Morgunblaðið - 22.07.1955, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. júlí 1955
Las ísienzk blöð uppfíátt til að
halda íslenzkukunnáttunni ú
Rætt við vestur-íslenzka konu
frá Scskafehewan í Kanada
UNDANFARNAR vikur hefir
dvalizt hér á landi vestur-ís-
lenzk kona að nafni frú Jóna
Halvorson. Frú Jóna er dóttir
Bjarna Jónassonar frá Asi í Vatns
dal í Húnavatnssýslu og konu
hans Þórunnar Magnúsdóttur 'frá
Kolgröf í Skagafirði, systur séra
Jóns Magnússonar frá Mælifelli.
Faðir hennar fluttist til Norð-
ur-Dakota í Bandaríkjunum árið
1884, og er frú Jóna alin þar upp,
en fluttist til Kanada árið 1911
og er nú búsett í Regina í Saskat-
chewan í Kanada. Maður hennar
var af norskum ættum. Lét hann
mikið til sín taka í opinberum
málum í Sastkatchewan og sat
um skeið á þingi, en gegndi lengst
um ábyrgðarmiklum stöðum á
stjórnarskrifstofum.
★ ★ ★
Frú Jóna talar merkilega vel
íslenzku, þó ao ’nún hafi ekki haft
tækifæri til að nota málið neitt
að ráði síðan árið 1933. íslenzka
var að sjálfsögðu töluð á æsku-
heimili hennar, og síðan hefir frú
Jóna haldið íslenzkukunnáttunni
við með því að kaupa íslenzk blöð
og lesa fréttir og greinar upphátt
fyrir sjálfa sig, enda er framburð-
ur hennar tiltölulega laus við er-
lendan hreim.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
frúin kemur til Ísíands. Það var
hreint ekki auðhlaupið að því að
hitta frú Jónu að máli. Hún hefir
verið önnum kafin við að hitta
íslenzka kunningja, er hún kynnt
ist í Vesturheimi, og kynnast
skyldfólki sínu. Og hún hefir not-
að hverja stund til að sjá sig
um í landi forfeðra sinna, sem
svo oft barst í tal á heimili henn-
ar í Norður-Dakota.
★ ★ ★
— Og hvernig líkar yður rign-
ingin?
— Ég man aðeins eftir björtu
dögunum og gleymi rigningunni,
segir frú Jóna hressilega og fjör-
lega. Þetta heíir verið reglulegt
ævintýri, og ég hefi átt hér marga
yndislega daga. Ég trúi því varla
enn, að ég sé raunverulega stödd
hér. Það eru að vísu mikil við-
brigði að koma í svo rakt lofts-
lag, en öll sú hlýja og vinsemd,
sem ég hefi mætt hér hjá öllum,
er ég hefi kynnzt, hefir sannar-
lega bætt það upp. Hér í Revkja-
vík hefir frú Jóna dvalið hjá Þor-
steini Jónssyni, ritböfundi og
konu hans.
Það kom mér nokkuð á óvart,
hvað framfarirnar hafa orðið hér
gífurlega miklar. Þó að ég hafi
lesið um það, þá stingur það svo
mjög í stúf við það ísland, sem
foreldrar mínir töluðu um — en
fjöllin, lækirnir og dalirnir eru
samt þeir sömu.
★ ★ ★
Frú Jóna hefir farið austur til
Þingvalla og skoðað umhverfi
Reykjavíkur og vonast eftir því
að fá tækifæri til að sjá Gxillfoss
og Geysi í sólskini, þó að nú fari
að styttast í dvöl hennar hér.
Einnig hefir hún farið til Norður-
lands, Akureyrar, Húsavíkur og
um æskustöðvar foreldra sinna í
Húnavatnssýslu og í Skagafirði.
