Morgunblaðið - 30.06.1955, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.1955, Qupperneq 6
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1955 I Ríðandi á leiðinni frá Laugarvatni að Geysi, Mikil ánægja ríkti meðal norska skósræklarfólks- O ins yfir dvölinni hér • .— ÞETTA er mesta ævintýri lífs míns, sagði norska stúlkan Kari Skarstein frá Molde. Hún var ein af þeim 52 Norðmönnum sem komu hingað til lands á dögunum í skiptiför skógræktarfólksins. Ég hef aldrei farið í jafn skemmti- legt ferðalag og ég mun minnast þessara daga hér á íslandi alla xnína ævi, bætti hún við. 'Þetta sagði stúlkan Kari Skar- Stein, og siíkt hið sama sögðu Fararstjóri norska skógræktar- fólksins, Thomas Solem frá Selbu. margir aðrir við blaðamann Morgunblaðsins, sem fylgdist með norska skógræktarfólkinu nokkra síðustu dagana, sem það dvaldist hér á landi. Þetta var hýrlegt fólk og framúrskarandi ánægt. En það var líka mjög dug legt við að planta trjáplöntunum hVar sem það var að því. —★— Hópnum var skipt í tvennt þegar það fór frá Reykjavík og dvaldist annar hópurinn nokkra daga við plöntun á Laugarvatni, en hinn að Geysi. Síðan var skipt yfir og farið ríðandi leiðina milli Laugarvatns og Geysis. Á hvor- um stað var plantað rúmlega 10 þús. plöntum og má það sannar- lega kallast ágætt. Þá vann það og að plöntun í landi Skógræktar | félags Árnesinga að Snæfoksstöð um ásamt um 70 Árnesingum. | Þetta var fólk á ýmsum aldri og úr hinum ýmsu stéttum þjóð- félagsins. Þar var kaupmaður, John Bakk frá Sunndalsöra, geð- þekkur maður og fróðleiksfús um land okkar og þjóð. Þar var skrif stofustjóri, vinnustúlka, kennari, skólanemar, skógræktarfræðing- ur o. fl. o. fl. Flest allt fólkið var félagar í Ungmennafélagssamtökunum í Noregi, en þau sáu um val á fólki til fararinnar. —★— Fólkið var vel útbúið til ferða- lagsins og hafði m. a. með sér svefnpoka. En norsku piltarnir voru ákaflega hrifnir af úlpun- um okkar skinnfóðruðu og keyptu nokkrir þeirra sér úlpu hér. — Okkur verður ekki kalt í vetur í úlpunum, sögðu þeir og brostu út undir eyru af ánægju. Slík flík fæs-t ekki í Noregi og enginn vafi á því að íslenzku úlp- urnar yrðu mjög eftirsóttar ef þær væru fluttar inn þar. — Það er vandvirkt við plönt- urnar, þetta norska fólk, sagði Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri við mig. Hann var farar- stjóri hér fyrir höna Skógræktar innar. Honum fórst sú stjórn vel úr hendi og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að gera skóg- j ræktarfólkinu dvölina hér sem i eftirminnilegasta. —★— Norðmönnunum var ekið að Gullfossi og austur í Fljótshlíð j að Múlakoti og Tumastöðum, ! hvar það skoðaði skógræktar- : stöðvarnar. Það var líka farið með það í stuttar gönguferðir um nágrenni Geysis og Laugarvatns. Því voru sýnd svæðin þar sem norska skógræktarfólkið, sem hingað kom árið 1949, plantaði trjám í. Voru þau orðin allstór og : áberandi í hlíðunum inni í Hauka dal. Þar heitir nú Austmanna- hlíð, sem gróðursett var þá. Eftir svo sem 5 ár verða þau tré orðin mannhæðarhá. Unnið að plöntun að Laugarvatni. Guðmundur Fálsson stjórnaði þeim flokknum, sem þar dvaldist. (Ljósmyndirnar tók Har. Teits.) j ii! viðbóiar