðnaðar- málanna í landinu. Gæti það einnig orðið leiðbeining iðnaðar- mönnum hvernig hún tæki á slíku máli, hvers þeir mega vænta úr þeirri átt, þegar mikið liggur við eins og nú. Að lokum þetta. Iðnaðarmenn, iðnverkfræðingar og vélsmiðju- eigendur, mótmælið öllu þessu ráðabruggi. Krefjist þess að samningarnir verði iagðir á borð ið og að öilum verði eert kunnugt hvað hér er að gerast. Heimtið öll þau verk, sem þið getið vel af hendi leyst í hendur íslenzkra verktaka. fslenzkum stjórnarvöldum treystum við iðnaðarmenn til þess að veita engin þau leyfi, sem eyðileggja starfsskilyrði iðnað- arins í landinu. Að endingu aðeins ein spurn- ing til Gísla Sigurbjörnssonar, forstjóra. Er það satt að greiða eigi þeim þýzku milliliðum 600,000,00 — sex hundruð bús- und krónur — í þóknun fyrir undirbúning, eða 10% af sex milljón króna láninu til hvors frystihúss, auk 6% vaxta af allri upphæðinni? Ef rétt reynist, hvar er þá hin nýkjörna Okur- nefnd? Þess má geta í þessu sambandi, að þau erlend frysti- vélafirmu, sem ég þekki til, láta í té allar teikningar og upplýs- ingar innifalið í verksmiðju- verði, ef þau útvega allar vélar, tæki og efftu Þessi sami háttur er einnig á hgfður hér þegar um samskonar illboð er að ræða. Reykjavík 30. maí 1955' Björgvin Fredriksen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.