Leiðin frá Húsavík til Akur-
eyrar er mjög falleg. Fyrir þann,
■ sem ekki á slíku að venjast er
yndislegt að sjá lækina spretta
upp undan klettunum í fjallshlíð-
tinum, segir frú Jóna. Saskatche-
wan-fylkið liggur — eins og kunn
ugt er — á sléttunum miklu í Mið |
Kanada, og frú .Jóna hefir aðeins
tvisvar haft tækifæri til að fara
vestur í Klettafjöllin. Sat frú
Jóna fund Sambands norlenzkra
kvenna meðan hún dvaldist fvrir
norðan, og kvaðst hafa haft mikla
ánægju af því að kynnast hús-
Ný bók
eftir Kiljan
NÝ bók er komin út eftir Halldór
Kiljan Laxness. Nefnist hún Dag-
ur í senn og ber undirtitilinn
Ræða og rit. Helgafell gefur bók-
ina út. í bókinni eru um 40 rit-
gerðir og ræður um hin sundur-
leitustu efni. Þar er grein um
Kjarval, vegi og viskí, listkúgun,
afmælisgreinar og margar grein-
ar um afstöðu höfundar til frið-
armálanna í heiminum og um
sósíalismann.
Viðbætir er við bókina. Eru
það ritgerðir skrifaðar af ýmsum
tilefnum, ýmist á ensku eða
dönsku og birtast óþýddar.
Efnugos
Frú Jóna Halvorson
freyjunum frá bændaheimilun-
um, er sátu fundinn.
★ ★ ★
Skagafjörður og Vatnsdalur
þótti henni fallegar og búsældar-
legar sveitir og dáðist að því, hve
víða væri þar vel hýst, sími á
hverjum bæ og svo víða nýtízku
upphitun, olíukynding eða jarð-
hiti. Einnig vakti vélvæðingin í
sveitunum mjög athygli hennar.
Á Sauðárkróki dvaldi ég í heila
viku í góðu yfirlæti hjá séra
Helga Konráðssyni og konu hans,
Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Vegirnir hér finnst mér merki-
lega góðir, segir frú Jóna. Ég
hafði að vísu heyrt miklar sögur
af því, hve vondir þeir væru, svo
að sennilega hefi ég átt von á
öllu illu. Ég held, að það sé
ástæða til að geta þess, að á fá-
um stöðum hefi ég hitt fyrir jafn
prúða og lipra menn og bifreiða-
stjórana á langferðabílunum hér
á landi.
★ ★ ★
— Fannst yður landið ekki
gróðurlítið?
— Heiðarnar finnst mér reynd-
ar auðar og hraunin grá og dimm
— a.m.k. í rigningunni. — En
hér er mjög mikið af fallegum
görðum í bæjunum og sveit-
irnar búsældarlegar.
Það, sem hafði hvað mest áhrif
á mig, er kyrrðin, sem mér finnst
ríkja hér, meira að segja í Reykja
vík. Ég held, að fólk hljóti að lifa
hér kyrrlátara lífi en við gerum
vestan hafs.
★ ★ ★
Eftir lát manns síns árið 1943
tók frú Jóna aftur til við sín fvrri
störf, en hún hafði unnið á stjórn-
arskrifstofu, áður en hún giftist.
Eftir að hafa unnið í 12 ár ákvað
hún að hætta í vor og leggja upp
í ferðalagíð, sem hún hafði lengi
áformað. Við hjónin höfðum lengi
ætlað að ferðast til Norðurlanda,
einkum um Noreg og ísland, en
aldrei varð úr því, og nú þótti
mér tími til kominn að leggja
land undir fót, segir hún.
Frú Jóna fer flugleiðis til Kaup
mannahafnar á laugardaginn.
Mun hún þar hitta dóttur sína —
eina af þrem — og ferðast með
henni og tengdasyni sínum, sem
er lútkerskur prestur, á skemmti
ferðaskipinu ,,Stockholm“ þvert
yfir Atlantshafið til New York.
Þaðan fara þau með bifreið heim
til Regina.
★ ★ ★
Kveðst hún hlakka til þess að
geta nú lesið fréttir að heiman af
meiri áhuga og skilningi, þar sem
hún hefir haft tækifæri til að sjá
sig hér um. Áðu.r hafði ég mesta
gleði af því að lesá fréttir frá
þeim héruðUm, sem ég þekkti vel
af umtali foreldra minna, en nú
þekki ég svo margt héðan af eigin
sjón og raún, segir frú Jóna.