Ræði íslendingar og Norðmenn unnu að plöntuninni að Snæfoks- stöðum í Grímsnesi. Þar stjórnaði form. Skógræktarfél. Árnes- inga, Ólafur Jónsson, kaupmaður á Selfossi. Um kvöldið bauð Skógræktarfélagið til kvöldverðar í Tryggvaskála og á eftir var dansað af miklu fjöri. Þrjár norskar blómarósir í skóginum í Múlakoti. Sú, sem er lengst t. v. er stúdína, sú næsta menntaskólanemi og sú þriðja vinnur í vefnaðarverksmiðju. — Við verðum að koma aftur eftir 20 ár og sjá trén sem við höfum gróðursett hér á íslandi, sögðu margir Norðmannanna. Þá verða trén okkar orðin stór og falleg, sögðu þeir. —★— — íslenzki maturinn er mjög góður, sagði Birger Larentzen, en hann er skrifstofumaður hjá bæjarverkfræðingnum í Kristian að skipta um dömu og sá sem við kústinn dansaði á að reyna að ná sér í stúlku. Þannig verður það alltaf einn stakur sem dans- ar við kústinn. Þetta er sérstak- lega skemmtilegur dansleikur og fjörgar fólk vel. Einnig voru sung in bæði norsk og íslenzk lög. Guð mundur Pálsson hafði kennt hópnum að syngja Á sprengi- sandi og það var óspart á að syngja: Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn.... —★— . Það er enginn vafi á því, að við höfum eignast góða vini, sem munu bera okkur vel söguna þeg ar heim kemur, þar sem þetta fólk er. Það var þakklátt fyrir það sem gert var fyrir það. Slíkar skiptiferðir hafa tekizt með afbrigðum vel og óskandi að þær leggist aldrei niður. — ht. Genf býr sig undir •Tohn Bakk kaupmaður frá Sunndalsöra. „Fögur er hlíðin“, sagði hann um leið og þessi mynd var tekin í skógræktar- landinu í Haukadal. sundi. Heima í Noregi borðum við ákaflega mikinn saltmat, hélt hann áfram. Við borðum brauð á morgnana, saltkjöt eða saltfisk um hádegið og brauð á kvöldin. Við borðum fremur lítið af nýju kjöti og við reykjum ekki nema svínakjöt. Og það voru fleiri sem höfðu orð á því við mig, að þeim þætti : maturinn hér góður. Enginn Norð mannanna hafði bragðað reykt lambakjöt fyrr en hér. Þeim þótti það líka góður matur. ■—★— Á kvöldvökunni var dansað. j Það var farið í marsa, en þeir j eru ólíkt skemmtilegri hjá Norð mönnum heldur en okkur. Svo var dansaður svonefndur „Kústa- vals“. Þá dansar einn karlmaður við kúst, en músikkinni er svo skyndilega hætt og þá eiga allir manna fjórveldanna Genf, 18. júní: — TOPPARNIR" munu koma saman til funda í gömlu Þjóðabandalagsbyggingunni þ. 18. júlí eða eftir réttan mánuð Þegar er hafinn mikill undir- búningur í Genf undir móttöku hinna æðstu manna stórveldanna. Sérstakur erindreki frá Banda- ríkjunum er að leita að hæfilegri höll í útjaðri borgarinnar, þar sem auðvelt er um allar venju- legar öryggisráðstafanir, fyrir Eisenhower, forseta Bandaríkj- anna. Sir Anthony Eden, forsætisráð herra Breta, ætlar að búa í stórri höll, sem Leopold Belgíukonung- ur hafði til umráða, er hann var landflótta í Sviss. Rússar eiga stóra höll rétt á bak við Þj óðabandalagshöllina og þar munu sennilega búa Bulganin marskálkur og Molo- toff, utanríkisráðherra. Búist er við þvi, að meira en 1000 blaðamenn, útvarpsó- og sjónvarpsmenn komi til stórvelda fundarins í Genf. Á REYKJAVÍKURTJÓRN hafa þau ánægjulegu tíðindi gerst, að álftahjón, sem þar hafa verið