Morgunblaðið - 16.09.1955, Side 1

Morgunblaðið - 16.09.1955, Side 1
16 síður Sr. Sigurður í Holti hlaut Skálholtsverðlaunin HÁTÍÐARNEFND Skálholts- hátíðar 1956 efndi hinn 14. júní s.l. til verðlaunakeppni um há- tíðaljóð, kantötu, til flutnings á þeirri hátíð. Frestur til að skila ljóðum var útrunnin 1. sept. s.l. Höfðu þá borizt ljóð frá 18 höf- undum. í nefnd til að dæma um ljóðaflokkana voru valdir dr. Magnús Jónsson prófessor, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og sr. Sveinn Víking- ur biskupsritari. Nefndin lauk störfum í fyrrakvöld og ákvað að veita verðlaun sem hér segir: 1. verðlaun kr. 15 þús. hlaut sr. Sigurður Einarsson í Holti. 2. verðlaun kr. 5000 hlaut Þor-1 steinn Halldórsson, Fálkagötu 4 í Reykjavík. 3. verðlaun kr. 2000 hlaut Þor- geir Sveinbjarnarson, Drápu- hlíð 28, Reykjavík. Nefndin tekur fram, að hún telur ýmislegt í öðrum Ijóðflokk- um vel ort, en taldi þó fyrr Sr. Sigurður Einarsson greinda ljóðaflokka hæfasta til verðlauna. Vesturveldin hefja undir- búning Genfarfundarins í byrjun október Dulles, MacMillan og Pinay fjalla um öryggismál Evrópu í New York. LONDON — Stjórnarfulltrúar Vesturveldanna þriggja koma saman í Lundúnum í byrjun næsta mánaðar til að undirbúa af háifu Vesturveldanna utanríkis- ráðherrafund fjórveldanna, sem hefst í Genf 27. okt. Grundvöllur þeirra viðræðna verður lagður af utanríkisráð- herrunum, Dulles, MacMillan og Pinay, er þeir koma saman til fundar í New York eftir tæpan hálfan mánuð, er allsherjarþing SÞ hefst. * Er það nokkurn veginn öruggt, að höfuðtillögur þær, er Vestur- veldin bera fram um öryggismál Evrópu á utanríkisráðherrafund- inum, verði í beinu framhaldi af þeim niðurstöðum, er fengust á Genfarráðstefnu æðstu manna: 1. Fimmveldasáttmáli milli Bandaríkjanna, Frakklands, Ráðstjórnarríkjanna, Bret- lands og Þýzkalands. 2. Sérsakur sáttmáli verði gerður milli þessara fimm stórvelda og annarra aðild- arríkja Vestur-Evrópu- bandalagsins og Varsjársátt málans. 3. Komið verði á stofn Fjór- veldabandalagi milli Vestur veldanna þriggja, Ráðstjórn arríkjanna, Kanada, aðild arríkja V-Evrópu bandalags ins og þeirra ríkja, sem eru á áhrifasvæði Rússa. * Fyrstu tvær tillögurnar eru komnar frá Bretum, en sú þriðja frá Bandaríkjamönnum, og er að- altilgangur þeirra, að draga úr ótta Ráðstjórnarríkjanna við, að Þýzkaland rísi enn á ný upp sem öflugt herveldi. Á sínum tíma lagði Ráðstjórn- in til, að komið yrði á stofn ör- yggisbandalagi, er næði til allra ríkja Evrópu, og ættu Bandaríkin og Rauða Kína áheyrnarfulltrúa á fundum þess. Rússar gerðu það jafnframt að skilyrði, að Atlants hafsbandalagið og V-Evrópu- Frh. á bls. 12. Ráðstjórnin vörur og MOSKVU IM M bandarískir öld- ungadeildarþingmenn, sem eru á ferð um Ráðstjórn- arríkin, áttu s. 1. mánudag tveggja klukkustunda fund í Kreml með Bulganin for- sætisráðherra og Nikita Krúsjeff, aðalritara kommún- Ðeilt um Iandu- mærin við Oder og Neisse Moskvu og Bonn, 15. sept.: — Reuter—NTB Ráðsljórnin lýsti yfir því í kvöld, að hún áliti, að Iandamæri Þýzkalands í austri — hin svokalt aða Oder-Neisse-lína * — hefðu verið endanlega ákveðin á Pots- damfundi fjórveldanna í júlí 1945. Á Kvaðst Ráðstjórnin álíta nauð synlegt að gera fulla grein fyrir þessu vegna ummæla dr. Adenauers um Oder-Neisse landa- mærin í Moskvu í gær. Segir Ráðstjórnin í tilkynn- ingu sinni, að hún skoði Vest ur-þýzka sambandslýðveldið sem hluta Þýzkalands, og hafi það full umráð aðeins yfir því landsvæði, er það nær yfir. Hinn hluti Þýzka- lands er Austur-þýzka alþýðulýð- veldið. ýr Hins vegar lagði Bonn-stjórn- in áherzlu á það, að landa- mæri Þýzkalands væri aðeins hægt að ákvarða endanlega í friðar- samningi við fjórveldin. — Hefði þessu atriði verið slegið föstu í bréfi, er fór milli dr. Adenauer og Bulganins í Moskvu. Fyrsfu Nansen- orðurnar veillar Genf, 15. sept. — Reuter—NTB. JÚLÍANA Hollandsdrottning og Eleanor Roosevelt voru í dag sæmdar Nansen-orðunni fyrir þá aðstoð er þær hefðu veitt flótta- mönnum í Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti, sem þessi orða er veitt. Orðurnar voru afhentar í höll Þjóðabandalagsins í Genf, við hátíðlega athöfn. 