Bað frú Jóna blaðið að koma
SIKILEY, 21. júlí — Eldfjallið
Etna á Sikiley tók að gjósa aft-
ur seint á fimmtudagskvöldið.
Nýr gígur opnaðist á austurhlíð-
um eldfjallsins og sprengingar í
honum sendu glóandi hraungrjót-
ið hátt í loft upp. Fyrstu fregnir
herma að hraunið streymi nú
frá gígnum og þetta gos er talið
mun hættulegra en gosið í norð-
austurhlíðinni nú nýlega.
—Reuter.
Minningarorð
Gylfa Kristins
verzlnnoracBB
nm
in
w
ENN setur hljóða, þegar þeir
heyra slíka harmafregn, að
tvítugur maður, hraustur og
hress, hafi farizt, lífsskeiði hans
sé í einni svipan lokið. Þá eins
og oft endranær er erfitt að átta
sig á lögmálum lífs og dauða.
Gylfi Kristinsson, sem er bor-
inn til grafar í dag, var fæddur
7. marz 1935 hér í Reykjavík.
Foreldrar hans eru Emilía Björg
Fétursdóttir og Kristinn J. Mark-
ússon, kaupmaður í Geysi.
Gylfi heitinn ólst upp við
óvenju mikið ástríki á hinu
myndarlega og fagra heimili for-
eldra sinna, en hjá þeim hefur
ávallt verið efst í hugg ham-
ingja og velferð barnanna fimm
og þá ekki sízt yngsta barnsins
og einkasonarins.
Gylfi gekk í Verzlunarskóla ís-
lands og útskrifaðist þaðan með
góðri 1. einkunn vorið 1953. Fór
hann þá til Englands til fram-
haldsnáms, en hóf starf í verzl-
uninni hjá föður sínum s.l. haust.
Undirbúningi var lokið, starfið
var að hefjast, og framundan
virtist liggja beinn og breiður
Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður og frú Áslaug Lárusdóttir.
DalameRn kveifa frá-
farandl sýsSunsas3B3 slnn
Þorsteini Þorsteinssyni og frú Áslaugu
Lárusdétfur haSdið veglegt samsœti
í Búðarda!
SÍÐASTL. laugardag kvöddu Dalamenn Þorstein
fyrverandi sýslumann og frú Áslaugu Lárusdóítur konu hans
með veglegu samsæti, sem þeim var haldið í Búðardal. Var þar
saman komin fjöidi fólks úr öilum hreppum Dalasýslu, samtals
um 140 manns. Voru þarna haldnar margar ræður og fráfarandi
sýslumanni þökkuð mikil og góð störf, bæði sem yfirvald sýslunnar
í 35 ár og alþingismaður hennar í fjölda ára.
RÆBUR OG ÁVÖRP
Friðjón Þórðarson, hinn nýi
sýslumaður Dalamanna, setti sam
sætið með ávarpi og bauð gesti
velkomna. Aðal ræðurnar fyrir
minni heiðursgestanna fluttu
hreppstjórarnir Jón Sumarliða-
son á Breiðabólsstað og Sigtrygg-
ur Jónsson, Hrappsstöðum. Þá
mælti séra Eggert Ólafsson á
Kvennabrekku sérstaklega fyrir
minni frú Áslaugar Lárusdcttur.
Aðrir ræðumenn voru þessir:
Séra Pétur T. Oddsson prófast-
ur, Hvammi, séra Þórir Stephen-
sen, Tjaldanesi, Ásgeir Bjarna-
son alþingismaður, Ásgarði, Hall
d.ór Sigurðsson frá Staðarfelli,
Guðmundur Ólafsson oddviti,
Ytrafelli, Geir Sigurðsson bóndi,
þökkum áleiðis til allra þeirra er
gert hefðu henni dvölina hér svo
skemmtilega og ánægjulega. Við
þökkum frú Jónu spjallið og ósk-
um henni góðrar heimferðar. Slík
ir gestir sem hún eru alltaf au-
fúsugestir á íslandi.
