Morgunblaðið - 27.08.1955, Page 1

Morgunblaðið - 27.08.1955, Page 1
16 síður 42. árgangur 193. tbl. — Laugardagur 27. ágúst 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bsrs Arafa ,f<sr hwergí" DuSles reynir að afsfýra Palestínustríði Ælvarlega; Falltníar Narðorlanda | Ben Arafa. París í gærkvöldi. BEN ARAFA soldán í Marokkó lýsti yfir því í Rabat, Marokkó, í dag að það væri rangt að hann ætlaði að segja af sér. Samningar í Aix la Baines héldu áfram í dag og þóttu sam- komulagshorfur góðar. Þrír hópar Berba í Atlasfjöll- um gáfust upp í dag, og fór í því sambandi fram hefðbundin at- höfn, en einn þáttur í athöfninni er að sjö uxum er slátrað. „Ylðyöninarfeerfi iílllð New York, 25. ágúst. BANDARÍKIN munu leggja fyrir undirnefnd afvopnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur saman í Nevv York á mánudag- inn, tillögu Eisenhovvers forseta um gagnkvæmar upplýsingar Rússa og Bandaríkjamanna um hernaðarleyndarmái og um leyfi til handa flugher þessara þjóða um að taka lofímyndir í landi hvors annars. Bandaríkin eru við því búin að fallast á þá tillögu Rússa að afvopnunar eftirlitsmenn fái að- setur í höfnum, við járnbrautar- stöðvar og á flugvöllum hvórs lands um sig. En Bandaríkja- menn gera kröfu til þess að eftir- litsmennirnir fái einnig að koma í kjarnorkuvopna verksmiðjur. Fyrir Bandaríkjunum vakir að koma á fót „viðvarana kerfi“, svo að hvorug þjóðin geti skyndi- lega dregið saman her manns til óvæntrar árásar. Ef Rússar fall- ast á þessa tillögu ætla Banda- ríkjamenn að stinga upp á því að eftirlitið með vígbúnaði fari fram í öllum löndum heims. Fulltrúar vesturveldanna á hinni væntanlegu ráðstefnu und- irnefndar afvopnunarnefndarinn- ar, komu saman í New York í dag til þess að ráða ráðum sín- um. Fulltrúarnir á fundi undir- nefndarinnar, sem hefst á mánu- daginn verða þessir: Anthony Nutting, fyrir Breta, Harold Stassen, fyrir Bandaríkin, Jules Moch, fyrir Frakka, Paul Martin, lieilbrigðismálaráðherra, fyrir Kanada og Sobolev, fyrir Sovét- ríkin. Washington 26. ágúst. INAR alvarlegu horfur á Gazasvæðinu á landamær- um Israels og Egyptalands leiddu í dag til þess að Dulles, utanríkismálaráðherra Banda ríkjanna lýsti yfir því að Bandaríkjamenn væru fúsir til þess að ábyxgjast ásamt Arabaríkjunum núverandi landamæri Israels. Dulles sagði að jafnframt yrði að ganga frá ýmsum öðrum mál- um varðandi Israel og þá fyrst og fremst málefnum 900 þús. ar- abiskra flóttamanna, sem búa í flóttamannabúðum á landssvæði Israelsmanna. Sendiherra Bandaríkjanna ræddi í dag í tvær klukkustundir við Nasser forsætisráðherra Egypta og lét í ljós kvíða Banda- ríkjamanna út af hinum hættu- legu átökum sem sífellt ættu sér stað á Gaza svæðinu. Fyrr í dag höfðu sendiherrar vesturveldanna í Kairo haldið j fund út af hinum alvarlegu horf-! um á Gaza svæðinu. XILKYNNING HERSTJÓRNARINNAR Kairo, 26. ágúst. „EGYPSKUR her elti í dag tvær könnunarsveitir ísraelsmanna, sem farið höfðu yfir vopnahlés- linuna, inn „á landssvæði Palestínu, sem ísraelsmenn hafa lagt undir sig“ og drápu 12 menn' úr könnunarsveitunum,“ segir í tilkynningu frá egypska hernum í kvöld. ! í tilkynningunni er skýrt frá tveim árekstrum sem urðu á landamærunum í gær og getið um fallbyssuskothi'ið á sveitir ísraelsmanna og sagt að margir j Israelsmanna hafi særzt. ísraelsher tilkynnti fyrir sitt leyti í dag að flokkur ísraels- manna hafi í dag gert atlögu að og náð aftur á sitt vald hæð einni, sem Egyptar höfðu tekið í gær. Fulltrúar á fundi Norrænu félaganna. Fremri röð, talið frá vinstri: Sigurður Magnússon, Erling Ósterud, C. V. Bramsnæs, Sigurd J. Christensen, Nils Goude, Hildur Nygren, Stefán Jóh. Stefánsson, Gunnar Thoroddsen, Arnheiður Jónsdóttir, Sveinn Ásgeirsson, Henning Bödtker, Yrjö Similá, Vilhj. Þ. Gíslason, Páll ísólfsson, Magnús Gíslason og Arne F. Andersson. — Aftari röð: Frantz W. Wendt, Henry N. Bache, J. O. Fallqvist, Birger Olsson og Veikko Karsma. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. ISiorrænu félögin vinna að efnaiegum framförum auk menningartengsla S.AJ. kaupir 11 flugvélar STOKKHÓLMI, 26. ágúst: — SAS hefir fest kaup á 11 nýtízku Convair 440 flugvélum að verð- mæti samtals 69 millj. norskra króna, að því er forstjóri félags- ins upplýsti í dag. Félagið fékk 8.5 millj. dollara lán til þess að standa straum af þessum kaupum. Fyrsta flugvélin verður afhent snemma á næsta ári en sú síðasta eftir tvö ár. — NTB. Mjólkurskömmtun íKhöfnvegnajmrrkanna KAUPMANNAHOFN, 26. ágúst — Vegna þurrkanna hefir orðið að grípa til þess ráðs að skammta mjólk í Kaupmannahöfn. — Skömmtunin hefir fyrst í stað í för með sér að mjólkurneyzlan j minnkar um 15 af hundraði. | Hinir miklu hitar hafa haft í för með sér bæði aukna mjólkur- neyzlu til svölunar á þorsta og minnkandi mjólkurmagn, sem stafar af því að kýrnar fá lélega beit á hinni sviðnu jörð. Mjólkurbúin hafa gert sitt ítrasta til þess að reyna að forð- ast skömmtun og sótt mjólk um langa vegu á Sjálandi en í gær var sýnilegt að ekki varð kom- ist hjá skömmtun. I Eðlileg mjólkurneyzla Kaup- mannahafnarbúa nemur um 500 þús. lítrum á dag. Spjallað við formenn trá frœndþjóðunum FUNDUR norrænu félag- anna hófst í Alþingishús- inu kl. 9,30 í gærmorgun. — Borgarstjórinn í Reykjavík Gunnar Thoroddsen bauð full trúana velkomna og sérstak- lega hina erlendu gesti, sem fundinn sitja. Það eru fulltrú- ar frá öllum Norðurlöndum. Var síðan gengið til fundar- starfa og fóru fyrst fram kosn- ingar fundarstjóra og fundarrit- ara. Forseti fundarins var kjör- inn Gunnar Thoroddsen, en vara- forsetar formenn Norðurlanda- nefndanna. Ritarar voru kjörnir Birgir Olsson frá Svíþjóð og Magnús Gíslason framkvæmda- stjóri Norræna félagsins íslenzka. EFNI FUNDANNA Fyrsta mál á dagskrá fundar- ins í gærmomgun var stutt yfirlit yfir störf félaganna á þVí tíma- bili, sem liðið er frá síðasta full- trúafundi. Síðan flutti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fram- söguræðu um málio: ísland í nor- rænni samvinnu. Boi’garstjóri ræddi í ræðunni um, að íslend- ingar ættu nokkra sérstöðu í hinu norræna samstarfi, þótt samstaða þeirra með Norðurlöndum væri höfuðreglan. Ekki þyrftu minni samskipti við Norðui’landaþjóð- irnar að stafa af tungumálaörð- ugleikum, þar sem flestir íslend- ingar kynnu tungu einhverrar Norðurlandaþjóðarinnar, en fjar- lægð landsins væri hér nokkur Frh. á bls. 2. rr Bandaríkin hóta að segja sig úr þingmannasambandinu Prestaþing á Isiandi ÓSLÓ, 25. ágúst: — Á þingi nor- raanna biskupa, sem haldið er í Ósló, tilkynnti' Ásmundur Guð- mundsson, biskup íslands, að á næsta ári myndi verða haldin prestastefna á íslandi í tilefni af 900 ára afmæli biskupsstóls á ís- landi. 34 af 38 biskupum Norðurlanda taka þátt í þinginu í Ósló. NTB. HELSINGFORS, 25. ágúst: — Alvarlega bliku dregur á loft á þingi alþjóða þingmannasam- bandsins í Helsingfors. Tillaga liggur fyrir þinginu um að taka Kína-kommúnista inn í þingmannasambandið, en vitað er að fulltrúanefnd Bandaríkj- anna hefir hótað því að Banda- ríkin muni segja sig úr samband- inu, ef aðild Kína-kommúnista veirður samþykkt. Sovétríkin sitja nú þing sam- bandsins í fyrsta skifti. Fulltrúi þeirra, Mikailov, menntamála- ráðherra, harmaði mjög, að Kína- kommúnistar skuli ekki sitja þingið. Ráðheri-ann sagði að mörg vandamál væru óleyst i heimin- um, enda þótt dregið hafi úr við- sjám. Ráðherrann benti í þessu sambandi sérstaklega á bann við notkun atomvopna. Finn Moe talaði af hálfu Norð- manna og marmaði hann m. a. að Kína-kommúnistar skyldu ekki vera búnir að fá aðild að Sameinuðu þjóðunum. — NTB. Togara" gjaldeyrir Dana til bílahaupa KAUPMANNAHÖFN: — Fyrir þremur árum komu Danir á hjá sér nokkurskonar „togaragjald- eyri“ — þeir tala í þessu sam- bandi um „dollaraverðlaun" —. sem greitt hefir fyrir bílainn- flutningi til Danmerkur. Á þess- um þremur ái’um hafa Danir flutt inn 54.000 fólksbila, 15.000 mótorhjól „auk fjölmargra vöru- bíla, sem hægt er að nota ýmist til vöruflutninga eða mannfli'tn- inga“. . Á fyrra árs helmingi þessa árs voru fluttir inn 17.900 fólksbílar. — Innflutningsverðmæti þe'ssara bíla nam 112 millj. (dönskum) krónum, eða 2.8% af heildarverð- mæti danska innflutningsins Yfirleitt hefir dregið úr bíla- innflutningum í ár, miðað við fyrra ár. Danir áttu samtals 310.000 bíla 1. júlí síðastliðinn. Tala mótor- i hjóla nam á sama tíma 103.000. Til viðbótar koma „skellinöðr- urnar“, sem eru samtals 100.000 eða fleiri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.