4ustur-þýzk sendinefnd fer í dag til IVfoskvu Áleit Rábstjórnin nauðsynlegt að útskýra ákvarðanir sínar fyrir austur-þýzku stjórninni ? BONN, 15. sept. — Einkaskeyti frá Reuter-NTB DR. ADENAUER og vestur-þýzki utanríkisráðherrann von Brentano, gerðu stjórn sinni í dag grein fyrir viðræðimum i Moskvu. En eins og áður hefir verið skýrt frá varð árangurinn af Moskvufundinum sá, að Vestur-Þýzkaland og Ráðstjórnarríkin áforma að skiptast á sendiherrum og Ráðstjórnin hefir fallizt á að láta þýzka stríðsfanga lausa. ★ f dag var það tilkynnt í Aust- ur-Berlín, að austur-þýzk sendinefnd leggi á morgun af stað til Moskvu. Vakti þessi tilkynning mjög mikla athygli í Bonn, og hafa stjórnmála- menn þar rætt í dag, hver áhrif þetta kunni að hafa á þær niðurstöður, er náðust í viðræðum dr. Adenauers og Bulganins marskálks. Virðist svo sem Ráðstjórnin hafi álitið það nauðsynlegt að skýra fyrir austurþýzku stjórn inni, hversvegna hún hafi ráð- izt í að leysa stríðsvandamálið án þess að leita ráða og um- sagnar austur-þýzku stjórnar- iruiar. * Fyrirliði sendinefndarinnar er Otto Grotewohl, forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, og eru í sendi nefndinni m. a. Walter Ulbricht, varaforsætisráðherra, og Bolz, utanríkisráðherra, og er af þessu augljóst að þessar viðræður eru mjög mikilvægar. Margir stjórnmálamenn í Bonn hafa komizt svo að orði, að ár- angur Moskvaviðræðnanna hafi verið „skipti á stríðsföngum og sendiherrum“. í Reutersfregn segir. að Vestur þýzka sambandsþingið muni ekki samþykkja niðurstöður Moskva- fundarins nema öruggt sé, að Ráðstjórnin standi við loforð sín um að láta stríðsfangana lausa. Einnig velta vestur-þýzkir stjórnmálamenn því nú fyrir sér, hvort viðræður þessar hafi orðið til þess, að samein- ing Þýzkalands dragist úr hömlu. Talsmenn frjálsra demókrata og jafnaðarmannaflokksins hafa einnig látið í ljósi kvíða sinn yfir því, að að gagni muni koma sá varnagli, er Adenauer sló með því að leggja áherzlu á að stjórn málasamband við Ráðstjórnarrík- in fæli á engan hátt í sér viður- kenningu á austur-þýzku stjórn- inni eða Oder-Neisse-landamær- unum milli Austur-Þýzkalands og Póllands. ★ vill kaupa landbúnaðar- vélar frá Bandaríkjunum Einnig óttast menn, að viðræð- urnar kunni að leiða til þess, að Vesturveldin leggi ekki eins mikla áherzlu á sameiningu Þýzkalands á Genfarfundi utan- ríkisráðherranna í október. Ad- enauer hafi nú tekið svo langt skref í þá átt að „semja frið“ við Ráðstjórnina. Bandarískir öldungadeildarþing- menn og tveir æðstu forráðamenn i Kreml ræðast við \ Moskvu istaflokksins. Krúsjeff lét þá svo um mælt, að það væri ekki aðeins mögulegt fyrir Bandarikin að selja landbún- aðarafurðir sínar til Ráð- stjórnarríkjanna, heldur væri slík viðskipti einnig mjög æskileg. ® ® ® Við þetta tækifæri létu bæði Bulganin og Krúsjeff i ljósi von- j ir um að utanríkisráðherrafund- íur stórveldanna fjögurra, sem ! hefst í Genf í næsta mánuði, verði til þess að tryggja vin- samleg samskipti Ráðstjórnar- ríkjanna og vestrænna landa. Lagði Krúsjeff mikla áherzlu á, að hann væri þvi mjög fylgj- andi, að verzlunarviðskipti tækj- ust milli Ráðstj órnarríkj anna og Bandaríkjanna. Einn bandarísku öldungadeild- arþingmannanna lét svo ummælt að Bandaríkjamenn vildu gjarna kaupa mangan frá Ráð- I stjórnarríkjunum. Að viðræðunum loknum var haldinn blaðamannafundur í Kreml, og skýrði öldungadeild- arþingmaðurinn Estes Kefauver frá því, að Krúsjeff hefði einn- ig látið þau orð falla, að Rússar vildu gjarnan kaupa ýmisskonar Frh. á bls. 2 Krúsjeff — Bamabörn þeirra munu skilja okkur. Pieck viii eiga heiðurinn Austur-Berlín, 15. sept. Reuter—NTB Austur-þýzki varaforsætisráð- herrann Otto Nuschke skýrði svo frá í kvöld, að það sé aust- ur-þýzka stjórnin, sem á heið- uiýnn af því að hafa komið til leiðar lausn þýzkra stríðsfanga úr fangelsum í Rússlandi. — í Moskvu var Adenauer aðeins sagt frá samkomulagi, sem aust ur-þýzka stjórnin og Ráðstjórn in hefðu þegar gert með sér. Nusehke fer með austur-þýzku sendinefndinni til Moskvu á morgun. Skýrði Nusehke svo frá, að austur-þýzki forsetinn Wilhelm Pieck hefði fyrir löngn farið fram á það í bréfi til Voroshilov forseta Ráðstjórnarríkjanna, að þýzkir stríðsfangar yrðu látnir lausir. Lét Pieck svo um mælt í dag, að tími væri nú kominn til að tilmæli austur- þýzku stjórnarinnar yrðu tekin til athugunar og endanlega sam þykkt í æðsta ráði Ráðstjórnar- rikjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.