G. St.
Skerðingsstöðum, Hallgrímur
Jónsson póstafgreiðslumaður,
Búðardal, Klemenz Samúelsson,
bóndi, Gröf, Guðmundur Ás-
mundsson bóndi, Krossi, og Aðal-
steinn Baldvinsson oddviti, Braut
arholti.
Aliir báru ræðumenn fram
þakklæti og árnaðaróskir til Þor-
steins Þorsteinssonar fyrir langt
og giftudrjúgt starf í þágu hér-
aðsins.
Við þetta tækifæri voru þeim
Þorsteini Þorsteinssyni og frú Ás-
laugu konu hans afhentar vegg-
myndir úr eir af þeim sjálfum,
gerðar af Ríkharði Jónssyni. Enn
fremur skrautritað ávarp frá
Dalamönnum.
vegur. Gylfi sjálfur hafði marg-
víslegar framtíðaráætlanir, og þá
má nærri geta hvílíkar vonir
foreldrar hans og ástvinir bundu
við framtíð hans.
Hann var ekki sízt dáður af
systrum sínum, sem voru hreykn-
ar að eiga þennan myndarlega
bróður, og með honum og mág-
um hans höfðu myndazt sterk
vináttubönd, þótt aldursmunur
væri töluverður.
Þótt Gylfi byggi við góðar
efnalegar aðstæður foreldra f
uppvextinum, myndaðist fljótt
sú löngun hjá honum að sjá sjálf-
um sér sem mest farborða. Vann
hann ýmist í sveit eða var við
verkamannavinnu á sumrum
meðan hann sat í skóla, og verzl-
unarstarfið hóf hann með mikl-
um áhuga.
Gylfi var bjartur og fríður
sýnum, mjög hár vexti, karl-
mannlegur á velli og bauð af sér
sérstaklega góðan þokka. Hann
var hressilegur, en um leið eðli-
legur og glaðlegur í framkomu,
ræðinn, og skemmtilegur í við-
ræðum, hjálpfús og greiðvikinn,
enda sérstaklega vinmargur og
vinsæll, en að sama skapi trygg-
ur vinum sínum. Mér hefur ver-
ið sagt, að aðeins þá hafi hann
sézt bregða skapi, ef hallað var
einu orði á vini hans.
Gylfi hafði mikið yndi af úti-
veru og varði tómstundum sín-
um oft við Þingvallavatn, þar
sem foreldrar hans áttu sumar-:
bústað. Stundaði hann þar veiðar
oft á tíðum og hafði rétt áður
en hann lézt aílað sér nýs utan-
borðsmótors. Fór hann gjarnan,
þegar tök voru á, austur, eftir
Þorsteinsson ! vinnutíma á kvöldin. Síðasta
ferðin var farin fimmtudags-
kvöldið 14. júlí, eftir að hannj
sótti lyklana að sumarbústaðn-
um og kvaddi foreldra sína með
þeim ummælum sínum og áminn- ;
ingu þeirra, að vera ekki mjög
seint á ferðinni heim. Orðum
hans var hægt að treysta og því
voru foreldrarnir íarnir að undr-
ast um hann ókominn nokkru í
eftir miðnætti. Barst þeim þá
harmafregnin um sonarlát.
En á banastund kom fram
æðruleysi, ósérhlifni og ábyrgð-
artilfinning Gylfa, sem aðstand-
endur og vinir minnast nú með
þakklæti og virðingu.
Við biðjum, að góður Guð
mildi sorg ástvina og hugljúfar
minningar græði harmasár.
Blessuð veri minning Gylfa
Kristinssonar.
Geir Hallgrímsson.
ÞAKKIR SÝSLUMANNS Þorsteinn Þorsteinsson kvaddi sér að lokum hljóðs og minntist veru sinnar í Dölum. Þakkaði SKiPAttTCiCRÐ L RIKISINS
hann Dalamönnum með hlýjum
orðum allt samstarf í 35 ár og
árnaði þeim allra heilla fyrir sina
hönd og konu sinnar.
Samsætið stóð fram á nótt og
fór í öllu hið bezta fram.
ici
inp“
fer til Vestmannaeyja
Vörumóttaka í dag.
kvöld. —