frá því í fyrravor, nema hvað þau hurfu þaðan nokkrum sinnum i vetur, þegar frostharðast var, •— hafa átt unga í hólmanum I syðstu tjörninni, þar sem þau byrjuðu á sinni hreiðurgerð rétt fyrir mánaðamótin apríl—maí og það, sem merkilegast er, þau hafa eignast sex unga, sem mun mjög óvenjulegt, því fróðir men^ telja að álftahjón sem búa við frelsi og víðáttu heiðavatnanna ís- lenzku,s jáist sjaldan með fleiri en tvo til þrjá, í mesta lagi fjóra unga, og bendir þetta til þess, að álftahjónunum vegni ekki sem verst hér í skjóli okkar Reyk- víkinga. Þar sem minnzt var á það i Morgunblaðinu 14. þ. m., að þetta væri í fyrsta sinn að álfta- hjón ættu unga á Reykjavíkur- tjörn, er rétt að leiðrétta það, og benda á, að í borgarstjóratíð Knud Zimsen, ekki man ég þé hvaða ár það var, bauð Loftur heit. Guðmundsson ljósmyndari honum álftahjón, sem hann Loft- ur hafði fangað austan fjalls, þekktist borgarstjóri þetta boð Lofts, hafandi það í huga, að gera tilraun með að hafa þessa tign- arlegu og fögru fugla hér á Reykjavíkurtjörn, og gera fugla- lífið þar fjölbreyttara til yndis bæjarbúum Voru þessir fuglar í fyrstu vængstífðir, og það tókst að hafa þá hér á Tjörninni að ‘minnsta kosti ein þrjú vor og sumur, með því að þeir voru fluttir að haustinu til upp að Ála- fossi, og svo þaðan aftur að vor- inu, en eitt vorið á þessu tíma- bili skeði það, að þessi álfthjón eignuðust þrjá unga hér á tjörninni, og mega þeir þá senni- lega teljast þeir fyrstu, sem þar fæðast. Gekk uppeldi þessara unga vel vfir sumarið, og um haustið hurfu þeir á brott, fleyg- ir og frjálsir, og sáust hér í fá skipti eftir það. Álftahiónin fóru svo sömu leið eftir að þeim höfðu vaxið vængir að nýju. — Knud Zimsen lét byggja og laga í kringum syðstu tjörnina, ásamt ögrum miklum byrjunarfram- kvæmdum í Hljómskálagarðin- um og setja þar hinn gróður- sæla hólma sem nú hefur orðið griðastaður álftahjónanna okkar í vor, þar sem þau hafa lifað og lifa sinu frjósama og farsæla hjónalífi, með ungana sína sex. Hvernig fer um líf og líðan þessarar fuglategundar, álftanna á Reykjavíkurtjórn í framtíðinui vil ég engu spá, þó get ég varla hugsað mér svani syndandi á syðstu tjörninni, því ég get ekki betur séð, en að hún sé að verða ótýndur forarpollur. En vonandi , tekst álftahjónunum nú að koma ungunum sínum öllum til flugs fyrir haustið, svo peir geti flogið á víðari og björgulegri slóðir, þegar hinn kaldi og ömurlegi vetur legst um hólmann þeirra í litlu tjörninni. En ekki þykir mér ólíklegt að þessi álftahjón, sem nú hafa eignasí hér sex unga, myndu oftar hyggja hér á hreið- urgerð, ef þau finna, að þau eru 'ekki með öllu látin afskiptalaus, en reynt að fylgjast með þeim og hlúa að þeim eftir föngum. Kjartan Ólafsson. Kvenfélagið Hvö! í Sandgerði 10 ára SANDGERÐ, 21. júní: — Kven- félagið Hvöt í Sandgerði hélt hátíðlegt tíu ára afmæli sitt síð- astliðinn sunnudag. Ræðu hélt Aðalsteinn Teitsson, skólastjóri. Hófið fór mjög vel fram, og var sungið og dansað til kl. 2 um nóttina. Þess skal getið að á annan 1 hvítasunnu var fermt í Hvalsnes- kirkju og gaf Kvenfélagið Hvöt þá 20 fermingarkyrtla. — AxeL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.